Morgunblaðið - 18.02.2013, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.02.2013, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2013 Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, gerði sjö breytingar á liðinu fyrir leikinn gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi vegna úrslitaleiksins í deildabikarnum um næstu helgi. Veikburða lið Swansea hafði ekki roð við Liverpool sem réð nánast frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og skaut rétt tæplega 40 sinn- um á markið. Liverpool vann leikinn auðveldlega, 5:0, og lyfti sér með stigunum þremur aftur upp í sjö- unda sæti úrvalsdeildarinnar en heimamenn spiluðu virkilega vel og niðurlægðu Swansea. „Þetta var martröð. Okkur var slátrað,“ sagði Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, eftir leikinn. „Við vorum með í leikn- um í fyrri hálfleik en það var lélegt að gefa þrjú mörk á tíu mínútna kafla. Ég verð bara að biðja stuðnings- mennina afsökunar,“ sagði Laudrup en hvað með breytingarnar á liðinu? „Það var bara í nokkrum stöðum. Ég vildi hvíla nokkra en það er engin af- sökun. Við hefðum getað tapað 10:0. Þetta er okkur öllum að kenna,“ sagði hundsvekktur Michael Laudrup. tomas@mbl.is Martröð hjá Laudrup á Anfield Phillipe Coutinho Manchester City og Chelsea áttu ekki í nein- um vandræðum með mótherja sína í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær því bæði unnu þau örugga 4:0-sigra. Chelsea mætti C-deildar liðinu Brentford í endurteknum leik í 32-liða úrslitum. Gest- irnir náðu að halda marki sínu hreinu í fyrri hálfleik en í þeim síðari héldu Evrópumeist- urunum engin bönd. Juan Mata, Oscar, Frank Lampard og John Terry skoruðu allir eitt mark og skutu Chelsea í 16-liða úrslitin þar sem B-deildarlið Middlesbrough bíður þess. Manchester City fékk B-deildar lið Leeds í heimsókn en það gerði sér lítið fyrir og skellti Tottenham í síðustu umferð. Leikurinn á Eti- had-vellinum í gær var aldrei spennandi því Yaya Touré og Sergio Agüero komu Englandsmeist- urunum tveimur mörkum yfir eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Agüero bætti svo við öðru marki sínu í seinni hálfleik og þá skoraði einnig Carlos Tévez til að fullkomna stór- sigur Manchester City. Bikardraumar Leeds eru á enda að þessu sinni. tomas@mbl.is Stórsigrar hjá City og Chelsea Juan Mata ENGLAND Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Arsenal hefur ekki unnið titil síðan liðið lagði Manchester United í úr- slitum ensku bikarkeppninnar í vítaspyrnukeppni í maí 2005. Stað- reynd sem allir stuðningsmenn liðs- ins vita of vel. Svo gæti hæglega farið að liðið endaði núverandi tímabil án titils en þá yrðu átta ár liðin frá því Wenger gat síðast lyft bikar. Arsenal er úr leik í deildabik- arnum, 21 stigi frá Manchester United í úrvalsdeildinni og mætir gríðarlega sterku liði FC Bayern í 16-liða úrslitum Meistaradeild- arinnar. Þótt Arsenal geti auðvitað unnið Bayern hefðu kannski flestir veðjað á að besti möguleiki Arsenal að næla sér í langþráðan titil væri í bikarkeppninni í ár þar sem liðið fékk tiltölulega þægilegt verkefni; leik gegn B-deildarliði Blackburn á heimavelli í 16-liða úrslitum. Hvíldi lykilmenn Nú er sá draumur einnig búinn. Arsenal tapaði fyrir Blackburn, 1:0, á heimavelli og þarf nú að komast í gegnum mörg af bestu liðum Evr- ópu í bestu deild í heimi, Meist- aradeildinni, ætli það að vinna titil. Arsenal mætir einmitt FC Bay- ern í vikunni og hvíldi Wenger því þrjár skærustu stjörnur sínar gegn Blackburn; Jack Wilshere, Santi Cazorla og Theo Walcott. Án þeirra gat liðið mest lítið og skoraði Black- burn sigurmarkið aðeins nokkrum sekúndum eftir að þeir komu inn á. Wenger veðjaði frekar á Meist- aradeildina og hvíldi sína bestu menn gegn Blackburn en hann treysti eðlilega úrvalsdeildar- leikmönnum til að klára verkefnið gegn liði úr deild fyrir neðan. Hrokafullur Wenger Mörgum stuðningsmönnum Ars- enal er nóg boðið og vandaði Ian Wright, goðsögn í lifanda lífi hjá fé- laginu, Wenger ekki kveðjurnar eft- ir leikinn. „Það verður kenna knattspyrnu- stjóranum um þennan ótrúlega hroka að gefa ekki meira í þessa keppni,“ sagði Wright. „Af hverju ættu leikmennirnir að vera tilbúnir í svona bikarleiki þeg- ar stjórinn talar bara um að það að ná fjórða sætinu í deildinni sé for- gangsatriði? Hann gerði mönnum það algjörlega ljóst að bik- arkeppnin skiptir ekki máli. Með því er hann að missa af keppni sem er vel þess virði að vinna. Það yrði frábær dagur fyrir stuðningsmenn liðsins,“ sagði Ian Wright. Ver ákvörðunina Arsene Wenger var spurður af fréttamönnum eftir leikinn af hverju hann hvíldi sínar helstu stjörnur í mögulega einu keppninni sem hann gæti unnið. Frakkinn gaf lítið fyrir þær afsakanir að liðið hefði ekki verið nægilega sterkt, það spilaði einfaldlega ekki nógu vel. „Það voru ellefu landsliðsmenn inni á vellinum þegar leikurinn byrjaði. Við gerðum gríðarleg mis- tök í markinu hjá Blackburn sem var okkur að kenna. Við vorum ein- faldlega ekki nógu góðir til að vinna þennan leik í dag. Það er svo ein- falt,“ sagði Arsene Wenger. Meistaradeildin eina vonin  Arsenal skellt í bikarnum af B-deildarliði  Gömul hetja gagnrýnir Wenger harkalega fyrir liðsvalið  Var alveg sama um bikarinn  Átta ár án titils? AFP Titlaleysi Arsene Wenger gæti farið í gegnum átta ár án þess að vinna titil ef Arsenal vinnur ekki Meistaradeildina. Nani, portú-galski vængmaðurinn í liði Manchester United, slapp ómeiddur þegar lögreglubifreið í útkalli ók á Bent- ley Continental- lúxusbíl kappans um helgina. Atvikið átti sér stað á gatnamótum í Gatley við Stockport. Tjón varð á báðum bílum og slas- aðist farþegi í lögreglubílnum en Nani og lögregluþjónninn sluppu ómeiddir.    Ítalski snillingurinn FrancescoTotti skoraði stórkostlegt mark með þrumuskoti þegar Roma lagði Ítalíumeistara Juventus í ítölsku A-deildinni um helgina. Totti barst boltinn fyrir utan teig eftir horn- spyrnu en hann þrumaði honum óverjandi framhjá Gianluigi Buffon í markinu.    Harry Red-knapp, knattspyrnustjóri QPR, telur liðið þurfa að fá 20 stig í þeim tólf leikj- um sem eftir eru í ensku úrvals- deildinni ætli það að sleppa við fall. QPR er rótfast við botn deildarinnar með aðeins 17 stig eftir 26 leiki, sjö stig frá öruggu sæti. Redknapp telur þó að 37 stig verði nóg til að bjarga liðinu. „Ég tel okkur þurfa 20 stig í síðustu tólf leikjunum ætlum við að eiga möguleika ef ég á að vera heið- arlegur,“ segir Redknapp á heima- síðu félagsins. „Ef einhver byði mér 37 stig núna myndi ég líklega taka áhættuna á að það yrði nóg,“ segir Harry Redknapp.    Brendan Rod-gers, knatt- spyrnustjóri Liv- erpool, vill fá reynda menn til liðsins í sumar, menn sem geta hjálpað liðinu að þróast í rétta átt. „Það sem okkur vantar helst í sumar er að fá karlmenn til liðsins, menn með karakter sem hjálpa hin- um. Mér finnst það mikilvægast,“ segir Rodgers. „Sjáið bara Jamie Carragher. Hann er 35 ára en samt okkar besti varnarmaður og við er- um að missa þann karakter úr liðinu. Við verðum að leysa það. Svo eru líka fleiri stöður sem við þurfum að bæta okkur í,“ segir Brendan Rod- gers.    Baráttan um markakóngstitilinn íÞýskalandi er enn hörð en Mar- io Mandzukic, leikmaður Bayern, og Stefan Kiessling, Leverkusen, skor- uðu báðir um helgina og eru efstir með 15 mörk. Robert Lewandowski í Dortmund var í banni um helgina en hann hefur skorað 14. Fólk sport@mbl.is Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Granada, sem gerði sér lítið fyrir og lagði Real Madrid í spænsku 1. deildinni á dögunum, gerði sig lík- legt til að valda enn meiri usla í deildinni á laugardaginn þegar lið- ið komst yfir, 1:0, gegn Barcelona á heimavelli. Ekkert varð þó úr því að Gran- ada tækist að vinna tvö stærstu lið landsins með skömmu milli því arg- entínska undrið, Lionel Messi, skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði Barcelona útisigur, 2:1. Þetta voru hvorki meira né minna en 300. og 301. mark hins 25 ára gamla Messis fyrir Barcelona. Þessi nánast ómannlegi Argentínumaður hefur nú skorað 301 mark fyrir Barce- lona í 365 leikjum eða 0,82 mörk í leik. Hreint ótrúleg tölfræði fyrir knattspyrnumann. Messi hefur nú skorað 37 mörk í deildinni og 44 mörk í öllum keppn- um fyrir Barcelona á tímabilinu. Hann skoraði þrennu í 5:4-sigri liðsins gegn Deportivo og jafnaði sitt eigið met á dögunum þegar hann skoraði fernu í 5:1-sigri á Osasuna. Messi hefur fjórtán sinnum skor- að tvö mörk í leik á tímabilinu og aðeins fengið gula spjaldið einu sinni. Argentínumaðurinn, sem fram- lengdi samning sinn við Barcelona í síðustu viku, er nú einnig búinn að skora í fjórtán leikjum í röð fyrir Barcelona. Hann skoraði 91 mark á árinu 2012 þar sem hann bætti markamet Þjóðverjans Gerds Müllers sem skoraði 85 mörk á einu almanaks- ári. Messi með 301 mark í 365 leikjum  Argentínumaðurinn ótrúlegi rauf 300 marka múrinn í sigurleik Barca gegn Granada Lionel Messi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.