Morgunblaðið - 12.02.2013, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.02.2013, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 ✝ Halldóra Val-gerður Hjalta- dóttir fæddist í Reykjavík 29. maí 1927. Hún lést þann 1. febrúar 2013 á hjúkrunarheim- ilinu Mörk, 85 ára að aldri. Foreldrar henn- ar voru Hjalti Magnús Björnsson fæddur í Ríp, Ríp- urhreppi, Skagafirði þann 27. janúar 1892, látinn 30. apríl 1986, stórkaupmaður og konsúll í Reykjavík og Óvína Anne Mar- grét Arnljóts Velschow Björns- son fædd á Sauðanesi í Sauða- neshreppi, N-Þingeyjarsýslu 4. mars 1900, látin í Reykjavík 2. desember 1993, auk húsmóð- urstarfa rak hún saumastofu í Reykjavík um árabil. Systkini Halldóru Valgerðar eru: A) Snæbjörn Hjaltason Arn- ljóts f. 1928, yfirlæknir í Sví- þjóð, B) Bragi Björn Orri Hjalta- son f.1931, verslunarmaður í Reykjavík og C) Guðríður Val- borg Hjaltadóttir f. 1938, sjúkraliði og húsmóðir í Reykja- vík. 2003 og Margrét Lea f. 2008. b) Jóhanna María f. 1978, barnsf. Gottskálk Gizurarson f. 1974, synir þeirra eru Gizur f. 2001 og Þórhallur f. 2009. c) Klara f. 1982, barnsf. Guðmundur Tjörvi Guðmundsson f. 1976, sonur Flóki Týr f. 2003. d) Signý f. 1987, sambýlismaður Þorbjörn G. Kolbrúnarson f. 1987. e) Þórður Frímann f. 1995. 3) Gunnhildur f. 1958, kennari, eiginmaður Þór Tómasson f. 1958, efnaverkfræðingur. Börn þeirra eru a) Halldóra f. 1984. b) Þórunn f. 1986. c) Ólafur f. 1996. 4)Ólafur f. 1963, arkitekt, sam- býliskona Donna Fumoso, förð- unar- og hárgreiðslumeistari, dóttir þeirra er Lilja Anna f. 2003. Halldóra Valgerður ólst upp í Reykjavík. Varð stúdent úr MR 1947. Um árabil gegndi hún húsmóðurstörfum í Vest- mannaeyjum og Reykjavík. Árið 1969 innritaðist hún í Kenn- araskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1971. Hall- dóra starfaði sem kennari við Hvassaleitisskóla frá 1971 til ársins 1997 og sinnti eftir það forfallakennslu í nokkur ár. Hún sótti ótal námskeið tilheyr- andi kennslu, einnig leiðsögu- mannanámskeið og hannyrða- námskeið. Útför Halldóru Valgerðar fer fram frá Áskirkju í dag, 12. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl.13. Halldóra Val- gerður giftist Þórði Frímanni Ólafssyni lögfræðingi þann 19. nóvember 1950. Þórður Frímann fæddist í Reykjavík 5. maí 1928. For- eldrar hans voru Ólafur Thoraren- sen, bankaúti- bússtjóri, f. 8. des- ember 1892 á Akureyri, d. 1966 og Jóhanna María Frímannsdóttir Thor- arensen, húsmóðir, f. 26. júní 1897 á Akureyri, d. 1978. Börn Halldóru og Þórðar eru 1) Margrét María f. 1951, tann- læknir, eiginmaður Guðmundur Gunnarsson f. 1951, arkitekt. Dóttir þeirra er Gunnþóra f. 1976, eiginmaður Michael Blik- dal f. 1977, börn þeirra eru Saga María f. 2004, Thelma Björk f. 2007 og Elías Ari f. 2011. 2) Anna Halldóra f. 1953, hjúkr- unarfræðingur, eiginmaður Þórhallur Jóhannesson f. 1953, prentari. Börn þeirra eru a) Þórhildur f. 1974, eiginmaður Ásgeir Björgvinsson f. 1973, dætur þeirra eru Þórey Anna f. Ég man þegar ég hitti tengdamóður mín fyrst. Mér var tekið af vinsemd og ró. Og þannig var hún yfirleitt. Vin- samleg og róleg. Auðvitað var þó margt sem hún hafði ákveðnar skoðanir á og mér fannst gagnvart sumum málum vera óþarfa stífni í henni, en þannig er það með langflesta og það hefði líklega ekki verið jafngott að hún hefði tekið öllu með jafnmikilli ró. Halldóra hafði gaman af að spila. Hún spilaði bridge og vist og borðspil og naut þess alltaf. Það var mikið áfall þegar hún hætti að geta spilað og í raun fyrsta merkið um að ellihrörn- un væri farin að há