Morgunblaðið - 18.02.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.2013, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2013 Varmá, úrvalsdeild karla, N1-deildin, sunnudaginn 17. febrúar 2013. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 2:4, 4:4, 4:5, 7:6, 8:8. 11:9, 14:9, 14:12, 14:114, 15:14, 16:17, 17:21, 21:21, 26:24, 26:26, 29:27, 29:28, 30:28. Mörk Aftureldingar: Jóhann Jó- hannsson 12/5, Þrándur Gíslason 5, Benedikt R. Kristinsson 4, Sverrir Hermannsson 4, Hilmar Stefánsson 2, Birkir Benediktsson 1, Helgi Héð- insson 1, Hrafn Ingvarsson 1. Varin skot: Davíð Svansson 16 (þar- af 5 til mótherja) Utan vallar: 8 mínútur. Mörk HK: Bjarki Már Elísson 7/1, Daníel Örn Einarsson 6, Tandri Már Konráðsson 6, Garðar Svansson 2, Vladimir Djuric 2, Eyþór Magnússon 2, Bjarki Már Gunnarsson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friþjófsson 17/1 (þaraf 6 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Ómar Ingi Sverrisson, mistækir. Áhorfendur: 288. Afturelding – HK 30:28 Í AUSTURBERGI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Lokamínúturnar í sigri ÍR á Haukum, 22:21, í Austurbergi í gærkvöldi voru vægast sagt dramatískar. ÍR-ingar voru komnir í góða stöðu, 21:18, þegar rétt rúmar tvær mínútur voru eftir en Hafnfirðingarnir lögðu ekki árar í bát, skoruðu þrjú mörk á innan við tveimur mínútum, og jöfnuðu leikinn, 21:21. Það varð allt tryllt þegar Gylfi Gylfa- son jafnaði metin því boltinn var dæmdur af ÍR í sókninni á undan vegna ruðnings Ingimundar Ingi- mundarsonar. Bjarki Sigurðsson, þjálf- ari ÍR, náði að biðja um leikhlé rétt áð- ur en Ingimundur fékk dæmt á sig en vegna misskilnings eða mistaka fékk mark Gylfa að standa. ÍR-ingar fengu 28 sekúndur til að skora sigurmarkið og sóknin heppn- aðist fullkomlega. Jón Heiðar Gunn- arsson fékk boltann á línunni og fiskaði víti um leið og tíminn rann út. Sturla Ásgeirsson, sem var búinn að skora úr öllum fjórum vítum sínum fram að því, fór á vítalínuna, ískaldur, og tryggði sigurinn við brjálaðan fögnuð heima- manna. Haukar ekki líkir sjálfum sér Haukar, sem spáð var Íslandsmeist- aratitlinum fyrir mótið, drottnuðu yfir því fyrir jól, hafa nú tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar. Þar af voru þeir rassskelltir í tveimur af þeim. Menn keppast ekki við að kalla þá „besta liðið“ þessa dagana eins og gert var fyrir áramót þegar ekkert annað kom til greina en þeir myndu spóla þessu Íslandsmóti upp án vandræða. Sóknarleikur liðsins var vandræða- Ein ísköld Sturla í lokin  ÍR-ingar unnu Hauka í annað sinn á fimm dögum  Sigurmarkið úr vítakasti  Þrjú töp „besta liðsins“ í röð Hetja Sturla Ásgeirsson skoraði sigur leiktíminn var liðinn. Hér skorar hann Í SAFAMÝRI Ólafur Már Þórisson sport@mbl.is Það gengur flest upp hjá Frömurum þessa stundina í N1-deild karla í hand- knattleik. Þeir unnu sinn fimmta sigur í röð þegar Akureyri kom í heimsókn í Safamýrina í gær. Fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik reyndust gestunum dýr- keyptar en þá náði Fram forskoti sem þeir létu aldrei af hendi og unnu loks sannfærandi sjö marka sigur 30:23. Einbeiting og þolinmæði í vörn Fram reyndist munurinn á liðunum. „Við höfum verið agaðir og einbeittir og verðum að vera það áfram. Við höf- um sýnt mjög