Morgunblaðið - 17.05.2013, Síða 19
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Nýtt skip kom í fyrsta skipti til
heimahafnar er Skálaberg RE 7
lagðist við Miðbakkann í Reykjavík
undir hádegi í gær. Brim hf. festi
kaup á skipinu í fyrrahaust og var
kaupverðið um 3,5 milljarðar
króna. Jóhann Gunnarsson, skip-
stjóri, sigldi skipinu heim.
Guðmundur Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Brims, segist gera
sér vonir um að hægt verði að
koma skipinu í rekstur sem allra
fyrst. Það byggist þó á því að
stjórnvöld breyti viðhorfum sínum
til sjávarútvegsins. Þau mál hljóti
að skýrast á næstu dögum.
Skálabergið var smíðað í Noregi
2003 fyrir útgerð í Færeyjum og
gert út þaðan til ársins 2010 er það
var selt til Argentínu. Þaðan
keypti Brim hf. skipið í fyrrahaust
og var Skálabergið í Las Palmas á
Kanaríeyjum í vetur þar sem það
fór í slipp og var málað í litum fé-
lagsins.
Skipið er mjög tæknivætt og trú-
lega yngsti frystitogarinn í flot-
anum. Aðbúnaður áhafnar er góður
og skipið er sérstaklega byggt fyr-
ir erfiðar aðstæður í Norður-
Atlantshafi. Skipið er búið fjórum
togvindum og er með 10 þúsund
hestafla aðalvél, það er 3.435 tonn
að stærð, 16 metra breitt og 74,50
m. langt. Frystigeta á sólarhring
er um 100 tonn.
Brim gerir út frystitogarana
Brimnes RE 27, sem var smíðað
2002, Guðmund í Nesi RE 13,
smíðaðan árið 2000, og Kleifaberg
RE 7, sem var smíðað árið 1974, og
dragnótabátinn Sólborgu RE 270,
sem var smíðaður 2001.
Vonar að hægt verði að koma
skipinu í rekstur sem allra fyrst
Morgunblaðið/Golli
Í heimahöfn Skálaberg RE 7 siglir fánum prýtt til hafnar í gærmorgun. Auk nýja frystitogarans á Brim hf. þrjá aðra skuttogara og dragnótarbát.
Útgerðarmaðurinn Guðmundur
Kristjánsson við nýja skipið.
Fullkominn frystitogari í flotann
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
Ertu að gera upp gamalt hús?
Laugavegi 29 - sími 552 4320 - www.brynja.is - brynja@brynja.is
Byggjum á langri hefð og eigum mikið úrval af alls kyns járnvöru.
Hurðahúnar, glugga- og hurðalamir, stormjárn, læsingar, útiljós o.fl.
Sérpöntunarþjónusta á hurðarhúnum, raflagnaefni o.s.frv.
Líttu við – sjón er sögu ríkari
Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919
Áratuga þekking og reynsla
Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16
Sótt var um leyfi til makrílveiða í
flokknum án frystingar fyrir 84
skip, en til skipta milli þeirra eru
6.703 tonn. Af þeim eru 64 skip 200
brúttótonn eða stærri og koma 98,5
tonn í hlut hvers þeirra. Undir þess-
ari stærð eru 20 skip og koma tæp-
lega 20 tonn í hlut hvers.
Sótt var um leyfi til makrílveiða
með línu og handfærum fyrir 239
skip. Af þessum fjölda fá 118 leyfi
þegar leyfisgjald hefur verið greitt.
Af umsækjendum eru 98 skip ekki
með haffæri sem gildir 1. júlí, en
þann dag má hefja makrílveiðar
með línu og handfærum. Ekki
verða gefin út leyfi til þeirra fyrr
en það skilyrði er uppfyllt. Þá eru
23 af þeim skipum sem sóttu um nú
þegar með strandveiðileyfi og því
er ekki unnt að gefa út leyfi til
þeirra fyrr en 1. september, segir á
vef Fiskistofu.
Skip sem sækja um á grundvelli
veiðireynslu eða eru með vinnslu
um borð hafa áfram tækifæri til að
sækja um veiðileyfi.
Mikill áhugi á mak-
rílveiðum í sumar
Að tillögu Hafrannsóknastofnunar-
innar hefur atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytið heimilað
rækjuveiðar í sunnanverðum
Breiðafirði, vestan Krossnesvita
fram til 1. júlí 2013. Veiðarnar má
ekki stunda með stærri skipum en
105 brúttólestir og skal varpa skip-
anna búin seiðaskilju.
Fari rækjuafli á svæðinu yfir þús-
und tonn 2013 ákveður ráðherra
hvort veiðar verði bannaðar á
svæðinu. Í reglugerð kemur fram
að afli sem fenginn er við þessar
veiðar reiknast til úthafsrækjuafla.
Rækjuveiðar í sunn-
anverðum Breiðafirði