Morgunblaðið - 20.09.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 20.09.2012, Síða 6
Sókn í fiskeldi á Dýrfiskur Seiðaeldi á Tálknafirði, Sjókvíar í Dýrafirði og vinnsla á Flateyri Leyfi: 2.000 tonn Staða: Slátra tæpum 400 tonnum árlega Framtíðaráform: Slátra 2.000 tonnum árið 2015 FRÉTTASKÝRING Kristján Torfi Einarsson kristjantorfi@gmail.com Í fyrsta skipti í nær tvo áratugi eru merki um uppgang í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum. Rætt er um húsnæðisskort og ef áætlanir ganga eftir mun störfum fjölga um- talsvert á svæðinu á næstu árum. Ástæðan fyrir uppganginum er mikil sókn í fiskeldi. Viðskiptablað Morgunblaðsins ræddi við nokkra af frumkvöðlum þessarar uppbygg- ingar. Fiskeldi er atvinnugrein sem hefur glímt við fremur neikvæða ímynd. Hrun grein- arinnar fyrir um tveimur áratugum er fólki enn í fersku minni og sagan oft höfð til marks um æðibunuhátt Íslendinga. Eftir um fimm ára lægð er fiskeldi hins vegar aftur farið að sækja í sig veðrið og hefur helsti vaxtarbroddurinn verið á Vestfjörðum. Þeir sem lagt hafa leið sína akandi vestur á firði hafa eflaust tekið eftir því að komnar eru sjó- eldiskvíar í annan hvern fjörð. Þessi þróun hefur ekki farið hátt og því ekki nema von að ferðalangar spyrji sig hvort sagan sé að end- urtaka sig eða hvort um nýtt upphaf sé að ræða. Fiskeldið sem nú er komið nokkuð á veg á Vestfjörðum er þó um margt ólíkt því sem keyrði í strand á níunda og tíunda áratugn- um. Það sem vekur til dæmis athygli er hversu fjölbreytt eldið er. Áður voru allir í laxeldi, en nú er auk laxeldisins verið að framleiða bleikju, regnbogasilung, þorsk og krækling. Miklu meiri áhersla er lögð á markaðssetningu og hvert fyrirtæki vinnur að því að skapa sér sérstöðu á markaðinum. Annað sem einkennir nokkur af stærri fyr- irtækjunum í greininni á Vestfjörðum er að erlendir fjárfestar standa á bak við fyr- irtækin. Stærsta fiskeldið á Vestfjörðum, Fjarðarlax á Tálknafirði, er í eigu bandaríska fyrirtækisins North Landing LLC, sem er að þriðjungi í eigu Arnórs Björnssonar en aðrir eigendur eru danskir. Dýrfiskur er með regn- bogasilung í sjóeldiskvíum í Dýrafirði, seiða- framleiðslu á Tálknafirði og fullvinnslu á Flateyri. Dýrfiskur er að stærstum hluta í eigu pólskra aðila sem hafa mikla reynslu af fiskeldi. Þá standa einnig erlendir fjárfestar á bak við Arnarlax sem vinnur að því að fá leyfi fyrir 3.000 tonnum í Arnarfirði og stefn- ir á að hefja framleiðslu á næsta ári. Lax í sókn eftir djúpa lægð Síðastliðin fimm ár hefur ríkt nær alger stöðnun í framleiðslu á eldisfiski á Íslandi, en frá árinu 2006 hefur um 5.000 tonnum verið slátrað árlega. Á þessu ári tekur fiskeldið hins vegar stóran kipp upp á við og er reikn- að með að tæplega 7.500 tonnum verði slátr- að í ár. Nær öll aukningin er í eldi á laxi en á síðustu fimm árum hefur laxeldið verið í mik- illi lægð. Á árabilinu 2006 og 2007 varð nær algjört hrun í greininni þegar framleiðsla á eldislaxi fór úr 7.500 tonnum í um 1.000 tonn og hefur hún ekki náð sér á strik þar til í ár. Í ár er áætlað að slátrun á eldislaxi verði ríf- lega 3.000 tonn. Þessa aukningu í laxeldi má að stærstum hluta rekja til aukinna umsvifa fyrirtækisins Fjarðarlax á Tálknafirði sem hefur verið í mikilli sókn að undanförnu. Fyrirtækið er í fararbroddi í þeirri uppbyggingu sem hefur verið í fiskeldi á Vestfjörðum og er lengst á veg komið í framleiðslunni. Síðasta vetur var fyrstu kynslóð laxa slátrað í Tálknafirði eða um 700 tonnum. Núna í ágúst hófst svo slátr- un á annarri kynslóð úr Fossafirði í Arn- arfirði og er reiknað með að framleiðslan muni nema tæpum 2.000 tonnum í vetur. „Við erum í raun heppnir að hafa byrjað svona seint,“ segir Jón Örn Pálsson, svæð- isstjóri Fjarðarlax á Vestfjörðum, en fyr- irtækið starfrækir einnig seiðaeldi í Þorláks- höfn. „Við erum þess vegna í stöðu til að geta lært af mistökum forvera okkar bæði innan- lands og erlendis og tökum mið af þeim í framleiðsluferli okkar.