góðan varnarleik eftir áramót og hann hefur verið stöðugur. Þá hefur markvarslan verið fín. Það er vonandi það sem koma skal,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram. Fram styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með þessum sigri. Spurð- ur hvort þeir væru farnir að horfa til heimaleikjaréttarins í úrslitakeppninni sagði Einar; „Nei alls ekki, í alvöru tal- að. Ég get þulið upp allar þessar klisj- ur eins og hvað deildin er jöfn og svo framvegis. Það þýðir bara ekkert að hugsa svo langt. Mestu máli skiptir að við höldum áfram að spila vel, bæta okkur og vinna.“ Unnu síðast Fram Síðasti sigur Akureyrar í deildinni kom einmitt þegar þessi lið mættust í nóvember á síðasta ári. Liðið hefur að- eins fengið eitt stig síðan en tapað fimm leikjum. Liðið er með 12 stig og fjarlægist efstu fjögur liðin. Spurður hvort sæti í úrslitakeppninni sé orðið áhyggjuefni, sagði Bjarni Fritzson annar þjálfara Akureyrar; „Við spáum bara ekki í því. Við eigum nóg með að Harka Framarinn Ægir Hrafn Jónsson tekur hér Guðmund Hólmar Helgason föstum Framarar flj  Fimm sigrar í röð  Aðeins þrír marka- skorarar í 50 mínútur hjá Akureyri Fram komst upp að hlið Vals í efsta sæti N1-deildar kvenna í handknatt- leik eftir sigur á Stjörnunni, 34:27, á heimavelli sínum í Safamýri. Valur og Fram hafa 30 stig en Íslands- og bik- armeistarar Vals eiga leik til góða. Stella Sigurðardóttir skoraði níu mörk fyrir Fram og þær Birna Berg Haraldsdóttir og Elísabet Gunn- arsdóttir skoruðu sex mörk hvor. Hjá Stjörnunni var Jóna Margrét Ragn- arsdóttir atkvæðamest með níu mörk og Esther V. Ragnarsdóttir skoraði sjö. Sunna María Jónsdóttir fór ham- förum í liði Gróttu sem hafði betur á móti Aftureldingu á Varmá. Grótta fagnaði þriggja marka sigri, 25:22, þar sem Sunna skoraði 15 mörk. Hekla Daðadóttir var markahæst í liði Aftureldingar með níu mörk. ÍBV gerði góða ferð í Hafnarfjörð en liðið sigraði FH, 26:20. Drífa Þor- valdsdóttir skoraði níu mörk fyrir Eyjakonur en hjá FH var hin unga Þórey Ásgeirsdóttir markahæst með fjögur mörk. HK hrósaði sigri gegn Haukum, 26:21, þar sem Brynja Magnúsdóttir skoraði 11 mörk fyrir HK og Marija Gedriot var með 12 fyrir Hauka. Þá hafði Selfoss betur á móti Fylki, 28:23. gummih@mbl.is Morgunblaðið/Golli Í stuði Sunna María Einarsdóttir skoraði 15 mörk í sigri Gróttu. Sunna María skoraði 15 fyrir Gróttuna Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Böðvar Páll Ásgeirsson, leikur ekki meira með Aftureldingu á yfirstand- andi leiktíð í N1-deildinni í hand- knattleik. Hann fer í speglun á hægri öxl á í dag. Böðvar fór í svip- aða aðgerð á síðasta vori, en hann hefur átt í þrálátum meiðslum í hægri öxlinni í hálft annað ár. Böðvar Páll lék nokkra leiki með Aftureldingu fyrir áramótin en hef- ur ekkert leikið með liðinu síðan keppni hófst á ný í byrjun þessa mánaðar að loknu hléi sem gert var vegna þátttöku íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu á Spáni. Vonir standa til þess að Böðvar Páll verði klár í slaginn í haust þegar keppni hefst á nýjan leik í N1- deildinni. Böðvar Páll var við lok síð- ustu leiktíðar valinn efnilegasti leik- maður N1-deildarinnar. Auk Böðv- ars Páls er Örn Ingi Bjarkason fjarri góðu gamni vegna hnémeiðsla. Hann hefur heldur ekki leikið með