Morgunblaðið - 27.10.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 27.10.2012, Síða 1
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 ÍÞRÓTTIR Fótbolti Chelsea tekur á móti Manchester United í einum af úrslitaleikjum leiktíðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Borgarslagur á Goodison Park 2 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Eggert Fögnuður Dóra María Lárusdóttir í faðmlögum við Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra og frænku sín eftir sigurinn á Úkraínu. FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Ég er bara virkilega glaður og ánægður með þennan árangur kvennalandsliðsins. Það að komast í lokakeppni á stórmóti verður alltaf stór áfangi fyrir Ísland,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, við Morg- unblaðið þegar leitað var eftir við- brögðum hans eftir að ljóst var að íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Sví- þjóð á næsta ári. Ákall Sigga virkaði vel „Ég var vongóður fyrir leikinn að liðið okkar myndi ná að tryggja sér EM-sætið en Úkraníuliðið var alls ekki auðvelt viðureignar. Mætingin á leikinn var frábær og ljóst að ákall Sigga landsliðsþjálfara til þjóðar- innar virkaði vel. Ég er líka viss um að áhorfið á leikinn í sjónvarpinu hafi verið gríðarlega mikið,“ sagði for- maðurinn. Geir bindur vonir við að íslenska landsliðið nái betri árangi á EM í Sví- þjóð næsta sumar en það náði í Finn- landi fyrir þremur árum en þá tapaði það öllum þremur leikjum sínum í riðlinum. „Ég sagði við leikmennina strax eftir leikinn að nú væru þeir reynsl- unni ríkari eftir að hafa verið með í síðustu Evrópukeppni og nú væri markmiðið að komast að minnsta kosti í átta liða úrslitin,“ sagði Geir. Í gær birti Evrópska knattspyrnu- sambandið nýjan styrkleikalista og á honum er Ísland í 8. sæti og hefur fært sig upp um eitt sæti frá því síð- asti listi var gefinn út. Þýskaland er sem fyrr í efsta sæti og á eftir koma: Svíþjóð, Frakkland, England, Nor- egur, Ítalía, Danmörk, Ísland, Finn- land, Rússland, Holland og Spánn sem er í 12. sæti. Þessar tólf þjóðir taka þátt í úrslitakeppninni sem haldin verður í Svíþjóð 10.-28. júlí á næsta ári. Eiga bónusinn skilið Geir kom færandi hendi þegar hann hitti landsliðskonurnar í hófi eftir leikinn en þar greindi hann frá því að stjórn KSÍ hefði ákveðið að greiða leikmönnum samtals 10 millj- ónir króna í bónus sem skiptist á milli leikmannanna. „Við ákváðum að veita leikmönnunum afreksstyrk eins og gert var þegar liðið vann sér sæti á EM í Finnlandi. Þeir voru mjög glaðir með það og þeir eiga þetta virkilega skilið. Þessi árangur liðsins er gríðarlega mikilvægur fyr- ir grasrótina. Það kom mikill kippur í kvennafótboltann þegar liðið komst á EM fyrir þremur árum og ég held að það gerist aftur nú,“ sagði Geir. Geir segir að landsliðinu verði gert kleift að undirbúa sig sem allra best fyrir átökin í Svíþjóð. „Liðið fer eins og undanfarin ár á Algarve-mótið í byrjun næsta árs og þátttakan á því verður örugglega lykilþátturinn í undirbúningi liðsins,“ sagði Geir. Gríðarlega mikilvægt  Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vill sjá kvennalandsliðið komast alla vega í átta liða úrslit á EM  Leikmenn liðsins skipta á milli sín 10 milljónum krónaKnattspyrnu-maðurinn Viktor Bjarki Arnarsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Fram en hann kemur í Safa- mýrina frá bik- armeisturum KR þar sem