Morgunblaðið - 20.09.2012, Side 11

Morgunblaðið - 20.09.2012, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Vantar ykkur heimasíðu? Við höfum yfir 20 ára reynslu og bjóðum ykkur velkomin í hóp ánægðra viðskiptavina Sími 553 0401 samskipti@tonaflod.is www.tonaflod.is www.ellos.is „Við hjá Ellos á Íslandi höfum átt í viðskiptum við Tónaflóð í mörg ár og þekkjum ekkert annað en góða þjónustu og áreiðanleika.” Ingimar Ísaksson Ellos Á ellos.is getur þú flett í vörulistanum, umreiknað í íslenskar krónur, bókamerkt síður sem þér finnst áhugaverðar og umfram allt.... gert góð kaup. Humarhusid.is „Við hjá Humarhúsinu höfum verið í viðskiptum við Tónaflóð í fjöldamörg ár og höfum alltaf getað stólað á fljóta og góða þjónustu.” Guðmundur Þór Gunnarsson Matreiðslumeistari og eigandi Á Humarhúsinu töfra metnaðarfullir matreiðslu- menn fram lostæti og leika listir sínar. Láttu það eftir þér að panta borð... þú átt það skilið! Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is V andað og jákvætt viðtal í dagblaði, spjall í sjónvarpi eða myndasyrpa á netmiðli getur verið mjög áhrifa- mikil auglýsing, og verðmæt búbót þegar kreppir að í rekstrinum og fáar krónur aflögu til að verja í markaðsmál. Róbert Róbertsson fjölmiðlatengill hjá Boðskiptum, segir að vissulega fáist oft meira fyrir peninginn hjá góðum almannatengli en með kaupum á stórum auglýsingum. „Hálfsíðu- viðtal getur verið mun sterkara markaðstæki en hálfsíðuauglýsing og alveg örugglega mun ódýrara, en það er hins vegar ekki hægt að mæla með því sem sparnaðarráði að sleppa öll- um auglýsingum og stóla aðeins á almannatengilinn. Best er að bæði vandað markaðsstarf og vandað almannatengslastarf spili saman. Þegar þetta tvennt er notað í sam- einingu er fyrirtæki með ótrúlega sterkt vopn í höndunum.“ Takmarkaður áhugi Róbert bendir á að almannatengslum séu ákveðin takmörk sett þegar kemur að kynning- armálum. „Venjulegt fyrirtæki kemst t.d. ekki svo oft að í viðtölum eða greinum áður en fjöl- miðlar hreinlega mettast. Lítið eða meðalstórt fyrirtæki getur yfirleitt komist að í sviðsljósinu ef réttri nálgun er beitt en það er ekki hægt að reikna með reglulegum viðtölum allt árið um kring.“ Að ná athygli fjölmiðla þarf svo ekki að vera mjög flókið. „Starf fjölmiðlatengilsins felst iðulega í því að skoða reksturinn og koma at- hygli á eitthvað sem getur orðið að áhugaverðri sögu, spennandi frétt eða skemmtilegu viðtali. Stjórnendurnir og starfsmennirnir koma oft ekki sjálfir auga á hluti sem fjölmiðlum og al- menningi geta þótt mjög áhugaverðir.“ Rétt eins og fyrirtæki skipuleggja mark- aðsstarfið a.m.k. ár fram í tímann segir Róbert að megi skipuleggja almannatengslin í upphafi hvers rekstrarárs. „Of algengt er að litið sé á almannatengla sem eins konar björgunarsveit til að kalla til þegar krísur koma upp og allt er farið í bál og brand. Vissulega er ómetanlegt að fá aðstoð og leiðsögn góðs almannatengils ef eitthvað kemur upp á og ratar út í fjölmiðla, s.s. fjárdráttur, kynferðisleg áreitni eða dómsmál, en það er líka hægt að nota almannatengla til að byggja upp orðspor og skapa sýnileika með skipulegum hætti.“ Langtíma uppbygging Róbert segir að það megi t.d. gera áætlun um að skoða á hvaða tímum ársins væri sniðugt að vekja athygli fjölmiðla á áhugaverðri starfsemi eða nýrri vöru. „En almannatengslaáætlun á ekki hvað síst að snúast um að byggja upp góð samskipti og jákvæðan sýnileika til frambúðar. Viðfangsefni almannatengsla er ekki töfra- meðöl og skyndilausnir heldur að skapa trú- verðugleika og heiðarlega ímynd. Þessari ímynd þarf svo að halda við og hlúa að af natni því eins og það getur tekið langan tíma að byggja ímyndina upp þá þarf ekki nema augna- bliksmistök til að rústa henni.“ Eins segir Róbert að stjórnendur ættu ekki að vera feimnir við að leita oftar ráða hjá almannatenglum. „Það er ekki endilega hægt að ætlast til þess af stjórnendum að þeir kunni að eiga í samskiptum við fjölmiðla. Menn sem geta verið mjög klárir og duglegir við að stýra daglegum rekstri geta átt í miklu basli með að svara fyrir reksturinn, sérstaklega ef eitthvað hefur komið upp á og álagið er mikið. Þá felst mikilvægur stuðningur í því að hafa aðgang að flinkum almannatengli, rétt eins og að hafa að- gang að lunknum markaðsmanni.“ Gera meira en slökkva elda  Gott að skipuleggja almannatengsl fyrirtækisins til lengri tíma  Stjórnendur feimnari en áður við að stíga fram fyrir skjöldu Morgunblaðið/Kristinn Kúnst „Viðfangsefni almannatengsla er ekki töframeðöl og skyndilausnir heldur að skapa trú- verðugleika og heiðarlega ímynd,“ segir Róbert Róbertsson hjá Boðskiptum. Þegar litið er yfir íslenskt atvinnulíf í dag virð- ist stundum sem fyrirtækin skorti andlit: manneskju sem almenningur þekkir, og kemur hispurslaust fram fyrir hönd starfseminnar. Fyrir bankahrun virðist sýnleikinn hafa verið annar og betri að því leyti að almenningur átti auðveldara með að tengja ákveðna aðila við leiðandi fyrirtæki. Róbert segir skiljanlegt ef stjórnendur vilja halda sig til hlés miðað við það sem gengið hefur á síðustu ár. Umræðan geti orðið mjög óvægin ef eitthvað kemur upp á og ekki endi- lega eftirsóknarvert að vera í sviðsljósinu á erfiðum tímum. Það geti hins vegar haft nei- kvæð áhrif á ímynd fyrirtækisins þegar þessa mannlegu tengingu skortir. „Fyrir vikið verður ásýnd fyrirtækisins litlaus, þurr og kuldalegri en ella. Fólk hefur gaman af öðru fólki og er örugglega líklegra til að treysta og vilja versla við fyrirtæki sem hafa einhvern forsvarsmann sem hægt er að mynda tengingu við. Sókn er besta vörnin og núna er kannski rétti tíminn fyrir stjórnendur að koma úr felum og stíga fram fyrir skjöldu.“ STJÓRNENDUR KOMI ÚR FELUM Er fyrirtækið andlitslaust? 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.