Morgunblaðið - 18.02.2013, Síða 3
Í HÖLLINNI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þrátt fyrir að hafa tapað fjórum
leikjum í röð í deildinni tókst Stjörn-
unni að skila frábærri frammistöðu í
úrslitaleik Powerade-bikarsins á
laugardaginn og vinna bikarinn í
annað skipti á fjórum árum. Stjarn-
an skellti Grindavík 91:79 í mjög
skemmtilegum leik en Grindvík-
ingar hafa verið illviðráðanlegir í
vetur og sitja í efsta sæti deild-
arinnar.
Grindvíkingar misstu þar með af
tækifæri til þess að vera með báða
stóru bikarana í sinni vörslu en þeir
urðu jú Íslandsmeistarar í fyrra.
Bikarúrslitaleikir virðast hins vegar
ekki vera þeirra ær og kýr, alla vega
ekki á síðustu árum. Var þetta í
þriðja skipti á síðustu fjórum árum
sem Grindavík er í úrslitum keppn-
innar og liðið hefur tapað í öll skipt-
in. Undir stjórn Friðriks Ragnars-
sonar tapaði liðið fyrir Snæfelli árið
2010. Ári síðar tapaði liðið fyrir KR
undir stjórn Helga Jónasar Guð-
finnssonar og nú fyrir Stjörnunni
undir stjórn Sverris Þórs Sverris-
sonar. Marvin Valdimarsson var í
byrjunarliðinu hjá Stjörnunni og
skilaði níu stigum í leiknum. Kom
það talsvert á óvart því hann hefur
lítið getað beitt sér undanfarnar vik-
ur vegna meiðsla. Jovan Zdravevski
átti stærstan þátt í því forskoti sem
Stjarnan náði í öðrum leikhluta þeg-
ar hann hitti úr fjórum þriggja stiga
skotum á skömmum tíma. Besti
maður vallarins var hins vegar
Bandaríkjamaðurinn Jarrid Frye
sem stal senunni en hann hefur ein-
ungis verið hér á landi síðan í janúar.
„Þetta er frábært. Frá því ég lenti
í janúar hafa allir í félaginu og í bæn-
um talað um að vinna þennan bikar.
Allir leikmenn elska að spila um titla
á stóru sviði og sjá árangur erfiðis-
ins,“ sagði Frye í samtali við Morg-
unblaðið og sagði orku þjálfarans
Teits Örlygssonar hafa smitað út frá
sér. „Hann er alltaf á tánum og hélt
okkur við efnið. Hann talaði um að
við þyrftum að vera rétt stilltir and-
lega og hann var ekki síður spenntur
fyrir leiknum en við. Orka hans
smitaðist yfir á okkur og hann æfði
meira að segja með okkur á síðustu
tveimur æfingunum.“
Morgunblaðið/Golli
Hryggjarsúlan Jovan Zdravevski og Justin Shouse hafa verið lykilmenn í fimm ár hjá Stjörnunni undir stjórn Teits Örlygssonar.
Gleði í Garðabænum
Annar bikartitill Stjörnunnar Þriðja tap Grindavíkur í bikarúrslitum á fjórum
árum Orkan frá Teiti smitaðist yfir á leikmennina Marvin í byrjunarliðinu
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2013
Laugardalshöllin, bikarúrslitaleikur
karla, laugardaginn 16. febrúar
2013.
Gangur leiksins: 2:2, 8:10, 14:12,
21:25, 24:36, 34:41, 34:45, 39:47,
44:50, 47:56, 51:61, 54:65, 58:67,
61:77, 70:85, 79:91.
Grindavík: Aaron Broussard 30/9
fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5
stoðsendingar, Samuel Zeglinski
9/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þor-
steinsson 8/5 fráköst, Björn Steinar
Brynjólfsson 5, Ólafur Ólafsson 5/4
fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/5
fráköst, Þorleifur Ólafsson 4/7 frá-
köst, Ryan Pettinella 2.
Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn.
