Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2012 Sérfræðistörf í upplýsingatækni Leitað er að sérfræðingum til starfa á kerfis- og hugbúnaðardeild. Deildirnar starfa náið saman að þróun og rekstri tölvukerfa Hafrannsóknastofnunarinnar, Fiskistofu og fleiri stofnana. Stærri verkefni eru unnin í sprettum (e. Agile) og er verkbeiðnakerfið Jira notað við utanumhald um þau. Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun sem annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, fiskræktar, fiskeldis, hvalveiða o.fl. Hlutverk Fiskistofu er jafnframt að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka. Um starfsemi Fiskistofu gilda lög nr. 36/1992. Nánari upplýsingar má finna á vef Fiskistofu. Hugbúnaðardeild og kerfisdeild tilheyra rekstrarsviði Fiskistofu. Sviðið er með aðsetur að Dalshrauni 1B og með starfsstöð að Skúlagötu 4. Nánari upplýsingar um starf gagnasafnsstjóra veita Elín Kristjana Sighvatsdóttir forstöðumaður rekstrarsviðs og Gunnar Örvarsson deildarstjóri kerfisdeildar í síma 569 7900. Nánari upplýsingar um starf forritara veita Elín Kristjana Sighvatsdóttir forstöðumaður rekstrarsviðs og Pálmi Ragnar Pétursson deildarstjóri hugbúnaðardeildar í síma 569 7900. Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem máli kann að skipta skal senda á netfangið ingath@fiskistofa.is eða með bréfi til Fiskistofu, Dalshrauni 1B, 220 Hafnarfirði merktar „Gagnasafnsstjóri“ og „Forritari“. Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2012 og gilda umsóknir í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út1. Laun taka mið af kjarasamningum ríkisins við viðeigandi stéttarfélag. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 1 með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Gagnasafnsstjóri á kerfisdeild Umsjón með gagnagrunnum Hafrannsóknarstofnunarinnar, Fiskistofu og fleiri stofnana ásamt þátttöku í hönnun og endurskipulagningu á gagnagrunnshögun upplýsingakerfa. Verkefni: • Oracle gagnagrunnsumsjón (dba) • Staðgengill deildarstjóra • Hönnun og skipulagning gagnagrunnshluta upplýsingakerfa • Samstarf við forritara og sérfræðinga í gagnaúrvinnslu • Kerfisumsjón, verkstjórn og skyld verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði upplýsingatækni eða skyldra greina • Starfsreynsla • Geta til að starfa sjálfstætt og í hópi annarra sérfræðinga • Skipulagshæfni og fagmennska • Frumkvæði, góðir samstarfshæfileikar og geta til að taka á móti og miðla þekkingu Forritari á hugbúnaðardeild Þróun á sérsmíðuðum hugbúnaði sem meðal annars lýtur að fiskveiðistjórnun og eftirliti með fiskveiðum. Verkefni: • Forritun í Java og Oracle umhverfi • Forritun veflausna og skyldra hugbúnaðarlausna Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun í kerfisfræði, tölvunarfræði eða skyldum greinum • Starfsreynsla er æskileg en þó ekki skilyrði • Geta til að starfa sjálfstætt og í hópi annarra sérfræðinga • Skipulagshæfni og fagmennska • Frumkvæði, góðir samstarfshæfileikar og geta til að taka á móti og miðla þekkingu Mjólkin er skemmtilegt hráefni og gefur endalausa möguleika til vöruþróunar. Úr mjólk fáum við fitu, prótein og kolvetni; næringar- efni sem eru uppistaða nánast allrar matvælavinnslu. Við getum því svo að segja endalaust unnið okkur áfram og skapað eitthvað skemmti- legt,“ segir Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri MS á Akureyri. Hagræðing og verkefni flutt Hjá Mjólkursamsölunni hafa menn stokkað upp spilin á síðustu árum, þar sem hagræðing hefur