Morgunblaðið - 17.05.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
20% afmælisafsláttur
af öllum vörum fram á
laugardag.
Barnafataverslunin Róló Glæsibæ.
Sími 8948060 • www.rolo.is • Facebook
Við erum 3 ára
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki er vitað hvort eða þá hvernig
meirihluti þeirrar orku sem til
verður þegar Búðarhálsvirkjun tek-
ur til starfa verður nýtt. Kaupandi
orkunnar, Rio Tinto Alcan, til-
kynnti í gær að ákveðið hefði verið
að draga úr áformum um aukna
framleiðslu álversins í Straumsvík.
Rio Tinto hefur á síðustu árum
unnið að viðamiklum breytingum á
álverinu í Straumsvík. Meðal ann-
ars var áformað að auka fram-
leiðslu áversins um 20%, úr 190
þúsund tonnum á ári í 230 þúsund
tonn. Aukningin átti að koma til í
áföngum og að fullu á næsta sumri.
Rio Tinto Alcan samdi við
Landsvirkjun á árinu 2010 um
kaup á raforku vegna stækkunar-
innar. Landsvirkjun réðst þá í
byggingu Búðarhálsvirkjunar til að
útvega orkuna. 75 megawött af 95
MW afli virkjunarinnar áttu að
fara til álversins. Virkjunin er nú
langt komin. Stefnt er að því að
hún verði gangsett undir lok árs-
ins, eins og upphaflega var gert ráð
fyrir.
Tæknilegir erfiðleikar
Framleiðsluaukningin grundvall-
aðist á straumhækkun í kerskálum
álversins. Hægt var á þessum
áformum í fyrrasumar og í gær til-
kynnti Rio Tinto Alcan að viðamikil
uppfærsla á straumleiðurum í ker-
skálum hefði reynst vandkvæðum
bundin, bæði tæknilega og af ör-
yggisástæðum.
Athuganir sem ráðist var í
leiddu í ljós að hægt er að ná fram
umtalsverðum hluta framleiðslu-
aukningarinnar með öðrum hætti
og því ekki talið fýsilegt að verja
meiri fjármunum í verkefnið. Ál-
verið mun að sinni stefna að því að
auka framleiðslugetuna um 15
þúsund tonn í stað þeirra 40 þús-
und tonna sem áformað var en það
svarar til 8% aukningar. Fram
kemur í tilkynningu að það muni
gerast á lengri tíma.
Teknar upp viðræður
Samningur Landsvirkjunar og
Rio Tinto Alcan um kaup á raf-
orku gildir til ársins 2036. Nú
virðist ljóst að álverið þurfi innan
við 30 MW af afli Búðarhálsvirkj-
unar og 45 MW nýtist því fyrir-
tækinu ekki. Ólafur Teitur Guðna-
son, framkvæmdastjóri samskipta-
sviðs Alcan á Íslandi, segir að
Landsvirkjun hafi verið tilkynnt
um breyttar áætlanir. Rætt verði
við Landsvirkjun um hvernig hægt
verði að laga orkusamninginn að
breyttri orkuþörf fyrirtækisins.
Landsvirkjun væntir þess að
farsæl niðurstaða finnist fyrir
báða aðila. Þær upplýsingar feng-
ust hjá Landsvirkjun að það
myndi ekki liggja endanlega fyrir
fyrr en eftir viðræður fyrirtækj-
anna hversu mikil orka losnaði.
Fyrr yrði ekki unnt að selja hana
annað.
Ekki er gert ráð fyrir að breytt
áform Rio Tinto hafi áhrif á upp-
byggingu Búðarhálsvirkjunar sem
verður tilbúin fyrir lok ársins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Breytingar Þegar hafa skapast um 600 ársstörf við fjárfestingarverkefnið í álverinu í Straumsvík.
Nýta aðeins hluta afls
Búðarhálsvirkjunar
Minni aukning hjá álverinu í Straumsvík en áformað var
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Hópur rúmlega fimmtíu bílstjóra
flugrútu Kynnisferða hefur sent
innanríkisráðherra bréf þar sem
skorað er á hann að falla þegar í
stað frá hugmyndum um einka-
leyfi á farþegaflutningum á milli
Flugsstöðvar Leifs Eiríkssonar og
höfuðborgarinnar.
Í áskoruninni segir ennfremur
að verði ákvörðunin ekki dregin
til baka þegar í stað sé atvinnu-
öryggi bílstjóranna og afkoma
fjölskyldna þeirra í húfi.
Vegagerðin og Samband sveit-
arfélaga á Suðurnesjum hafa boð-
ið út akstursleiðina á milli flug-
vallarins og höfuðborgarsvæðisins.
SBK í Keflavík átti lægsta tilboðið
í útboðinu sem fjöldi fyrirtækja
tók þátt í. Samtök atvinnulífsins
og Samtök ferðaþjónustunnar hafa
meðal annars gagnrýnt útboðið
harðlega og Samkeppniseftirlitið
segir það raska samkeppni veru-
lega.
