Morgunblaðið - 17.05.2013, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
Á morgun, laug-
ardaginn 18.
maí, býður um-
hverfisnefnd Sel-
tjarnarness til
fuglaskoðunar
um Suðurnes Sel-
tjarnarness.
Lagt verður af
stað frá fugla-
skilti við Bakkatjörn klukkan 13 og
gengið um Bakkagrandann og Bak-
katjörn og hring um Suðurnes.
Leiðsögumaður verður Jóhann Óli
Hilmarsson, formaður Fuglavernd-
ar.
Áhugafólk er hvatt til að mæta
og skoða fuglalíf á Seltjarnarnesi í
byrjun sumars. Þá er fólk hvatt til
að hafa með sér kíki.
Fuglaskoðunarferð
um Seltjarnarnes
Tæknidagur HR verður haldinn í
Háskólanum í Reykjavík í dag,
föstudag, frá kl. 13-16. Þar er sýnd-
ur afrakstur verklegra námskeiða
og rannsókna innan tækni- og verk-
fræðideildar HR.
Meðal þeirra verkefna sem sýnd
verða eru rafbílar, hvalahlust-
unarbaujur, talandi róbotar, burð-
arvirkjahönnun og umhverfisvæn
lýsing. Frá kl. 15- 16 verða veittar
viðurkenningar fyrir bestu loka-
verkefnin. Tæknidagur HR er öll-
um opinn.
Tæknidagur HR
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Eikarbátarnir Húni II frá Akureyri
og Knörrinn frá Húsavík eru vænt-
anlegir til Reykjavíkur í dag á leið
sinni í kringum landið. Bátarnir
verða til sýnis við Víkina, Sjóminja-
safn frá kl. 13.00 – 17.00 á morgun,
laugardag. Einnig verður boðið í
siglingu klukkan 10.00 á morgun.
„Siglingin gengur mjög vel, það
er sjólaust og fínt veður núna,“
sagði Þorsteinn Pétursson, sem var
um borð í Húna II á stími frá Höfn
til Vestmannaeyja í gær. Veðrið var
þá gott en hafði verið leiðinlegt frá
Akureyri á Höfn. Lagt var frá Höfn
klukkan 22.00 í fyrrakvöld og reikn-
uðu þeir með að koma til Vest-
mannaeyja síðdegis í gær. Leiðin er
um 150 sjómílur (278 km). Bátarnir
sigla á 7-8 sjómílna hraða (13-15
km) á klukkustund.
„Bátarnir fara svo vel með okkur.
Við erum átján um borð í Húna og
fjórir um borð í Knerrinum,“ sagði
Þorsteinn. Hann sagði ánægjulegt
að finna mikinn áhuga á bátunum. Á
Höfn komu um 100 skólabörn að
skoða bátana og um 250 börn á Nes-
kaupstað og Eskifirði. Skipverjar
funduðu í fyrradag með áhuga-
mannahópi á Höfn sem hefur hug á
að vernda þar gamlan bát.
„Íslendingar hafa mikla vitund
fyrir því að varðveita gömul hús og
ég fagna því. Á sama tíma var engin
vitund fyrir því að varðveita gömlu
bátana. Húni II kostaði sitt í upp-
hafi en hann aflaði 32 þúsund tonna.
Framreiknað gæti það verið 9-12
milljarðar! Hann er búinn að skila
andvirði sínu margsinnis.“
Margir viðkomustaðir
Tilefni hringsiglingar bátanna er
að á þessu ári er liðin hálf öld frá
því að þeim var hleypt af stokk-
unum á Akureyri, árið 1963.
Tryggvi Gunnarsson, skipa-
smíðameistari, teiknaði báða
bátana. Með siglingunni er vakin at-
hygli á strandmenningu og mikil-
vægi svona báta í Íslandssögunni.
Knörrinn er 15,15 metra langur
og mælist 19,27 lesta skip. Húni II
er 27,48 metra langur og mælist
vera 117,98 lestir. Norðursigling,
sem á Knörrinn, og Hollvinir Húna
skipulögðu siglinguna.