henni. Frá því að það gerðist fyrir nokkr- um árum hefur elli smám sam- an verið að ná yfirhöndinni þangað til að hún lést núna á föstudaginn eftir nokkuð þung- bæran tíma. En lífið var líka oft skemmti- legt. Halldóra var dugleg að ferðast innanlands og utan. Hún fór víða með fjölskyldunni, en hún fór líka í ferðalög með vinafólki sínu og þess vegna ein í ferðalög til útlanda til að heimsækja fjölskyldu og vini. Áður var þá oft farið til Dan- merkur, enda nauðsynlegt fyrir dönskukennara að æfa sig í dönskunni, en seinna meira til Bandaríkjanna, síðast til að heimsækja son sinn og fjöl- skyldu í New York. Naut hún þess að vera í stórborginni og svo líka að gæta sonardóttur sinnar. Hún var mikil fjölskyldukona og var til í að gera ýmislegt með barnabörnunum. Ég man til dæmis þegar hún leigði sum- arhús með heitum potti og var með vikupottpartí með þeim. Oft fengu barnabörnin að gista eina nótt eða stundum lengur ef þess þurfti og líka þótt þess þyrfti ekki. Mig grunar að það hafi nú ekki endilega verið mik- ið um að vera þar, því að amma var ekki að reka á eftir neinu, en börnin mín voru að minnsta kosti oft til í að gista aftur. Halldóra var af ætt göngu- garpa. Hún gekk oft í vinnuna þó svo að það stæði bíll heima. Hún fór líka oft í gönguferðir um bæinn í frítíma sínum. Svo gengum við líka í nágrenni bæjarins og viðruðum hundinn. Þegar hún kom til okkar í sveitinni var oft farið í göngu- ferðir. Þetta voru nú engar kappgöngur, en þeim mun meira var lagt upp úr því að njóta náttúrunnar. En þegar haustaði voru það berin sem áttu hug hennar því hún var mikið fyrir bláber. Svo var kennslan að byrja. Hún kenndi fyrst almenna kennslu, en svo fór hún meira yfir í dönskukennslu. Hún hélt lengi áfram að kenna og eftir að hún fór á eftirlaun tók hún oft að sér forfallakennslu. Hún leysti líka Gunnhildi af sem kennara einhver skipti þannig að við gátum farið í stutt frí eftir að skólaárið byrjaði. Það var mik- ill lúxus. Undanfarin ár hefur ellin og slappleiki sótt æ meira á. Hún var meðal fyrstu íbúa í Mörk- inni þar sem hún fékk góða umönnun og gott atlæti. Fær- um við öllum íbúum og starfs- fólki þar bestu þakkir fyrir við- kynninguna á þessum tíma. En nú er þessum tíma lokið og ég kveð Halldóru með sökn- uði, en með góðum minningum. Þór T. Halldóra tengdamóðir mín hefur kvatt okkur og á slíkri stundu lítur maður til baka. Ég minnist hennar ekki öðruvísi en brosandi og glettinnar og alltaf var stutt í hláturinn. Hún var með þægilega nærveru og gam- an var að spjalla við hana um lífið og tilveruna. Heimilið þar sem hún og Þórður bjuggu að Hvassaleiti 28 var einstaklega fallegt og hlýlegt. Árið 1971 kynnist ég Önnu Dóru dóttur þeirra úti í Berlín. Ég hafði farið í fyrsta skiptið til útlanda og upplifunin var einstök og við það bættist að við urðum ást- fangin og ferðuðumst um Evr- ópu það sumarið eins og sannir hippar. Höfðum við ekki miklar áhyggjur af foreldrum sem voru með hugann við ung- lingana sína sem voru aðeins 17 ára. Um haustið þegar við kom- um heim fór aðeins um mig þegar átti að kynna mig fyrir Halldóru og Þórði. En það var algjör óþarfi því tekið var á móti mér með mik- illi vinsemd og svo hefur ætíð verið síðan. Eftir að börnin okkar fæddust var það ávallt mikil tilhlökkun að heimsækja afa og ömmu í Hvassaleiti og skemmtilegast var fyrir ungann að fá að gista hjá þeim. Minn- isstæðar eru allar matarveisl- urnar sem Halldóra og Þórður buðu til af miklum rausnar- skap. Fjölskyldurnar urðu stærri og stærri og það var líf og fjör hjá barnabörnum þeirra þegar