Morgunblaðið - 17.05.2013, Qupperneq 22
BAKSVIÐ
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Grænland þarf á samstarfsþjóðum
að halda vegna þeirrar gríðarlegu
efnahagsuppbyggingar sem er
framundan í landinu á næstum ár-
um og áratugum – og þar væru Ís-
lendingar vænlegur kostur. Fjár-
mögnun þeirra fjölmörgu verkefna
sem eru í pípunum á Grænlandi er
metin á yfir 40 milljarða danskra
króna, jafnvirði um 850 milljarða ís-
lenskra króna.
Þetta kom fram í máli Svend
Hardenberg, stofnanda Greenland
Invest og sveitarstjóra í Qaasuitsup
á Grænlandi, á fundi sem VÍB,
eignastýringarþjónustu Íslands-
banka, stóð fyrir í gærmorgun. Á
meðal fyrirhugaðra framkvæmda í
Grænlandi eru verkefni tengd
hvers kyns námuvinnslu, vatnsút-
flutningi, olíu- og gasvinnslu, upp-
byggingu innviða – flugvöllum,
skipahöfnum og vegum – og vatns-
aflavirkjana. Stærsta einstaka fjár-
festingin um þessar mundir er ál-
ver sem Alcoa hyggst reisa og
kostar yfir 400 milljarða íslenskra
króna.
Hann sagði að stærsta áskorunin
sem Grænlendingar stæðu hins
vegar frammi fyrir væri skortur á
mannafli til að fást við allar þessar
framkvæmdir. Því væri nauðsyn-
legt að vinnuafl í Grænlandi myndi
smám saman að færa sig úr óhag-
kvæmari atvinnugreinum þar í
landi, til að mynda fiskvinnslu, yfir
í störf sem tengjast þeim miklu
framkvæmdum sem eru framund-
an.
Gríðarleg tækifæri
bíða Íslands
Heiðar Már Guðjónsson, hag-
fræðingur og fjárfestir, sagði í er-
indi sínu að gríðarleg tækifæri biðu
Íslendinga á norðurheimskauts-
svæðinu. Nefndi hann meðal annars
í því samhengi þá fyrirsjáanlegu
aukningu sem yrði í skipa- og flug-
samgöngum vegna aukinna efna-
hagsumsvifa í Grænlandi. Heiðar
telur þó ekki sennilegt – né endi-
lega eftirsóknarvert – að Ísland
verði nokkurn tíma umskipunar-
höfn ef siglingaleiðin um norður-
slóðir opnast fyrir skipaflutninga.
Til þess að svo gæti orðið þyrfti að-
komu alþjóðlegs skipaflutninga-
félags sem tæki það að sér að reisa
slíka umskipunarhöfn og byggja
upp flutninganet á Íslandi. Að mati
Heiðars Más njóta Múrmansk í
Rússlandi og Kirkenes í Noregi for-
skots fram yfir Ísland í þessum efn-
um. Því ætti Ísland fremur að ein-
blína á það samkeppnisforskot sem
Íslendingar hafa fyrir minni skip
sem koma að þjónustu og uppbygg-
ingu ýmiss konar innviða á Græn-
landi.
Þrátt fyrir að Heiðar Már sé
þeirra skoðunar að Ísland sé í
sterkri stöðu til að taka þátt upp-
byggingu á Grænlandi á komandi
árum – vegna þekkingar á sam-
bærilegum fjárfestingaverkefnum
og landfræðilegrar legu – þá sé
hætta á því að fjármagnshöftin
muni gera Íslendingum erfitt fyrir.
Hann telur að ætli Íslendingar sér
að taka þátt í þessari uppbyggingu
sé nauðsynlegt að við komum einn-
ig að fjármögnun verkefna til lengri
tíma litið. Þannig sýndum við að
okkur væri alvara með að vera
þátttakendur í þeim fjölmörgu
verkefnum sem Grænlendingar
muni ráðast í á komandi árum og
áratugum. Það sem aftri því að slíkt
geti hins vegar orðið að veruleika
um þessar mundir séu höftin því
þeir sem vilji koma að fjárfestingu
á Grænlandi þurfi vitaskuld að
reiða fram erlendan gjaldeyri.
Heiðar Már vakti athygli á því í
erindi sínu að þau átta ríki sem
eiga sæti í Norðurskautsráðinu séu
öll með sinn eigin gjaldmiðil. Að
hans mati muni þetta breytast í ná-
inni framtíð samhliða auknu sam-
starfi þessara þjóða á norðurslóðum
og að endingu muni „sterkustu“
gjaldmiðlarnir aðeins lifa af. Sjálfur
telur Heiðar Már heppilegast ef all-
ar þjóðirnar myndu sammælast um
að taka upp kanadíska dollarann.
Búum yfir þekkingu
og reynslu
Fram kom í erindi Hauks Ósk-
arssonar, framkvæmdastjóra hjá
Mannviti, að íslensk fyrirtæki væru
heppilegir samstarfsaðilar að verk-
efnum á Grænlandi vegna reynslu
þeirra við að vinna við sambæri-
legar aðstæður samfara uppbygg-
ingu orkufreks iðnaðar. Hann sér
fram á möguleika á margvíslegu
samstarfi milli þjóðanna – Ísland
hafi til að mynda þann mannauð og
þekkingu sem Grænlendinga skorti
til að nýta ýmsar náttúruauðlindir.
