Morgunblaðið - 21.09.2012, Síða 6
HANDBOLTI
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
Síðasta tímabil hjá Fram í N1-
deildinni endaði með miklum von-
brigðum. Liðið mætti með ógnar-
sterkan leikmannahóp til leiks og
vann sjö af fyrstu átta leikjum sín-
um. Þá var byrjað að tala um liðið
sem verðandi Íslandsmeistara. En
síðan fór að halla undan fæti. Liðið
varð ekki Íslandsmeistari og komst
ekki einu sinni í úrslitakeppnina.
Þá tapaði Fram fyrir Haukum í úr-
slitum bikarkeppninnar.
Fram fór illa með gott tækifæri í
fyrra því nú er leikmannahópurinn
langt því frá jafnsterkur. Farnir
eru menn á borð við Ingimund
Ingimundarson, Jóhann Karl Reyn-
isson og Einar Rafn Eiðsson. Þá er
Halldór Jóhann Sigfússon hættur.
Þorri Björn Gunnarsson er kominn
heim úr atvinnumennsku og Har-
aldur Þorvarðarson er mættur aft-
ur á línuna en Safamýrarliðið hefur
misst mun meira en það hefur
fengið. Það vandamál á að leysa
með ungum heimamönnum.
Einar Jónsson þjálfar Framara
áfram en verður ekki með kvenna-
liðið samhliða karlaliðinu aftur.
Hann lét af störfum þar í sumar og
ætlar að einbeita sér að því að
byggja upp nýtt karlalið í Safamýr-
inni.
Ekkert að marka
Hafnarfjarðarmótið
„Undirbúningurinn hefur verið
mjög góður,“ segir línumaðurinn
Haraldur Þorvarðarson sem er
kominn aftur heim í Fram eftir
stutta dvöl í Garðabænum.
„Við erum búnir að æfa mjög vel
og oft. Við höfum æft allt að tíu
sinnum í viku. Svo fórum við í æf-
ingaferð til Spánar þar sem Grótta
var líka. Það var helvíti gott að
fara þangað og ná að stilla streng-
ina og koma okkur í gírinn. Eftir
það komum við heim og þá hófust
öll þessi æfingamót,“ segir Har-
aldur en eitt þeirra var Hafn-
arfjarðarmótið þar sem Fram gekk
vægast sagt illa.
„Það var ekkert að marka það
mót. Við vorum nýkomnir heim úr
æfingaferðinni og vorum í þungum
æfingum. Svo fór þetta smátt og
smátt að léttast hjá okkur og nú er
liðið að taka miklum framförum,“
segir Haraldur.
Ungir strákar fá tækifæri
Fram er með sterkt byrjunarlið
þar sem má finna Harald sjálfan á
línunni, Jóhann Gunnar Einarsson
og Róbert Aron Hostert og Sigurð
Eggertsson fyrir utan og svo Stef-
án Baldvin Stefánsson og Þorra
Björn Gunnarsson í hornunum.
Þau skörð sem aðrir skildu eftir
þegar þeir yfirgáfu Fram í sumar
verða fyllt með ungum heimamönn-
um.
„Það eru margir ungir strákar
að fara að stíga sín fyrstu skref.
Ég þjálfaði marga þessara stráka
þannig að þetta er svolítið spes
fyrir mig,“ segir Haraldur. Fáir
þekkja þessa ungu menn betur en
hann og segir Haraldur þá tilbúna.
„Ekki spurning. Þetta eru efni-
legir strákar sem hafa spilað alla
leikina á undirbúningstímabilinu og
staðið sig vel. Einar hefur gefið
þeim tækifæri til að breikka hópinn
og setja þá inní hlutina, “ segir
Haraldur sem viðurkennir þó að
breiddin sé ekki sterkasta hlið
Fram.
„Hún er kannski ekkert sér-
staklega mikil en við erum með
gott byrjunarlið. Þar eru gríð-
arlega sterkir leikmenn í öllum
stöðum. En þetta er eins og hjá
flestum að það má lítið út af
bregða okkur. Ef við lendum í
miklum meiðslum getur farið illa
hjá okkur,“ segir Haraldur.
Markmiðið að
halda sér í deildinni
Með svona ungt lið segir Har-
aldur það erfitt fyrir liðið að setja
sér einhver háleit markmið. „Við
þurfum bara að stilla þessu upp
þannig að við berjumst í hverjum
leik. Við vitum að ef við erum ekki
klárir andlega munum við tapa
gegn öllum. En ef við erum klárir
getum við unnið alla. Markmiðið er
bara að taka þetta leik fyrir leik og
reyna að halda sér í deildinni til að
byrja með,“ segir Haraldur sem
hefur trú á að deildin verði jöfn.
„Það geta allir unnið alla. Hauk-
arnir eru samt með langbreiðasta
hópinn sem mun skila þeim titl-
inum,“ segir Haraldur Þorvarð-
arson.
N1-deildin í handbolta hefst
næstkomandi mánudagskvöld, 24.
september, með heilli umferð.
Morgunblaðið kynnir öll liðin í N1-
deildinni til leiks.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skytta Róbert Aron Hostert skoraði mikið fyrir Framara síðasta vetur og á
komandi tímabili mun væntanlega mæða enn meira á honum.
Fram fyllir í skörðin með
ungum heimamönnum
Fram missti góða leikmenn Ungir strákar fá mikið að spila í vetur
Haraldur Þorvarðarson þjálfað flesta Fyrsta markmið að halda sér í deildinni
Morgunblaðið/Golli
Leikstjórnandi Sigurður Eggertsson, oft kallaður Gleðigjafinn, kom til liðs
við Framara fyrir síðasta tímabil og stjórnar leik þeirra.