komið var saman í Hvassaleiti á jólum og páskum. Halldóra bar sig ávallt vel, var smekkleg og glæsileg kona. Kennari var hún við Hvassa- leitisskólann allan sinn starfs- feril og lagði sig mjög fram við kennsluna. Var vinsæl bæði af samstarfsmönnum og ekki síð- ur af börnunum, þar sem hún fékk viðurnefnið Dóra danska, og hafði gaman af. Ég á Dóru mikið að þakka og kveð hana með söknuði. Þórhallur Jóhannesson. Elsku Dóra amma, mikið söknum við þín. Þó það sé langt síðan við höfum setið saman í Hvassaleitinu er samt eins og það hafi verið í gær. Enda var alltaf hægt að koma við og fá kaffi og rúsínubrauð og stund- um spila rommý við stofuborð- ið. „Ertu komin, elskuleg,“ sagðirðu þá og tókst alltaf hlý- lega á móti okkur, enda fannst þér alltaf gaman að fá gesti og hitta fólk, bæði börn og full- orðna. Ömmu fannst bæði gam- an að fá heimsóknir, og ekki síðra þótti henni að skreppa eitthvað sjálf, allt frá því að spila bridge og yfir í heimsókn vestur um haf. Hún var alltaf aufúsugestur, enda fannst öll- um gott að vera í kringum ömmu. Hún kunni að taka hlut- unum létt og hélt sínu striki, oft raulandi lagstúf með sjálfri sér. Þessi ljúfa skapgerð Dóru ömmu bjó alls staðar til já- kvætt andrúmsloft, ekki síst heima í Hvassaleitinu. Heima hjá afa og ömmu ríkti ákveðið tímaleysi sem var ró- andi og þægilegt, samt var allt- af nóg að gera, alltaf gaman og aldrei langaði okkur að fara heim. Í minningunni var hægt að dunda sér þar daginn út og inn, við að teikna myndir, tala við ömmu og afa, allt mögulegt. Stundum fórum við jafnvel í búðir með ömmu sem okkur fannst sérlega gaman, enda átt- um við þar sameiginlegt áhuga- mál. Dóra amma var einstak- lega smekkleg og fagurklædd kona, hún hafði gott auga fyrir því sem var fallegt og hefur verið okkur mikill innblástur hvað það varðar. Við eyddum löngum stundum í könnunar- leiðangra í gegnum fataskáp- ana í kjallaranum. Þar var allt- af eitthvað að finna sem var flott og öðruvísi, enda hugsaði amma vel um sitt og passaði að engu væri hent. Aftur spilaði tímaleysið þar sitt hlutverk, það var auðvelt að heimsækja sjöunda áratuginn í Hvassaleit- inu í gegnum fataskápana, en ekki síður í gegnum grænu og appelsínugulu eldhússkápana með blómunum. Elsku amma, við systur söknuðum þín um leið og við vorum ekki lengur á Íslandi hjá þér. Þessi síðustu ár hefur ver- ið erfitt að sjá hvernig þú gast æ minna verið þú sjálf, bæði fyrir þig og okkur. Saman eig- um við þó fjöldann allan af góð- um minningum, hvort heldur sem er úr Hvassaleitinu, hjá langömmu á Hagamelnum eða í rauða Saabnum. Við amma áttum mjög margt sameiginlegt. Við bæði elskuð- um að fá kleinuhringi með súkkulaði, nammi á laugardög- um, kjallarabollur með smjöri og sætri jarðarberjasultu. Okk- ur fannst gott að fá karamellur úr Macintosh, vöfflur með sultu og rjóma og ís í Kringlunni. Við (amma og Óli) vorum að mér finnst ein með þetta í fjölskyld- unni. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Farvel, elsku amma. Halldóra, Þórunn og Ólafur. Halldóra Valgerð- ur Hjaltadóttir ✝ IngveldurBjarnadóttir Thoroddsen fædd- ist 31. október 1924 á Patreksfirði. Hún lést á Hrafnistu 4. febrúar 2013. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Bjarnason, söðla- smiður, f. 1874, d. 1958, og Guðfinna Guðnadóttir, f. 1888, d. 1973. Systkini Ingveldar voru: Guðmundur Ingi f. 1921, d. 1999, Kjartan, f. 1927, Laufey, f. ur hans, Ólöf Jónína, f. 1969 og Hrafnhildur, f. 1973. Sambýlis- kona Ólafs er Sigurbjörg Sverr- isdóttir, f. 1954. 