Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 2
Í LAUGARDAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Framarar fóru illa að ráði sínu á
Laugardalsvellinum í gærkvöldi.
Áður en leikurinn hófst var ljóst að
staða Fram í fallbaráttunni hafði
versnað nokkuð eftir sigur Selfyss-
inga á Keflvíkingum. Fram var því
í fallsæti þegar leikurinn hófst.
Eftir markalausan og tíðindalít-
inn fyrri hálfleik birti skyndilega
til fyrir Framara í fljóðljósunum.
Fram fékk vítaspyrnu á 63. mínútu
og Jóhann Laxdal var auk þess
rekinn af leikvelli. Samuel Tillen
tók vítaspyrnuna, þó hann hafi
krækt í hana sjálfur, með slæmum
afleiðingum því hann brenndi af.
Framarar nýttu sér þó liðsmuninn
og náðu forystunni á 73. mínútu
þegar Kristinn Ingi Halldórsson
skoraði sitt ellefta mark í deildinni.
Öflugir menn á bekknum
Á varamannabekk Garðbæinga
sátu tveir af hættulegustu sókn-
armönnum deildarinnar, Garðar
Jóhannsson og Halldór Orri
Björnsson. Var þeim umsvifalaust
skipt inn á eftir að Garðbæingar
lentu undir. Bjarni Jóhannsson
þjálfari þeirra bætti um betur og
sendi Tryggva Bjarnason einnig á
vettvang og fór hann í fremstu víg-
línu. Með tvo turna frammi freist-
uðu Garðbæingar þess að skapa
usla í vörn Fram og það gekk upp.
Markið kom þó ekki fyrr en í upp-
bótartíma og Framarar voru sjálf-
sagt farnir að sjá þrjú stig í hill-
ingum.
Barátta hjá báðum liðum
Miðað við þá stöðu sem upp var
komin þá er það auðvitað alvarlegt
mál fyrir Framara að hafa ekki
landað þremur stigum. Þess í stað
fengu þeir eitt og eru nú með jafn-
mörg stig og Selfoss í 10. til 11.
sæti deildarinnar. Einungis tvær
umferðir eru eftir af deildinni og
næsta lið fyrir ofan er Valur með
25 stig en Fram og Selfoss eru með
21 stig. Framarar eiga eftir að fara
upp á Skipaskaga og munu fá
Eyjamenn í heimsókn í síðustu um-
ferðinni. Framarar eru auðvitað
með svarta beltið í fallbaráttu og
koma væntanlega til með að sýna
það.
Garðbæingar eru í baráttu sem
er allt annars eðlis. Þeir eru að
vinna í því að komast í Evr-
ópukeppni í fyrsta skipti í karlafót-
boltanum. Stjarnan er í 4. sæti með
31 stig, stigi á eftir KR og stigi á
undan Breiðabliki.
Leikmanni fleiri misstu þeir niður forskot í uppbótartíma
Vítaspyrna nýttist ekki Turnarnir tveir bjuggu til mark
Návígi Alexander Scholz og
Sveinbjörn Jónasson leggja sig
alla fram um að ná til boltans á
Laugardalsvellinum í gærkvöld.
Hafa Framarar efni á
Í GRINDAVÍK
Stefán Stefánsson
ste@mbl.is
Grautfúlir yfir að láta bikarmeistara
ná jafntefli. Þannig verður hugarfari
Grindvíkinga helst lýst eftir að hafa
gert 2:2 jafntefli við KR suður með
sjó í gær þegar leikið var í 20. um-
ferð Pepsideildarinnar því Vest-
urbæingum tókst að skora jöfn-
unarmarkið þegar minna en mínúta
var til leiksloka.
Á pappírnum höfðu liðin ekki að
neina að keppa nema heiðrinum því
Grindvíkingar eru fallnir úr efstu
deild og KR-ingar búnir að missa af
Íslandsmeistaratitlinum til FH. Það
skal samt ekki vanmeta mátt heið-
ursins því bæði lið léku oft mjög vel
og nóg var af færum framan af.
