Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Á HLÍÐARENDA Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta hafa verið hálfskrýtnir dagar. Það var fundur í gær [í fyrradag] sem var erfiður en við ákváðum bara að láta þetta þjappa okkur saman, vinna fyrir félagið, og mér sýndist í þessum leik að það hefði tekist. Fyr- ir mitt leyti var þetta sigur fyrir Magga,“ sagði Guðmundur Þór- arinsson leikmaður ÍBV eftir örugg- an 3:0 sigur liðsins á Valsmönnum að Hlíðarenda í fyrsta leik eftir óvænt- ar þjálfarabreytingar Eyjamanna. Eins og alkunna er sagði Magnús Gylfason upp starfi í vikunni og munu þeir Dragan Kazic og Ian Jeffs stýra ÍBV út tímabilið. Þeir höfðu reyndar sér til fulltingis í gær Heimi Hallgrímsson aðstoðarlands- liðsþjálfara og fyrrverandi þjálfara liðsins. Hermann Hreiðarsson hefur svo verið ráðinn til að taka við sem aðalþjálfari eftir tímabilið og hann fylgdist að vanda með leiknum í gær úr stúkunni. Þessi rússíbanareið síðustu daga virtist ekki skemma fyrir Eyja- mönnum sem léku fantavel í gær, á meðan Valsmenn náðu vart skoti á mark, og áttu ekkert minna skilið en sigur. Það fór því ekki eins og undir lok síðustu leiktíðar þegar óvænt fréttist að Heimir myndi hætta með liðið og það náði aðeins einu stigi af tólf mögulegum í kjölfarið. Guð- mundur segir það þó hafa tekið sinn tíma að melta nýjustu þjálfarabreyt- ingarnar. Skrýtin stemning og sorgleg niðurstaða „Mönnum var mjög brugðið og það var rosalega skrýtin stemning á fundinum í gær þar sem við fengum þetta staðfest. Fyrir mitt leyti er þetta sorgleg niðurstaða en við fáum flottan mann í staðinn og verðum bara að halda áfram. Það er virki- lega spes hvernig hlutirnir þróuðust en við verðum bara að taka því,“ sagði Guðmundur sem vildi ekki taka undir kjaftasögur þess efnis að leikmenn hefðu verið orðnir þreyttir á Magnúsi sem hafði náð mjög góð- um árangri með liðið í sumar. „Það er alla vega ekki þannig fyrir mitt leyti. Maggi gaf mér 100% traust, setti mig á miðjuna, og ég hef átt mjög gott sumar þó ég segi sjálf- ur frá,“ sagði Guðmundur. Með sigrinum styrkti ÍBV stöðu sína enn í baráttunni um Evr- ópusæti og þegar aðeins tvær um- ferðir eru eftir er liðið fjórum stig- um frá því að fara úr slíku sæti. Það er því allt útlit fyrir að Eyjamenn taki þátt í forkeppni Evrópudeild- arinnar þriðja árið í röð. Tímabilið er hins vegar algjör vonbrigði fyrir Valsmenn sem eiga enn á hættu að falla. „Sigur fyrir Magga“  Eyjamenn styrktu stöðuna í öðru sætinu með 3:0 sigri á Hlíðarenda  Þjálfaraskiptin skemmdu ekki fyrir Stjórnandi Ian Jeffs var óvænt kominn í þá s FÆRI 34. GuðmundurÞórarinsson átti stórkostlega sendingu fram hægri kantinn á Arnór Eyvar sem gaf góða sendingu fyrir markið á Ol- sen en einhvern veginn tókst Dan- anum að skjóta framhjá marki Vals af stuttu færi. 0:1 45. Eftir hornspyrnu frávinstri barst boltinn að lokum til Rasmus Christiansens við vítateigslínuna hægra megin og hann átti glæsilegt skot upp í hægra markhornið. 0:2 56. Andri Ólafsson áttifrábæra vippu inn fyrir vörn Vals á Christian Olsen sem rétt slapp við að vera rangstæður og komst einn gegn Sindra mark- verði. Olsen læddi boltanum svo í hægra markhornið. 