Monitor - 02.08.2012, Page 13
13FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 Monitor
Stíllinn kíkti til ungs pars sem býr í nýtískulegri og fallegri íbúð í Vesturbænum. Þau eru yfirleitt
sammála þegar kemur að því að gera fínt á heimilinu og finnst gaman að blanda saman gömlum og
nýjum húsgögnum til að skapa heimilislega stemningu.
Gaman að kaupa hluti
sem eiga sér fáa líka
Hafið þið mikinn áhuga á hönnun?
Nei, við getum ekki beinlínis sagt það. Okkur finnst gaman að fal-
legum hlutum og höfum skoðanir á því hvað okkur finnst flott en
við lítum ekki til einstakra hönnuða.
Hvað hafið þið í huga þegar þið kaupið húsgögn og skreytið
heimilið?
Helst að hlutirnir passi inn á heimilið og oft finnst okkur gaman að
kaupa hluti sem eiga sér fáa líka.
Hver er uppáhaldshúsgagnaverslunin ykkar?
Okkur finnst erfitt að nefna einhverja eina húsgagnaverslun hérna
á Íslandi en við höfum oft farið í húsgagnaverslun í Salzburg í Aust-
urríki sem heitir Gehmacher og er hún í miklu uppáhaldi.
Hvernig myndu þið lýsa stílnum á heimilinu?
Heimilið okkar er frekar stílhreint og frekar í áttina að vera nýtísku-
legt. Til að gera heimilislegra finnst okkur flott að blanda gömlum
húsgögnum og hlutum við nýrri, til dæmis tekk-sófaborðið.
Hafið þið svipaðan smekk þegar kemur að stílnum á heimilinu?
Já, allavega höfum við yfirleitt verið mjög sammála hingað til.
Ef þið yrðuð að mála alla íbúðina í einum og sama litnum öðrum
en hvítum, hvaða litur yrði fyrir valinu?
Einhver ljós litur eins og til dæmis ljósbrúnn.
BORÐIÐ OG STÓLARNIR ERU
KEYPTIR Í HEIMA OG KERTA-
STJAKINN ER ÚR ILVU
BOLTINN ER KEYPTUR
Í SALZBURG Í BÚÐINNI
GEHMACHER
SPEGILLINN OPNAR
RÝMIÐ OG MÁLVERKIÐ
LÍFGAR UPP Á ÞAÐ
KERTASTJAKINN ER HANNAÐUR
AF MARGRÉTI HALLDÓRS-
DÓTTUR OG LAMPINN
ER KEYPTUR Í CASA
STOFUBORÐIÐ ER GJÖF
FRÁ ÖMMU OG AFA
STÍLHREINT OG FALLEGT
MÁLVERKIÐ ER
KEYPT Í GEHMACHER
VEGGKLUKKAN ER ÚR
URBAN OUTFITTERS
M
yn
di
r/
St
yr
m
ir
Ká
ri