Morgunblaðið - 21.02.2013, Page 3

Morgunblaðið - 21.02.2013, Page 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 Axel Bóas-son, kylf- ingur úr Keili í Hafnarfirði, lék vel á Mobile Bay- háskólamótinu í Alabama sem lauk á þriðjudag- inn. Sérstaklega sýndi Axel góða takta á lokahringnum sem hann lék á 68 höggum en hina tvo hringina lék hann á 77 og 73 höggum. Hann lauk leik á samtals tveimur höggum yfir pari og lék best þeirra sem kepptu fyrir Mississippi State-háskólann. Þar er Haraldur Franklín Magnús úr GR einnig við nám en hann var ekki með í mótinu. Axel hafnaði í 11. sæti í einstaklingskeppni mótsins. Netmiðillinn Kylfingur.is greindi frá.    Ítölsku meistararnir í Juventus ogþýska stórliðið Bayern München eru bæði sögð ætla að reyna að fá Úrúgvæmanninn Luis Suárez til liðs við sig í sumar frá Liverpool. Ítalska blaðið La Stampa greindi frá þessu í gær en blaðið greindi frá því að Bæj- arar væru reiðubúnir að að greiða 46 milljónir evra fyrir framherjann skæða sem jafngildir tæpum átta milljörðum króna. Fari svo að Liver- pool nái ekki meistaradeildarsæti mun reynast erfitt fyrir félagið að halda sínum bestu leikmönnum og Suárez er örugglega einn þeirra.    Gylfi Þór Sig-urðsson er bjartsýnn á að Tottenham kom- ist áfram í 16-liða úrslit Evrópu- deildarinnar í knattspyrnu en liðið er 2:1 yfir í einvíginu við Lyon fyrir seinni leik liðanna í Frakklandi í kvöld. „Við erum alltaf líklegir til að skora, sérstaklega á útivelli og það höfum við gert í nán- ast hverjum einasta leik. Við höfum fulla trú á að við getum komist áfram og skorað eitt eða tvö mörk, og ef það tekst er það mjög jákvætt fyrir okkur,“ sagði Gylfi við heima- síðu Tottenham, en liðið hefur skor- að í 17 af 19 útileikjum sínum í vetur.    Evrópu- ogÞýskalands- meistarar Kiel fóru með sigur af hólmi gegn rúm- enska liðinu Cost- anta, 28:25, í lokaleik sínum í B-riðli Meist- aradeildar Evr- ópu í Búkarest í Rúmeníu í gær. Al- freð Gíslason notaði tækifærið og gaf mönnum sem minna hafa fengið að spreyta sig í vetur og þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálm- arsson sátu meira og minna á bekknum allan tímann. Hvorugur þeirra komst á blað í leiknum.    Þýska knattspyrnuliðið GreutherFürth, sem er nýliði í þýsku A- deildinni, rak í gær þjálfarann Mike Bueskens úr starfi. Liðið situr á botni deildarinnar með 12 stig og hefur aðeins náð að vinna tvo af 22 leikjum sínum í deildinni. Liðið er 14 stigum frá öruggu sæti í deildinni og fátt sem virðist geta komið í veg fyr- ir að liðið falli í B-deildina í vor. Bue- skens tók við þjálfun Greuther Fürth árið 2009 og undir hans stjórn vann liðið sér sæti í A-deildinni síð- astliðið vor í fyrsta skipti í sögu fé- lagsins.    Bueskens er fjórði þjálfarinn semfær að taka pokann sinn í þýsku A-deildinni á tímabilinu en áð- ur hafði Wolfsburg rekið Felix Ma- gath, Hoffenheim Markus Babbel og Schalke Huub Stevens. Fólk sport@mbl.is Tveir fyrrverandi leikmenn Portsmouth, Kevin-Prince Boateng og Sulley Muntari, sáu um að tryggja níföldum Evrópumeisturum AC Milan sigurinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni í gær. Enginn leikur betur en andstæðingurinn leyfir er oft sagt í íþrótt- unum og það á vel við um viðureign þessara risaliða í evrópskri knattspyrnu. Börsungar komust ekkert áleiðis gegn frábærlega vel skipulögðu liði heimamanna og menn eins og Lionel Messi sáust varla í leiknum. Messi var haldið í heljargreipum af varn- armönnum AC Milan og Argentínumaðurinn var einungis skugg- inn af sjálfum sér. Enginn skyldi þó afskrifa Katalóníuliðið en