Morgunblaðið

Date
  • previous monthSeptember 2012next month
    MoTuWeThFrSaSu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 21.09.2012, Page 1

Morgunblaðið - 21.09.2012, Page 1
FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Eyjamenn fóru langt með að tryggja sér annað Evrópusætanna sem í boði eru þegar þeir lögðu Valsmenn 3:0 að Hlíðarenda í 20. umferð Pepsi-deildarinnar í gær- kvöld. Liðin sem hafna í tveimur efstu sætunum þegar FH og KR eru undanskilin fá sætin tvö í Evr- ópudeild UEFA sem eru í húfi í síðustu tveimur umferðunum. ÍBV er nú með fjögurra stiga forskot á fimmta liðið, Breiðablik, og er að auki með langbestu markatöluna af liðunum sem eru í þessari baráttu. Þriggja liða slagur um hitt sætið? ÍBV er með 34 stig, Stjarnan 31, Breiðablik 30 og ÍA 29. Stjarnan, Breiðablik og ÍA eru þá í slagnum um hitt sætið eins og staðan er núna. Það gæti endað með hrein- um úrslitaleik grannliðanna Breiðabliks og Stjörnunnar í loka- umferðinni. Fallbaráttan er áfram á milli Fram og Selfoss sem eru jöfn með 21 stig hvort. Framarar misstu tvö stig úr höndum sér gegn Stjörn- unni í blálokin í gærkvöld en halda sér fyrir ofan Selfoss á markatölu. Fram og Selfoss eiga það sam- eiginlegt að mæta liðum sem eru í baráttu um Evrópusæti í tveimur síðustu umferðunum. Valsmenn ekki sloppnir Valsmenn eru reyndar ekki sloppnir, þeir eru með 25 stig, en fá tækifæri til að bjarga sér end- anlega þegar þeir fá fallna Grind- víkinga í heimsókn á sunnudaginn. Vissulega er enn hægt að finna tölfræðilegar forsendur fyrir því að Fylkir, og jafnvel Keflavík, gætu fallið á 27 stigum en það er afar langsótt. Á sama hátt væri enn hægt að reikna þessum liðum Evrópusæti. Leikirnir í lokaumferðunum Leikirnir í næstsíðustu umferð á sunnudaginn eru þessir: ÍA – Fram Valur – Grindavík Stjarnan – Selfoss Fylkir – KR Keflavík – Breiðablik ÍBV – FH Leikirnir í lokaumferðinni laug- ardaginn 29. september: Fram – ÍBV Selfoss – ÍA KR – Keflavík Breiðablik – Stjarnan Grindavík – Fylkir FH – Valur  Ítarlega er fjallað um leikina sex í 19. umferðinni á bls. 2-5 og á mbl.is er að finna fjölmörg viðtöl sem tekin voru eftir leikina í gær. ÍBV með Evrópusæti í höndunum Morgunblaðið/Ómar Skoraði Tryggvi Guðmundsson kom inná hjá Eyjamönnum gegn Val og innsiglaði sigur þeirra undir lokin, 3:0. Þar með bætti hann markametið sem hann sló snemma í sumar og hefur nú gert 128 mörk í efstu deild. Hér á hann í höggi við Halldór Kristin Halldórsson, miðvörð Valsmanna. »4-5 KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslands- og bikarmeistarar Njarðvíkur í körfu- knattleik kvenna hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir átökin á komandi Íslandsmóti. Þrír leikmenn frá Grindavík hafa snúið aftur heim og munu í vet- ur spila aftur með Grindavík sem er nýliði í efstu deild að þessu sinni. Um er að ræða þær Petrúnellu Skúladóttur og Helgu Hallgrímsdóttur sem leikið hafa með Grindavík í Lengjubikarnum að undanförnu. Þá sagði Ólöf Helga Pálsdóttir allar líkur vera á því að hún myndi einnig spila með Grindavík í samtali við netmiðilinn Karfan.is á dögunum. Ólöf glímir við meiðsli Ólöf Helga var fyrirliði Njarðvíkur þegar liðið vann sína fyrstu titla í meistaraflokki kvenna á síðasta tímabili. Hún glímir nú við meiðsli í öxl og óvíst hvenær hún getur beitt sér en hún æfði með Grindavíkurliðinu í sumar. Petrúnella var einnig í stóru hlutverki hjá Njarðvík á síðasta tímabili og var atkvæðamikil í stigaskorun. Hún spilaði auk þess mikið með íslenska landsliðinu á Norð- urlandamótinu í sumar. Sterkt Grindavíkurlið Ljóst er að þessir leikmenn skilja eftir sig skarð í Njarðvíkurliðinu. Á hinn bóginn má gera ráð fyr- ir því að Grindavíkurliðið verði sterkara en nýliðar eru alla jafna í deildinni. Ef liðið bætir við sig öfl- ugum erlendum leikmanni þá gæti Grindavík þess vegna blandað sér í toppbaráttuna þó fullsnemmt sé að spá fyrir um slíkt. Íslandsmótið hjá konunum, Dominos-deildin, byrjar 3. október og Grindvíkingar eiga þá fyrst útileik gegn KR-ingum. Grindavík og Njarðvík eigast við í þriðju umferð deildarinnar 10. október. Meistarar missa Grindvíkinga Ólöf Helga Pálsdóttir Petrúnella Skúladóttir  Nýliðarnir í Grindavík endurheimta sterka leikmenn og koma öflugir til leiks FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 ÍÞRÓTTIR Handbolti Þrír dagar þangað til Íslandsmót karla í handknattleik hefst. Frábær stemning og áhugi á Akureyri. Ólafur ætlar sér stóra hluti með FH. Ungir Framarar fylla í skörðin hjá Safamýrarliðinu. 6-8 Íþróttir mbl.is

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
111
Issues:
55869
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: Íþróttir (21.09.2012)
https://timarit.is/issue/370306

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

Íþróttir (21.09.2012)

Actions: