Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 6

Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 6
6 finnur.is 13. september 2012 A madeus (1985), Óskarsverðlaunamynd Milos Forman um Mozart, og svo Im- mortal Beloved (1994) sem sagði frá Ludwig van Beethoven, með Gary Old- man í aðalhlutverki, eru líkast til þekktustu leiknu myndirnar um raunveruleg tónskáld. Impromptu frá 1991 er minna þekkt en að ósekju því hún er afbragðsgóð. Hún segir frá meintu ástarævintýri pólska tónskáldsins Fréderic Chopin (Hugh Grant) og rithöfundarins og barónessunnar Amantine-Lucile-Aurore Dupin (Judy Dav- is), sem skrifaði undir dulnefninu George Sand. Í myndinni er Sand yfir sig hrifin af Chopin en jafnframt er henni vandi á höndum; hið pólska tónskáld er ákaflega brothætt til heilsunnar og vinir hans biðja skáldkonuna ástföngnu að stíga varlega í vænginn við hann, sé hún of áköf er hætt við að það myndi ríða honum að fullu. Sé hún hins vegar of hæglát í umleitunum sínum er eins víst að hann líði heilsubrest af vonbrigðum. Tilhugalífið verður því kúnst, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Inn í söguna fléttast svo tónskáldið Franz Liszt (Julian Sands), leik- skáldið og rithöfundurinn Alfred de Musset (Mandy Patinkin) og listmálarinn Eugene Delacroix (Ralph Brown). Impromptu (orðið merkir spuni í hljóðfæraleik) fékk prýðis viðtökur þegar hún var frumsýnd fyrir rúmum 20 árum. En eins og gengur falla góðar myndir í gleymsku ef hvorki leik- stjórinn né neinn aðalleikaranna er stórstjarna — og Hugh Grant var ekki búinn að bjóða Divine Brown upp í bílinn sinn. Impromptu er sýnd á MGM á föstudagskvöldið 14. september. Leikið af fingrum fram * Glöggir taka eflaust eftir hinni öldnu úrvals- leikkonu Önnu Massey, sem fór með stór hlutverk í sígildum myndum á borð við Peeping Tom og Frenzy. * Judy Davis lék í Where Angels Fear To Tread, Emma Thompson í Howard’s End og Julian Sands í A Room With A View. *Hugh Grant hafði þegar leikið Chopin áður en þessi mynd var gerð. Það var í stuttmyndinni Nocturnes frá 1988. *Það sem meira er, öll léku þá á móti Helenu Bonham Carter, hvert í sinni myndinni! * Judy Davis, Emma Thompson og Julian Sands leika öll í myndinni og eiga það líka sameiginlegt að hafa leikið í búningadrama eftir þá Ismail Merchant og James Ivory. Vissirþú að... DAGSKRÁIN UM HELGINGA Draugaþættirnir á SkjáEinum lofa góðu. Unglingurinn á heim- ilinu, sem legið hefur yfir Gæsahúð, Twilight Zone og fleiri hálf- draugalegum bókmenntum var yfir sig spenntur yfir fyrsta þætt- inum og foreldrarnir voru á því að gefa þættinum séns í nafni fjölskyldusamveru. Ekki á hverju kvöldi sem hægt er að búa slíka stund til. Þættirnir bera yfirskriftina Óupplýst og verða alls sjö talsins, í heimildamyndaformi. Eins og heiti þeirra gefur til kynna fjalla þeir um óútskýrða atburði sem hafa átt sér stað hérlendis og jafnvel eru taldir tengjast öðrum heimi. Þættirnir eru mátulega langir, eða um 25 mínútur þannig að þetta er ágætis kvöldkaffi rétt fyrir svefninn. Í honum komu áhugaverðar týpur fram. Spá- miðlum sem sófakartaflan hefur fylgst með í gegnum tíðina og jafn- vel heimsótt brá fyrir á skjánum og brutu þeir frásögnina upp og með þessum viðtölum inn á milli byggðist spennan enn frekar upp. Sjálf Bíbí var ein af þeim sem og Hrönn Friðriks- dóttir sem er afar áhugaverður spámið- ill og gaman að heyra hennar sögu. Það er í raun ótrúlegt, miðað við áhuga Íslendinga á draumum og dularfullum atburðum að þættir sem þessir séu nýmeti í sjón- varpinu en ekki daglegt brauð. En það ber að þakka sem þó er gert og SkjárEinn fær prik fyrir þetta. SÓFAKARTAFLAN RAUSAR Mánudagsdraugar Never So Few er kvikmynd með BÆÐI Steve McQueen og Frank Sinatra. Fleira þarft þú ekki að vita, nema að myndin er sýnd á TCM. (Þá það, þetta er stríðs- mynd sem gerist í seinna stríði). Fimmtudagur Þegar við Íslend- ingar tök- um okkur saman um gott mál- efni lyftum við grettistaki. Nú er tími til þess kominn; Á allra vörum er á RÚV í kvöld. Komaso! Föstudagur Ein indæl- asta verð- launamynd seinni ára er tvímæla- laust Side- ways. Hug- ljúf fyrir dömurnar og fyndin fyrir strákana – fínt fyrir alla! Skál í boðinu, varlega þó. Sýnd á Stöð 2. Laugardagur Cat On A Hot Tin Ro- of er ekki bara eitt frægasta leikverk allra tíma heldur skartar bíógerðin Paul Newman og Elizabeth Taylor í sínum besta ham. TCM. Sunnudagur Sögulegur skáldskapur um líf og listir raunverulegra tón- skálda hefur reynst gott bíó- efni. Impromptu er skínandi gott dæmi um slíka mynd. ÞAÐ KOSTAR LÍKA AÐ ÞVO SJÁLFUR! LÁTTU OKKUR SJÁ UM ÞÍNAR SKYRTUR. 350 KR. SKYRTAN hreinsuð og pressuð -ef komið er með fleiri en 3 í einu Fullt verð 580 kr. Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur - NÚ Á ÞREMUR STÖÐUM Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is Efnalaug - Þvottahús

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.