2) Ásta Stein- unn, dósent við Hjúkrunarfræðideild HÍ, f. 1953, gift Bolla Héðinssyni, hagfræð- ingi, f. 1954. Börn þeirra eru Sverrir, f. 1980, Atli, f. 1985, Brynhildur, f. 1989. Sonur Ástu og fóstursonur Bolla er Einar Gunnar Guðmundsson, f. 1972. 3) Gígja Guðfinna, f. 1957. Barnabarnabörnin eru sjö. Fyrir utan skyldunám stund- aði Ingveldur nám í Húsmæðra- skólanum Ósk á Ísafirði veturinn 1942-43. Ingveldur starfaði lengi sem fótaaðgerðafræðingur sam- hliða heimilisstörfum. Útför Ingveldar fer fram frá Neskirkju í dag, 12. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 15. 1929, d. 2009 og Ragna, f. 1931. Einnig átti hún tvö hálfsystkin, Svöfu Loftsdóttur Jensen, f. 1914, d. 1993, og Bjarna Bjarnason, f. 1911, d. 1985. Ingveldur giftist Einari Thoroddsen, skipstjóra, frá Vatnsdal við Pat- reksfjörð, 16. októ- ber 1943, f. 23. maí 1913, d. 13. maí 1991. Börn þeirra: 1) Ólafur, lögfræðingur, hrl., f. 1945. Dæt- Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig lífshlaup Ninnu, tengdamóður minnar, hefði orð- ið hefði hún fæðst inn í nú- tímann, það allsnægtasamfélag sem við búum við í dag. Sem vel gefin og fróðleiksfús stúlka hefði hún áreiðanlega lokið lengri skólagöngu en raunin varð og ekki síst hefðu henni boðist fleiri tækifæri til sjálfs- þroska og leitar að svörum lífs- ins sem alla tíð voru henni hug- leikin. Ekkert skorti á það atlæti sem foreldrarnir vildu veita henni og systkinum hennar en fjárráðin voru ekki mikil hjá söðlasmiðnum á Björgunun á Patreksfirði og munnarnir margir að metta. Leiðir okkar Ninnu lágu sam- an fyrir réttum 35 árum þegar við Ásta dóttir hennar hófum að feta okkar æviveg saman. Allt tal um stirð samskipti tengda- sona við tengdamæður eru mér algjörlega framandi því ég held mér sé óhætt að fullyrða að á samskipti okkar Ninnu féll aldr- ei nokkur skuggi. Vinátta henn- ar var mér ómetanleg fyrir allt það sem hún lagði fjölskyldu okkar til, með ómældri aðstoð og velvilja. Ninna var glaðsinna og víðsýn og hafði iðulega gott til málanna að leggja. Ninna ólst upp í gjörvilegum systkinahóp á Patreksfirði þangað sem foreldrar hennar höfðu flutt til að skapa sér og börnum sínum betra viðurværi en annars staðar bauðst. Hand- an fjarðarins í Vatnsdal ólst upp á sama tíma ekki síður gjörvi- legur systkinahópur. Þar var Einar sem síðar varð eiginmað- ur hennar. Kaflarnir í lífi tengdamóður minnar voru nokkrir. Hún gift- ist ung og hennar beið hlut- skipti sjómannskonunnar. Hún gifti sig í miðju stríðinu og Ein- ar var einn þeirra togaraskip- stjóra sem sigldu öll stríðsárin. Eftir að Einar kemur í land gerast þau frumbýlingar á Hög- unum þar sem þau reisa sér hús og eiga heima á meðan Einars nýtur við. Ninna aflaði sér þá menntunar sem fótaaðgerða- fræðingur og setti á laggirnar fótaaðgerðastofu sem hún starf- aði síðan við í mörg ár ásamt húsmóðurstarfinu á fallega og notalega heimilinu á Hjarðar- haganum. Ninna gegndi margföldu ömmuhlutverki í lífi okkar Ástu og barna okkar. Eftir að for- eldrar mínir féllu báðir frá, langt um aldur fram, og eftir andlát Einars tók Ninna á sig það hlutverk sem venjulega er falið tveimur öfum og tveimur ömmum. Því hlutverki sinnti hún vel, af einlægni og tak- markalausum kærleika. Hún tók bílpróf ung og ók á meðan heils- an leyfði. Þannig var hún okkur ómetanleg hjálp við að taka á móti börnunum, gefa þeim eitt- hvað í svanginn og koma þeim í aukatímana. Aðeins með hennar hjálp gekk þetta allt upp þegar mest var. Ninna og Einar voru vakin og sofin yfir velferð okkar og barna okkar og fannst aldrei nóg að gert til að létta