Aftur- eldingu síðan fyrir áramót. Þá tók Pétur Júníusson ekki þátt í leiknum við HK í gær vegna meiðsla í baki. iben@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Meiddur Böðvar Páll Ásgeirsson leikur ekki meira á tímabilinu. Böðvar Páll í speglun á öxl og er úr leik Á́ VARMÁ Ívar Benediktsson iben@mbl.is Aftureldingarmenn tryggðu sér tvö mikilvæg stig í botnbaráttu N1- deildarinnar í handknattleik í gær þegar þeir lögðu HK, 30:28, í sveiflu- kenndum leik. Mosfellingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12, en þremur mínútum fyrir lok hálfleiksins voru þeir með fimm marka forskot, 14:9. HK byrjaði síð- ari hálfleik af krafti og vann upp forskot Aft- ureldingar og gott betur. HK-ingar höfðu fjögurra marka forskot, 21:17, þegar sextán mínútur voru eftir af leiknum. Margir töldu að þar með væri leiðin greið að sigri hjá Íslands- meisturunum. Sú reyndist ekki raunin. Þeir gerðust klaufalegir og misstu m.a. menn út af. Það var vatn á myllu Mosfellinga sem gáfust ekki upp við mótlætið eins og stundum áður í vetur, heldur sóttu í sig veðr- ið. Fjögur mörk í röð tryggðu Aftur- eldingu jafna stöðu, 21:21. Lokakafl- inn var spennandi og þar gerðu Mosfellingar færri mistök en HK- ingar sem fóru á tíðum illa að ráði sínu í sóknarleiknum sem varð oft nokkuð fljótfærnislegur. Aftureld- ingarmenn voru sterkari á endaps- rettinum og unnu sanngjarnan sig- ur, 30:28. Brottrekstrar og klaufaskapur „Mínir menn héldu að þeir væru komnir með leikinn í sínar hendur eftir að hafa komist fjórum mörkum yfir, hafandi verið fimm mörkum undir skömmu fyrir hálfleik. Menn héldu þetta kannski vegna reynsl- unnar frá síðasta leik í deildinni við ÍR,“ sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK. „Við gerðum klaufaleg mistök og misstum menn út af og misstum við það niður forskotið. Auk þess fórum við kannski að reyna að gera of flókna hluti í stað þess að leika af einfaldleika, hann reynist oft best,“ sagði Kristinn. „Það er alveg ljóst að við verðum að berjast í næstu leikjum. Við eigum Val í næstu umferð á fimmtudag- inn,“ sagði Kristinn. Tapið í gær hef- ur fært neðstu liðin nær HK en áður var en aðeins munar tveimur stigum á Aftureldingu og Akureyri og HK sem eru í næstu sætum fyrir ofan. Tími kominn til að reyndari menn tækju af skarið „Þetta var rosalega kærkomið,“ sagði Þrándur Gíslason, línumaður Aftureldingar, sem fór mikinn í sóknarleik Mosfellinga ásamt Jó- hanni Jóhannssyni sem átti enn einn stórleikinn fyrir Aftureldingu og skoraði 12 mörk. Þrándur skoraði fimm mörk og vann nokkur vítaköst. „Það var kominn tími til þess að við sem eigum að heita reyndari menn í liðinu tækjum af skarið og gerðum okkar til þess að landa sigri í þeim leikjum sem við erum með í höndunum. Það tókst að þessu sinni. Við höfum misst alltof marga leiki út úr höndunum í vetur. Í dag var Jói frábær á lokasprett- inum og Davíð í markinu líka. Ég var alveg brjálaður og lagði mig all- an fram og var frábær,“ sagði Þrándur glaðbeittur. „Við skulduðum öllum þeim sem starfa í kringum félagið, áhorf- endum, vinum og fjölskyldum, að sýna einu sinni úr hverju við erum gerðir,“ sagði Þrándur Gíslason Roth. Afturelding mjakaðist upp  Jóhann fór á kostum með 12 mörk Jóhann Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.