Stjarnan: Jarrid Frye 32/8 frá-
köst/6 stoðsendingar, Brian Mills
17/9 fráköst/3 varin skot, Jovan
Zdravevski 15/6 fráköst, Justin
Shouse 14/5 fráköst/9 stoðsend-
ingar, Marvin Valdimarsson 9/4 frá-
köst/3 varin skot, Dagur Kár Jóns-
son 2, Kjartan Atli Kjartansson 2.
Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Jon
Gudmundsson.
Grindavík – Stjarnan 79:91
Garðbæingar
fjölmenntu í
Laugardalshöll-
ina á laugardag-
inn og studdu
sína menn með
ráðum og dáð rétt
eins og Grindvík-
ingar. Eftir því
sem á leið leikinn
varð stemningin
öllu meiri hjá
þeim bláu heldur en þeim gulu eftir
því sem munurinn jókst, sem skilj-
anlegt er. Þegar úrslitin lágu fyrir
trylltust Garðbæingar af fögnuði og
þeirra menn voru lengi að taka við
hamingjuóskum á fjölum Laug-
ardalshallar eftir verðlaunaafhend-
inguna.
Mbl.is náði í skottið á Teiti Ör-
lygssyni þegar farið var á hægjast á
fagnaðarlátunum og tók við hann
viðtal. Í þann mund kemur Justin
Shouse aðvífandi en vinsældir þessa
geðþekka Bandaríkjamanns, sem
orðinn er íslenskur ríkisborgari, fara
enn vaxandi. Hann hafði staðið í
ströngu við að stilla sér upp í
myndatökur með stuðningsmönnum
Stjörnunnar. Teitur spurði Justin:
Ertu laus? Justin svaraði: „Já. I
have hugged everyone in Garða-
bær,“ og brosti sínu breiðasta.
„Búinn að
faðma alla
í Garðabæ“
Justin
Shouse
Notast var við
gamla tveggja
dómara kerfið í
bikarúrslitaleikj-
unum tveimur.
Þriggja dómara
kerfinu var kom-
ið á hérlendis í
fyrsta skipti í
haust en það
gildir einungis
um Íslandsmótið.
Í bikarkeppninni hafa verið tveir
dómarar á leikjunum.
Sigmundur Már Herbertsson og
Davíð Tómas Tómasson dæmdu
kvennaleikinn og Rúnar Birgir
Gíslason var eftirlitsmaður. Um var
að ræða tíunda bikarúrslitaleik Sig-
mundar í meistaraflokki. Biluð
skotklukka gerði þeim erfitt fyrir
og varð seinkun á leiknum.
Björgvin Rúnarsson og Jón Guð-
mundsson dæmdu karlaleikinn og
Pétur Hrafn Sigurðsson var eft-
irlitsmaður.
Tveir dómarar
notaðir í bik-
arúrslitunum
Sigmundur Már
Herbertsson
Sigur Stjörn-
unnar var annar
sigur félagsins í
bikarkeppni KKÍ
og er félagið þar
á stalli með Ár-
manni, ÍR og
Snæfelli og
komst upp fyrir
ÍS og Fram sem
hafa unnið bik-
arinn einu sinni í
karlaflokki. KR hefur oftast unnið
keppnina eða alls tíu sinnum. Njarð-
vík kemur næst með átta sigra og
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörn-
unnar, átti þar nokkrum sinnum hlut
að máli. Keflavík hefur sex sinnum
sigrað en næst kemur tapliðið í ár,
Grindavík, sem hefur unnið keppn-
ina fjórum sinnum. Grindavík sigr-
aði 1995 í fyrsta skipti og bætti við
titlum 1998, 2000 og 2006.
KR hefur
oftast unnið
í karlaflokki
Teitur
Örlygsson
Jarrid Frye Skoraði 32 stig fyrir Stjörnuna á
þeim tæplega 37 mínútum sem hann spilaði.
Tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar, varði
eitt skot og náði boltanum þrívegis af and-
stæðingunum.
Moggamaður leiksins