undir með okkur. Enn ein kaflaskiptin verða í ævi Ninnu þegar Gígja dóttir hennar greinist með geðklofa. Hefst þá kafli sem þeir einir þekkja sem reynt hafa. Þegar einhver greinist með geðsjúk- dóm breytist margt í lífi að- standendanna og mest þeirra sem næst standa. Þannig var Ninna alla tíð nánasta hjálp- arhella Gígju í veikindum henn- ar og samband þeirra mæðgna einstaklega náið. Blessuð veri minning góðrar konu. Bolli Héðinsson. Elsku amma, þegar ég frétti að þú værir dáin var ég staddur aftan við stóra og mikla kirkju í París sem ég hafði gengið fram á af rælni. Ég segi af rælni því ég stefndi ekki þangað og vissi ekki að hún væri handan við hornið, en það getur náttúru- lega ekki hafa verið fyrir til- viljun. Þú hefur leitt mig þang- að svo við gætum átt kveðjustundina sem okkur var meinað að eiga í Reykjavík. Meðan kertið þitt brann horfði ég í logann og hugsaði um Guð og eilífðina og tímann og pönnukökur. Um himinháa pönnukökustafla með bráðnum sykri. Skyndilega rann upp fyrir mér að þú hafðir þá um morg- uninn bakað fyrir mig í síðasta sinn; hvers vegna hafði ég ann- ars fengið pönnukökur með sykri í morgunmat í fyrsta og örugglega síðasta sinn á ævinni akkúrat þennan dag, líkast til á sömu mínútu og þú skildir við heiminn og okkur? Þú vissir það manna best að hér í heimi er meira en ber fyrir augu; kannski tengi ég einmitt fyrst og fremst Guð og pönnu- kökur við þig, amma mín. Og auðvitað lyktina í hvítu Mözd- unni þinni, þessari með þunga stýrinu, og ofurvarlegan akst- urinn suður í Kópavog á píanó- æfingu, kótelettur og fisk í raspi, ástina í augunum á þér og trúna sem aldrei bilaði, hvort heldur sem var á okkur eða al- mættið. Þú sagðir stundum að þú hefðir glatað mér þegar við fluttum til Ameríku átta- tíuogsjö. Hvað svo sem var til í því þá fannst mér ég sem betur fer aldrei hafa glatað þér og mér líður heldur ekki þannig núna þegar þú ert farin. Sofðu rótt, elsku amma. Atli Bollason. Fáein orð set ég nú á blað til að minnast mágkonu minnar, Ninnu, eins og hún var ætíð kölluð. Kynni okkar urðu fyrir nær sextíu árum þegar við Ragna, systir hennar, jafnan kölluð Stella, höfðum ákveðið að ganga saman lífsgönguna. Ninna og Einar maður henn- ar voru hin fyrstu sem ég kynntist af hinni stóru fjöl- skyldu verðandi konu minnar. Þau kynni vil ég nú þakka þeg- ar þau hjón hafa bæði kvatt, Einar fyrir meira en tveimur áratugum, og svo Ninna nú, orðin 88 ára gömul. Fyrstu árin voru kynni okkar náin, einkum eftir að við leigð- um kjallaraíbúð í nýju húsi þeirra við Hjarðarhaga, en þar bjuggum við á árunum 1959 til 1963 er við fluttum í Garðabæ. Og þessi góðu kynni við Ninnu og Einar, og síðar börn þeirra, hafa haldist síðan. Nokkru eftir lát Einars flutti Ninna í góða íbúð við Hátún. Þar bjó hún þar til fyrir fáum árum að hún flutti á Hrafnistu í Reykjavík. Þar gat hún búið um sig í notalegu her- bergi sínu og þar naut hún einkar góðrar umönnunar starfsfólksins á Hrafnistu. Á árum áður áttum við marg- ar góðar samverustundir, ýmist á heimili Ninnu og Einars, eða á okkar heimili í Garðabæ. Og áð- ur en Ninna fluttist á Hrafnistu var hún boðin og búin að ganga úr Hátúninu í hjúkrunarheimilið Sóltún til að heimsækja Stellu systur sína, en þar hefur hún dvalið undanfarin ár. Fyrir öll þessi góðu kynni er nú þakkað þegar við kveðjum Ninnu hinstu kveðju. Við Stella sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa minningu Ingveldar Bjarnadóttur Thoroddsen. Ólafur G. Einarsson. Ingveldur Bjarna- dóttir Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.