Morgunblaðið - 23.01.2013, Qupperneq 3
Í BARCELONA
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Daninn Lars Christiansen, leikja-
hæsti og markahæsti leikmaður
danska landsliðsins í handknattleik
frá upphafi, er einn sérfræðinga
danska sjónvarpsins sem fylgst hafa
með heimsmeistaramótinu á Spáni en
Christiansen lagði skóna á hilluna í
fyrra eftir glæsilegan feril.
Morgunblaðið settist niður með
Christiansen á Expo-hótelinu í
Barcelona í gær og viðtalið snerist
auðvitað um sýn hans á heimsmeist-
aramótið, líklega sigurvegara og
skoðanir hans á íslenska landsliðinu.
Engar merkjanlegar framfarir
Christiansen var fyrst spurður út í
að því hvort handboltinn sem hann
hefur séð á HM sé betri eða verri en
á undangengnum árum.
,,Ég held að handboltinn sem við
höfum séð á þessu móti sé bara sam-
bærilegur því sem við höfum séð á
síðustu árum. Nú er mótið virkilega
að hefjast þegar átta liða úrslitin eru
að byrja og nú fer virkilega að reyna
á liðin og leikmennina. Ég merki ekki
neinar sérstakar framfarir á íþrótt-
inni miðað við það sem ég hef séð í
keppninni en kannski breytist leik-
urinn eitthvað á næstu 5-6 árum,“
sagði Christiansen.
Christiansen er einn besti vinstri
hornamaður sem uppi hefur verið en
þessi fertugi fyrrverandi leikmaður
Ribe, Kolding og Flensburg, lék í 20
ár með danska landsliðinu. Hann sló
leikjametið en hann spilaði samtals
338 leiki og skoraði í þeim 1.503
mörk sem er meira en nokkur hefur
skorað fyrir danska landsliðið.
Christiansen var í liði Dana sem
hlaut silfurverðlaunin á HM í Svíþjóð
fyrir tveimur árum og hann var í
bronsliðinu á HM 2007. Christiansen
hampaði Evrópumeistaratitlinum í
Serbíu í fyrra og það í annað sinn en
hann var í liðinu sem vann EM í Nor-
egi 2008.
Innkoma Kaspers
Nielsens breytir miklu
Christiansen er bjartsýnn fyrir
hönd sinna manna og spáir því að
Danir verði heimsmeistarar í fyrsta
sinn.
,,Fram undan er mjög spennandi
keppni. Eftir að varnarmaðurinn Ka-
sper Nielsen bættist í danska hópinn
í síðustu viku held ég að með því færi
hann öðrum varnarmönnum liðsins
meira sjálfstraust og nú held ég
virkilega að Danmörk eigi góða
möguleika á að vinna heimsmeist-
aratitilinn. Í Svíþjóð fyrir tveimur ár-
um vorum við hársbreidd frá því að
vinna mótið en töpuðum fyrir Frökk-
um í framlengdum úrslitaleik. Ég
hélt að draumur okkar væri að ræt-
ast en því miður skorti okkur herslu-
muninn. Það hafa komið nýir menn
inn í liðið eins og Henrik Möllgaard
Jensen sem hefur spilað virkilega vel
og er leikmaður sem fáir þekkja.
Hann hefur gefið liðinu mjög mikið.
En það verður ekki auðvelt fyrir
Dani að fara alla leið. Spánverjar eru
með virkilega gott lið og njóta þess
auðvitað að spila á heimavelli. Króat-
arnir líta líka vel út og það er aldrei
hægt að afskrifa Frakka. Þjóðverj-
arnir hafa að mínu mati komið á
óvart en ég held að þeim takist samt
ekki að komast í verðlaunasæti,“
sagði Christiansen.
Ísland stóð sig vel með þessa
mörgu nýju leikmenn
Cristiansen sá flesta leiki íslenska
landsliðsins á HM þar sem Danir og
Íslendingar voru í sama riðli sem
leikinn var í Sevilla. Spurður út í
frammistöðu íslenska liðsins sagði
Lars;
,,Íslenska liðið breyttist mikið og
að sjálfsögðu munar gríðarlega um
leikmenn eins og Ólaf Stefánsson, Al-
exander Petersson og Arnór Atlason.
Allt eru þetta frábærir leikmenn og
til að mynda hefur Alexander verið
frábær í þýsku Bundesligunni. Hann
er hreint ótrúlegur. En mér fannst
íslenska liðið standa sig vel með
þessa marga ungu nýju leikmenn.