“ Fjarðarlax er með eldiskvíar í þremur fjörðum; Patreksfirði, Tálknafirði og Foss- firði í Arnarfirði. Aðeins er slátrað úr einum firði á hverju ári og hann svo hvíldur í a.m.k. hálft ár. „Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er að fást hjá stjórnvöldum,“ segir Jón Örn, en þess má geta að 10.000 tonn eru tvöföld heild- arframleiðsla Íslands í fiskeldi á síðasta ári. „Ef þessar áætlanir ganga eftir þá erum við að tala um útflutningstekjur upp á sex til átta milljarða,“ bætir Jón Örn við. „Miðað við reynslu nágrannaþjóða okkar af sjókvíaeldi þá skapar 1.000 tonna ársfram- leiðsla um 15 bein störf við slátrun og pökk- un. Afleidd störf í strandnýtingargreinum hafa verið áætluð rúmlega tvö fyrir hvert beint starf í greininni og því erum við að tala um nær 300 störf ef áætlunin gengur eftir,“ segir Jón Örn. Þorskur og lax í Djúpinu Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG) er stærsta gerir það að verkum að hægt er að markaðs- setja afurðina sem lífrænt ræktaða. Allur fiskurinn er seldur á Bandaríkjamarkað en töluvert hærra verð fæst fyrir afurðina á hin- um sértæka markaði fyrir lífrænt ræktaðar afurðir. Stefna á tíu þúsund tonn Jón Örn segir að fjárfesting félagsins frá því að það var stofnað í byrjun árs 2010 sé á þriðja milljarð króna. „Þetta er að stærstum hluta erlend fjárfesting og framkvæmdirnar ekki nema að litlum hluta fjármagnaðar með innlendu lánsfé,“ segir Jón. „Áætlanir okkar hafa staðist hingað til en markmið okkar er að laxeldið skili af sér allt að 10.000 tonnum árið 2017 ef öll tilskilin leyfi koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma og lús sem hefur hingað til leikið fiskeldi grátt í gegnum tíðina. Með þessari aðferð er eldið kyn- slóðaskipt og þannig komum við í veg fyrir að sýking berist milli kynslóða. Ef seiðum er til dæmis sleppt í nágrenni við fullorðna fiska eru miklar líkur á að lúsin berist snemma í seiðin og fjölgi sér hratt sökum þéttleika. Þá er einnig mikilvægt að hvíla botninn því tölu- verður úrgangur gengur af fiskinum. Ef úr- ganginum er leyft að safnast upp í mörg ár verður botninn súrefnislaus og brennisteins- vetni getur myndast sem hefur skaðleg áhrif á fiskinn þegar það leitar upp á yfirborðið. Með þessari aðferð komum við alfarið í veg fyrir slíka uppsöfnun,“ segir Jón Örn. Þessi kynslóðaskiptaaðferð í eldi Fjarðarlax Vor í fiskeldi á Vestfjö  Uppgangur í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum vegna sóknar í fiskeldi  Ólíkt því sem fór í strand á níunda og tíunda áratugnum  Meiri fjölb frá ársbyrjun 2010  Stefna á 10.00 tonna framleiðslu sem þýddi 6-8 milljarða útflutningstekjur  Samkeppnishæfni svæðisins góð, en atvinnugreinin e Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Laxeldi Frá 2007 hefur framleiðsla á eldislaxi margfaldast - úr 1.000 tonnum í 7.500 tonn á þessu ári. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 6 VIÐSKIPTI Sviðsmynd - þróun framleiðs 1995-2050 í tonnum 90.000 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 1995 2005 2015 Háspá það sem er í pípunum, síðan 4,5 Miðspá (miðtala) Lágspá 4,5%, svo 2,5% vöxtur eftir 20 3.765 8.419

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.