Morgunblaðið - 19.04.2013, Page 10

Morgunblaðið - 19.04.2013, Page 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ U m þessar mundir er álið ráðandi smíðaefni í hjóla- stellum og hefur svo verið um nokkurt árabil. „Aðferðin við að smíða hjól úr áli er svo einföld, efnið er í senn ódýrt í framleiðslu, nautsterkt og tiltölulega létt.“ Vinsældir álsins eru því ekki út í bláinn en Albert seg- ir koltrefjarnar ennþá meira spenn- andi. Vandinn liggi þó í verðinu, enn sem komið er að minnsta kosti. Mikill munur á verði „Ætli menn sér að skipta úr áli yfir í koltrefjastell, það er úr besta og dýrasta álhjólinu og í ódýrasta kolt- refjahjólið, þá þurfa menn að lækka sig um eitt til tvö stig hvað gæði ann- arra kompónenta eða íhluta varðar. Þá er ég að tala um dempara og fleira í þeim dúr. Þetta er einfaldlega af því að verðmismunurinn á áli og „carbo- fiber“ er svo mikill í stell-þættinum af þessu,“ útskýrir Albert. „Sé maður að kaupa hjól á um það bil 300.000 krónur, fínasta álhjól, en ákveði að kíkja á ódýrasta koltrefjahjólið um leið, sem er kannski á 350.000 krónur, þá eru á því kompónentar eins og af 200.000 króna álhjóli. Það þýðir ein- faldlega lélegri íhlutir á stellinu, höggdeyfar, gírskipting og annað. Verðið á stellinu er svo mikill hluti af jöfnunni og það er einfaldlega mikill munur á áli og koltrefjum hvað verð varðar.“ Bæði efnin hafa sína kosti Aftur á móti eru kostir koltrefj- anna ótvíræðir að sögn Alberts, og munurinn leynir sér ekki á milli þess- ara tveggja smíðaefna. „Þú sleppur við 300-400 grömm með því að skipta yfir í koltrefjarnar. Léttustu álstellin eru á bilinu 1.200-1.300 grömm svo við erum að tala um talsvert stórt hlutfall af heildarþyngdinni. Með áli færðu yfirleitt mikið fyrir peninginn, því efnið er ekki dýrt, en það er óneit- anlega þyngra en koltrefjarnar. Þá er ótalið að koltrefjastellin svigna ekki eins og álið gerir. Fjöðrunin er allt önnur. Það þýðir að átakið við hjól- reiðarnar skilar sér miklu betur beint áfram í stað þess að svigna niður á við, þvert á stefnu hjólsins. Stífleik- inn í fótstiginu skilar þér miklu betur áfram. Þarna liggur ótvíræður mun- ur á milli þessara efna og það þarf engan sérfræðing eða atvinnumann í hjólreiðum til að finna muninn; hann skilar sér mjög greinilega þegar hjól- að er. Það skiptir engu hversu vanur eða óvanur þú ert – þú finnur mun.“ Einn ókost nefnir Albert þó sem hafa ber í huga þegar koltrefjahjól eru annars vegar. Laskist stellið er lítið hægt að gera við það. „Ég lenti til dæmis í því að fljúga á hausinn og högg kom á stellið á hjólinu mínu, sem var með koltrefjastelli. Í fram- haldinu fór carbonið að springa út frá staðnum þar sem hjólið hafði laskast og við því er ekkert að gera. Þá sat ég uppi með brotið stell upp á 250.- 300.000 krónur og ekkert við því að gera. Þó að þú dettir á álhjóli og það skemmist aðeins við það þá skiptir það ekki svo miklu máli. Það er því óhætt að segja að álið sé auðveldara í meðförum fyrir hinn venjulega al- menning, ef svo má segja.“ Að- spurður nefnir Albert að engir aðilar hér á landi geri við koltrefjahjól en hægt sé að senda þau utan til við- gerða. Þar sé aftur á móti um þriðja aðila að ræða þar eð framleiðendur taki slíkt ekki að sér. „Þeir bjóða upp á mislanga ábyrgð í árum talið og skipta einfaldlega stellinu út ef það gefur sig vegna galla. En eðli máls samkvæmt ógildir högg ábyrgðina.