Morgunblaðið - 19.04.2013, Síða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ
K
omst á bragðið í Kaupmannahöfn!
Á fallegum morgnum er gaman að
hjóla til vinnu. Ég bý í Laugarnes-
hverfinu og þaðan er bein leið niður í
Kvos þar sem ég starfa. Ég er um
fimmtán mínútur að hjóla og þetta er mjög
þægilegt. Yfirleitt fylgi ég Sæbrautinni en
þegar vindur stendur af norðri er betra að vera
aðeins til hlés og fara Borgartúnið og njóta
skjóls af stórbyggingum þar,“ segir Sigríður
Halldórsdóttir, starfsmaður Borgarskjala-
safns Reykjavíkur.
Sigríður hefur lengi stundað hjólreiðar.
Kynntist þeim sem ung kona en fór að tileinka
sér þær sem daglega hreyfingu og lífsstíl þeg-
ar hún bjó í Danmörku frá 1998 til 1999.
„Það má segja að ég hafi komist á bragðið í
Kaupmannahöfn. Bjó þá á Nørrebro, nærri
Bispebjerg-sjúkrahúsinu og ölverksmiðjum
Tuborg. Þaðan var ég um það bil tuttugu mín-
útur að hjóla niður á Strik og leiðin er meira að
segja aðeins niður í mót þótt slíkt sé ekki al-
gengt í Danmörku. En þessi halli gerði leiðina
léttari og skemmtilegri,“ segir Sigríður.
„Reiðhjólamenningin í Danmörku er sterk,
auk þess sem fólk nýtir sér almennings-
samgöngur mjög mikið. Segja má að ef Danir
væru jafn háðir einkabílnum og Íslendingar
myndi gatnakerfið þar hreinlega springa,“
segir Sigríður sem í dag fer flestra sinna ferða
á hjóli – og seldi bílinn sinn nýlega. Segist
mjög sátt við þá ákvörðun.
Ökumenn eru tillitssamir
„Þetta kallar að vísu á að maður skipuleggi
til matarinnkaup betur en ella væri. Birgðirnar
geta ekki verið jafn miklar. Stundum hjóla ég
neðan úr bæ og kem við í Bónus í Kringlunni
og tek með eitthvert lítilræði. Ég þarf hins
vegar að fara kannski tvisvar, ein ferð dygði
væri ég að á bíl. En þetta kemur samt ekki að
sök. Þá finnast mér ökumenn eru tillitssamir,
stoppa gjarnan að fyrra bragði þegar maður
þarf að komast yfir akbraut, þeir víkja og svo
framvegis. Þetta er til fyrirmyndar.“
Sigríður Halldórsdóttir
Hún komst á
bragðið í Köben
H
jólreiðafólki í þessu fyrirtæki
fjölgar jafnt og þétt. Hér starfa
um 150 manns og mér telst svo
til að fimmtán til tuttugu manns
komi hingað á hjóli flesta daga
ársins. Við sérstök tilefni svo sem þegar
átakið Hjólað af vinnuna fer af stað fjölgar
mjög í hópnum og þá gæti látið nærri að
annar hver maður leggi bílnum og nýti sér
þægindi reiðhjólsins,“ segir Ólafur Árnason,
sviðsstjóri hjá verkfræðistofunni Eflu.
„Ég þurfti að hreyfa mig meira – auk þess
sem hagsýni réð því að ég fór að hjóla reglu-
lega til vinnu. Fjölskyldan hafði stækkað og
slíku fylgja jafnan snúningar vítt og breitt
um bæinn. Niðurstaðan varð sú að við seld-
um annan bílinn okkar. Konan hefur bílinn
en ég hjóla í vinnuna heiman úr Laug-
ardalnum. Ég er um tuttugu mínútur á leið-
inni, Ártúnsbrekkan er á fótinn en annars er
þetta léttleikandi,“ segir Ólafur – sem getur
þess að Eflufólki bjóðist að nýta styrk, sem
það fær skv. samningum vegna hjólreiða eða
til þess að nýta sér vistvænar samgöngur.
Allt niður í mót
Vel er gert við starfsfólk Eflu, segir Ólaf-
ur, og nefnir þar til dæmis aðstöðu til
íþróttaæfinga. „Nei, veðrátta setur sjaldan
strik í reikning hjólreiðafólks. Ég hefði
kannski betur verið á hjóli 6. mars í vetur;
óveðursdaginn mikla. Ég sat fastur í bíl í
alls fimm klukkutíma en kannski hefði ég
komist á hjólinu,“ segir Ólafur sem hefur
tekið þátt í ýmsum hjólreiðakeppnum. Hefur
einnig oft hjólað með syni sínum á heima-
slóðir í Hveragerði.
„Á jöfnum og þægilegum hraða er maður
um tvo klukkutíma á hjólinu austur. Sveigi
þá oft af Hellisheiðinni við Ölkelduháls og
fer um Grændal sem er inn af Hveragerði.
Annars verður að segja að öllu auðveldara
er að hjóla frá Hveragerði til Reykjavíkur –
en hitt – því þegar maður er kominn upp
Kamba er allt eftir það niður í mót.“
Ólafur Árnason
Annar hver
leggur bílnum
L
eiðin er ekki löng og raunar er ég fljót-
ari í vinnuna á hjóli en á bíl. Ég bý við
Laugardalinn í Reykjavík og byrja
daginn á því að fylgja börnum mínum í
skólann. Fer svo stígana um dalinn
sem er einstaklega fallegur á vormorgnum eins
og núna. Þetta finnst mér góð byrjun á vinnu-
deginum,“ segir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir.
Hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta við Síðumúla í
Reykjavík, þar sem Hrafnhildur starfar, er fólk
áhugasamt um hjólreiðar. Um tíu starfsmenn
eru hjá Alta og meirihluti þeirra hjólar að stað-
aldri. Hrafnhildur hefur notað hjólreiðar sem
samgöngumáta í um fimmtán ár, eða alveg síð-
an hún lauk háskólanámi. Hún segir þær nú
vera fyrir löngu orðnar hluta af daglegu lífs-
mynstri sínum.
„Viðmiðið sem ég fylgi er að hjóla til vinnu að
minnsta kosti fjóra daga í viku. Hef svo svigrúm
til að koma á bíl fimmta daginn, til dæmis ef ég
þarf einhverra erinda út í bæ eða slíkt. Að vera
á bíl einn dag í viku er enginn glæpur en þegar
ég næ bíllausri viku er ég mjög ánægð. Þá er ég
með góðar farangursgrindur á hjólinu, því ég
kem oft við í verslunum þegar ég hjóla heim,“
segir Hrafnhildur sem kveðst hjóla á dömu-
hraða; rólega en örugglega.
„Strákarnir í þröngu buxunum og vindjökk-
unum á flottu götuhjólunum stinga mig af þegar
ég fer þetta bara í rólegheitum. Og það skiptir
nefnilega auðvitað meginmáli að taka þetta al-
gjörlega á eigin forsendum,“ segir Hrafnhildur
sem kom nýlega til Alta, en áður var hún á mun
fjölmennari vinnustað.
Bros á hverju andliti
„Áður vann ég á stórri verkfræðistofu og þar
var jafnan mjög mikil þátttaka í verkefnum eins
og t.d. Hjólað í vinnuna. Sú keppni eða átak er
alltaf í maí á vorin og þá fann maður svo glöggt
að stemningin á vinnustaðnum varð allt önnur
og léttari. Bros á hverju andliti. Satt að segja
voru áhrifin smitandi, því þegar nokkrir hjól-
reiðamenn voru komnir af stað fjölgaði fljótt í
hópnum sem var mjög ánægjulegt.“
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir
Á dömuhraða í
byrjun dags
V
eðráttan er ekkert sem hjólreiða-
fólk þarf að setja fyrir sig. Tvo síð-
ustu vetur hafa aðeins tveir dagar
komið þar sem hefur snjóað svo
mikið að ég hef ekki náð að hjóla til
vinnu. Hjá borginni er raunar sterk vitund fyr-
ir því hve margir nota þennan samgöngumáta,
því strax í morgunsárið eru allir helstu hjól-
reiðastígar vel mannaðir,“ segir Haukur Snær
Hauksson viðskiptafræðingur.
„Mér finnst fínt að byrja daginn með þessu
áhlaupi og setjast frískur við skrifborðið.
Starfsdagurinn verður oft drjúgur með
þessu,“ segir Haukur Snær sem hefur stundað
hjólreiðar síðan hann var strákur. Hann er al-
inn upp í Seljahverfi í Breiðholti en stundaði
fótbolta með Fram. „Ég hjólaði oft á æfingar í
Safamýrinni og var fljótur í förum. Það var því
ekki svo mikið átak að hella sér út í þetta aft-
ur. Það byrjaði raunar með því að við hjónin
vorum með lítil börn og hefðum miðað við
óbreyttan lífsstíl þurft að vera hvort á sínum
bílnum. Niðurstaðan varð hins vegar sú að
einn daginn fór ég á hjóli í vinnu og einnig
þann næsta. Og brátt var boltinn farinn að
rúlla.“
Haukur Snær býr með fjölskyldu sinni í
Norðlingaholtinu í Reykjavík en vinnur í
Kringlunni. „Leiðin sem ég fer á morgnana er
skemmtileg. Ég fer um Víðidal, Elliðaárdal og
þar fram Fossvog og upp í Kringlu. Ég er 22
mínútur á leiðinni, en þremur mínútum lengur
heim,“ segir Haukur Snær.
Frá Berlín til Mínanó
Þessa dagana er Haukur Snær með félögum
sínum að undirbúa leiðangur í júní nk. en þeir
ætla að hjóla frá Berlín um Þýskaland, Tékk-
land, Austurríki og um ítölsku Alpana suður til
Mílanó „Við verðum tvær vikur á leiðinni en
rennum blint í sjóinn. Förum bara eftir kort-
um og tölvu. Fyrir tveimur árum fór ég svo
með Ágústi bróður mínum um Frakkland, það
er þræddum sveitavegi frá borginni Avignon í
Suður-Frakklandi og upp til Parísar."
Haukur Snær Hauksson
Byrja daginn
með áhlaupi
Æ fleiri stunda á hjólreiðar. Enga tölfræði þarf til þess að
kveða upp úr með slíkt, úti á götum og vegum sést vel að hjóla-
fólki fjölgar enda er þægilegt að koma sér frá A til B með þeim
samgöngumáta. Raunar er kostað kapps um að svo megi
verða, enda hafa t.d. á höfuðborgarsvæðinu verið lagðir hjól-
reiðastígar þvers og kruss, til dæmis um útivistarsvæði og
jafnsíða umferðargötum. Því er hægur vandi að komast til og
frá vinnu á hjóli – og að morgni dags er gott veganesti að hafa
fyllt lungun af súrefni og komið blóðinu á hreyfingu.
Súrefni í lungun og
blóðið á hreyfingu
Morgunblaðið/Styrmir Kári