Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 1
FÓTBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eyjamenn fóru langt með að
tryggja sér annað Evrópusætanna
sem í boði eru þegar þeir lögðu
Valsmenn 3:0 að Hlíðarenda í 20.
umferð Pepsi-deildarinnar í gær-
kvöld.
Liðin sem hafna í tveimur efstu
sætunum þegar FH og KR eru
undanskilin fá sætin tvö í Evr-
ópudeild UEFA sem eru í húfi í
síðustu tveimur umferðunum.
ÍBV er nú með fjögurra stiga
forskot á fimmta liðið, Breiðablik,
og er að auki með langbestu
markatöluna af liðunum sem eru í
þessari baráttu.
Þriggja liða slagur um hitt
sætið?
ÍBV er með 34 stig, Stjarnan 31,
Breiðablik 30 og ÍA 29. Stjarnan,
Breiðablik og ÍA eru þá í slagnum
um hitt sætið eins og staðan er
núna. Það gæti endað með hrein-
um úrslitaleik grannliðanna
Breiðabliks og Stjörnunnar í loka-
umferðinni.
Fallbaráttan er áfram á milli
Fram og Selfoss sem eru jöfn með
21 stig hvort. Framarar misstu tvö
stig úr höndum sér gegn Stjörn-
unni í blálokin í gærkvöld en
halda sér fyrir ofan Selfoss á
markatölu.
Fram og Selfoss eiga það sam-
eiginlegt að mæta liðum sem eru í
baráttu um Evrópusæti í tveimur
síðustu umferðunum.
Valsmenn ekki sloppnir
Valsmenn eru reyndar ekki
sloppnir, þeir eru með 25 stig, en
fá tækifæri til að bjarga sér end-
anlega þegar þeir fá fallna Grind-
víkinga í heimsókn á sunnudaginn.
Vissulega er enn hægt að finna
tölfræðilegar forsendur fyrir því
að Fylkir, og jafnvel Keflavík,
gætu fallið á 27 stigum en það er
afar langsótt. Á sama hátt væri
enn hægt að reikna þessum liðum
Evrópusæti.
Leikirnir í lokaumferðunum
Leikirnir í næstsíðustu umferð á
sunnudaginn eru þessir:
ÍA – Fram
Valur – Grindavík
Stjarnan – Selfoss
Fylkir – KR
Keflavík – Breiðablik
ÍBV – FH
Leikirnir í lokaumferðinni laug-
ardaginn 29. september:
Fram – ÍBV
Selfoss – ÍA
KR – Keflavík
Breiðablik – Stjarnan
Grindavík – Fylkir
FH – Valur
Ítarlega er fjallað um leikina
sex í 19. umferðinni á bls. 2-5 og á
mbl.is er að finna fjölmörg viðtöl
sem tekin voru eftir leikina í gær.
ÍBV með
Evrópusæti
í höndunum
Morgunblaðið/Ómar
Skoraði Tryggvi Guðmundsson kom inná hjá Eyjamönnum gegn Val og innsiglaði sigur þeirra undir lokin, 3:0. Þar með bætti hann markametið sem hann
sló snemma í sumar og hefur nú gert 128 mörk í efstu deild. Hér á hann í höggi við Halldór Kristin Halldórsson, miðvörð Valsmanna. »4-5
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslands- og bikarmeistarar Njarðvíkur í körfu-
knattleik kvenna hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku
fyrir átökin á komandi Íslandsmóti. Þrír leikmenn
frá Grindavík hafa snúið aftur heim og munu í vet-
ur spila aftur með Grindavík sem er nýliði í efstu
deild að þessu sinni.
Um er að ræða þær Petrúnellu Skúladóttur og
Helgu Hallgrímsdóttur sem leikið hafa með
Grindavík í Lengjubikarnum að undanförnu. Þá
sagði Ólöf Helga Pálsdóttir allar líkur vera á því
að hún myndi einnig spila með Grindavík í samtali
við netmiðilinn Karfan.is á dögunum.
Ólöf glímir við meiðsli
Ólöf Helga var fyrirliði Njarðvíkur þegar liðið
vann sína fyrstu titla í meistaraflokki kvenna á
síðasta tímabili. Hún glímir nú við meiðsli í öxl og
óvíst hvenær hún getur beitt sér en hún æfði með
Grindavíkurliðinu í sumar. Petrúnella var einnig í
stóru hlutverki hjá Njarðvík á síðasta tímabili og
var atkvæðamikil í stigaskorun. Hún spilaði auk
þess mikið með íslenska landsliðinu á Norð-
urlandamótinu í sumar.
Sterkt Grindavíkurlið
Ljóst er að þessir leikmenn skilja eftir sig skarð
í Njarðvíkurliðinu. Á hinn bóginn má gera ráð fyr-
ir því að Grindavíkurliðið verði sterkara en nýliðar
eru alla jafna í deildinni. Ef liðið bætir við sig öfl-
ugum erlendum leikmanni þá gæti Grindavík þess
vegna blandað sér í toppbaráttuna þó fullsnemmt
sé að spá fyrir um slíkt.
Íslandsmótið hjá konunum, Dominos-deildin,
byrjar 3. október og Grindvíkingar eiga þá fyrst
útileik gegn KR-ingum. Grindavík og Njarðvík
eigast við í þriðju umferð deildarinnar 10. október.
Meistarar missa Grindvíkinga
Ólöf Helga Pálsdóttir Petrúnella Skúladóttir
Nýliðarnir í Grindavík endurheimta sterka leikmenn og koma öflugir til leiks
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
ÍÞRÓTTIR
Handbolti Þrír dagar þangað til Íslandsmót karla í handknattleik hefst. Frábær stemning og áhugi á
Akureyri. Ólafur ætlar sér stóra hluti með FH. Ungir Framarar fylla í skörðin hjá Safamýrarliðinu. 6-8
Íþróttir
mbl.is