“ jonagnar@mbl.is Ál eða koltrefjar? Álið þótti á sínum tíma aldeilis frábær efniviður í hjóla- stell, og þykir vel duga enn sem komið er. En koltrefjar ryðja sér í auknum mæli til rúms og þá er vert að spyrja þá sem vel til þekkja – hvort er betra? Albert Jakobsson, formaður Hjólreiðfélags Reykjavíkur, er til svara. Gæðahjól „Koltrefjastellin svigna ekki eins og álið gerir. Fjöðrunin er allt önnur,“ segir Albert Jakobsson. É g á fallega minningu þegar ég eignaðist mitt fyrsta hjól um 6 ára aldurinn. Sá það í skottinu í Landrover jepp- anum hans pabba og horfði lengi hugfangin á það. Fékk svo hjól- ið og man að ég hjólaði endalaust fyrsta sumarið með tilheyrandi meiðslum og látum,“ segir Laufey Inga Guðmundsdóttir, sölustjóri hjá Intersport í Lindum í Kópavogi. Þægileg hjól og þríþraut Í Intersport fæst mikið úrval reið- hjóla af ýmsum gerðum og útgáfum. Bæði þægileg hjól fyrir fjöl- skyldufólk og þá sem taka hjólreið- arnar sem dægradvöl og skemmtun. Einnig eru þar hjól fyrir hina, sem vilja komast lengri eða skemmri leið- ir til vinnu. Svo er einnig til alvöru reiðhjólafólk sem tekur þátt í keppn- um, en ört fjölgar í þeim hópi. „Nýlega tókum við hingað inn þessi flottu hjól frá Orbea, sem er stærsti framleiðandi reiðhjóla á Spáni. Þetta eru til dæmis hjól sem keppnisfólk notar mikið og eins keppendur í þríþraut eða Járnkarl- inum,“ segir Laufey um þessi hjól, sem kosta um 600 þúsund kr. „Svo er hægt að færa niður um tröppurnar hverja eftir aðra og ódýrustu hjólin hjá okkur kosta um áttatíu þúsund krónur.“ Valinn maður er í hverju rúmi hjá Intersport; fólk sem er fært til þess að veita viðskiptavinum góð ráð svo allir fái reiðhjól við hæfi og þann aukabúnað sem nauðsynlegur er, til dæmis fatnað, hjálma og svo fram- vegis. Einnig býðst viðgerðaþjónusta og þannig mætti áfram telja. Þá var nýlega í versluninni í Lindum kynn- ingarkvöld fyrir verðandi reið- hjólamenn – og frekari fræðsla í þeim dúr er fyrirhuguð. Gott fyrir líkamann „Mér finnst gaman að hjóla. Mark- mið mitt er að ná því að hjóla hingað í Kópavoginn ofan úr Mosfellsbæ þar sem ég bý,“ segir Laufey. „Þá kemur sér vel að eiga nýtt alvöru Orbea hjól. Mér finnst skemmtilegra að hjóla en að hlaupa, kemst víðar um á styttri tíma og svo finnst mér smá gaman að fara hratt yfir. Á hlaupum fer maður hægar. Ég er einnig á því að hjólreið- ar séu góð íþrótt fyrir líkamann, þær bæta grunnþol án mikilla högga eins og hlaup á malbikinu gerir. Það er mín skoðun allavega. Nú er ég búin að festa mér kaup á Orbea hjóli og stefnan er tekin á að hjóla í vinnuna minnst tvisvar í viku,“ segir Laufey Inga Guðmundsdóttir að síðustu. sbs@mbl.is Mér finnst skemmtilegra að hjóla en hlaupa Laufey selur hjól í Lindum. Úrval hjá Intersport. Gam- an að fara hratt yfir. Falleg æskuminning um fyrsta reiðhjólið. Morgunblaðið/Rósa Braga Hjólakona Laufey Inga Guðmundsdóttir segir hjólreiðar góðar fyrir líkamann. „Þær bæta grunnþol án mikilla högga eins og hlaup á malbikinu gerir. Svo finnst mér smá gaman að fara hratt yfir,“ bætir hún við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.