Allegri, þjálfari AC Milan, var greinilega búinn að kortleggja lið Barcelona og leikaðferð þess og leikmenn hans höfðu öll ráð Bör- sunga í hendi sér. Schalke stendur vel að vígi í rimmunni gegn Galatasaray en Þjóðverjarnir náðu 1:1- jafntefli í Istanbul. Yilmaz kom Tyrkjunum yfir með sínu 7. marki í Meistaradeildinni en Jermaine Jones skoraði markið mikilvæga fyrir Schalke. gummih@mbl.is Frábær frammistaða AC Milan Kevin-Prince Boateng Handboltadómarinn Arnar Sigurjónsson stóð í ströngu síðastliðinn sunnu- dag en þá dæmdi hann tvo leiki í röð í N1-deild karla. Arnar dæmdi ásamt Svavari Péturssyni félaga sínum leik Fram og Akureyri í Safamýri klukkan 17 og var mættur upp í Breiðholt fyrir klukkan 19.30 og dæmdi þar leik ÍR og Hauka ásamt Antoni Pálssyni. Að sögn Róberts Geirs Gíslasonar, mótastjóra HSÍ, var einfaldlega um að ræða forföll á leikdegi sem gerðu það að verkum að Arnar dæmdi einnig leik ÍR og Hauka. Róbert sagði að auðvitað væri ekki um óskastöðu að ræða en benti á að þegar margir leikir færu fram í efstu deild gæti þurft að grípa til aðgerða sem þessara til að bjarga málunum ef upp kæmu óvænt forföll. Róbert sagði einnig að ef dómari væri settur á tvo meistaraflokksleiki sama daginn væri það ekki gert nema viðkomandi hefði komið vel út úr þrekprófum sem dóm- arar gangast undir. kris@mbl.is Dæmdi tvo leiki sama dag Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Wetzlar, er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið Bjerringbro/ Silkeborg og gengur hann til liðs við félagið í sumar en þá rennur samningur hans við Wetzlar út. „Ég hafði úr nokkrum möguleikum að velja og ég var í viðræðum við lið í Þýskalandi og í Dan- mörku. Áhuginn hjá Bjerringbro/Silkeborg var mjög mikill og úr varð að ég fór til félagsins í viðræður og niðurstaðan úr þeim varð sú að ég fer til liðsins í sumar,“ sagði Kári við Morg- unblaðið en samningur hans er til tveggja ára. Kári hefur spilað með Wetzlar frá árinu 2010 en þangað kom hann frá svissneska liðinu Ami- citia Zürich. Morgunblaðið greindi frá því í janúar að Bjerr- ingbro/Silkeborg væri með Kára í sigtinu og þá hafa Team Tvis Holstebro og Århus Håndbold einnig verið með Eyjamanninn sterka undir smá- sjánni en Bjerringbro/Silkeborg vann kapp- hlaupið um Kára. Honum er ætlað að fylla skarð danska landsliðsmannsins Henriks Toft Hansen sem fer til Hamburg í sumar. „Þetta er spennandi fyrir mig. Nú fæ ég tæki- færi til að taka aftur þátt í varnarleiknum sem mér líst ansi vel á. Ég spilaði alltaf vörnina hjá Haukum og það var aldrei vandamál en um leið og ég fór út í atvinnumennskuna var ég bara lát- inn spila í sókninni,“ sagði Kári Kristján. Kári er 29 ára gamall línumaður sem hefur leikið 65 leiki með íslenska A-landsliðinu og hef- ur í þeim skorað 77 mörk. Hann var mjög öfl- ugur með landsliðinu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar þar sem hann var fjórði marka- hæsti leikmaður liðsins með 16 mörk og fiskaði ófá vítaköstin. Með liði Bjerringbro/Silkeborg leikur horna- maðurinn Guðmundur Árni Ólafsson en liðið er í 2. sæti í dönsku úrvalsdeildinni og er komið í 16- liða úrslit í Meistaradeild Evrópu. Kári fær að spila varn- arleik á ný í Danmörku AFP Grimmur Kári Kristján Kristjánsson í hörðum slag gegn Frökkum á HM á Spáni í janúar. Breyting Þóra B. Helgadóttir er komin úr hitanum í Ástralíu og í kuldann í Svíþjóð.  