Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2012 5 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Starfsemin tilheyrir Mörkuðum sem er nýtt svið innan bankans. Viðkomandi þarf að tileinka sér og starfa í anda stefnu bankans og vera tilbúinn í kreandi verkefni. Áhugi og ánægja af samstarfi og þátttöku í öflugri liðsheild er lykilatriði. Hluti af ráðningarferlinu verður hæfismat til að tryggja að hæfniskröfur og eigin- leikar séu til staðar. Hæfniskröfur og eiginleikar » Metnaður og leiðtogahæfileikar » Miklir samskiptahæfileikar » Reynsla og þekking á samningatækni » Framúrskarandi greiningarhæfni » Háskólamenntun sem nýtist í starfi » Gott vald á íslensku og ensku » Reynsla af eignastýringu » Próf í verðbréfaviðskiptum » Áhugi og skilningur á þörfum viðskipta- vina Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar veita Baldur G. Jónsson, Mannauðsstjóri í síma 410 7904 og Bergþóra Sigurðardóttir, Starfsþróunarstjóri í síma 410 7907. Umsókn merkt „Forstöðumaður Eignastýringar“ fyllist út á vef bankans. Umsóknarfrestur er til og með 10. október nk. Nánari upplýsingar um skipulag og starf- semi bankans á landsbankinn.is. Landsbankinn leitar að öflugum og traustum stjórnanda til að annast Eignastýringu bankans en undir Eignastýringu heyra Einkabankaþjónusta og Stýring eigna. Forstöðumaður Eignastýringar Um aðra helgi, dagana 12. til 14. október næstkomandi, er svonefnd Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Vestfjörðum. Er hún hugsuð sem vettvangur fólks sem langar að koma viðskiptahugmynd í fram- kvæmd eða taka þátt í uppbygg- ingu hugmynda annarra. Dagskráin er öllum opin án endurgjalds. Yfir helgina fá þátttakendur tækifæri til þess að ná lengra með hugmyndir sínar með aðstoð fjölmargra sér- fræðinga. Eins verða flutt gagnleg erindi um uppbyggingu hugmynda og stofnun fyrirtækja. Segja má að Atvinnu og nýsköp- unarhelgin sé fyrir alla þá sem hafa hugmyndir að vöru eða þjónustu, starfandi fyrirtæki og einnig þá sem langar að aðstoða aðra við upp- byggingu hugmynda. Innovit og Landsbankinn standa að þessu verkefni í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og sveitarfélög á Vestfjörðum. Eins styðja fjölmörg fyrirtæki af svæð- inu rausnarlega við þetta verkefni en dagskráin verður í Þróunarsetr- inu á Ísafirði. Erlend fyrirmynd Atvinnu- og nýsköpunarhelgar eru að erlendri fyrirmynd, þar sem svonefnd Startup weekend verkefni hafa átt vinsældum að fagna um all- an heim. Hér á Íslandi hafa slíkar helgar verið haldnar víða um land undanfarin ár með góðum árangri. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ísafjörður Dagskrá fyrir alla sem vilja koma starfsemi á fót. Margvíslegir möguleikar eru í höfuðstað Vestfjarða. Vilja skapa nýtt á Ísafirði  Fjölbreytt atvinnu- og nýsköpunarhelgi vestur á fjörðum  Vettvangur fyrir fólk með góðar viðskiptahugmyndir David Fagiano, framkvæmdastjóri Dale Carnegie & Associates, afhenti í vikunni Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur forstjóra VÍS viðurkenninguna Dale Carnegie Leadership Award. Þessi viðurkenning Dale Carnegie er veitt fyrirtækjum sem teljast hafa skarað framúr þegar kemur að starfs- mannaþróun. Verðlaunin voru af- hent í húsakynnum VÍS að við- stöddu starfsfólki félagsins og fulltrúum Dale Carnegie á Íslandi. VÍS var tilnefnt til verðlaunanna vegna þeirrar fagmennsku og þess áhuga sem einkennir þjálfun og áherslur í starfsmannaþróun fyr- irtækisins. Viðurkenningin er veitt einu fyrirtæki í hverju landi. Viðurkenning til VÍS VÍS Sigrún Ragna Ólafsdóttir tekur við viðurkenningunni frá David Fagiano.  Dale Carnegie ánægt með trygg- ingafélagið  Góð starfsmannaþróun Alls 7.715 heimili fengu á síðasta ári fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Þeim fjölgaði um 805 eða 11,6% frá árinu áður og um 1.721 sé árið 2009 haft sem viðmið. Í fyrra var tæplega helmingur viðtakenda fjárhagsað- stoðar atvinnulaus og af þeim tæp- lega tveir þriðju án bótaréttar, alls 2.228 einstaklingar. Fjölmennustu hóparnir árið 2011 sem fengu fjár- hagsaðstoð voru sem fyrr einstæðir barnlausir karlar og einstæðar kon- ur með börn. Þetta kemur fram í töl- um frá Hagstofu Íslands. Á heimilum sem fengu fjárhags- aðstoð árið 2011 bjuggu 12.540 ein- staklingar eða 3,9% þjóðarinnar. Árið 2011 nutu 7.999 heimili fé- lagslegrar heimaþjónustu. Rúmlega fjögur af hverjum fimm þessara heimila voru samastaður aldraðra. Í Reykjavík naut fjórðungur 65 ára og eldri þessa. sbs@mbl.is Aukin fjárhagsaðstoð og aldraðir fá hjálp

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.