Morgunblaðið - 13.09.2012, Síða 20
20 finnur.is 13. september 2012
F
lestir kaupendur nýrra bíla
gera þá meginkröfu að
hann eyði litlu. Það er því
nokkuð upplífgandi að
hafa ekið bíl 250 km í reynslu-
akstri, tankurinn stendur í ríflega
þremur fjórðu hlutum og aksturs-
tölvan sýnir að enn megi aka 780
km uns tankurinn tæmist. Þannig
var reynslan af Citroën C4 með
1,6 lítra díselvél. Uppgefin eyðsla
frá framleiðanda er 4,2 l í blönd-
uðum akstri og hann hjó einkar
nærri þeirri tölu einmitt í blönd-
uðum akstri sem bæði fór fram
innan borgarmarkanna og úti á
þjóðvegum. Það er ávallt
skemmtileg tilbreyting að stíga
inn í franskan bíl, en Frakkarnir
fara alltaf aðrar leiðir við útfærslu
á innréttingum og sýna þar oftast
frumleika og stílfærni. Ekki versn-
ar tilfinningin við að setjast í frá-
bær framsætin, en þau eru með
því allra besta sem býðst og mjög
falleg þó svo tauklædd séu. Aft-
ursætin eru ekki mikill eftirbátur
og þar er höfuðrými svo mikið að
undrum sætir, en ytra lagi bílsins
er þar að þakka. Í heild má segja
að Frökkunum hafi tekist vel til að
koma öllum þessum tækni- og ör-
yggisbúnaði fyrir í þessum netta
bíl og hann vegi ekki nema rétt
ríflega 1.200 kg.
Snörp en sparneytin dísilvél
Að utan er C4 býsna snotur bíll.
Línurnar eru mjög bogadregnar
og nær bogalínan alveg aftur að
afturstuðara. Frakkar hafa ávallt
hannað fallega bíla og þessi er
ekki nein undantekning frá því.
Stærð bílsins fellur í C-flokk en
hann á minni bræður í C1- og C3-
bílunum sem einnig hafa þetta
dropaform sem prýðir þá alla vel.
Citroën C4, sem leysti af Citroën
Xsara, hefur verið framleiddur frá
2004 en núverandi kynslóð kom
fram árið 2010. Hann er í boði hjá
Brimborg með tveimur dísil-
vélum, 92 og 112 hestafla sem
báðar eru 1,6 l. Sama stærð af
bensínvél er í boði, 120 hestafla,
en með þeirri vél stígur eyðslan
hressilega upp og er uppgefin 6,9
l í blönduðum akstri. Það er alltof
mikið fyrir ekki stærri bíl svo það
er skiljanlegt að aðaláherslan sé á
dísilútgáfur bílsins. Reynsluakst-
ursbíllinn var með aflminni dís-
ilvélinni og beinskiptur. Þar sem
bíllinn er nettur og léttur dugar
þessi vél bílnum mjög vel. Það má
færa rök fyrir því að skemmti-
legra væri að búa að enn meira
afli en hann er samt furðulega
snarpur og í raun er lítill söknuður
að fjölgun hestaflanna. Hann
hraðar sér hressilega í öllum gír-
um og 5 gíra beinskiptingin spilar
mjög vel með þessari vél.
Lipur í akstri en
stýristilfinning lítil
Svo lítið fer fyrir hraða í bílnum
að passa verður sig stöðugt á að
vera ekki kominn norðan megin
við hraðatakmörkin. Hann fór
mjög vel með farþega á þjóðveg-
inum og er óvenju ljúfur í lang-
keyrslu og viljugri en ótamið
trippi. Innanbæjar er hann sem
köttur, lipur og snöggur og fer
fimlega í beygjur, þó krappar séu.
Tilfinningin í stýri er lítil og er það
einn af ókostum bílsins en það
má þó hugga sig við að þar er
verið að stýra mjög vel upp-
settum undirvagni svo öryggis-
tilfinningin er mikil þó skortur sé
á næmi. Mörgum kann að finnast
kúplingin í bílnum of létt en það
vandist vel og er kannski nokkuð
lýsandi við akstur hans, allt er svo
létt, auðvelt og lipurt. Mælaborðið
er stafrænt og hraðinn er uppgef-
inn með stórvöxnum tölum.
Þannig mælar gefa mun skýrara
og hraðara svar við því hvort of
hratt sé farið. Auk þess er út-
færsla mælaborðsins smekkleg
og upplýsandi. Stýrið er ansi stór-
vaxið fyrir nettan bíl, en það má
þó stilla, hækka það og lækka og
draga að sér. Það er leðurklætt
og ágætt fyrir augað, en á það er
hlaðið mörgum stillingum sem er
haganlega fyrir komið og þægi-
legt að nota.
Óvenjustórt skott
Í mælaborði kemur upp ráð-
legging til ökumanns um hvort
hann eigi að skipta upp eða niður
Finnur Orri Thorlacius reynsluekur Citroën C4
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Citroën C4 Árgerð 2012
• Farangursrými 380 l.
• 1,6 l. dísilvél
• 92 hestöfl/230Nm
• 5 gíra beinskipting
• 16“ stálfelgur
• Eigin þyngd: 1.205 kg
• Burðargeta: 585 kg
• 0-100: 14,4 sek.
•Hámark: 180 km/klst
• Framhjóladrif
• Verð: 3.390.000 kr.
• 4,2 l/100 km. í bl. akstri
• Umboð: Brimborg
•Mengunargildi:
• 110 g CO2/km
Frakkar hafa ávallt hannað fal-
lega bíla og Citroë C4 er ekki
nein undantekning frá því.
Kostum
hlaðinn
Frakki