Um 60-80 bílstjórar
„Við erum uggandi um okkar
hag og störfin okkar. Við sjáum
fram á að umsvif fyrirtækisins
minnki verulega og að atvinnu-
öryggi einhverra séu í hættu,“
segir Sigurður Steinsson, einn
þeirra sem skrifa undir áskor-
unina til innanríkisráðherra. Um
60-80 bílstjórar vinni hjá fyrir-
tækinu og segir Sigurður að stór
hluti starfsemi þess sé aksturinn
til og frá Keflavíkurflugvelli. Þeg-
ar einkaleyfið taki gildi í haust
geti Kynnisferðir ekki lengur
stundað reglubundinn akstur á
leiðinni.
Hann segir bílstjórana ekki hafa
hugsað sér frekari aðgerðir að svo
stöddu. „Við erum vongóðir um að
ráðherra hlusti á raddir okkar
eins og annarra og þetta mál
verði skoðað nánar,“ segir Sig-
urður.
Skora á ráðherra
að falla frá einka-
leyfisakstrinum
Bílstjórar Kynnisferða uggandi um
hag sinn og störf vegna einkaleyfis
Ljósmynd/Kristján Dan
Akstur Kynnisferðir hafa rekið
Flugrútuna undanfarin ár.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ríkisskattstjóri, Alþýðusamband Íslands og
Samtök atvinnulífsins munu í sumar hrinda úr
vör markvissu átaki til að sporna við svartri
atvinnustarfsemi, þriðja árið í röð.
„Undirbúningur fyrir nýtt átak er í fullum
gangi og við höfum undirritað samstarfssamn-
ing á milli Alþýðusambands Íslands, Samtaka
atvinnulífsins og ríkisskattstjóra um fram-
kvæmd eftirlitsins,“ segir Skúli Eggert Þórð-
arson ríkisskattstjóri. Í gær var undirbún-
ingsfundur vegna verkefnisins.
Átakið felst í eftirlitsferðum og heimsókn-
um á vinnustaði án þess að gera boð á undan
sér, þar sem kannað verður m.a. hvort staðin
hafi verið skil á sköttum og öðrum lögbundn-
um gjöldum o.s.frv. og verður aðaláherslan
lögð á þær atvinnugreinar sem hæst hefur
borið í umræðu um að þar þrífist ólögleg starf-
semi.
Að sögn Skúla Eggerts hvetja aðilar í fjöl-
mörgum atvinnugreinum til aukins eftirlits,
þeirra á meðal eru aðilar í ferðaþjónustu,
byggingargreinum og Bílgreinasambandið,
sem kalla eftir eftirliti svo bæta megi ástandið
og uppræta ólöglega starfsemi þar sem hún
finnst. Spurður hvort ástand þessara mála sé
að versna segir ríkisskattstjóri að almennt séu
virðisaukaskattsskil heldur verri samhliða
auknu peningamagni í umferð. „Þær athug-
anir sem við gerðum fyrir tveimur árum og á
síðasta ári benda til þess að undanskot séu
heldur meiri en þau voru,“ segir hann.
Tíu milljarðar skila sér ekki á ári
Átakið verður kynnt sérstaklega þegar nær
dregur, að sögn Skúla Eggerts. Í sambæri-
legu verkefni sumarið 2011 var áætlað að töp-
uð gjöld vegna svartrar vinnu einnar hefðu þá
numið yfir tíu milljörðum króna á ári.
Átak gegn svartri vinnu
RSK, ASÍ og SA taka á ný höndum saman um baráttu gegn ólöglegri
atvinnustarfsemi Ríkisskattstjóri segir virðisaukaskattsskil hafa versnað
Breytt umfang straumhækkunar kerskála álversins í Straumsvík hefur
ekki áhrif á aðra þætti fjárfestingaverkefnisins. 150 menn vinna við
breytingarnar. Nú þegar hefur 50 milljörðum verið varið í verkefnið og er
áætlað að kostnaðurinn verði vart undir 57 milljörðum, þótt hætt hafi
verið við straumleiðarabreytingar.
Fyrsta þættinum er þegar lokið en hann snýr að auknu rekstraröryggi.
Gerðar voru viðamiklar breytingar á aðveitustöð til að tryggja að bilun í
einum spenni slái ekki út rafmagn á heilum kerskála. Unnið hefur verið
að breytingum á afurðum álversins. Byrjað var að framleiða stangir í
fyrrasumar og að loknum breytingum næsta sumar verður framleiðslu á
börrum hætt. Samhliða undirbúningi framleiðsluaukningar var unnið að
því að auka afkastagetu lofthreinsibúnaðar. Því verki verður lokið.
Áfram unnið að öðrum þáttum
150 MENN VINNA VIÐ BREYTINGAR Í STRAUMSVÍK
Ríkisskattstjóri hóf í gær að senda þeim fram-
teljendum, sem ekki hafa skilað skattframtali,
tilkynningu um að allir frestir séu liðnir en
framtal hafi ekki borist. Eru þeir hvattir til að
standa skil á framtölum og minntir á að þeir
geti búist við að þurfa að sæta áætlun opin-
berra gjalda berist framtal ekki. Að sögn
Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra
sendir embættið út um það bil 10.000 tölvu-
pósta til einstaklinga sem ekki hafa skilað
framtali og auk þess eru nú í fyrsta skipti
send bréf til 2.238 bótaþega Tryggingastofn-
unar ríkisins sem ekki hafa talið fram. Skúli
Eggert segir að aldrei hafi verið jafngóð skil á
skattframtölum og í ár.
10.000 tölvupóstar
og 2.238 bréf
REKIÐ Á EFTIR SKATTFRAMTÖLUM