Morgunblaðið - 18.02.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.2013, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2013 Hin 17 ára gamla Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum varð heims- meistari í svigi kvenna á heims- meistaramótinu í alpagreinum sem fram fer í Schladming í Austurríki. Shiffrin, sem hefur hlotið viður- nefnið svigprinsessan, hefur vakið verðskuldaða athygli í skíðabrekk- unum á tímabilinu en hún hefur unnið þrjú heimsbikarmót í svigi og er í efsta sæti í heildarstigakeppn- inni. María Guðmundsdóttir varð í 52. sæti í sviginu, tæpum 15 sekúndum á eftir heimsmeistaranum. Helga María Vilhjálmsdóttir endaði í 55. sæti. Erla Guðný Helgadóttir varð í 64. sæti eftir fyrri ferðina og komst því ekki í seinni, en einungis 60 bestu komust í hana. Erla Ásgeirs- dóttir keyrði hins vegar út úr brautinni í fyrri ferðinni. gummih@mbl.is Skíðaprins- essan vann Spilað var á fullu í A-deild Lengjubikarkeppninnar í knatt- spyrnu um helgina en keppni í henni hófst á föstudaginn. Guðjón Pétur Lýðsson opnaði markareikning sinn með Breiða- bliki þegar hann skoraði fjórða markið í 4:1-sigri gegn KA. Olgeir Sigurgeirsson, Árni Vilhjálmsson og Tómas Óli Garðarsson gerðu hin mörk Blika. Tvö rauð spjöld fóru á loft á Akranesi þar sem Valur hafði bet- ur gegn ÍA, 3:1. Kolbeinn Kára- son, Stefán Ragnar Guðlaugsson og Þórir Guðjónsson gerðu mörk Vals en Eggert Kári Karlsson lag- aði stöðuna fyrir ÍA. Skagamað- urinn Þórður Birgisson var rekinn út af á 26. mínútu og Kristinn Freyr Sigurðsson fór sömu leið á 53. mínútu. Íslandsmeistarar FH sigruðu Fjölni, 4:2, eftir að Fjölnir skoraði fyrsta markið. Atli Guðnason skor- aði tvö af mörkum FH og þeir Emil Pálsson og Kristján Gauti Emilsson gerðu hin mörkin. Guð- mundur Karl Guðmundsson og Ómar Hákonarson settu mörk Fjölnis. Mikið fjör var í viðureign ÍBV og Grindavíkur en liðin skildu jöfn, 3:3. Daníel Leó Grétarsson jafnaði metin fyrir Grindvíkinga á lokamínútunni. Magnús Björg- vinsson skoraði tvö fyrstu mörk Grindvíkinga en Yngri Borgþórs- son, Ragnar Leósson og Kjartan Guðjónsson skoruðu fyrir ÍBV. Víkingur Ólafsvík, sem leikur í efstu deild í sumar í fyrsta sinn, vann öruggan sigur á BÍ/ Bolungarvík, 3:0. Eldar Masic, Brynjar Kristmundsson og Alfreð Már Hjaltalín skoruðu fyrir Vík- inga. gummih@mbl.is Rauð spjöld á Skaganum FRJÁLSAR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is ÍR-ingar fögnuðu sigri í 7. bikar- keppni Frjálsíþróttasambands Ís- lands sem haldin var í Laugardals- höllinni á laugardaginn. ÍR-ingar, sem á dögunum urðu Íslands- meistarar sjötta árið í röð, hlutu samtals 119 stig. Í öðru sæti varð lið Norðurlands með 109,5 stig en lið Norðurlands var sameiginlegt lið frá UMSS, UMSE, UFA og HSÞ. FH-ingar, sem áttu titil að verja urðu að láta sér lynda þriðja sætið en FH hlaut samtals 90 stig. Í karlaflokki hrósuðu Akureyr- ingar sigri með 58 stig. ÍR-ingar urðu í öðru sæti með 55 stig en úr- slitin réðust í æsispennandi 4x400 metra boðhlaupi. FH-ingar