Morgunblaðið - 20.09.2012, Side 2
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Með tilkomu auðlegðarskattsins
standa einstaklingar enn verr að
vígi en áður gagnvart lífeyr-
issjóðum þegar kemur að fjárfest-
ingum á markaði. Skatturinn gerir
það að verkum að einstakir fjár-
festar, sem eiga hlutafjáreign í fyr-
irtækjum, geta oft á tíðum ekki átt
von á því að fá til baka það sem
mætti teljast eðlileg arðsemi af
fjárfestingu sinni.
Dæmi eru um að arðgreiðslur
af skattalegri hlutafjáreign til ein-
staklinga, sem eiga aðrar eignir
umfram 75 milljónir og greiða því
1,5% auðlegðarskatt, fari að lang-
stærstum hluta til ríkisins – í sum-
um tilfellum meira en 80% af arð-
inum – en aðeins lítill til eigenda
hlutabréfsins.
Viðmælendur Morgunblaðsins
segja að í slíkum tilfellum liggi það
í augum uppi að það er mun meiri
hvati fyrir fjárfesta til að geyma fé
sitt inn á bankareikningi en að fjár-
festa í atvinnulífinu.
Fær aðeins 30% af arðinum
Sumir viðmælendur Morgunblaðs-
ins benda á að eftir að auðlegð-
arskatturinn var lagður á – en
hann gildir fyrir árin 2010, 2011,
2012, 2013 og 2014 – hafi sam-
keppnisstaða lífeyrissjóðanna, sem
greiða eðli málsins samkvæmt
hvorki auðlegðarskatt né fjár-
magnstekjuskatt, batnað til muna
gagnvart öðrum fjárfestum á mark-
aði.
Ef tekið er dæmi af ein-
staklingi sem á hlutafjáreign í fyr-
irtæki upp á 100 milljónir króna, og
greiðir ennfremur 1,5% auðlegð-
arskatt vegna þess að nettóeignir
hans eru umfram 75 milljónir
króna, þá myndi 3% arðgreiðsla úr
fyrirtækinu aðeins skila honum 900
þúsund krónum í nettótekjur, en
2,1 milljón færi til ríkisins. Annað
er upp á teningnum í tilfelli lífeyr-
issjóða, sem fá alla upphæðina
greidda út.
Eykur enn á ójafnvægið
Sökum skorts á fjárfestingar-
tækifærum vegna gjaldeyrishafta
hafa lífeyrissjóðirnir verið áberandi
við kaup á eignarhlutum í félögum
sem hafa verið til sölu síðustu
misseri. Sumir hafa í því samhengi
bent á að í einhverjum tilfellum
megi færa rök fyrir því að lífeyr-
issjóðirnir hafi verið reiðubúnir að
kaupa eignir á yfirverði. Einn við-
mælandi Morgunblaðsins, sem á
og rekur meðal annars stöndugt
fyrirtæki í Reykjavík, segir ljóst
að auðlegðarskatturinn hafi enn
aukið á það ójafnvægi sem ríkir á
milli einstakra fjárfesta og lífeyr-
issjóða í þessum efnum.
Sami viðmælandi bendir enn-
fremur á að um þessar mundir séu
þess mörg dæmi að fyrirtæki skili
ekki hagnaði. Þá getur sú staða
komið upp að greiddur er út arður,
í fyrirtæki sem skilar ekki hagn-
aði, til hluthafa í því augnamiði að
þeir geti staðið í skilum með auð-
legðarskattinn. Með þessu móti er
því gengið á eigið fé fyrirtækisins
og fjárfestingageta þess minnkar –
einmitt á þeim tíma þegar fjárfest-
ing er í sögulegu lágmarki í hag-
kerfinu. „Það er verið að skapa
mjög óheppilega hvata með þessu
fyrirkomulagi,“ segir hann.
Þurfa að greiða með sér
Annar viðmælandi Morgunblaðs-
ins, sem þekkir vel til í rekstri ný-
sköpunarfyrirtækja, segir að áhugi
einstaklinga til að fjárfesta í slík-
um fyrirtækjum sé af enn skornari
skammti en ella sökum auðlegð-
arskattsins. „Þetta er alls ekki til
þess fallið að ýta undir fjárfestingu
einstaklinga í nýsköpunarfyr-
irtækjum. Það er betra fyrir þá að
láta peninginn bara liggja inni á
bankareikningi,“ segir hann, og vís-
ar þá til þess að sprota- og nýsköp-
unarfyrirtæki skila sjaldnast nein-
um hagnaði fyrr en að nokkrum
árum liðnum. Hluthafar í slíkum
fyrirtækjum, sem þurfa að standa
skil á greiðslum til ríkisins vegna
auðlegðarskatts, væru „því í raun
að greiða með sér af hlutafjáreign
sinni af því að þeir fá engan arð út
úr fyrirtækinu“.