0:3 86. Abel sendi langasendingu fram völlinn og þeim Úlfari Hrafni og Jónasi Þór Næs, öftustu mönnum Vals, mis- tókst skelfilega að bregðast við henni. Á endanum reyndi Jónas að spyrna fram en boltinn fór beint í Tryggva Guðmundsson sem slapp þá einn gegn markverði og skoraði af öryggi. I Gul spjöld:Atli Sveinn (Val) 23. (brot), Rasmus (ÍBV) 39. (brot), Þórarinn Ingi (ÍBV) 53. (brot), Haukur Páll (Val) 90. (brot). M Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) Rasmus Christiansen (ÍBV) Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) Christian Olsen (ÍBV)  Magnús Gylfason mætti á leik- inn í gær eftir að hafa sagt upp starfi og sat nærri verðandi arf- taka sínum, Hermanni Hreið- arssyni. Þetta gerðist á Hlíðarenda SLÁ 4. Kristinn Jónsson tókhornspyrnu frá hægri og miðvörðurinn Sverrir Ingi Inga- son skallaði boltann í slána. FÆRI 27. BjörgólfurTakefusa fékk bolt- ann inná teignum, sneri og kom sér í dauðafæri en Ingvar Kale varði. FÆRI 47. IngimundurNíels Óskarsson plataði varnarmenn Blika upp úr skónum við endalínuna og gaf fyrir markið þar sem Björgólfur Take- fusa skóflaði boltanum yfir af tveggja metra færi. 0:1 56. Magnús Þórir Matt-hías átti hnitmiðaða fyr- irgjöf inná teiginn þar sem Ingi- mundur Níels Óskarsson var mættur og skoraði með skalla af stuttu færi. STÖNG 69. Arnar MárBjörgvinsson gaf fyrir frá hægri og Rafn Andri Haraldsson skallaði boltann í ut- anverða stöngina. 1:1 90.+2 Elfar Árni Að-alsteinsson átti skot að marki sem Bjarni Þórður varði út í teiginn. Þar var enginn nema Sverrir Ingi Ingason sem skoraði auðveldlega í autt markið. I Gul spjöld:Tómas (Fylki) 58. (brot), Finnur (Breiðabliki) 66. (brot), Þórður (Breiðabliki) 86. (brot). MM Ingvar Þór Kale (Breiðabliki) M Sverrir Ingi Ingason (Breiðabliki) Kristinn Jónsson (Breiðabliki) Bjarni Þórður Halldórsson (Fylki) David Elebert (Fylki) Tómas Þorsteinsson (Fylki) Ingimundur N. Óskarsson (Fylki) Magnús Þórir Matthíasson (Fylki) Þetta gerðist á Kópavogsvelli Kópavogsvöllur, Pepsi-deild karla, 20. umferð, fimmtudag 20. september 2012. Skilyrði: Milt og gott, völlurinn fínn. Skot: Breiðablik 8 (6) – Fylkir 14 (8). Horn: Breiðablik 8 – Fylkir 12. Lið Breiðabliks: (4-3-3) Mark: Ingvar Kale. Vörn: Þórður S. Hreiðarsson, Sverrir Ingi Ingason, Renee Troost (Elfar Á. Aðalsteinsson 72.), Kristinn Jónsson. Miðja: Finnur Orri Margeirs- son, Andri R. Yeoman, Rafn A. Har- aldsson. Sókn: Nichlas Rhode, Ben Everson (Arnar Már Björgvinsson 60.), Tómas Óli Garðarsson (Olgeir Sigurgeirsson 60.). Lið Fylkis: (4-3-3) Mark: Bjarni Þ. Halldórsson. Vörn: Elís R. Björnsson, David Elebert, Kjartan Á. Breiðdal, Tómas Þorsteinsson. Miðja: Ásgeir B. Ásgeirsson, Finnur Ólafsson (Sig- urvin Ólafsson 90.), Emil Ásmunds- son (Ásgeir Eyþórsson 80.) Sókn: Ingimundur N. Óskarsson, Björgólfur Takefusa (Jóhann Þórhallsson 75.), Magnús Þ. Matthíasson. Dómari: Erlendur Eiríksson – 8. Áhorfendur: 766. Breiðablik – Fylkir 1:1 Í KÓPAVOGI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Sverrir Ingi Ingason, miðvörður Breiðabliks, reyndist bjargvættur liðsins í gærkvöldi þegar hann skor- aði jöfnunarmark gegn Fylki, 1:1, í uppbótartíma og hélt þannig lífi í Evrópudraumum Blika. Fylkismenn voru einni mínútu frá því að senda falldrauginn með næsta strætó úr Árbænum en sigur hefði endanlega tryggt sæti liðsins í Pepsi- deildinni. Þeir eru í góðum málum því þeir geta nú aðeins fallið á markatölu en vissulega hefði verið fínt fyrir Fylkismenn að geta farið algjörlega pressulausir inn í síðustu tvær um- ferðirnar. Færin fengu Fylkismenn Sigurinn hefði Fylkisliðið átt skilið því það spilaði einn af sínum betri leikjum í sumar. Það