Morgunblaðið - 17.05.2013, Síða 8

Morgunblaðið - 17.05.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013 Nú, þegar fréttir þykja bendatil að stjórnarmyndunar- viðræður séu á lokaspretti, er farið að horfa á persónur og leikendur. Hér er dæmi:    Ég hef miklaráhyggjur af því ef Vigdís Hauksdóttir verður innanríkisráð- herra,“ segir Katrín Oddsdóttir héraðs- dómslögmaður. „Hún hefur í máli sínu lýst ákveðinni afstöðu til útlend- inga sem ég held að sé mjög óheppileg hjá þeim sem fer með æðsta vald í málefnum útlend- inga.    Það er ekki gott að hafa þarnaeinhvern sem talar í öfgum.“    Katrín hefur í lögmannsstörfumsínum tekið að sér mál fjölda hælisleitenda. „Málefni hælisleit- enda virðast vera á frekar við- kvæmum stað. Það liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögum um málaflokkinn, en maður veit ekkert hver afstaða nýs þings er til þess,“ segir Katrín.    Það er nú þetta með öfgarnar.    Sumum finnst allt öfgar semekki fellur í þeirra eigið kram.    Vigdís Hauksdóttir er öflugurþingmaður.    Ríkisstjórnin þoldi hana ekki.   Sakar nokkur prúðmennin Jó-hönnu og Steingrím J. um öfg- ar? Vigdís Hauksdóttir Hver talar í öfgum? STAKSTEINAR Katrín Oddsdóttir Veður víða um heim 16.5., kl. 18.00 Reykjavík 10 heiðskírt Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 4 skýjað Nuuk 0 snjókoma Þórshöfn 7 skýjað Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 11 súld Brussel 8 súld Dublin 8 léttskýjað Glasgow 12 léttskýjað London 12 léttskýjað París 12 skýjað Amsterdam 10 skúrir Hamborg 21 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt Vín 22 skýjað Moskva 26 skýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 22 súld Winnipeg 17 alskýjað Montreal 17 skýjað New York 23 léttskýjað Chicago 24 léttskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:05 22:44 ÍSAFJÖRÐUR 3:43 23:16 SIGLUFJÖRÐUR 3:25 22:59 DJÚPIVOGUR 3:28 22:20 Hágæðaryksugur með sjálfvirkum hristibúnaði fyrir sigti. Fáanlegar fyrir:     Ármúla 17. Sími 533-1234. www.isol.is IÐNAÐARRYKSUGUR Efling stéttarfélag og þau stétt- arfélög sem staðið hafa að Flóa- bandalaginu við gerð kjarasamninga eru að hefja vinnu við undirbúning kjarasamninga af fullum þunga, að sögn Sigurðar Bessasonar, for- manns Eflingar. Stjórn Eflingar fundaði í gær þar sem undirbún- ingur fyrir kjara- viðræðurnar sem framundan eru var m.a. til um- ræðu. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út í lok nóv- ember. Að sögn hans er einnig til skoð- unar innan launþegahreyfingarinnar að teknir verði upp breyttir starfs- hættir við gerð kjarasamninga. „Það er eitt af því sem skoða þarf á þessu vori í aðdraganda að þeirri vinnu sem fram fer í sumar og haust. Ég held að það sé vilji til þess að menn reyni að ljúka allri málefnavinnu tímanlega svo liggi nokkuð skýrt fyrir í haust hvert verkefnið verður.“ Undirbúa sig af full- um þunga Sigurður Bessason  Kjaraviðræðurnar komnar á dagskrá Ákveðið hefur verið að ráðast í stækkun byggingarinnar við Sætún 1 þar sem Efling stéttarfélag, ASÍ, Gildi lífeyrissjóður o.fl. eru til húsa. Aðalfundur Eflingar samþykkti ný- verið að heimila viðbyggingu við hús- ið fyrir félagið. Hefur verið heimilað að byggja fjögurra hæða viðbyggingu við norðurenda suðurhússins og eina hæð ofan á norðurhúsið og er um að ræða 1.000 fermetra aukningu á hús- næði Eflingar. ASÍ og Gildi sem eru eignaraðilar hússins ásamt Eflingu standa einnig að stækkuninni en heildarkostnaður við framkvæmd- irnar er áætlaður um 562 milljónir kr. Er hlutur Eflingar um 352 milljónir. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, segir að starfsemi félagsins hafi aukist verulega á umliðnum ár- um. 5 stéttarfélög sameinuðust í Efl- ingu 1998-2000 og eitt félag bættist við 2008. Á þessum tíma hefur orðið mikil breyting á starfsemi félagsins. Verkefnin hafa líka aukist vegna þess mikla atvinnuleysis sem hefur verið til staðar frá 2008 og frá 2009 hefur átt sér stað mikil uppbygging hjá VIRK Starfsendurhæfingu, sem einnig er til húsa í Sætúni 1. að sögn hans. Að mati forsvarsmanna Efl- ingar er viðbygging Sætúns 1 mjög hagkvæm á þessum tíma og heppilegt að skapa atvinnu við byggingar- starfsemi sem hefur verið í mikilli lægð. Hefja á framkvæmdir í sumar. omfr@mbl.is Stækka hús stéttarfélaga við Sætún 1  Fjögurra hæða viðbygging reist  Heildarkostnaður 562 milljónir Morgunblaðið/Eggert Sætún 1 Höfuðstöðvar ASÍ og Efl- ingar eru þar til húsa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.