Fyrstu fimmtán mínúturnar fengu
gestirnir þrjú alveg opin færi þegar
liggur við að auðveldara hefði verið
að skora en ekki. Síðan fengu Grind-
víkingar þrjú færi, öll nákvæmlega
eins og Magnús Björgvinsson skor-
aði úr tveimur þeirra. Fram eftir síð-
ari hálfleik var lítið um að vera en
sókn KR þyngdist, þeir skoruðu eitt
og svo jöfnunarmark í blálokin,
fengu því ríkulega borgað fyrir að
leggja árar ekki í bát.
Sumarið í hnotskurn
„Mér fannst við eiga fínan leik og
vorum algjörir klaufar að klúðra
þessu í lokin þegar ein mínúta var
eftir, ætli þetta sé ekki bara sumarið
í hnotskurn hjá okkur,“ sagði Magn-
ús Björgvinsson, sem skoraði bæði
mörk Grindvíkinga. Liðið er þegar
fallið og það mátti greina að ein-
hvern léttleika yfir leikmönnum –
ekki yfir að falla, heldur gefa allt sitt
í leikinn og hugsa ekki um neitt ann-
að. „Stemningin í liðinu er fín. Eins
og staðan er í dag erum við bara að
spila til að hafa gaman af því, það er
engin pressa á okkur og ætlum að
stríða liðunum, sem við eigum eftir
að spila við,“ bætti Magnús við.
Það má alveg skamma KR-inga
fyrir að vinna ekki botnlið deild-
arinnar örugglega, gera bara jafn-
tefli. Það er hinsvegar afar tæpt því
KR-ingar sannarlega óðu í færum til
að byrja með og áttu síðan nokkur
inn á milli. Ef þeim hefði tekist að
skora úr fjórðungi af galopnum fær-
um sínum hefðu Vesturbæingar ver-
ið stoltir af sínum mönnum. Hins-
vegar duga ef og hefði skammt í
fótbolta. Það er samt ljóst að fram-
herjum KR voru mislagðir fætur,
svo ekki sé meira sagt.
Draugfúlir
Grindvíkingar
Alls ekki sáttir við 2:2 jafntefli gegn KR
Morgunblaðið/Ómar
Tvö Emil Atlason var bjargvættur
KR-inga og skoraði tvívegis.
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
1:0 25. Alex Freyr Hilmarsson gafinnfyrir vörn KR vinstra meg-
in á Magnús Björgvinsson, sem rakti
boltann í átt að markinu og við mark-
teigshornið renndi hann boltanum und-
ir Hannes Þór í markinu. Einfalt, ekk-
ert fát.
FÆRI 27. Eftir góða sókn fékkEmil Atlason boltann í
opið færi vinstra megin en Óskar Pét-
ursson varði, sló boltann yfir markið.
FÆRI 32. Magnús Björg-vinsson slapp aftur í
gegn á sama stað og þegar hann skor-
aði fyrir fimm mínútum en skaut nú
framhjá hægri stönginni.
2:0 33. Enn og aftur alveg einssókn þegar Magnús Björg-
vinsson fékk aðra sendingu frá Alex og
á móts við vinstra markteigshornið
skaut hann af öryggi í hægra hornið.
FÆRI 39. Emil Atlason meðglæsilega sendingu
hægra megin, Gary Martin elti og
komst einn upp að hægra markteigs-
horni en skaut í hliðarnetið.
2:1 77. Atli Sigurjónsson gaf fyrirfrá hliðarlínunni vinstra meg-
in. Boltinn kom niður við hægri stöng-
ina þar sem Emil Atlason skallaði bolt-
ann niður í hornið. Óskar Pétursson elti
en tók ekki boltann.
SLÁ 88. Emil Atlason vinstrikantmaður KR fékk fyr-
irgjöf frá hægri og skallaði við vinstra
markteigshornið. Boltinn datt á slána
og út en Grindvíkingar hreinsa frá.
2:2 89. Ray A. Jónsson varn-armaður Grindvíkinga var
einn í teignum er sending Atla kom frá
hægri. Hann tók boltann niður og beið
eftir Óskari Péturssyni með boltann
fyrir framan sig svo Emil Atlason
stakk sér inn, hirti boltann og skoraði í
autt markið.
I Gul spjöld:Emil (KR) 67. (brot), Magnús
Már (KR) 80. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
M
Óskar Pétursson (Grindavík)
Ólafur Örn Bjarnason (Grindavík)
Magnús Björgvinsson (Grindavík)
Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík)
Magnús Már Lúðvíksson (KR)
Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)
Viktor B. Arnarsson (KR)
Bjarni Guðjónsson (KR)
Þetta gerðist á Grindavíkurvelli
Grindavíkurvöllur, Pepsi-deild karla,
20. umferð, fimmtudag 20. sept-
ember 2012.
