Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 02.08.2012, Qupperneq 12

Monitor - 02.08.2012, Qupperneq 12
12 MONITOR FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 Lísa Hafl iðadóttir lisa@monitor.is stíllinn Tannteygjurnar voru Hvenær byrjaðir þú í módelbrans- anum? Ég var að vinna í ísbúðinni sumarið 2010 þegar umboðsmaður frá Elite spurði mig hvort ég hefði áhuga á að verða módel. Ég vissi ekki hvort þetta væri grín eða ekki en lét hana samt fá númerið mitt. Mánuði seinna hringdi hún og bauð mér að taka þátt í Elite-keppninni. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég er mjög mikið fyrir sérstök föt og fi nnst gaman að blanda saman allskonar stílum. Skemmtilegast fi nnst mér þó að klæðast pönkara- og hippalegum fötum. Hefur þú mikinn áhuga á tísku? Ég hef mjög gaman af því að fylgj- ast með tískunni og sjá hvernig hún snýst í hringi. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Á Íslandi fi nnst mér best að gramsa í verslunum sem selja notuð föt, svo sem Spúútnik, Nostalgíu og Rokk og rósum. Þegar ég fer til útlanda versla ég aðallega í Monki, Weekday, Urban Outfi tters, Ameri- can Apparel og auðvitað H&M. Hver er best klædda kona heims? Mary-Kate og Ashley Olsen eru alltaf jafnfl ottar en fólkið sem ég tek mest eftir er það sem er ekki hrætt við að prófa eitthvað nýtt og er öruggt í því sem það klæðist. Hvað er ómissandi að eiga í fataskápnum fyrir sumarið? Gallastuttbuxur, gallajakka, maga- boli, rokkuð sólgleraugu og svo má ekki gleyma bikiníinu. Hver hafa verið þín verstu tískumistök? Þegar ég var með spangir og bað tannlækninn minn að skreyta þær með bleikum og grænum teygjum. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég er ísbúðardama í ísbúðinni í Garðabæ í allt sumar en í ágúst fer ég svo með fjölskyldunni til Köben þar sem ég get vonandi endurnýjað hluta af fataskápnum mínum. Hvort myndir þú frekar vilja vera forseti eða rokkstjarna? Ég myndi vilja vera forseti sem væri rokkstjarna. Ég er kona, ég slæ tvær fl ugur í einu höggi. Hvert er þitt stærsta verkefni til þessa? Þegar ég fór í myndatöku fyrir spænska tímaritið The Balde. Það var voða spennandi. En það skemmtilegasta? Þegar ég var fengin til að vera gína í Topshop. Er eitthvað spennandi á döfi nni hjá þér í fyrirsætustörfunum? Ekkert á næstunni en við sjáum hvað setur. stærstu tískumistökin Stíllinn fékk Áslaugu Björnsdóttur í heimsókn þessa vikuna en hún skapaði sér nafn í módelbransanum fyrir nokkrum árum. Áslaug klæddi sig upp fyrir fjögur mismunandi tilefni. UPPÁHALDS HATTUR: MONKI BOLUR: GINA TRICOT BUXUR: H&M SKÓR: MONKI HVERSDAGS JAKKI: DKNY SKYRTA: AMERICAN APPAREL KJÓLL: H&M SKÓR: DR. MARTENS ÚT Á LÍFIÐ HATTUR: MONKI SKYRTA : URBAN OUTFITTERS SAMFELLA: BERSHKA PILS: H&M SKÓR: URBAN OUTFITTERS SUMARDRESSIÐ BOLUR: H&M, BUXUR: SPÚÚTNIK SKÓR: DR. MARTENS SÓLGLERAUGU: H&M Áslaug hefur tekið þátt í mörgum skemmtilegum verkefnum tengdum módelstörfum og árið 2010 tók hún þátt í Elite-keppninni. Í haust stefnir Áslaug á að hefja nám í lögfræði við Háskóla Íslands en hún útskrifaðist frá Verzló í vor. M yn di r/ Ár ni S æ be rg

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.