Hringsiglingin hófst á Akureyri
og Húsavík 11. maí sl. og hafa bát-
arnir haft viðkomu á Vopnafirði,
Neskaupstað, Eskifirði, Breið-
dalsvík, Höfn í Hornafirði og í Vest-
mannaeyjum. Frá Reykjavík verður
siglt vestur á Bíldudal þar sem bát-
arnir verða á hvítasunnudag, daginn
eftir á Þingeyri og Ísafirði. Þann 20.
maí verður siglt á Ísafjörð, daginn
eftir á Skagaströnd og 22. maí verð-
ur komið við á Siglufirði og áætlað
er að ljúka ferðinni um miðnætti
þann dag á Akureyri, heimahöfn
Húna II.
Sigla hringinn í kringum
landið á gömlum bátum
Tveir 50 ára bátar, Húni II og Knörrinn, verða til sýnis í Reykjavík á morgun
Ljósmynd/Runólfur Hauksson
Húni II Um borð eru 18 manns í siglingunni. Myndinar voru teknar þegar bátarnir komu til Hafnar í Hornafirði í
fyrradag. Húni II var gerður út frá Hornafirði í fjölda ára og bar einnig nöfnin Haukafell og Sigurður Lárusson.
Knörrinn Fjórir eru í áhöfn bátsins. Hann var fiskibátur og bar þúsundir
tonna af fiski að landi en er nú farþegaskip og notaður til hvalaskoðunar.
Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir
karlmanni vegna ítrekaðra kynferð-
isbrota gegn stúlku og dreng. Hér-
aðsdómur Reykjavíkur dæmdi
manninn í sjö ára fangelsi en Hæsti-
réttur lengdi dóminn í átta ár.
Lengri dómur mun ekki hafa verið
kveðinn upp í kynferðisbrotamáli
gegn börnum hér á landi.
Maðurinn beitti stúlkuna fyrst
kynferðisofbeldi þegar hún var tólf
ára gömul en drengurinn var sjö ára
þegar ofbeldið gegn honum hófst. Að
því er segir í dómnum hafði maður-
inn samræði og önnur kynferðismök
við stúlkuna á meðan hann hélt henni
nauðugri á heimili sínu frá því hún
var tólf ára til fimmtán ára aldurs.
Notfærði hann sér yfirburðastöðu
sína yfir henni vegna aldurs hennar
og reynslu og fékk hana til kynmak-
anna með peningagreiðslum.
Brotin gegn drengnum voru fram-
in á heimili mannsins, í kjallara í
sama húsi, í bifreiðum sem hann
hafði til umráða og á víðavangi. Lét
hann drenginn með ólögmætri nauð-
ung ítrekað hafa við sig munnmök er
drengurinn var sjö til tíu ára gamall.
Hann braut aftur gegn honum frá
því drengurinn var 14 ára til 18 ára
aldurs og lét drenginn ítrekað og
stundum oft í viku hafa við sig munn-
mök og hafði einnig við hann enda-
þarmsmök. Maðurinn notfærði sér
yfirburðastöðu sína gagnvart
drengnum vegna aldurs og reynslu.
Þá fékk hann drenginn til kynmaka
með peningagreiðslum, gjöfum og
áfengi er hann komst á unglingsald-
ur. Til viðbótar við fangelsisrefs-
inguna var manninum gert að greiða
börnunum tveimur 5,6 milljónir
króna í skaðabætur.
Þyngri dómur
ekki fallið
Átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hæstiréttur Maðurinn þarf að
greiða milljónir í skaðabætur.
Á vefsíðunni
Heilahreysti er
fjallað um starf-
semi heilans.
Meðal umfjöll-
unarefna eru
áhrif líkams-
ræktar á vits-
munalega færni
eldra fólks, mik-
ilvægi góðs næt-
ursvefns fyrir
heilastarfsemina
og samskynjun, en heili sumra er
þannig gerður að áreiti kallar fram
viðbrögð hjá fleiri en einu skyn-
færi. Höfundar eru María K. Jóns-
dóttir, doktor í klínískri sálfræði,
og Brynhildur Jónsdóttir, MA-nemi
í sálfræði.
Fróðleikur um heil-
ann á mannamáli
Heilinn Marg-
slungið, heillandi
og flókið fyrirbæri.