Skilyrði: Suðvestan gjóla, glaða sól-
skin og 8 stiga hiti. Völlur góður .
Skot: Grindavík 10 (6) – KR 15 (8).
Horn: Grindavík 4 – KR 6.
Lið Grindavíkur: (4-5-1) Mark: Ósk-
ar Pétursson. Vörn: Matthías Örn
Friðriksson, Björn Berg Bryde, Ólafur
Örn Bjarnason, Ray A. Jónsson.
Miðja: Óli Baldur Bjarnason (Scott
Ramsay 82.), Iain Williamson, Marko
V. Stefánsson, Alex Freyr Hilm-
arsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson
(Daníel Leó Grétarsson 84.). Sókn:
Magnús Björgvinsson.
Lið KR: (4-3-3) Mark: Hannes Þór
Halldórsson. Vörn: Magnús Már Lúð-
víksson, Aron Bjarki Jósepsson,
Grétar S. Sigurðarson, Guðmundur
Reynir Gunnarsson. Miðja: Viktor B.
Arnarsson (Jónas Guðni Sævarsson
84.), Bjarni Guðjónsson, Baldur Sig-
urðsson. Sókn: Emil Atlason, Gary
Martin, Þorsteinn Már Ragnarsson
(Atli Sigurjónsson 54.).
Dómari: Guðmundur Ársæll Guð-
mundsson – 8.
Áhorfendur: 202.
Grindavík – KR 2:2
Laugardalsvöllur, Pepsi-deild karla,
20. umferð, fimmtudag 20. sept-
ember 2012.
Skilyrði: Logn, skýjað en kólnandi
veður með kvöldinu.
Skot: Fram 8 (4) – Stjarnan 11 (4).
Horn: Fram 9 – Stjarnan 8.
Lið Fram: (4-4-3) Mark: Ögmundur
Kristinsson Vörn: Daði Guðmunds-
son, Kristján Hauksson, Ásgeir
Gunnar Ásgeirsson, Samuel Tillen.
Miðja: Halldór Hermann Jónsson,
Samuel Hewson (Stefán Birgir Jó-
hannesson 90.), Orri Gunnarsson.
Sókn: Kristinn Ingi Halldórsson,
Sveinbjörn Jónasson (Hólmbert
Friðjónsson 83.), Almarr Orm-
arsson.
Lið Stjörnunnar: (4-3-3) Mark:
Ingvar Jónsson Vörn: Jóhann Lax-
dal, Daníel Laxdal, Alexander
Scholz, Hörður Árnason. Miðja:
Baldvin Sturluson, Mark Doninger
(Halldór Orri Björnsson 69.), Atli
Jóhannsson. Sókn: Gunnar Örn
Jónsson(Garðar Jóhannsson 69.),
Ellert Hreinsson, Kennie Chopart
(Tryggvi Bjarnason 78.)
Dómari: Þorvaldur Árnason – 7.
Áhorfendur: 604.
Fram – Stjarnan 1:1
Svíþjóð
Guif – Alingsås..................................... 31:31
Heimir Óli Heimisson skoraði eitt mark
fyrir Guif og Haukur Andrésson eitt. Krist-
ján Andrésson þjálfar liðið.
Ásbjörn Friðriksson náði ekki að skora
fyrir Alingsås.
Frakkland
Nantes – Chambéry............................. 29:32
Gunnar Steinn Jónsson leikur með Nan-
tes.
HANDBOLTI
Pepsi-deild karla
Úrvalsdeildin, 20. umferð:
Valur – ÍBV........................................... 0:3
Rasmus Christiansen 45., Christian Olsen
56., Tryggvi Guðmundsson 86.
FH – ÍA.................................................. 2:1
Emil Pálsson 74., Atli Guðnason 90. –
Dean Martin 62.
Selfoss – Keflavík................................. 2:1
Egill Jónsson 45., Viðar Örn Kjartansson
48.(víti) – Jóhann Birnir Guðmundsson
80.
Breiðablik – Fylkir .............................. 1:1
Sverrir Ingi Ingason 90. – Ingimundur
Níels Óskarsson 56.
