Morgunblaðið - 18.02.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.2013, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2013 ÍÞRÓTTIR Frjálsar ÍR-ingar sigruðu í 7. bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins innanhúss. Sameinað lið frá Norðurlandi fagnaði sigri í karlaflokki. Tveir fóru yfir 5 metra í stangarstökki. 8 Íþróttir mbl.is HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Alexander Petersson, landsliðs- maður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen, haltraði meiddur af velli í byrjun síð- ari hálfleiks þegar Löwen burstaði Zaporozhye frá Úkraínu, 35:22, í EHF-keppninni í fyrrakvöld. Alex- ander var þá búinn að skora fjögur mörk og hann kom ekkert meira við sögu en Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú. „Ég sneri mig á ökklanum en þetta er ekki svo slæmt og ég vonast til að geta spilað á móti Wetzlar á miðvikudaginn. Ég er ekki búinn að prófa að hlaupa en ökklinn er ekki bólginn og ég er svo til verkjalaus. Ég hef oft snúið mig á þessum fæti og ég held að það sé ekkert hægt að skemma meira í ökklanum,“ sagði Alexander við Morgunblaðið í gær. Enn með talsverða verki í öxlinni Eins og flestir vita var Alexander ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu á Spáni í síð- asta mánuði en öxlin hefur verið að stríða leikmanninum snjalla sem hefur verið lykilmaður í landsliðinu undanfarin ár. Hans var svo sann- arlega sárt saknað á HM en spurður hvort hann verði með landsliðinu í leikjunum á móti Slóvenum í und- ankeppni EM sem fram fara í byrj- un apríl sagði Alexander: „Vonandi. Ég er enn með tals- verða verki í öxlinni en ég get von- andi beitt henni meira á næstunni. Það var auðvitað afar svekkjandi að vera ekki með landsliðinu á Spáni en ég vona að ég geti verið með í leikj- unum á móti Slóvenunum. Það verða erfiðir leikir því eins og við sáum á HM er Slóvenía með mjög sterkt lið,“ sagði Alexander. Rhein-Neckar Löwen undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar trónir enn á toppi þýsku A-deildarinnar en liðið er stigi á undan meisturum Kiel. „Við höfum ekki byrjað neitt sérstaklega vel eftir fríið. Við féllum úr leik í bikarnum og urðum að sætta okkur við jafntefli á móti Lübbecke. Það er alltaf erfitt að byrja eftir langt hlé. Það voru marg- ir frá okkur sem tóku þátt með landsliðum sínum á HM en ég hef fulla trú á að við náum okkur á strik aftur. Það tekur nokkra leiki að slípa liðið saman,“ sagði Alexander, sem gekk í raðir Löwen fyrir tímabilið frá Füchse Berlin. Morgunblaðið/Ómar Góður Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu. Þetta er ekki svo slæmt  Alexander Petersson meiddist í Evrópuleik með Löwen  Vonast til að vera með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Slóveníu í undankeppni EM Brynjar Jökull Guðmundsson, skíðamaður úr Víkingi, endaði í 39. sæti í svigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum á skíðum í Schladming í Austurríki í gær. Brynjar var í 52. sæti eftir fyrri ferðina en hann endaði eins og áður sagði í 39. sæti af þeim 47 skíða- mönnum sem tókst að ljúka keppni. Þetta er besti árangur íslensks keppanda í svigi á HM frá því Björgvin Björgvinsson endaði í 28. sæti í Bormio á Ítalíu árið 2005.