Morgunblaðið - 20.09.2012, Page 12
Við höfum í áratugi verið leiðandi í framleiðslu stjórnbúnaðar fyrir hitakerfi
og séð notendum um allan heim fyrir búnaði og lausnum,
sem gerir líf þeirra þægilegra.
Við erum eini framleiðandinn á markaðinum sem sérhæfir sig í framleiðslu
stjórnbúnaðar ásamt varmaskiptum og tengigrindum fyrir hitakerfi.
Við leggjum metnað okkar í að finna réttu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkar
hverjar sem stærðirnar, þarfirnar eða kröfurnar kunna að vera.
Þegar spurt er um hitakerfi er svarið:
“Já, Danfoss er með lausnina fyrir þig”
Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is
Réttarríkið Þóroddur Bjarnason
Sænski bankinn Handelsbanken AB
er einn stærsti banki Norðurlanda.
Undanfarin ár hefur bankinn vaxið
gríðarlega hratt, sérstaklega í Bret-
landi, þar sem hann hefur opnað nýtt
útibú á tíu daga fresti það sem af er
þessu ári. Þrátt fyrir stærð og mikinn
vöxt hafa fáir veitt bankanum at-
hygli. Það á sér hins vegar eðilegar
skýringar.
Maður rekst ekki á auglýsingar
bankans í alþjóðlegu viðskiptapress-
unni eða sjónvarpinu, hann er ekki
stuðningsaðili neins af stóru knatt-
spyrnuliðunum og það blasa hvergi
við stór veggspjöld þar sem ímynd og
vaxtakjör bankans eru til sýnis. Í
raun er engin markaðsdeild í bank-
anum. „Við treystum á að við-
skiptavinir breiði orðstír bankans
út,“ segir Anders Bouvin, fram-
kvæmdastjóri bankans í Bretlandi, í
samtali við Guardian.
Bestu hlutabréf sögunnar
Þrátt fyrir þetta hefur Handels-
banken ríkari ástæðu til þess að aug-
lýsa sig en flestir, ef ekki allir sam-
keppnisaðilar hans. Sænska
viðskiptablaðið reiknaði út að ólíkt
því sem flestir halda þá eru hlutabréf
í fjárfestingarfélagi Warrens Buf-
fetts, Berkshire Hathaway, ekki þau
sem hafa vaxið hraðast í heiminum.
Bestu hlutbréf heims skv. blaðinu
eru í Handelsbanken, en þau hafa
vaxið um 1,9 milljónir prósenta frá
því að bankinn var fyrst skráður í
hlutabréfahöllina í Svíþjóð. Bréf
Berkshire Hathaway hafa „aðeins“
vaxið um 360 þúsund prósent frá því
Buffett tók við 1964. Þetta þýðir að sá
sem keypti bréf í bankanum um alda-
mótin 1900 fyrir 10 þúsund krónur
ætti nú um 20 milljarða króna.
Bankinn var sá eini í Svíþjóð sem
ekki þurfti á aðstoð hins opinbera að
halda þegar bankakreppa reið yfir
Norðurlönd í byrjun tíunda áratug-
arins. Hlutabréf bankans féllu vissu-
lega mikið þegar stóra bankakrepp-
an reið yfir 2008 en það var
tímabundið. Árið 2010 voru hluta-
bréfin verðmeiri en þau voru árið
2007 og alla bankakreppuna hefur
hann greitt út myndarlegan arð.
Vissulega glæsilegur árangur sem
bankinn sér þó ekki ástæðu til þess
að auglýsa.
Hvað er öðruvísi
Eðlilega spyrja menn sig hvað Hand-
elsbanken hafi gert öðruvísi. Einfald-
asta svarið við því er: fjölmargt. Þar
til 1970 var Handelsbanken hefð-
bundinn banki en þá tók Jan Wall-
ander við stjórninni og gerði róttæk-
ar breytingar á rekstrinum.
Það sem hefur vakið mikla athygli
á síðastliðnum árum, sér í lagi í Bret-
landi, er að bankinn hefur aldrei
greitt út bónusa til starfsmanna.
Ólíkt hefðbundnum bönkum þar sem
aukin miðstýring og samþjöppun hef-
ur átt sér stað eru útibú Handels-
banken rekin nær alfarið sem sjálf-
stæðar einingar. Allar ákvarðanir um
útlán eru teknar í útibúunum og
útibúin vinna ekki samkvæmt mark-
miðum sem yfirstjórn bankans
ákveður. Laun útibússtjóranna eru
þau sömu og framkvæmdastjóra
samsteypunnar. Þetta er þó aðeins
brot af því sem aðgreinir Handels-
banken frá hefðbundnum bönkum
nútímans.
Það er vissulega uppörvandi í
miðri fjármálakreppunni að lesa bók
Niels Kroners, A Blueprint for Bet-
ter Banking, sem kom út árið 2009 og
fjallar um sögu og viðskiptamódel
Handelsbanken. Á þessum síðustu og
verstu er ekki oft sem maður les eitt-
hvað um fjármálakerfið sem gefur til-
efni til bjartsýni.
Þessi bjartsýni hverfur þó eins og
dögg fyrir sólu þegar maður ber ís-
lenska bankakerfið saman við Hand-
elsbanken. Í fljótu bragði virðist þró-
un íslensku bankanna á síðustu árum
hafa verið í þveröfuga átt miðað við
viðskiptamódel Handelsbanken. Fyr-
ir það fyrsta hefur miðstýring og
samþjöppun aukist og útibúin nú að-
eins valdalausar þjónustumiðstöðvar.