ver- ið útgangspunktur. Verkefni hafa verið færð milli staða og þannig stendur til að auka ostaframleiðsl- una á Akureyri enn frekar. Mjólk- urbúið þar fær ný tæki til ostafram- leiðslu á næsta ári og með því verður hægt að auka framleiðslu þeirrar af- urðar enn frekar. Mjólk sem kemur til vinnslu í búinu á Akureyri kemur frá bænd- um í Húnavatnssýslum, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, var um 37,7 millj. lítra á síðastliðnu ári. Lætur nærri að um 60% hennar fari í ostagerð- ina. Nýtt nafn til aðgreiningar Framleiðsla hefðbundinna brauð- osta er stærsti þátturinn í ostagerð MS. Vinsælastur er Goudaostur, kenndur við hollenska bæinn Gouda og samnefnt hérað þar í landi. Þar hófst framleiðsla þessi sem nú er stunduð víða um lönd. Hérlendis hófst framleiðsla á Goudaosti fyrir rúmum fimmtíu ár- um; þá á Selfossi en er hún kominn norður sem fyrr segir. Og nú er var- an komin í nýjar pakkningar og heitir Góðostur héðan í frá. Í frétt frá MS er minnt á að málvernd og efling íslenskrar tungu hafi um ára- bil verið eitt af áherslumálum fyr- irtæksins. Hluti af þeirri viðleitni sé að velja framleiðsluvörum íslensk nöfn. Því sé nafnið Góðostur tekið upp – auk þess sem það aðgreini vöruna betur frá erlendri. Góðostur sé sömuleiðis upprunninn í íslenskri sveit og því hafi nafnið sterka skír- skotun til íslensks uppruna og gæða. Gjörnýta hráefnið Mikið magn mysu fellur til við ostaframleiðslu. Fyrr á tíð var henni gjarnan og í ríkum mæli veitt í frá- rennslið. Nú er það aflagt. Prótein- rík mysan er uppistaðan í íþrótta- drykknum Hleðslu. Þegar mysupróteinin hafa verið nýtt er eftir mjólkursykurinn sem meðal annars er nýttur sem skepnufóður. Nú sér mjólkurfólk hins vegar að gerja megi mysuna og breyta í vín- anda. Hafa nú þegar verið lögð drög að slíkri framleiðslu á vegum MS. „Við erum komin með þau tæki að okkur verður mögulegt að gjörnýta alla mjólk sem til okkar kemur. Við þurfum engu að veita frá, sem bæði skapar verðmæti og er umhverfis- bót,“ segir Kristín. Langur ferill í mjólkuriðnaði Kristín Halldórsdóttir, sem er Þingeyingur að ættum og mjólkur- fræðingur að mennt, tók við starfi mjólkurbússtjóra á Akureyri í byrj- un september sl. Hún á að baki lang- an feril í mjólkuriðnaði. Hóf störf við Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík árið 1987 og starfaði þar fram til aldamóta. Kom þá til starfa hjá Norðurmjólk á Ak- ureyri sem fyrir fáum árum varð MS; það er með sameiningu nánast alls mjólkuriðnaðarins í landinu í eitt fyrirtæki. Mörg undanfarin ár hefur Kristín sinnt starfi gæðastjóra í mjólkur- búinu nyðra. Þar haft það hlutverk með höndum að framleiðslan öll sé samkvæmt stöðlum og reglum. „Mér líkar stóllinn vel og við- fangsefnið er spennandi,“ segir Kristín Halldórsdóttir sem er fyrsta konan á landinu sem stýrir mjólk- urbúi. Starfsmenn MS á Akureyri eru í dag um áttatíu talsins. Hefur mjólkurvinnsla löngum verið gildur þáttur í atvinnulífi bæjarins og raunar matvælaframleiðsla al- mennt. sbs@mbl.is Ostar og endalausir möguleikar  Góðostarnir framleiddir á Akureyri  Ætla að breyta mysu í vín  Fyrst kvenna mjólkurbússtjóri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Kristín Halldórsdóttir er nýr mjólkurbússtjóri MS fyrir norðan. Hér er hún með Góðost í nýjum umbúðum og KEA skyrið er í hillunum. Hjól Mjólkurfólk á Akureyri kemur flest hvert á reiðhjóli til vinnu. Súrt Á Akureyri eru súrmjólk og mysa meðal framleiddra afurða.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.