fékk nóg af fær- um til að skora fleiri mörk en Ingvar Kale var í ham í marki Breiðabliks og bjargaði því sem bjargað varð. Blikar fengu líka sín færi í fyrri hálfleik en bæði Nichlas Rhode og Ben Everson unnu illa úr þeim tæki- færum sem þeir fengu. „Þetta er rosalega svekkjandi,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, daufur í dálkinn við Morg- unblaðið eftir leikinn. „Á meðan þú nýtir ekki færin þín geturðu alltaf átt von á einni langri sendingu inn fyrir og höggi í andlitið. Því miður þurfum við að þola það í dag.“ Ásmundur var samt sem áður ánægður með liðið. „Þetta var flottur leikur. Við spiluðum loksins mjög fín- an leik og sýndum aðeins hvað í okk- ur býr. Það er bara leiðinlegt að hafa ekki landað þremur stigum.“ Hættulegir á lokamínútunum Þrátt fyrir að vera í hörkubaráttu um Evrópusæti vantaði mikið upp á kraft og vilja í Blikaliðinu. Þeir voru ívið betri til að byrja með en Fylk- ismenn tóku völdin, sérstaklega í seinni hálfleik, og hefðu átt að vera búnir að vinna leikinn áður en Sverrir Ingi jafnaði metin. En Blikar gerðu það sem þeir hafa gert nokkrum sinnum vel á þessari leiktíð. Þeir tóku varnarmann út fyrir sóknarmann, spiluðu með þriggja manna varnarlínu og bættu Sverri Inga við framlínuna til að fá meiri styrk og kraft framar á völlinn. Þeir settu mikla pressu á Fylk- ismennina sem þeir á endanum brotnuðu undan og fengu á sig jöfn- unarmark. Ólafur Kristjánsson, þjálf- ari Blika, var ánægður með að taktík- in undir lokin hefði heppnast en hrósaði sínum strákum ekkert sér- staklega fyrir leikinn. „Við vorum nokkuð saddir í 87 mín- útur en hungrið kom aðeins í restina og það dugði til að ná í stig. Við tók- um ákveðna sénsa og hentum Sverri fram til að fá meiri grimmd þarna og það tókst. „Lucky punch,“ sagði Ólaf- ur við Morgunblaðið eftir leikinn. Fylkismenn hefðu með sigri getað jafnað Breiðablik að stigum og komið sér í smá baráttu um Evrópusæti í lokaumferðunum. Þess í stað fengu bæði liðin stig sem gerði ansi lítið fyr- ir þau. Fylkismenn eru skrefi nær því að bjarga sér og Blikar eru hænu- skrefi nær Evrópudeildinni. Þrjú stig var það sem bæði lið þurftu. Stigið gerði lít- ið fyrir bæði lið  Fylkir náði ekki að kveðja falldrauginn Morgunblaðið/Golli Dramatík Breiðablik náði að jafna gegn Fylki í uppbótartíma á Kópavogsvell- inum í gærkvöldi. Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason skoraði markið. Vodafonevöllurinn, Pepsi-deild karla, 20. umferð, fimmtudag 20. sept. Skilyrði: Hálfskýjað og logn. Völlurinn ágætur. Skot: Valur 6 (1) – ÍBV 12 (8). Horn: Valur 3 – ÍBV 6. Lið Vals: (4-3-3) Mark: Sindri Snær Jensson. Vörn: Jónas Þór Næs, Atli Sveinn Þórarinsson, Halldór K. Hall- dórsson, Úlfar Hrafn Pálsson. Miðja: Haukur Páll Sigurðsson, Kristinn Freyr Sigurðsson (Indriði Áki Þorláks- son 65.), Rúnar Már Sigurjónsson. Sókn: Matthías Guðmundsson (Ás- geir Þór Ingólfsson 83.), Kolbeinn Kárason (Andri F. Stefánsson 72.) Guðjón P. Lýðsson. Lið ÍBV: (4-5-1) Mark: Abel Dhaira. Vörn: Arnór Ólafsson, Brynjar G. Guð- jónsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner. Miðja: Víðir Þorvarðarson (Tryggvi Guðmundsson 65.), Tonny Mawejje, Andri Ólafsson (Ian Jeffs 74.), Guðmundur Þórarinsson, Þór- arinn I. Valdimarsson. Sókn: Christian Olsen (Yngvi Borgþórsson 87.) Dómari: Gunnar Jarl Jónsson – 9. Áhorfendur: Um 800. Valur – ÍBV 0:3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.