Morgunblaðið - 17.05.2013, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
Þýskir femínistar mótmæltu harðlega í
gær opnun svokallaðs Barbie-
draumahúss við Alexanderplatz í mið-
borg Berlínar, höfuðborgar Þýska-
lands. Um er að ræða 2.500 fermetra
eftirlíkingu af Barbie-dúkkuhúsi þar
sem ferðamenn geta meðal annars
skoðað eldhús og fataskáp Barbie-
dúkkunnar, farið á módel- og snyrti-
vörunámskeið, skoða yfir 350 mismun-
andi tegundir af Barbie-dúkkum ásamt
því að láta taka myndir af sér til minn-
ingar um ferðina.
Hið skærbleika dúkkuhús hefur ver-
ið harðlega gagnrýnt af ungliða-
samtökum Vinstriflokksins í Þýska-
landi en þau stóðu fyrir mótmælum
fyrir utan húsið í dag á sama tíma og
opnun þess fór fram. Gagnrýnendur
hússins segja það ýta undir staðal-
ímyndir kynjanna, karlrembu og ver-
aldarhyggju. Á meðal þeirra sem tóku
þátt í mótmælunum voru aðgerðar-
sinnar úr hópi úkraínsku femínista-
samtakana FEMEN. Við mótmælin
beruðu aðgerðarsinnarnir brjóst sín og
brenndu Barbie-dúkkur sem þær
höfðu bundið fastar við trékrossa.
skulih@mbl.is
Krossfestu
Barbie
Mótmæltu opnun Barbie-draumahússins í Berlín
AFP
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Barack Obama Bandaríkjaforseti
hefur vikið Steven Miller, ríkis-
skattstjóra Bandaríkjanna, úr starfi
í kjölfar hneykslis vegna rannsókna
skrifstofu bandarísku skattstofunn-
ar, IRS, í Cincinatti-borg í Ohio-
ríki, á hægrisinnuðum samtökum,
tengdum hinni svokölluðu „Teboðs-
hreyfingu“. Samtökin áttu það öll
sameiginlegt að hafa sótt um und-
anþágur frá skattareglum.
Reiður vegna málsins
Forsetinn tilkynnti fjölmiðlum
þessa ákvörðun sína á blaðamanna-
fundi í Hvíta húsinu í fyrrakvöld. Á
fundinum fór hann hörðum orðum
um vinnubrögð starfsmanna skatt-
stofunnar og sagði þau vera óafsak-
anleg. „Bandaríkjamenn hafa fullan
rétt til þess að vera reiðir yfir þessu
máli. Ég er reiður yfir því. Ég mun
ekki líða svona vinnubrögð hjá
nokkurri stofnun, sérstaklega ekki
hjá bandarísku skattstofunni,“
sagði Obama við blaðamenn sem
mættir voru í Hvíta húsið í fyrra-
kvöld.
Þá benti Obama á að Jack Lew,
fjármálaráðherra Bandaríkjanna,
hefði krafist þess að Miller yrði vik-
ið úr starfi í kjölfar þess að rann-
sókn á vegum fjármálaráðuneytis-
ins leiddi í ljós að skattstofan hafði
hvorki haft hlutleysi né meðalhóf að
leiðarljósi í fyrrnefndum rannsókn-
um sínum. Jafnframt tjáði Obama
fjölmiðlamönnum á fundinum að
slegnir yrðu varnaglar við endur-
tekinni valdamisnotkun af þessu
tagi.
Rak skattstjórann
í kjölfar hneykslis
AFP
Bandaríkjaforseti Barack Obama á
blaðamannafundinum í fyrrakvöld.
Fjármálaráð-
herrann krafðist
frávikningarinnar
Norsk hjón voru í
gær dæmd til
sautján ára fang-
elsisvistar fyrir
að hafa ítrekað
beitt þrjá syni
sína hrottalegu
kynferðisofbeldi.
Drengirnir báru
vitni fyrir dómi
og sögðu foreldrana, sem eru 39
ára og 40 ára, hafa handjárnað þá
og bundið þá með reipum, barið þá,
sparkað í þá og hótað þeim auk
þess að hafa neytt þá til að beita
hver annan kynferðisofbeldi. Þá
beittu foreldrarnir allskonar hlut-
um við ofbeldið sem fór yfirleitt
fram í sérstöku „kynlífsherbergi“ í
kjallara hússins eða í svefnherbergi
foreldranna. Tveir yngri dreng-
irnir þjást af martröðum þar sem
þeirra mesta ógn er að foreldrar
þeirra komi og taki þá.