Það eru 7-8 leikmenn í íslenska liðinu
sem eru mjög góðir, þeirra bestir eru
Aron Pálmarsson og Guðjón Valur
Sigurðsson, en auðvitað geta þeir
ekki dregið vagninn í allri keppninni.
Ég held að þetta mót komi ís-
lenska landsliðinu til góða. Aron
Kristjánsson er að byggja upp nýtt
lið og sú reynsla sem ungu mennirnir
fengu á mótinu á eftir að nýtast lið-
inu í framtíðinni. Það hefur alltaf
verið erfitt að spila á móti Íslend-
ingum. Það er alltaf ótrúlega gott
hugarfar hjá leikmönnum Íslands og
þeir gefast aldrei upp fyrr en í fulla
hnefanna. Þeir eru afar vinnusamir.
Þú getur aldrei verið öruggur með að
vinna leik á móti Íslendingum. Sjálfir
heims- og ólympíumeistararnir voru
ekki langt frá því að falla úr leik fyrir
Íslendingum og ég er alveg fullviss
um að Ísland mæti með betra lið á
næsta stórmót. Ég vona að það komi
að því einn daginn að Ísland vinni
stórmót,“ sagði hinn skemmtilegi
Lars Christiansen sem verður mætt-
ur í Palau Santi Jordi-höllina í Barce-
lona í kvöld þegar Danir etja kappi
við Ungverja í átta liða úrslitunum.
„Vonandi kemur sá dagur
að Ísland vinni stórmót“
Reuters
Sigursæll Lars Christiansen vann til fjölmargra verðlauna, bæði með danska landsliðinu og þýska liðinu Flensburg.
Hér fagnar hann marki í landsleik gegn Pólverjum á HM í Þýskalandi árið 2007 þar sem Danir fengu bronsverðlaunin.
Lars Christiansen, leikjahæsti og markahæsti leikmaður danska landsliðsins frá
upphafi, spáir Dönum titlinum Mótið mikil reynsla fyrir ungu leikmenn Íslands
Lars Christiansen
» Hann verður 41 árs í apríl og
þá verður tæpt ár síðan hann
lagði skóna á hilluna.
» Christiansen lék með Ribe og
Kolding til 1996 en með Flens-
burg í fjórtán ár, til 2010. Síð-
ustu tvö árin spilaði hann á ný
með Kolding.
» Christiansen lék 338 lands-
leiki fyrir Dani og skoraði 1.503
mörk. Hann var í Evrópumes-
istaraliði þeirra 2008 og 2008
og vann silfur á HM 2011 og
brons 2007.
» Þá vann hann þýska meist-
aratitilinn með Flensburg, þýska
bikarinn þrisvar og Evr-
ópukeppni þrisvar.
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
LínumaðurinnOrri Freyr
Gíslason er á
leið heim til Ís-
lands eftir því
sem fram kemur
á heimasíðu
danska liðsins Vi-
borg. Þar greinir
Peter Cassoe,
framkvæmdastjóri félagsins, frá
þessu og segir þetta vera slæmt
fyrir liðið en jákvætt fyrir efnahag
félagsins. Eins og fram hefur komið
ákvað félagið að draga saman segl-
in í rekstri karlaliðs félagsins og
ætlar að keyra á ungum uppöldum
leikmönnum. Orri lék með Val áður
en hann hélt utan síðasta sumar
ásamt Óskari Bjarna Óskarssyni
sem mun þjálfa kvennalið félagsins.
Körfuknattleikskonan Eyrún LífSigurðardóttir hefur ákveðið
að leika með Fjölni það sem eftir er
leiktíðar í úrvalsdeild kvenna, Dom-
inos-deildinni, en hún hefur leikið
með Njarðvík og var m.a. Íslands-
meistari með liðinu á síðasta vori.
Eyrún spilar væntanlega sinn
fyrsta leik með Fjölni gegn KR í
kvöld.
MatthíasKróknes
Jóhannsson er
genginn í raðir
BÍ/Bolung-
arvíkur á nýjan
leik eftir árs dvöl
hjá Fram. Matt-
hías spilaði með
Vestfirðingum í
1. deildinni sumarið 2011 og ætti að
styrkja liðið næsta sumar. BÍ/
Bolungarvík hefur verið að styrkja
hópinn að undanförnu en Nigel
Quashie kom til liðsins frá ÍR á
dögunum og Michael Abnett sem
einnig lék með liðinu 2011 er aftur
kominn vestur. Þá hefur markvörð-
urinn ungi Bjarki Pétursson gert
þriggja ára samning við félagið.