Sparisjóðakerfið er liðið undir lok, en
þar gat fólk átt í beinum samskiptum
við sparisjóðsstjórana sem höfðu
raunveruleg völd og gátu beitt eigin
dómgreind í ákvarðanatöku. Í dag
fær fólk í besta falli samband við
símaþjónustumiðstöðvar bankanna.
Það væri því óskandi að Hand-
elsbanken gerði undantekningu á
reglu sinni og auglýsti sig hér á Ís-
landi. Íslenskir banka- og stjórn-
málamenn gætu sjálfsagt lært eitt og
annað af sögu bankans.
Leiðarvísir fyrir Ísland?
Sokkinn
kostnaður
Kristján Torfi Einarsson
kristjantorfi@gmail.com
Handelsbanken Íslenskir bankar gætu lært ýmislegt af sögu bankans.
Mennirnir í brúnni hjá Eimskip hafa
fengið ríflega kaupréttarsamninga.
Þeir hafa rétt á að kaupa 4,4% hlut
í fyrirtækinu, að því er fram kom í
Morgunblaðinu á laugardaginn.
Þetta er stór hlutur. Raunar er inni í
myndinni að þeir fái fleiri kauprétti.
Stjórnin mun taka ákvörðun um það
næsta sumar. Fyrirtækið fer á hluta-
bréfamarkað fyrir árslok.
Hugmyndin að baki kaupréttum
er að samtvinna hagsmuni stjórn-
enda fyrirtækja og hluthafa. Auk
þess sem minni líkur séu á að
stjórnendur með veglegan óinn-
leystan kauprétt yfirgefi félagið. Þá
fara þeir á mis við háar fjárhæðir.
Kaupréttarsamningar ganga út á
það að stjórnendur mega kaupa
hlut í fyrirtækinu á fyrirfram
ákveðnu verði, innan ákveðins tíma,
t.d. tíu ára. Yfirleitt er verðið mark-
aðsgengið daginn sem samning-
urinn er gerður, og með því er búið
til ákveðið hvatakerfi fyrir stjórn-
endur til að auka verðmæti fyr-
irtækisins eins mikið og þeim frek-
ast er unnt. Þeir hafa mikinn hag af
því. Vandinn við kaupréttina er að
þetta er algjörlega áhættulaus
samningur fyrir stjórnendurna. Þeir
geta ekki tapað. Bara grætt. Stjórn-
endurnir eru því ekki í sama vagni
og hluthafar – hluthafar taka nefni-
lega raunverulega fjárhagsáhættu.
Þeir geta tapað.
En það er ekki bara þessi að-
stöðumunur sem er fyrir hendi. Fyr-
irtæki sem veita kauprétti verða að
kaupa bréfin, jafnvel með lánum.
Það sem Útherji er að varpa ljósi á
er að kaupréttir kosta fyrirtæki fjár-
muni. Og hagsmunir hluthafar eru
ekki fullkomlega tvinnaðir saman.
Stjórnendurnir taka bara þátt í
gleðinni en losna við sárindin. Oft
þegar hlutabréf hækka er það
vegna aðstæðna á mörkuðum – ekki
vegna framgöngu stjórnenda. Hluta-
bréfaverð segir ekki alla söguna.
Kaupréttarsamningar Lykilstjórnendur Eimskips hafa fengið kauprétt að
4,4% hlut í fyrirtækinu. Útherji er ekki sannfærður um ágæti slíkra samninga.
Kaupréttir tvinna ekki
vel saman hagsmuni
mikilli gagnrýni á Marchionne frá
verkalýðsfélögum, mönnum í at-
vinnulífinu og embættismönnum,
fyrir að slá út af borðinu metn-
aðarfull plön sem lögð voru fram fyr-
ir tveimur árum um að fjárfesta fyr-
ir 20 milljarða evra til að hressa upp
á verksmiðjurnar og tvöfalda fram-
leiðslugetu þeirra. Fyrirtækið fjár-
festi fyrir 2 milljarða evra. Marc-
hionne sagði fyrr á þessu ári að hann
hefði ákveðið að fara sér hægt í
þessum efnum vegna versnandi
horfa í efnahagslífi Evrópu. Fiat er
það fyrirtæki á Ítalíu sem veitir
Búist er við því að forstjóri ítalska
bílaframleiðandans Fiat, Sergio
Marchionne, muni hitta forset-
isráðherra Ítalíu, Mario Monti, á
laugardaginn með það fyrir augum
að draga úr ótta um að bílaframleið-
andinn sé á förum frá landinu.
Stjórnarformaður bílaframleiðand-
ans, John Elkann, og tveir aðrir ráð-
herrar munu einnig verða á fund-
inum. Fjölskylda Elkann stofnaði
Fiat og ræður þar ríkjum. Þetta
kemur fram í frétt Wall Street Jo-
urnal.
Fundurinn kemur í kjölfarið af
flestum vinnu eða 80 þúsund manns,
og gegnir mikilvægu hlutverki í
efnahagslífi landsins.
Marcionne sagði í viðtali á þriðju-
daginn að Fiat væri ekki að yfirgefa
Ítalíu. „Ég mun ekki gefast upp,“
sagði hann, en gat þess einnig, að
það væri gagnslaust að hressa upp á
vörulínuna, þegar eftirspurnin væri
lítil. Hann bjóst ekki við því að bíla-
markaðurinn í Evrópu myndi taka
við sér á næsta ári. Marchionne hef-
ur varið miklum tíma í að snúa við
rekstri Chrysler og efast ýmsir um
áhuga hans á Ítalíu í kjölfarið.
Forstjóri Fiat reynir að róa Ítali