hann hefur spilað frá árinu 2008. Viktor Bjarki var samn- ingslaus hjá Vesturbæjarliðinu og gat því rætt við hvaða lið sem var. Hann átti einnig í viðræðum við Fylki, Stjörnuna og 1. deildar liðið Víking R., samkvæmt heimildum Morgunblaðsins en hann spilar með Fram næstu tvö árin. Viktor var kjörinn besti leikmaður Íslands- mótsins 2006. tomas@mbl.is Viktor Bjarki samdi við Framara Viktor Bjarki Arnarsson Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson úr Nes- klúbbnum þarf á kraftaverki að halda í dag ætli hann að komast í gegnum fyrsta stig úrtökumóta fyrir PGA-mót- aröðina. Hann lék þriðja hringinn í gær á 74 höggum eða fjórum högg- um yfir pari vallarins. Hann er samtals níu höggum yfir pari, tólf höggum frá þeim spilurum sem komast áfram eins og staðan er núna. tomas@mbl.is Ólafur Björn í vonlausri stöðu Ólafur Björn Loftsson U19 ára landslið pilta í knatt- spyrnu hafði bet- ur á móti Aserba- ídsjan, 2:1, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM sem hófst í Króatíu í gær. Ís- lendingar fengu óskabyrjun, eftir aðeins eina mín- útu skoraði Arnar Aðalgeirsson. Aserar jöfnuðu metin á 24. mínútu en fyrirliðinn Hjörtur Her- mannsson, sem er á mála hjá hol- lenska liðinu PSV, tryggði Íslend- ingum sigurinn með marki á 39. mínútu. gummih@mbl.is Hjörtur tryggði Ís- landi sigur Hjörtur Hermannsson Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu frá upphafi, er sjóð- heitur þessa dagana með liði sínu Cercle Brugge í Belg- íu. Eiður Smári skoraði í þriðja leiknum í röð í gærkvöldi þegar Cercle Bruggaði tapaði fyrir Standard Liege, 2:1, á útivelli. Standard tók forustuna í leiknum á 30. mínútu með marki frá Imoh Ezekiel en Eiður Smári jafnaði metin á 47. mínútu eftir sendingu frá Mushaga Bakenga. Arnar Þór Viðarsson átti þó einnig hlut í markinu. Því miður fyrir Cercle skoraði Standard sigurmarkið tíu mínútum síðar, lokatölur 2:1. Þó Eiður hafi lagt sitt af mörkum í síðustu þremur leikjum liðsins og skorað í þeim öllum hefur Cercle samt sem áður tapað öllum þremur leikjunum. Liðið er rótfast við botn belgísku deildarinnar með aðeins fjögur stig eft- ir tólf leiki. Það er þó mikið fagnaðarefni fyrir landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck að Eiður Smári sé að finna sitt rétta form því skortur hefur verið á framherjum í síðustu verkefnum landsliðsins. tomas@mbl.is Eiður Smári sjóðheitur  Skoraði þriðja leikinn í röð AFP Markaskorari Eiður er sjóðheitur með Cercle þessa dagana en hann hefur skorað í þremur leikjum í röð. Sverre Andreas Jakobsson og sam- herjar hans í þýska handknattleiks- liðinu Grosswallstadt fögnuðu sín- um fyrsta sigri í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi þegar þeir kjöldrógu Vigni Svavarsson og félaga í GWD Minden, 35:22, á heimavelli. Sverre skoraði ekki mark í leiknum en var fastur fyrir í vörninni og var m.a. einu sinni vís- að af leikvelli. Vignir skoraði tvö af mörkum Minden-liðsins sem er í 12. sæti deildarinnar með átta stig. Grosswallstadt er áfram í næst neðsta sæti með þrjú stig að lokn- um 10 leikjum. Grosswallstadt, sem tapaði illa í bikarkeppninni í vikunni fyrir 2. deildarliði Eisenach, tók forystu í leiknum við Minden strax í upphafi. Eftir stundarfjórðungsleik var munurinn á liðunum orðinn átta mörk, 13:5. Í hálfleik skakkaði sjö mörkum, 19:12. iben@mbl.is Fyrsti sigur- inn hjá Sverre og félögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.