Þóra í Malmö á ný eftir hitann í Ástralíu  Býst ekki við að fara þangað aftur  Mælir samt eindregið með landinu anum þar sem var sérlega mikill þetta sumarið og var mikið í heimsfréttunum. Mörkin dregin við 42 gráður „Við þurftum oft að spila í 40 stiga hita en mörkin þar eru dregin við 42 gráður. Einu sinni þurfti að seinka leik hjá okk- ur um fimm tíma vegna of mikils hita, og síðan varð að hætta honum um kvöldið þegar þrumur og eldingar skullu á,“ sagði Þóra. Hún er komin á fulla ferð í undirbúning Malmö fyrir kom- andi tímabil. Liðið byrjar fyrr en önnur sænsk lið því seinni- partinn í mars mætir það Evrópumeisturum Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Með Malmö leikur sem kunnugt er einnig landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir. Keppni í sænsku úrvalsdeildinni hefst síðan 13. apríl þegar Malmö tekur á móti Jitex í fyrstu umferðinni. Mun sterkari hópur hjá Malmö Þóra er bjartsýn á gott gengi Malmö á komandi keppn- istímabili. „Við erum með mun sterkari hóp en í fyrra eftir að hafa bætt öflugum leikmönnum við í vetur, og endurheimt tvær sterkar eftir meiðsli, og það er komin geysileg sam- keppni um allar stöður í liðinu. Lyon er með ógnarsterkt lið en ég er sannfærð um að við getum staðið í þeim. Það er þó verst að Algarve-bikarinn truflar undirbúninginn. Nánast allt okkar lið verður á Algarve með sínum landsliðum, allar nema fjórar úr leikmannahópnum, þannig að þjálfarinn okk- ar verður þar líka til að fylgjast með. Þegar við komum aftur heim verður bara vika í fyrri leikinn við Lyon en við verðum samt algjörlega klárar þegar að honum kemur,“ sagði Þóra B. Helgadóttir sem er að hefjast sitt fjórða tímabil með Malmö. Hún kom til félagsins frá Kolbotn í Noregi í árs- byrjun 2010 og varð meistari með liðinu 2010 og 2011. Þóra var kjörin besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar árið 2012, sem var smá sárabót fyrir hana eftir að liðið missti naumlega af meistaratitlinum. FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta var ævintýri og skemmtileg reynsla og mig hafði lengi langað þarna niðureftir,“ segir Þóra B. Helgadóttir landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sem kom aftur til Svíþjóðar fyrir skömmu eftir að hafa dvalið og spilað í Ástralíu frá því í nóvember. Þóra fór til Sydney um leið og tímabilinu lauk í Svíþjóð í haust og varði mark Western Sydney Wanderers í átta leikjum sem eftir voru af tímabilinu í Ástralíu, sem lauk í janúar. Þar með varð hún fyrsta íslenska knattspyrnukon- an til að spila með liði í Eyjaálfu. Lið hennar endaði í sjötta sæti af átta liðum í W-deildinni og komast ekki í úr- slitakeppnina um meistaratitilinn. Svipuð og íslenska deildin „Fótboltinn sem slíkur var ekkert sérstakur miðað við Svíþjóð. Styrkleikinn á áströlsku deildinni er svipaður og á þeirri íslensku og íþróttin er ung í landinu. En Ástralir eru góðir í íþróttafræðunum, leikmennirnir þar eru í mjög góðu líkamlegu formi og aðstæðurnar fínar,“ sagði Þóra þegar Morgunblaðið spurði hana um dvölina í Sydney. „Það er í raun heppilegt fyrir evrópska leikmenn að fara þangað í vetrarfríinu og ég mæli eindregið með þessu. Ég reikna þó ekki með því að endurtaka þetta næsta vetur því tímabilið hjá mér verður langt í ár. Svo var ég á milli samn- inga hjá Malmö í fyrra, gerði nýjan tveggja ára samning í haust og gat þá haft inni í honum ákvæði um að mega fara til Ástralíu í vetur. Það voru nokkrir fleiri evrópskir leikmenn í deildinni, t.d. frá Svíþjóð, og svo var þarna Ariane Hingst, sem lék lengi með þýska landsliðinu.“ Frá nóvember og fram í janúar er hásumar í Ástralíu og Þóra fékk heldur betur að kynnast hit- Morgunblaðið/Styrmir Kári Þetta var ævintýri og skemmtileg reynsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.