Morgunblaðið - 31.01.2013, Síða 3

Morgunblaðið - 31.01.2013, Síða 3
sviðsljósinu og eru gjarnan á bandi heimaliðsins. Stundum skilur maður ekkert í því sjálfur í heimaleikjunum hvernig allt fellur með þér og þínu liði. Í einum sigurleiknum var varla dæmd á okkur aukaspyrna. Hér eru menn líka grimmir og það er ekki gott að lenda upp á kant við þá sem stjórna. Þá er leikmönnum miskunnarlaust hent yfir í vara- og unglingaliðin, sendir með þeim í 8-10 tíma rútuferðir, jafnvel án þess að fá að spila, og þeir eru sektaðir grimmt. Í raun er allt gert til að ýta þeim burt. Þetta er því afar krefjandi umhverfi.“ Slóvenaleikirnir ráða öllu Grétar getur fyrst komið við sögu með íslenska landsliðinu á ný 7. júní þegar það tekur á móti Slóveníu, en er í banni þegar liðin mætast í Lju- bljana 22. mars. Hann segir að í þess- um tveimur leikjum ráðist framhaldið algjörlega hvað varðar möguleika Ís- lands í undankeppni HM. „Já, þeir ráða öllu fyrir okkur. Við verðum að sækja að minnsta kosti stig til Slóveníu og fá 4-6 stig úr leikj- unum tveimur. Ef það tekst, verður virkilega gaman að fara inní haustið og berjast við Norðmenn um annað sætið í riðlinum. Slóvenar hafa byrjað illa, þeir ráku þjálfarann og eru að kalla eldri leikmenn inní landsliðið á ný, og slíkt getur virkað á báða vegu. Svisslendingar eru einfaldlega of sterkir og þeir munu vinna riðilinn. Ef okkur tekst ekki að komast nógu vel frá leikjunum við Slóvena er hætt við að Norðmenn sigli örugglega í annað sætið. Þeir eru ekki sterkari en við, en hafa samt alltaf þessa seiglu og reynslu sem skilar þeim úrslit- unum sem þeir þurfa að ná. Þeir hafa haft þann stöðugleika umfram okkur. En þetta eru úrslitaleikirnir fyrir okkur og gulrótin í þeim er sú að eiga möguleika á skemmtilegu hausti og spennandi baráttu í síðustu umferð- um riðilsins.“ Lengsta landsleikjabann sögunnar Vegna leikbannsins, sem Grétar fékk vegna tveggja gulra spjalda í undankeppni HM í haust, var Grétar ekki kallaður í vináttuleikinn í An- dorra í nóvember og ekki heldur gegn Rússum 6. febrúar, en hefði hvort eð er ekki spilað hann vegna meiðslanna. „Ætli þetta sé ekki lengsta lands- leikjabann sögunnar. Ég fékk tvö gul spjöld í haust og má ekki spila aftur með landsliðinu fyrr en í júní. Hjá Lars Lagerbäck er maður líka í banni í æfingaleikjunum á meðan svo þetta verður ansi langt hlé frá landsliðinu.“ En hann er spenntur fyrir fram- haldinu og telur framtíð landsliðsins bjarta. Miklu meiri breidd og samkeppni í landsliðinu „Mér finnst útlitið vera mjög gott. Við erum komnir með miklu meiri breidd en áður og samkeppni um stöður. Það er gott að sjá að Alfreð Finnbogason hefur skorað reglulega, svo er Kolbeinn Sigþórsson að kom- ast aftur í gang og þeir munu setja pressu hvor á annan. Við höfum ekki haft svona baráttu um stöður áður. Síðan kemur Aron Jóhannsson, og með samkeppnina við Alfreð og Kol- bein fyrir höndum er alveg skiljanlegt að hann velti fyrir sér þeim mögu- leika að spila fyrir Bandaríkin. Áður fyrr vorum við kannski með 10-11 sterka leikmenn og þurftum síðan að fylla nokkrar stöður með mönnum sem voru vanir að spila ann- ars staðar. Núna eigum við allt, fram- herja, kantmenn, fullt af miðjumönn- um, miðverði og bakverði. Þetta getur komið okkur til góða þegar við þurf- um að spila við Slóveníu í júní. Sum- arleikir eru erfiðir fyrir þá sem hafa lokið sínu tímabili, því einhvern veg- inn slokknar á líkamanum um tíma og það er erfitt að rífa sig upp þremur vikum seinna til að spila landsleik. Auk þess sem sumir eru undir pressu frá sínum félögum að hvíla sig eða fara í aðgerð vegna meiðsla. Þá er mikilvægt að breiddin í hópnum sé góð,“ sagði Grétar Rafn Steinsson. Morgunblaðið/Golli Gleði Grétar Rafn Steinsson fagnar marki með samherjum sínum úr íslenska landsliðinu, m.a. Bjarna Ólafi Eiríksssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni m í Kayseri í Tyrklandi  Spilar þó ekki aftur með liðinu fyrr en í mars vegna rfi, enginn glamúr en gott að einbeita sér að því að æfa og spila fótbolta Grétar Rafn Steinsson » Hann er Siglfirðingur, nýorð- inn 31 árs, og lék með KS til að byrja með en síðan með Skaga- mönnum frá 1999 til 2004. » Grétar spilaði með Young Bo- ys í Sviss og síðan með AZ Alkmaar í Hollandi frá 2005 til 2008. » Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton keypti Grétar árið 2008 og þar lék hann í fjögur og hálft ár, spilaði samtals 126 leiki í úr- valsdeildinni og skoraði 4 mörk. » Grétar samdi við Kayerispor í Tyrklandi til tveggja ára síðasta sumar. » Hann hefur leikið 46 lands- leiki fyrir Íslands hönd og skorað 4 mörk. Grétar var fyrirliði Ís- lands í síðasta leik í und- ankeppni HM, gegn Sviss í októ- ber. aust ef leikir tapast ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Crystal Smith,leikmaður Grindavíkur, vann þriggja stiga skotkeppn- ina sem var hluti af svokölluðum stjörnuleik körfu- knattleikskvenna sem fram fór í íþróttahúsinu í Keflavík í gærkvöld. Britney Jones, hjá Fjölni, varð í öðru sæti og Jessica Ann Jenkins, leikmaður Keflavíkur, og Lele Hardy úr Njarðvík voru í þriðja til fjórða sæti.    