Morgunblaðið - 17.05.2013, Page 23

Morgunblaðið - 17.05.2013, Page 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013 Þrettán nemendur útskrifuðust sem flutningatæknar úr Flutninga- skóla Samskipa í fyrradag og var nemendahópurinn fjölþjóðlegri en nokkru sinni fyrr því auk Íslend- inga stunduðu nú nám við skólann þrír Pólverjar, Marokkóbúi og Fil- ippseyingur, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Samskipum. Alls hafa 50 nemendur útskrifast frá skólanum frá því hann var sett- ur á laggirnar haustið 2008. Boðið er upp á tvíþætt fagnám og starfs- nám í flutningum í skólanum sem starfræktur er í samstarfi við Mími símenntun. „Stefna Samskipa er að stuðla stöðugt að auknum lærdómi starfs- fólks. Fræðsla skal vera hluti af framtíðaráætlun hvers starfs- manns á þann hátt að viðkomandi hafi möguleika á að auka við þekk- ingu sína og færni í núverandi starfi, auk þess að afla sér þekk- ingar á nýjum sviðum,“ sagði Auð- ur Þórhallsdóttir, mannauðs- ráðgjafi Samskipa, m.a. við skólaslitin, að viðstöddum fram- kvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, forstjóra Samskipa, nemendum og gestum. Flutningaskóli Samskipa er fyrir starfsmenn sem eiga stutta form- lega skólagöngu að baki og starfa í vöruhúsum, á gámavelli eða sem bílstjórar. Nokkur starfsþróun hef- ur átt sér stað hjá því starfsfólki Samskipa sem þegar hefur útskrif- ast úr skólanum og sagði Auður að um helmingur þeirra tækist nú á við ný og ábyrgðarmeiri störf. „Kennslan í Flutningaskólanum byggist á viðurkenndri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er námið viðurkennt af mennta- málaráðuneytinu til allt að 23 ein- inga í framhaldsskóla. Námið tekur tvær annir og er tæplega 400 kennslustundir. Kennt er í vinnu- tíma starfsmanna tvisvar til þrisv- ar í viku,“ segir í tilkynningu. Ljósmynd/Samskip/Jón Svavarsson Flutningatæknar Tólf af þrettán nemendum Flutningaskóla Samskipa. Flutningatækn- ar útskrifaðir  Samskip rækir flutningaskóla Heildarafli íslenskra skipa í apríl- mánuði, metinn á föstu verði, var 19,9% meiri en í apríl 2012. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist sam- an um 3,5% miðað við sama tímabil 2012, sé hann metinn á föstu verði, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands. Aflinn alls 110.657 tonn Aflinn nam alls 110.657 tonnum í apríl 2013 samanborið við 80.266 tonn í apríl 2012. Botnfiskafli jókst um tæp 8.100 tonn frá apríl 2012 og nam rúmum 44 þúsund tonnum. Þar af var þorskafl- inn rúm 21.000 tonn, sem er aukning um rúm 4.900 tonn frá fyrra ári. Ýsu- aflinn nam tæpum 4.300 tonnum sem er 428 tonnum minni afli en í apríl 2012. Karfaaflinn jókst um rúm 1.200 tonn samanborið við apríl 2012 og nam rúmum 6.400 tonnum. Rúm 7.200 tonn veiddust af ufsa sem er rúmlega 2.900 tonna aukning frá apríl 2012. Uppsjávartegundir 59.500 tonn Afli uppsjávartegunda nam rúm- um 59.500 tonnum, sem er rúmlega 21.700 tonnum meiri afli en í apríl 2012. Aukninguna má rekja til aukn- ingar í kolmunnaafla en nær engar aðrar uppsjávartegundir voru veidd- ar í mánuðinum, líkt og í apríl 2012. Flatfiskaflinn var tæp 2.100 tonn í apríl 2013 og dróst saman um 198 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabba- dýraafli nam rúmum 2.300 tonnum. Fiskafli jókst um 19,9% í apríl Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is Við bjóðum ölbreytt úrval innlánsreikninga með föstum vöxtum. Hafðu samband og kynntu þér málið. M ið að vi ð út ge fn a va xt at ö flu M P ba nk a 1 1 .a pr íl 2 0 1 3 . Fastir vextir á innlánsreikningum innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu Verðtryggðir innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu Óverðtryggðir2,5 6,3 Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtumVerðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum 3 mánuðir 4,8% 6 mánuðir 5,0% 12 mánuðir 5,2%36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75% 24 mánuðir 5,4% 36 mánuðir 6,3% 60 mánuðir 6,4% NÝJUNG Í LANDSLAGINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.