Betri samkeppnisstaða lífeyr-
issjóða með auðlegðarskatti
Morgunblaðið/Golli
Skattatillögur boðaðar Auðlegðarskatturinn var fyrst kynntur árið 2009 og átti að vera tímabundin ráðstöfun í
þrjú ár. Við samþykkt síðustu fjárlaga var hins vegar ákveðið að framlengja hann um tvö ár til viðbótar.
Einstaklingar sem greiða skattinn geta ekki vænst mikillar arðsemi af fjárfestingum 80% fara til ríkisins
Auðlegðarskattur
»Einstaklingar sem þurfa
að greiða auðlegðarskatt
standa höllum fæti gagnvart
lífeyrissjóðum þegar kemur að
fjárfestingum á markaði.
»Dæmi um að ríflega 80%
af arðgreiðslu af skattalegri
hlutafjáreign renni til ríkisins.
»Grefur undan hvata fjár-
festa til að setja hlutafé í ný-
sköpunar- og sprotafyrirtæki.
Lítill arður af fjárfestingu einstaklinga
Fjárfesting: lífeyrissjóður og einstaklingur
Forsendur: Einstaklingur sem á 75 milljónir í öðrum eignum og fær engan frádrátt vegna fjármagnstekju-
skatts. Lífeyrissjóður greiðir hvorki fjármagnstekjuskatt né heldur, eðli málsins samkvæmt, auðlegðarskatt.
% Lífeyrissjóður Einstaklingur
Skattaleg eign í hlutafélagi 100.000.000 kr. 100.000.000 kr.
Arður sem hlutfall af eign 3,00% 3.000.000 kr. 3.000.000 kr.
Fjármagnstekjuskattur 20% -600.000 kr.
Auðlegðarskattur 1,50% - kr. -1.500.000 kr.
Nettótekjur af fjárfestingu 3.000.000 kr. 900.000 kr.
Hlutfall af arði eftir 100% 30%
Skattar til ríkisins 0% 70%
Nettóarður í% af hlutafé 3,0% 0,90%
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012
2 VIÐSKIPTI
ER ÞITT FYRIRTÆKI
MEÐ SAMNING?
SAGA CLASS
Úrvalsþægindi, gott rými
og fyrsta flokks þjónusta.
Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta
þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og
ánægðara starfsfólki.
Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir:
• Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju
fyrirtæki.
• Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla
daga ársins.
• Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða
Icelandair.
• Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum.
+ Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki
eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
IC
E
53
91
9
0
5
/2
01
1
Fjármálaeft-
irlitið veitti
Landsbréfum hf.
11. september sl.
leyfi til eigna-
stýringar. Leyfið
gefur Lands-
bréfum tækifæri
til að annast
verkefni á sviði
stýringar eigna
fyrir þriðja aðila
og eykur því verulega möguleika
félagsins á að þjóna viðskiptavinum
sínum. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá Landsbréfum.
Í kjölfarið hefur verið skrifað
undir samning milli Landsbréfa hf.
og Horns Fjárfestingafélags hf.
sem bæði eru dótturfélög Lands-
bankans hf., um að Landsbréf taki
yfir rekstur og stýringu eigna
Horns.
Landsbréf taka
við Horni
Landsbankinn
FME veitti leyfi.
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegis-
móum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net-
fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Agnes Bragadóttir, fréttastjóri,
agnes@mbl.is Auglýsingar sími 5691111
netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110
Prentun Landsprent ehf.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
!"# $% " &'( )* '$*
+,,-./
+01-23
+,2-/
,+-4/.
,+-.+,
+1-/10
+4+-30
+-2.03
+11-0,
+20-,1
+,,-32
+00-52
+,2-03
,+-.,/
,+-.32
+1-3..
+4,-+/
+-22.,
+10-.1
+20-34
,,5-,.3,
+,4-5.
+00-24
+,/-4.
,+-.11
,+-241
+1-300
+4,-24
+-2213
+05-5.
+/5-+1
Vísitala neysluverðs mun í sept-
ember hækka um 0,7% og við það
hækka ársverðbólguna úr 4,1% í
4,2%, að mati greiningardeildar Ar-
ion banka. Í kjölfarið mun þetta
hafa áhrif á horfur til næstu mán-
aða og er gert ráð fyrir að árs-
verðbólgan verði 4,5% í árslok.
Helstu áhrifavaldar hækkunar-
innar eru eldsneytishækkun og út-
sölulok, en húsnæðisverð hefur
áhrif til lækkunar og flugfargjöld
standa í stað. Veiking krónunnar
síðasta mánuð hefur þarna nokkur
áhrif og segir Arion banki að „að
árstaktur verðbólgunnar hafi náð
lágmarki í bili og fari nú hækkandi
á komandi mánuðum.“
Spá 0,7%
hækkun vísitölu