Í Stjörnuleik-num sjálfum vann lið lands- byggðarinnar liðsmenn höf- uðborgarsvæð- isins, 109:106, eft- ir framlengdan leik. Lele Hardy var valin maður leiksins en hún var með þrennu, skoraði 20 stig, átti 10 stoðsendingar og tók 18 fráköst.    Handknattleikslið Akureyrarhefur ekki aðeins endurheimt Hörð Fannar Sigþórsson eins og greint var frá í Morgunblaðinu í fyrradag. Jón Heiðar Sigurðsson sem lék með Gróttu og Halldór Örn Tryggvason sem gekk í raðir FH fyrir þetta tímabil hafa einnig snúið heim á síðustu dögum. Fólk folk@mbl.is Hervé Renard, þjálfari landsliðs Sambíu í knattspyrnu, er afar ósáttur við þá ákvörðun afríska knattspyrnusambandsins að leyfa Sambíumönnum ekki að fara í álfukeppnina í sumar fyrir hönd Afríku. Sambía vann Afríkukeppnina í fyrra en ákveðið var að halda hana strax aftur í ár og koma henni þannig á oddatölur. Þá stangast hún ekki á við HM og EM. Afríska knattspyrnusambandið ákvað að sigurvegari keppninnar í ár færi í álfukeppn- ina en ekki sigurvegari síðasta árs. Sambía datt út í riðlakeppninni í ár. „Þeir eru ánægðir að við förum ekki því við erum ekki nægilega sexí eða töff til að fara fyrir hönd Afríku,“ sagði ósáttur Herve Rénard, þjálfari Sambíu. tomas@mbl.is Renard afar ósáttur Hervé Renard Forráðamenn bandarísku atvinnumótarað- arinnar í golfi ætla að rannsaka þær fullyrð- ingar í bandaríska íþróttablaðinu Sports Ill- ustrated að Fídjeyingurinn Vijay Singh hafi notað ólöglegt efni sem inniheldur stera. Í frétt tímaritsins segir að Singh hafi pant- að mikið af efninu sem kallað er „Deer antler spray“ í nóvember og haft er eftir honum að hann „noti efnið daglega, á nokkurra klukku- stunda fresti“. „Ég hlakka til að sjá breytingarnar á lík- ama mínum. Það er erfitt að finna fyrir mun- inum þegar maður hefur bara notað efnið í nokkra mánuði,“ er einnig haft eftir Singh í tímaritinu. Forseti bandarísku atvinnumótaraðarinnar, PGA, sagðist ný- verið hafa frétt af þessu og málið yrði skoðað. tomas@mbl.is Vijay Singh rannsakaður Vijay Singh NHL-deildin í íshokki er komin á fullt skrið eftir verkbann sem stóð yfir fram í byrjun jan- úar. Liðin hafa flest spilað sex til sjö leiki og eru enn fjögur lið taplaus í deildinni. Austurmegin eru meistararnir frá því 2011, Boston Bruins, efstir með fimm sigurleiki og eitt jafntefli og New Jersey Devils sem fóru í úrslit í fyrra eru í þriðja sæti með þrjá sigra og tvö jafntefli. Í vesturdeildinni hafa Chicago Blackhawks og San Jose Sharks bæði unnið fyrstu sex leiki sína en meistarar Los Angeles Kings eru í ní- unda sæti. Vegna verkbannsins spila liðin einungis 48 leiki í deildakeppn- inni en tímabilið verður lengt aðeins til að koma til móts við hversu þétt er leikið. tomas@mbl.is Fjögur lið enn taplaus Sidney Crosby Svíþjóð Guif – Kristianstad.............................. 26:24  Haukur Andrésson skoraði 2 mörk fyrir Guif og Heimir Óli Heimisson 3. Kristján Andrésson þjálfar liðið.  Ólafur A. Guðmundsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad. VästeråsIrsta – Hammarby ............... 29:33  Elvar Friðriksson skoraði 3 mörk fyrir Hammarby. Noregur Flint Tönsberg – Tertnes ................... 22:21  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði ekki mark fyrir Tertnes. Danmörk KIF Vejen – Aalborg DH ................... 23:23  Arna Sif Pálsdóttir skoraði 1 mark fyrir Aalborg DH. Viborg – Midtjylland........................... 24:25  Óskar Bjarni Óskarsson þjálfar Viborg sem er í öðru sæti deildarinnar. HANDBOLTI Evrópudeildin Good Angels – Fenerbache ................ 66:63  Helena Sverrisdóttir lék í 20 mínútur og skoraði átta stig auk þess að ná fimm frá- köstum. Good Angels er efst í riðlinum með níu sigra í 11 leikjum. Fenerbache er í öðru sæti með átta sigurleik í 11 viðureignum. NBA-deildin Cleveland – Golden State .................. 95:108 Detroit – Milwaukee .......................... 90:117 Portland – Dallas.............................. 106:104 LA Lakers – New Orleans............... 111:106 KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.