Morgunblaðið - 17.05.2013, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
Stjórnvöld í Noregi hafa hafnað
beiðni norska fjöldamorðingjans
Anders Breivik um að fá að stofna
fasískan stjórnmálaflokk. Breivik,
sem hefur verið í einangrun í
fangelsi rétt utan við Osló síðan
hann var dæmdur fyrir að drepa
77 manns í tveimur hryðjuverka-
árásum árið 2011, hafði sótt um
leyfi til að stofna stjórnmálaflokk
sem átti að bera nafnið „Norski
fasistaflokkurinn og Norræna
bandalagið“.
Í samtali við Aftenposten sagði
Mette Siri Broenmo, talsmaður
norsku félagaskráarinnar, að um-
sókn Breiviks hefði skort nauðsyn-
leg gögn en auk þess hefði hún
ekki uppfyllt lágmarkskröfur um
fjölda meðlima í stjórnmála-
samtökum. „Það þarf tvo eða fleiri
til að stofna félag ... en í þessu til-
felli er einungis um Breivik að
ræða,“ sagði Broenmo. Raunar er
aðeins flóknara að stofna stjórn-
málaflokk heldur en hefðbundið
félag í Noregi en samkvæmt lög-
um þar í landi þurfa stjórn-
málaflokkar að hafa að minnsta
kosti fimm þúsund skráða stuðn-
ingsmenn til að hljóta viðurkenn-
ingu og styrki frá hinu opinbera.
Að sögn Todd Jordet, lögmanns
Breiviks, ætlar skjólstæðingur
hans að gera aðra tilraun til að fá
flokkinn skráðan. skulih@mbl.is
Breivik fær ekki að
stofna fasistaflokk
Skorti nauðsynleg gögn og stuðning
AFP
Breivik Fjöldamorðinginn Anders
Breivik fær ekki að stofna flokk.
Skotbómulyftarar
mest seldi
skotbómulyftarinn
2012
Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is
Lyftigeta 2.5 til 12 tonn
Fáanlegir með
• Vinnukörfum
• Skekkingju á bómu
• Bómu með lengd allt að 18 metrum
• Roto útfærsla með bómu
allt að 25 metrum
Aðalfundur Haga hf. 7. júní 2013
Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn
föstudaginn 7. júní 2013 og hefst hann kl. 09:00
á 20. hæð í Turninum, Smáratorgi í Kópavogi.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu
endurskoðanda, lagður fram til samÞykktar.
3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á
reikningsárinu 2012/13.
4. Tillaga að nýjum samÞykktum félagsins.
• Lögð verður fram tillaga að nýjum samÞykktum Þar sem
Þær hafa verið endurskoðaðar í heild sinni. Greinargerð
um helstu breytingar er aðgengileg hluthöfum á skrifstofu
félagsins og vefsíðu Þess, www.hagar.is
5. Ákvörðun um Þóknun til stjórnarmanna.
6. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu.
7. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda.
8. Tillögur stjórnar um arðgreiðslustefnu.
9. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni
sem löglega eru upp borin.
Ársreikning og önnur gögn, ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt
hluthafa til að bera fram tillögur og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu
félagsins, http://www.hagar.is/hluthafaupplysingar/adalfundur-/
Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn,
Þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og
annarra hluthafa ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða
einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum.
Stjórn Haga hf.
Breska ríkisútvarpið, BBC, segist
hafa séð myndbönd sem virðast stað-
festa frásagnir af notkun efnavopna í
Sýrlandi í síðasta mánuði. Þá hefur
fréttaritari BBC heyrt frá sjónar-
vottum sem segjast hafa séð þyrlur á
vegum sýrlenska hersins varpa að
minnsta kosti tveimur hylkjum af
eiturgasi á bæjinn Saraqeb í norður-
hluta Sýrlands.
Átta lagðir inn á sjúkrahús
Hinn 29. apríl síðastliðinn hóf sýr-
lenski stjórnarherinn stórskotaliðs-
árás á Saraqeb, segir í frétt BBC. Þá
er haft eftir læknum á spítala í ná-
grenni bæjarins að átta manns hafi
verið lagðir þangað inn vegna önd-
unarerfiðleika. Sögðu læknarnir að
sumir hefðu verið með uppköst og
aðrir með herpt sjáöldur. Maryam
Khatib, ein þeirra sem lagðir voru
inn á spítalann, er nú látin.
Eins og kassalaga ílát
Sjónarvottar segja eitt hylkjanna,
sem sagt er hafa lent í útjaðri bæj-
arins, líta út eins og kassalaga ílát
með innantómu steinsteypuhylki. Þá
segist BBC hafa heimildir fyrir því
að sýni frá vettvangi árásarinnar,
sem og úr hinum meintu fórnarlömb-
um, hafi verið send til rannsóknar í
Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakk-
landi og Tyrklandi.
Rúm tvö ár eru síðan stríðsátökin í
Sýrlandi hófust en Sameinuðu þjóð-
irnar áætla að meira en 80 þúsund
manns hafi látið lífið í þeim.
skulih@mbl.is
AFP
Átökin í Sýrlandi Rúm tvö ár eru síðan stríðsátökin í Sýrlandi hófust.
Ber ummerki
efnavopnaárásar
Sýni til rannsóknar á Vesturlöndum
Boyko Borisov, leiðtogi GERB-
flokksins, tilkynnti fjölmiðlum á
blaðamannafundi í gær að hann
hygðist kæra úrslit þingkosning-
anna sem fram fóru í Búlgaríu síð-
astliðinn sunnudag og krefjast þess
að kosið yrði á ný. GERB-flokk-
urinn, sem er flokkur íhaldsmanna,
hlaut flest atkvæði í kosningunum
en náði þó ekki hreinum meirihluta.
Í dag ríkir pattstaða á þinginu en
talið er að nær ómögulegt muni
reynast fyrir Borisov að mynda rík-
isstjórn með einhverjum hinna
þriggja flokkanna á þinginu.
Krefst þess að þingkosn-
ingar verði endurteknar
AFP
Kosningakæra Boyko Borisov á
blaðamannafundinum í gær.