Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2012 TÆKNIKENNARI Í FRAMLEIÐSLUDEILD Framleiðsludeild Icelandair Technical Services óskar eftir að ráða tæknikennara til starfa. Viðkomandi kemur til með að sinna eftirfarandi kennslu í starfi sínu: ÍS L E N SK A SI A .I S IC E 61 41 7 10 /1 2 + Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 25. október 2012. STARFSSVIÐ  Tæknikennslu ákveðinna ATA kafla fyrir Boeing 757-200/300 og Boeing 737-Classic/NG.  Human Factors (mannlegi þátturinn).  Fuel Tank Safety (öryggisþættir vegna vinnu við eldsneytistanka).  Anti/De-icing (afísing flugvéla).  Safety Management Systems (fyrirbyggjandi öryggisráðstafanir).  Maintenance Organisation Exposition (Handbók Part 145 viðhaldsstöðvarinnar).  Reglugerðaþjálfun vegna Part-145, Part-M, Part-147. Tæknikennari mun einnig sinna verkum eins og MEDA (Maintenance Error Decision Aid), rannsóknum, endurskrifum á verklagsreglum framleiðsludeildar og öðrum tilfallandi verkefnum. HÆFNISKRÖFUR  Flugvirkjamenntun.  Þekking á og reynsla af viðhaldi flugvéla er kostur.  Mjög góð tölvukunnátta er skilyrði.  Góðir samskiptahæfileikar.  Öguð og vönduð vinnubrögð.  Frumkvæði og sjálfstæði. KOMDU TIL LIÐS VIÐ OKKUR Nánari upplýsingar veita: Theodór Brynjólfsson I tbrynjol@its.is Steinunn Una Sigurðardóttir I unasig@icelandair.is Allir eiga að njóta jafnréttis á vinnu- markaði og fólk af báðum kynjum á að njóta jafnréttis til að verja tíma með fjölskyldu sinni. Skref í rétta átt hafa verið tekin undanfarið með hækkun barnabóta og tekjuskerðing- arhlutfalls þeirra. Nú er þess beðið að greiðslur Fæðingarorlofssjóðs verði hækkaðar á ný. Þetta kom fram í máli Elínar Bjargar Jónsdóttur, for- manns BSRB, við setningu þings samtakanna sem haldið var í vikunni. Verja velferð Elín Björg Jónsdóttir segir að eftir hrun hafi verið kappsmál BSRB að verja velferðar- og almannaþjónustu. „Vitanlega hefðum við viljað sjá vel- ferðarkerfið enn sterkara og öflugra á þessum erfiðu tímum en það er eitt af verkefnum morgundagsins – að styrkja al- mannaþjónustuna á ný,“ eins og hún komst að orði. Vilja samráð Á vettvangi BSRB hafa lífeyr- ismál verið mjög til umræðu. Stétt- arfélög opinberra starfsmanna og stjórnvöld hafa rætt málið að undan- förnu. Samkomulag um breytingar hafi þó enn ekki náðst. Í lífeyrismálum liggja kröfur laun- þega fyrir, sem vilja þó að áður en viðræður hefjist efni ríkissjóður og sveitarfélög skuldbindingar sínar gagnvart lífeyrissjóðum. Í því felst að gerð verði áætlun um inngreiðslu skuldbindinga ríkisins í B-deild líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkins, að ið- gjald í A-deild verði hækkað skv. lög- um og gerð verði áætlun um með hvaða hætti nýtt sameiginlegt lífeyr- issjóðskerfi opinberra starfsmanna skuli verða. „Opinberir starfsmenn munu aldr- ei sætta sig við að hróflað verði við þegar áunnum réttindum og allar breytingar á lífeyrismálum verða að vera unnar í fullu samráði við samtök þeirra,“ sagði Elín Björg Jónasdótt- ir. sbs@mbl.is Ekki hróflað við réttindum  BSRB bíður eftir hækkun framlaga úr Fæðingarorlofs- sjóði  Skuldbindingar stjórnvalda í lífeyrismálum standi Morgunblaðið/Ómar Fundargestir Fjölmenni sat þing BSRB. Við setningu voru ráðherrar og forystumenn launþega meðal gesta. Elín Björg Jónsdóttir Alvarlegt er að sú endurreisn atvinnulífs og fjölgun starfa sem lofað var hafi engan veg- inn gengið eftir. Þar hefur úr- ræða- og aðgerðarleysi stjórnvalda ráðið miklu. Þetta segir meðal annars í drögum að kjaramálaályktun mið- stjórnar Alþýðusambands Ís- lands. Ársfundur