NOREGUR
Fertug hjón beittu
syni sína ítrekað
kynferðisofbeldi
Íbúar Gaza-
strandarinnar
láta það ekki
hamla neyslu
sinni á skyndi-
mat að enga al-
þjóðlega skyndi-
bitastaði er að
finna á svæðinu.
Þannig hefur nú
verið stofnuð palestínsk heimsend-
ingarþjónusta, undir nafninu Ya-
mama, sem sérhæfir sig í að smygla
mat til viðskipavina á Gazaströnd-
inni frá útibúi skyndibitakeðjunnar
KFC í borginni El-Arish í Egypta-
landi. Heimsendingin tekur þó-
nokkrar klukkustundir enda er El-
Arish í 30 km fjarlægð frá Gaza-
ströndinni. Maturinn er fluttur með
bifreið eygpska hluta borgarinnar
Rafah á Gazaströndinni. Þaðan er
hann fluttur í gegnum neðanjarðar-
göng yfir á palestínska hluta borg-
arinnar. Loks sjá sendlar á bif-
hjólum um að koma pöntuninni á
leiðarenda .
PALESTÍNA
Smygla skyndibita
yfir á Gazaströndina
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Þá ákvörðun tók ég í ljósi stjórn-
arskipta sem gætu brostið á hvern
dag. Ég taldi því rétt að halda mig
fremur heima við í því ljósi og sendi
æðsta yfirmann ráðuneytisins á sviði
norðurslóðamála, Hermann Örn Ing-
ólfsson, sem staðgengil minn. Slíkt er
alsiða eigi ráðherrar ekki heiman-
gengt, og lítið tiltökumál. Ég hefi oft-
sinnis gert það,“ segir Össur Skarp-
héðinsson, fráfarandi utanríkis-
ráðherra, aðspurður hvers vegna
hann hafi ekki sótt fund Norður-
skautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð.
„Við þessar að-
stæður taldi ég
rétt að hafa þetta
svona, enda búinn
að leggja með
öðrum hætti fram
minn skerf til
þeirar niðurstöðu
sem varð.“
– Má túlka fjar-
veru þína sem
mótmæli af þinni
hálfu og þannig óbeinan stuðning við
málstað Grænlendinga? Það er að
segja áhyggjur Alequ Hammond,
formanns grænlensku landstjórnar-
innar, af því að Grænlendingar muni
missa sæti við aðildarborð ráðsins í
formennskutíð Kanada?
Söguleg niðurstaða fundarins
„Það er ekki hægt að túlka mína
fjarveru með neinum hætti öðrum en
þeim að vegna yfirvofandi stjórnar-
skipta taldi ég rétt að sitja heima.
Hins vegar varð niðurstaða fundarins
söguleg að tvennu leyti.
Í fyrsta lagi var formlega staðfest-
ur samningur um varnir gegn olíu-
mengun, sem er eitt af þeim málum
sem ég hef harðast barist fyrir og Ís-
land síðustu fjögur ár á sviði norður-
slóða. Það var kærkomið, ekki síst í
ljósi þess að sá samningur var til
lykta leiddur endanlega hér í Reykja-
vík á sínum tíma. Í öðru lagi voru
þarna útkljáð mál varðandi áheyrn-
araðild margra ríkja, nákvæmlega í
þeim anda sem við hefðum viljað. Í
því efni höfum við viljað ganga mjög
langt og fyrir því hef ég talað síðustu
ár. Þarna voru tekin inn Kína, Singa-
púr, Indland, Ítalía, S-Kórea og Jap-
an, auk ESB, með þeim fyrirvara þó
að upptaka ESB tekur ekki formlega
gildi fyrr en búið er að framkvæma
ákveðin úrlausnarefni varðandi sela-
málið svokallaða, í samræmi við bréf
Josés Manuels Barrosos [forseta
framkvæmdastjórnar ESB] til Kan-
ada fyrr í þessum mánuði.“
Heima vegna stjórnarskipta
Utanríkisráðherra sótti ekki fund Norðurskautsráðsins vegna stjórnarskipta
Ákvörðunin tengist ekki mótmælum formanns grænlensku landstjórnarinnar
Össur
Skarphéðinsson
www.jens.is
www.uppsteyt.is
Síðumúla 35
Kringlunni og
Íslensk hönnun
Útskriftir 2013
16.300.-
7.600.-
7.900.-
9.400.-
12.700.-
15.900.-
8.300.-
11.900.-
11.400.-