höfn- uðu í þriðja sæti með 44 stig. Í kvennaflokki vann ÍR-A yfir- burðasigur í stigakeppninni en þær hlutu 64 stig. Norðurland varð í öðru sæti með 51,5 stig og FH í því þriðja með 46 stig. Ekki tókst neinu af frjáls- íþróttafólkinu að tryggja sér lág- mark fyrir þátttöku á Evrópu- meistaramótinu sem fram fer í Gautaborg í Svíþjóð í næsta mán- uði en þar keppir Aníta Hinriks- dóttir í 400 og 800 metra hlaupum. Bjarki og Mark yfir 5 metra í stangarstökkinu Í fyrsta sinn í 31 ár tókst tveim- ur stangarstökkvurum að komast yfir 5 metra. Þeir Bjarki Gíslason úr UFA og Mark Winston stukku báðir 5 metra en Bjarki sigraði þar sem hann fór yfir þá hæð í fyrstu tilraun. Sigurður T. Sig- urðsson og Kristján Gissurarson voru þeir síðustu sem afrekuðu að fara báðir yfir 5 metra en það var á 75 ára afmælismóti ÍR árið 1982. Hafdís Sigurðardóttir, Norður- landi, vann tvær greinar á mótinu. Hún sigraði í langstökki með því að stökkva 6,16 metra og hún kom fyrst í mark í 60 metra hlaupi á tímanum 7,70 sekúndum. Hún varð þar sjónarmun á undan Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur úr ÍR sem fékk tímann 7,71 sek. Tvöfalt hjá Kolbeini Kolbeinn Höður Gunnarsson, Norðurlandi, sigraði bæði í 60 og 400 m hlaupi. Í 60 metra hlaupinu kom hann í mark á 7,09 sek. sem er næst besti tími hans og ársins innanhúss í ár og í 400 metra hlaupinu hljóp hann á tímanum 48,26 sekúndum eftir harða keppni við FH-inginn Trausta Stefánsson. Þórdís Steinsdóttir FH setti met bæði í flokki 13 og 14 ára stúlkna í 800 m hlaupi, þegar hún kom í mark á tímanum 2:16,46 mín, en Björg Gunnarsdóttir, ÍR, sigraði á 2:15,28 mínútum sem er persónu- legt met hjá henni í greininni. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR vann 200 metra hlaup kvenna. Hrafnhild kom í mark á 25,11 sek- úndum en Andrea Torfadóttir úr FH varð önnur á 25,77 sekúndum. Hjá körlunum varð ÍR-ingurinn var Kristinn Jasonarson hlut- skarpastur í 200 metra hlaupinu. Hann hljóp á 22,28 sekúndum en Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Norðurlandi, varð annar á 22,32 sekúndum. Aníta vann 400 metrana Ungstirnið ótrúlega, Aníta Hin- riksdóttir úr ÍR, vann 400 metra hlaup kvenna sem hún hljóp á tím- anum 54,88 sekúndum. Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki varð önnur á 56,39 sekúndum og Rakel Ósk Björnsdóttir sem keppir fyrir Norðurland fékk bronsið en hún hljóp á 59,32 sek- úndum. Tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson úr ÍR vann hástökks- keppnina. Einar Daði stökk hæst 1,99 metra en það tókst honum í þriðju tilraun. Egill Níelsson úr FH fékk silfrið en hann stökk 1,96 metra. Morgunblaðið/Eggert Bikarmeistarar ÍR-ingar fagna bikarmeistaratitlinum þar sem Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir lyftir bikarnum á loft. ÍR hampaði bikarnum  ÍR hrósaði sigri í bikarkeppni FRÍ  Sameiginlegt lið frá Norðurlandi varð í 2. sæti og karlalið félagsins hrósaði sigri  Tveir yfir 5 metra í stangarstökki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.