Grindavík – KR .................................... 2:2
Magnús Björgvinsson 25., 33. – Emil
Atlason 77., 89.
Fram – Stjarnan................................... 1:1
Kristinn Ingi Halldórsson 73. – Garðar
Jóhannsson 90. Rautt spjald: Jóhann
Laxdal (Stjörnunni) 63.
Staðan:
FH 20 14 3 3 47:20 45
ÍBV 20 10 4 6 33:17 34
KR 20 9 5 6 34:29 32
Stjarnan 20 7 10 3 40:34 31
Breiðablik 20 8 6 6 27:25 30
ÍA 20 8 5 7 29:34 29
Keflavík 20 8 3 9 33:32 27
Fylkir 20 7 6 7 25:35 27
Valur 20 8 1 11 29:31 25
Fram 20 6 3 11 28:35 21
Selfoss 20 6 3 11 27:37 21
Grindavík 20 2 5 13 28:51 11
Markahæstir:
Atli Guðnason, FH................................. 12
Kristinn Ingi Halldórsson, Fram ......... 11
Christian Olsen, ÍBV ............................... 9
Kjartan Henry Finnbogason, KR........... 8
Garðar B. Gunnlaugsson, ÍA................... 8
Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki....... 8
Björn Daníel Sverrisson, FH.................. 8
Jóhann B. Guðmundsson, Keflavík......... 7
Kolbeinn Kárason, Val ............................ 7
Guðmundur Steinarsson, Keflavík ......... 7
Jón Daði Böðvarsson, Selfossi ................ 7
Rúnar Már Sigurjónsson, Val ................. 7
Garðar Jóhannsson, Stjörnunni.............. 6
Pape Mamadou Faye, Grindavík ............ 6
Viðar Örn Kjartansson, Selfossi ............. 6
Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni ....... 6
Guðjón Árni Antoníusson, FH ................ 6
Evrópudeild UEFA
A-RIÐILL:
Young Boys – Liverpool ...................... 3:5
Rapha Nuzzolo 38., Juhani Ojala 53.,
Gonzalo Zárate 63. – Jonjo Shelvey 76.,
88., Ojala 4.(sjálfsm.), Andre Wisdom 40.,
Sebastian Coates 70.
Udinese – Anzi Makhachkala............... 1:1
B-RIÐILL:
Hapoel Tel-Aviv – Atlético Madrid ..... 0:3
Viktoria Plzen – Academica ................. 3:1
C-RIÐILL:
AEL Limassol – Mönch’gladbach ....... 0:0
Fenerbache – Marseille........................ 2:2
D-RIÐILL:
Maritimo – Newcastle .......................... 0:0
Bordeaux – Club Brugge...................... 4:0
E-RIÐILL:
FC Köbenhavn – Molde ....................... 2:1
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn
með FCK, Sölvi Geir Ottesen sat á
bekknum en Rúrik Gíslason var ekki í
hópnum.
Stuttgart – Steaua Búkarest................ 2:2
F-RIÐILL:
Napoli – AIK......................................... 4:0
Helgi Valur Daníelsson var í liði AIK
og var skipt af velli á 81. mínútu.
Dnipro – PSV Eindhoven ..................... 2:0
G-RIÐILL:
Genk – Videoton.................................... 3:0
Sporting Lissabon – Basel ................... 0:0
H-RIÐILL:
Inter Mílanó – Rubin Kazan................ 2:2
Marko Livaja 39., Yuto Nagatomo 90. –
Alexander Ryazantsev 17., Salomon
Rondón 84.
Partizan Belgrad – Neftchi Bakú ........ 0:0
I-RIÐILL:
Athletic Bilbao – Kiryat Shmona......... 1:1
Lyon – Sparta Prag .............................. 2:1
J-RIÐILL:
Tottenham – Lazio............................... 0:0
Gylfi Þór Sigurðsson kom inná sem
varamaður hjá Tottenham á 75. mínútu.
Maribor – Panathinaikos...................... 3:0
K-RIÐILL:
Leverkusen – Metalist Kharkiv........... 0:0
Rapid Vín – Rosenborg ........................ 1:2
L-RIÐILL:
Twente – Hannover .............................. 2:2
Levante – Helsingborg......................... 1:0
KNATTSPYRNA