„Ég er virkilega ánægður með árang- urinn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kemst inná aðalkeppni á heims- meistaramóti. Ég ætlaði mér að komast í úrslitin sem tókst og að enda í 39. sæti var frábært,“ sagði Brynjar Jökull við Morgunblaðið í gær. „Það var mikill léttir að ná að vinna sér sæti í úrslitunum eftir undankeppnina og það var mjög gaman að fá tækifæri að skíða með þeim bestu og fyrir framan alla þessa áhorfendur sem fylgdist með. Brautin var rosalega erfið og krefj- andi. Hún var hörð og bakkinn mjög erfiður,“ sagði Brynjar Jökull. Austurríkismaðurinn Marcel Hirscher tryggði sér heimsmeist- aratitilinn en hann var með forystu eftir fyrri ferðina og hélt henni í þeirri síðari. Þjóðverjinn Felix Neu- reuther hreppti silfrið og Austur- ríkismaðurinn Mario Matt hlaut bronsið. Bandaríkjamaðurinn Ted Ligety, sem fyrir svigkeppnina í gær hafði unnið til þriggja verðlauna, féll í fyrri ferðinni en margir höfðu spáð honum heimsmeistaratitlinum. gummih@mbl.is Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson Á fleygiferð Brynjar Jökull Guðmundsson á fleygiferð í brekkunni í Schladming í Austurríki í gær. „Gaman að fá tækifæri að skíða með þeim bestu“ Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, tók þátt í sínu fyrsta móti á þessu ári þegar hann og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum léku á Palmetto Hall Championship sem lauk í Norð- ur-Karólínuríki í gærkvöldi. Mótið er hluti af mótaröð fyrir atvinnumenn sem heitir Egolf og fer fram í Karólínuríkj- unum tveimur. Þar ætla þeir félagarnir að spila fram á vorið en Ólafur hefur í byrjun árs tekið þátt í nokkrum litlum mótum á Flórída. Birgir hafnaði í 22. sæti í mótinu en hann lauk leik á samtals einu höggi yfir pari. Birgir lék hringina á 72, 73, 70 og 74 höggum og var hans besti hringur tvö högg undir pari. Birgir hafði tæplega 1.600 dollara upp úr krafsinu í verðlaunafé. Ólafi gekk ekki eins vel en hann lauk leik á samtals ellefu höggum yfir pari. Hann hafnaði í 62. sæti en Ólafur byrjaði vel í mótinu og komst auðveldlega í gegnum niðurskurðinn en missteig sig á þriðja hring. Ólafur lék hringina á 69, 73, 80 og 77 höggum. Hann fékk 745 dollara fyrir sinn snúð í verðlaunafé. Birgir og Ólafur munu leika á þessari móta- röð á næstunni en í apríl ætla þeir að reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir kanadísku móta- röðina eins og fram kom á dögunum. Birgir á höggi yfir pari á fyrsta móti sínu á árinu  Hafnaði í 22. sæti  Ólafur varð í 62. sæti Birgir Leifur Hafþórsson Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk og var markahæstur í liði Evrópu- og Þýskalands- meistara Kiel þegar þeir tóku ungverska liðið Veszprém í bakaríið í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Kiel vann 11 marka sigur, 32:21, en fyrir leikinn hafði Veszprém unnið alla átta leiki sína. Kiel var fjórum mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 17:13, en í síðari hálfleik tóku Evrópumeist- aranir öll völd á vellinum. Ungverjarnir eru efstir í riðlinum með 16 stig en Kiel hefur 14. Aron Pálmarsson skoraði tvö af mörkum Kiel. Hjá Veszprém var ungverski landsliðsmaðurinn Laszlo Nagy markahæstur með fimm mörk. Þórir Ólafsson og félagar hans í pólska meist- araliðinu Kielce héldu sigurgöngu sinni áfram. Þeir höfðu betur gegn frönsku meisturunum í Chambery, 36:32, og hefur Kielce unnið alla níu leiki sína. Þórir skoraði þrjú af mörkum Kielce. Danska liðið Bjerring- bro/Silkeborg tryggði sér sæti í 16-liða úrslitunum með sigri gegn Gorenje, 27:26, þar sem danski lands- liðsmaðurinn Rasmus Lauge skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum. Hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Bjerringbro. gummih@mbl.is Guðjón Valur markahæstur í stórsigri Evrópumeistaranna  Kiel burstaði Veszprém í Meistaradeildinni Guðjón Valur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.