Fyrstu fimm leikir Fram
» Haukar (ú) 24. sept.
» Akureyri (h) 27. sept.
» FH (ú) 4. okt.
» Valur (ú) 11. okt.
» ÍR (h) 18. okt.
Þjálfarinn
» Einar Jónsson tók við Fram
fyrir síðustu leiktíð af Reyni
Þór Reynissyni. Undir stjórn
Einars endaði liðið í 5. sæti í
fyrra, tveimur stigum frá úr-
slitakeppninni.
» Einar þjálfaði einnig kvenna-
lið Fram á síðustu leiktíð en
hann lét af störfum sem þjálf-
ari þess í sumar.
» Undir stjórn Einars varð
kvennalið Fram í öðru sæti á
Íslandsmótinu fimm ár í röð og
vann bikarmeistaratitilinn
tvisvar.
Leikmannabreytingar
» Komnir:
Björn Viðar Björnsson (úr
láni), Haraldur Þorvarðarson
(Stjörnunni), Þorri Björn Gunn-
arsson (Team Sydhavsöerne).
» Farnir:
Sebastian Alexandersson (Vík-
ingur), Halldór Jóhann Sigfús-
son (hættur), Ingimundur Ingi-
mundarson (ÍR), Jóhann Karl
Reynisson (FH), Einar Rafn
Eiðsson (FH), Arnar Birkir
Hálfdánsson (FH), Matthías
Daðason (TMS Ringsted), Ást-
geir Rúnar Sigmarsson (Fylk-
ir).
6 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
Jonjo Shelvey
var í aðal-
hlutverki hjá
Liverpool í
gærkvöld þegar
ungt lið félags-
ins vann góðan
útisigur á Yo-
ung Boys í
Sviss, 5:3. Þetta
var fyrsti leik-
urinn í riðla-
keppni Evrópudeildar UEFA en
þar var leikin heil umferð í gær-
kvöld.
Liverpool lenti 3:2 undir um
miðjan síðari hálfleik eftir að
hafa komist tvisvar yfir í fyrri
hálfleik. Úrúgvæski miðvörð-
urinn Sebastian Coates náði að
jafna metin í 3:3 og síðan tók
varamaðurinn Shelvey til sinna
ráða. Hann kom Liverpool yfir
og innsiglaði svo sigurinn með
glæsilegu marki rétt fyrir leiks-
lok.
Nítján ára gamall miðvörður,
Andre Wisdom, skoraði annað
mark Liverpool í leiknum, í sín-
um fyrsta leik með aðalliðinu, en
fyrsta mark Englendinganna var
sjálfsmark heimamanna á upp-
hafsmínútunum.
Flestir lykilmenn Liverpool
voru skildir eftir heima, svo sem
Steven Gerrard, Luis Suárez,
Daniel Agger, Martin Skrtel og
Pepe Reina.
FCK krækti í þrjú stig
FC Köbenhavn, með Ragnar
Sigurðsson í vörninni, vann
Molde frá Noregi, 2:1, í slag
Norðurlandaliðanna á Parken í
Kaupmannahöfn. Andreas
Cornelius skoraði sigurmarkið,
stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Ragnar var eini Íslending-
urinn í liði FCK í gær en Sölvi
Geir Ottesen var varamaður og
kom ekkert við sögu, og Rúrik
Gíslason var í 20 manna hópnum
en ekki meðal þeirra sjö sem
sátu á varamannabekknum.
Helgi og félagar steinlágu
Helgi Valur Daníelsson og fé-
lagar í sænska liðinu AIK áttu
lítið í Napoli þegar liðin mættust
á Ítalíu. Napoli vann öruggan
sigur, 4:0, en Helgi lék á miðj-
unni hjá AIK í rúmar 80 mín-
útur. Eduardo Vargas, sókn-
armaður frá Síle, var Svíunum
erfiður og skoraði þrennu fyrir
Napoli.
Gylfi spilaði í korter
Gylfi Þór Sigurðsson lék síð-
asta stundarfjórðunginn með
Tottenham sem gerði marka-
laust jafntefli við Lazio frá Ítal-
íu á White Hart Lane. Totten-
ham hafði ekki heppnina með
sér því þrjú mörk voru dæmd af
liðinu í leiknum. Eitt þeirra af
Clint Demspey sem tók stöðu
Gylfa í byrjunarliðinu. Gylfi
leysti hann síðan af hólmi í
leiknum.
Hugo Lloris, fyrirliði franska
landsliðsins, varði mark Totten-
ham og spilaði þar með sinn
fyrsta leik fyrir félagið.
vs@mbl.is
Jonjo Shelvey
tryggði Liver-
pool sigurinn
Jonjo
Shelvey
1. deild karla
KFR-Lærlingar – KR-C........................ 15:5
KFR-Stormsveitin – KFA-ÍA............... 1:19
KFR-JP-kast – KFA-ÍA-W............. 5,5:14,5
KR-A – ÍR-PLS................................. frestað
ÍR-L – ÍR–KLS...................................... 3:17
1. deild kvenna
KFA-ÍA – ÍR-N...................................... 16:4
KFR-Skutlur – KFR-Afturgöngur ...... 2:18
ÍR-Buff – ÍR-TT................................ frestað
ÍR-BK – ÍR-KK...................................... 15:5
ÍFH-DK – KFR-Valkyrjur ................... 2:18
KEILA