Haukur undirstrikaði aftur á móti
að mikilvægt væri að samstarfið
yrði byggt upp með þeim hætti að
báðar þjóðir högnuðust sem mest á
því.
Ísland vænlegur samstarfsaðili
Morgunblaðið/Rósa Braga
Tækifæri Á fundi VÍB í Hörpu í gærmorgun ræddu fundarmenn um þau miklu tækifæri sem eru á norðurslóðum.
850 milljarða fjárfestingar í pípunum á Grænlandi Stofnandi Greenland Invest segir Grænlendinga
þurfa á bandamönnum að halda Heiðar Már Guðjónsson telur höftin geta hamlað aðkomu Íslands
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
Hagar Hagnaðurinn jókst um 26% í fyrra.
● Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári
félagsins sem lauk í lok febrúar síðast-
liðins nam tæplega 3 milljörðum kr. eft-
ir skatta. Til samanburðar var hagn-
aðurinn rúmlega 2,3 milljarðar kr. árið
á undan og eykst því um rúm 26% milli
ára.
Þetta kemur fram í uppgjöri fyrir árið
sem sent var til Kauphallarinnar í gær.
Þar kemur fram að vörusala rekstrar-
ársins nam tæplega 71,8 milljörðum
króna, samanborið við 68,5 milljarða
króna árið áður. Söluaukning félagsins
er því 4,8% milli ára.
Hagnaður Haga tæpir 3
milljarðar króna í fyrra
● Í ljósi gjalddagans í dag á ríkis-
bréfaflokknum RIKB13 hefði mátt búast
við meiri þátttöku en raunin varð í út-
boði Lánamála ríkisins í fyrradag á 2ja
ára óverðtryggða flokknum RIKB15,
samkvæmt Morgunkorni Greiningar Ís-
landsbanka í gær.
Einungis 9 gild tilboð bárust í flokk-
inn að fjárhæð 5.825 m.kr., sem var öll-
um tekið á ávöxtunarkröfunni 4,03%.
Kjör ríkissjóðs bötnuðu um 58 punkta.
Aðeins 9 tilboð bárust
● Árið 2012 var 21% framkvæmda-
stjóra og 24% stjórnarformanna
starfandi fyrirtækja sem skráð voru í
hlutafélagaskrá kvenkyns. Hlutfall
kvenna er hæst í minnstu fyrirtækj-
unum, samkvæmt frétt á vef Hag-
stofu Íslands. Þó hefur kvenkyns
stjórnarformönnum fjölgað hlutfalls-
lega mest á síðustu árum í fyrir-
tækjum með yfir 250 starfsmenn en
hlutfall kvenna í þeim hópi fyrirtækja
óx úr 9% í 15% milli 2011 og 2012 og
hefur tvöfaldast frá árinu 2010. Hlut-
fall kvenna er hæst í yngsta aldurs-
hópi framkvæmdastjóra og stjórnar-
formanna.
21% stjóranna konur
STUTTAR FRÉTTIR
!"# $% " &'( )* '$*
+,,-./
+.0-1
+,2-34
,+-+1,
,2-1,,
+.-45
+,0-..
+-+10
+.4-23
+/5-15
+,4-+3
+.5-4/
+,2-5.
,+-,/3
,2-1.3
+.-3,3
+,5-,4
+-+11/
+.4-/1
+/.-3+
,+0-21.4
+,4-34
+.5-.
+,+-+4
,+-4+0
,+-230
+.-35.
+,5-/.
+-,24
+.3-+3
+/.-./
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Spurður að því á fundinum hvort
hann teldi að Danmörk væri milli-
liður í samskiptum Grænlands við
erlend ríki og hvort sú ráðstöfun
væri til þess fallin að hamla upp-
byggingu sagði Svend Hardenberg
svo vera. Hann bætti því enn-
fremur við að svo virtist sem
danskir ráðamenn teldu sig enn
vera í stjórnunarsætinu þegar
kæmi að efnahagsuppbyggingu og
nýtingu auðlinda á Grænlandi.
Hann sagði að Grænlendingar
ættu mjög erfitt með að sætta sig
við það að Danir teldu sig geta
ráðskast með þróun mála þar í
landi. „Við munum þurfa að skil-
greina okkar betur á leið til sjálf-
stæðis og finna okkur banda-
menn,“ sagði Svend.
Hann telur að í þeim efnum
muni Grænlend-
ingar einkum
horfa til Íslands,
Noregs og Kan-
ada. Jafnframt
sagðist hann
upplifa mikinn
áhuga frá Kína
og Suður-Kóreu
en þau ríki hafa
nú þegar ráðist í
fjárfestingar á Grænlandi á undan-
förnum árum.
Heiðar Már Guðjónsson sá einn-
ig ástæðu til þess að benda á að
tengsl Danmerkur við Grænland
væru eina ástæða þess að Anders
Fogh Rasmussen, fyrrverandi for-
sætisráðherra Danmerkur, hefði
verið gerður að yfirmanni Atlants-
hafsbandalagsins (NATO).
Segir Dani enn afskiptasama
GRÆNLENDINGAR ÞURFA AÐ LEITA AÐ BANDAMÖNNUM
Svend
Hardenberg
Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900
Funahöfða 1
110 Reykjavík
Sími: 567-4840
ERTU MEÐKAUPANDA?Skjalafrágangur
frá kr. 15.080
Seljum allskonar bíla,
langar þig í einn?
Skráðu þinn frítt!
Okkur finnst gaman
að selja bíla,
viltu selja þinn?
SÖLULAUN frá kr. 39.9
00