Sænska félagið Norrköping hefurhafnað tilboði í sóknarmanninn
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Hann staðfesti þetta við Norr-
köpings Tidning í gær en kvaðst
ekki vita um hvaða lið væri að
ræða.
Fólk folk@mbl.is
Enska D-deildarliðið Bradford City tryggði
sér í gærkvöldi farseðilinn á Wembley í úr-
slitaleik deildabikarsins þrátt fyrir 2:1-tap
gegn Aston Villa á útivelli. Í fyrri leik liðanna
hafði Bradford unnið 3:1-sigur. Christian Ben-
teke kom Villa yfir á 24. mínútu en James
Hanson jafnaði metin á 55. mínútu fyrir Brad-
ford eftir hornspyrnu. Andreas Weimann kom
Villa svo yfir á 89. mínútu en þar við sat.
Bradford mun nú mæta annaðhvort Swan-
sea eða Chelsea í úrslitaleiknum en þessi lið
mætast annað kvöld. Þar er Swansea með 2:0-
forskot. Þetta er í annað sinn í sögunni sem lið úr fjórðu efstu
deild kemst í úrslit deildabikarsins. Áður gerðist það fyrir rúm-
lega hálfri öld, eða árið 1962, þegar Rochdale komst í úrslit en
beið þar lægri hlut fyrir Norwich City. sindris@mbl.is
D-deildarlið í úrslit
James
Hanson
Geir Þorsteinsson gefur kost á
sér til áframhaldandi for-
mennsku í Knattspyrnu-
sambandi Íslands en þing sam-
bandsins verður haldið 9.
febrúar. Formaður er kosinn til
tveggja ára í senn og Geir var
síðast kjörinn í febrúar 2011
þannig að tveggja ára kjör-
tímabili hans er að ljúka. Öll
stjórn KSÍ ásamt varamönnum
gefur líka kost á sér til endur-
kjörs en framboðsfrestur rennur út tveimur vikum
fyrir þing, eða á laugardaginn kemur, 26. janúar.
Skila þarf framboðum skriflega til skrifstofu KSÍ
fyrir þann tíma. vs@mbl.is
Öll stjórnin tilbúin áfram
Geir
Þorsteinsson
Serbneska knattspyrnukonan Danka Podovac, sem hefur
leikið með ÍBV undanfarin tvö ár, gekk í gær til liðs við bik-
armeistara Stjörnunnar og leikur með þeim á komandi
keppnistímabili.
Danka, sem er þrítug að aldri, er komin með tvöfalt rík-
isfang, serbneskt og íslenskt, en hún hefur leikið hér á landi í
sjö ár. Fyrst með Keflavík í þrjú ár, þá með Fylki eitt tímabil
og með Þór/KA eitt tímabil, en hefur spilað með ÍBV frá 2011.
Hún hefur gert 64 mörk í 110 leikjum í efstu deild og síð-
ustu tvö árin hefur hún skorað 25 mörk og lagt upp 13 fyrir
Eyjaliðið í deildinni. Þá á Danka að baki 41 landsleik fyrir
Serbíu og hefur þar meðal annars nokkrum sinnum verið
mótherji íslenska landsliðsins.
Hjá Stjörnunni er Dönku ætlað að fylla skarð hinnar bandarísku Ashley Bares
sem kemur ekki aftur í Garðabæinn eftir að hafa spilað þar undanfarin tvö ár.
vs@mbl.is
Danka til Stjörnunnar
Danka
Podovac
Svíþjóð
Sundsvall – Solna .............................. 101:87
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 23 stig
og tók fimm fráköst fyrir Sundsvall og
Hlynur Bæringsson skoraði 17 stig, tók
fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
NBA-deildin
Memphis – Indiana............................... 81:82
New Orleans – Sacramento............. 114:105
Charlotte – Houston........................... 94:100
Atlanta – Minnesota........................... 104:96
New York – Brooklyn .......................... 85:88
Golden State – LA Clippers .............. 106:99
Philadelphia – San Antonio ................. 85:90
Chicago – LA Lakers ........................... 95:83
Portland – Washington........................ 95:98
KÖRFUBOLTI