sambands- ins verður haldinn í næstu viku og fyrir helgina lagði miðstjórn þess línurnar og markaði stefnu - að undirlagi forsetans, Gylfa Arnbjörns- sonar. Velt kostnaði út í verðlagið „Veik staða krónunnar og mikil verðbólga veldur því að nú stefnir í að forsendur kjarasamninganna bresti. Þar er ekki síst að sakast við fyr- irtækin í landinu og opinbera aðila sem velt hafa auknum kostnaði út í verðlagið. Fyrir launafólk eru afleiðingarnar hærra verð á nauðsynjum, vöru og þjónustu, hærri vextir og auknar skuldir heimilanna í landinu,“ segir í ályktunar- drögum ASÍ. Þar segir einnig að stjórn- völd og atvinnurekendur þurfi að gera það sem í þeirra valdi stendur til að ná niður verð- bólgunni og að ríkisstjórnin þurfi að standa við fyrirheit sín í atvinnu- og félagsmálum. Staðan er grafalvarleg því bresti forsendur verði kjara- samningar í uppnámi og þá geti komið til átaka á vinnu- markaði í byrjun næsta árs. Mikilvægt að ljúka viðræðum Evrópumál eru ofarlega á baugi innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Í ályktunardrög- unum ASÍ segir að mikilvægt sé að ljúka viðræðum Íslands og ESB með hagstæða samn- inga sem markmið. Sam- bandið segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort hags- munum Íslands og launafólks sé best borgið með aðild að ESB eða ekki. Hins vegar hafi ASÍ skýra sýn á hvaða mark- miðum þurfi að ná í aðildar- viðræðunum svo leggja megi mat á aðild Íslendinga, kosti hennar og galla. sbs@mbl.is Endurreisnin ekki gengið eftir Framkvæmdir Vegagerð skapar vinnu sem verkalýðs- hreyfingin kallar eftir.  Úrræðaleys- ið er áberandi, að mati ASÍ Vestfirðingar vilja í ríkari mæli beita skattkerfinu til að sporna gegn fólks- flótta af lands- byggðinni. Þetta kemur fram í álykt- un þings Fjórð- ungssambands Vestfirðinga sem haldið var á Bíldu- dal á dögunum. „Það er augljóst af reynslunni síðustu áratugi að aðgerðir sem Íslendingar hafa verið að beita til að sporna gegn fólksfækkun á svæðum eins og Vestfjörðum hafa ekki virkað,“ segir í ályktun Fjórð- ungsþingsins. Námslán og tryggingagjald Pólitík sem Vestfirðingar sjá fyrir sér að drjúg geti orðið í byggða- stríðinu er til að mynda lækkun tekjuskatts, hvetjandi námslánafyr- irkomulag og lækkun trygginga- gjalds fyrirtækja á svæðum þar sem íbúum hefur fækkað um lengri tíma. Fjölmörg önnur mál bar á góma á Fjórðungsþingi og til að mynda voru samgöngumálin ofarlega á baugi. Var skorað á stjórnvöld að setja Vestfirði í forgang í samgöngu- málum, enda væri viðurkennd stað- reynd að framkvæmdir vestra hafi verið minni en annars staðar á land- inu. Markmiðið sé að Vestfirðir séu jafnsettir öðrum landshlutum í sam- göngumálum. Þannig sé keppikefli að allar byggðir Vestfjarða tengist aðalþjóðvegakerfi landsins og að þéttbýlisstaðir vestra tengist saman í heildstæðu vegakerfi. Aðkallandi framkvæmdir Undirstrikuð eru markmið um heilsárssamgöngur í fjórðungnum og aðkallandi framkvæmdir í því sambandi séu vegagerð um Gufu- dalssveit, Dýrafjarðargöng, vegur um Dynjandisheiði og heilsársvegur úr Steingrímsfirði norður í Árnes- hrepp á Ströndum. Auk þess séu vegabætur sem tengjast ferðaþjónustu nauðsynleg- ar, svo sem að bæta veginn út á Látrabjarg. Einnig er sagt brýnt að byggja upp fjarskiptanet landsins enda sé öflugt netsamband í öll byggðarlög krafa nútímans. sbs@mbl.is Vestfirðingar vilja lægri skatta Bolungarvík Einn af stærstu þétt- býlisstöðunum á Vestfjörðum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Kjósa nýjar leiðir í byggðamálunum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.