Morgunblaðið - 17.05.2013, Side 29

Morgunblaðið - 17.05.2013, Side 29
UMRÆÐAN 29Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013 Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 551 6646 Laura Ashley á Íslandi • Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 Ljósadagar 20% afsláttur 10.-25. maí EINFÖLD ÁKVÖRÐUN VELDU ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA Smiðjuvegi 68-70, Kópavogi  544 5000 Hjallahrauni 4, Hfj  565 2121 Rauðhellu 11, Hfj  568 2035 Fitjabraut 12, Njarðvík  421 1399 Eyrarvegi 33, Selfossi  482 2722www.solning.is Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkurHjólastillingarDekkjaverkstæði Bremsuklossar Peruskipti – UMBOÐSMENN UM LAND ALLT – Þú paSSaR HaNN VIÐ PÖSSUM ÞIG Fyrir um fjörutíu árum komu saman nokkrir slökkviliðs- menn sem töldu að það vantaði sameig- inlegan málsvara fyrir stéttina. Þessum gæfumönnum eigum við margt að þakka, fjórum áratugum seinna. Því má halda fram að LSS hafi í sam- starfi við breiðan hóp aðila frá sveitarfélögum, Mannvirkjastofnun og fagráðuneytum markað mörg spor í sand bráðaþjónustu lands- manna á þessum árum. Samningsrétturinn Þegar horft er yfir farinn veg rifjast upp ýmis baráttumál eins og reglugerð nr. 197/1991 um mennt- un, réttindi og skyldur slökkviliðs- manna. 1994 samþykkti Alþingi lög sem veitti slökkviliðsmönnum lög- gildingu og þar með samningsrétt fyrir stéttina. Þá var LSS ekkert að vanbúnaði að gera kjarasamning sem og var gerður og langvinn samningsréttardeila þar með úr sögunni. LSS undirritaði sinn fyrsta kjarasamning í júní árið 1994. Þrír samningar Kjarasamningar eru lifandi og eiga að taka breytingum miðað við breytta tíma og breytt vinnulag. LSS heldur nú úti þremur kjara- samningum; fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hjá sveit- arfélögunum, fyrir sjúkraflutn- ingamenn sem starfa hjá ríkisstofn- unum og fyrir slökkviliðsmenn sem starfa á flugvöllum hjá ISAVIA. Félagsmenn LSS hafa alla tíð verið baráttuglaðir þegar kemur að brýnum hagsmunum þeirra. Ber þar hæst baráttan um samnings- réttinn. Árið 2010 var farið í verk- fall sem gekk það langt að starf- semi Landspítalans var við það að stöðvast, sökum þess að ekki var hægt að koma sjúklingum á milli staða. Sjúkraflutningamenn í hópinn Með breytingum á rekstri sjúkra- flutninga um áramótin 1997-1998, þegar Rauði krossinn og heilbrigð- isráðuneytið gerðu með sér samn- ing um rekstur sjúkrabíla landsins, varð mikil breyting á fyrirkomulagi á mannahaldi á bílunum. Í stað þess að deildir Rauða krossins greiddu laun fór heilsugæslan að greiða laun sjúkraflutningamanna. Á þingi LSS sem haldið var á Akureyri vor- ið 1999 var samþykkt að taka þá inn í félagið. Merki félagsins var svo breytt í framhaldi af þessari sameiningu. Þannig að í stað Ís- lands sem var í miðju Möltukross- ins kom lífsstjarnan og hefur það merki haldið sér síðan. Möltukross- inn er mjög algengt merki slökkvi- liðsmanna út um allan heim en lífs- stjarnan er alþjóðlegt merki sjúkraflutningamanna. Hvaða lög gilda? Margs er að minnast í svona yfir- ferð um síðastliðin tuttugu ár. LSS hefur haldið uppi réttindabaráttu fyrir slökkviliðsmenn á Keflavík- urflugvelli. Eftir að herinn fór breyttist mjög margt hjá starfs- mönnum. Þá voru tíðar breytingar og uppsagnir á vellinum og eitt rekstrarformið kom og annað fór. Nú er þó staðan þannig að enginn veit hvaða lög gilda um starfsemi slökkviliða á flugvöllum landsins. Umhverfisráðuneytið segir að lög um brunamál nr.75/2000 gildi en innanríkisráðuneytið segir að lög um loftferðir nr. 60/1998 gildi þar. Þetta mál er núna hjá umboðs- manni alþingis. Einnig hefur LSS blandast inn í deilur sem sköpuðust við byggingu Kára- hnjúkavirkjunar. Snér- ust þær aðallega um hvaða réttindi þarf til að vinna við sjúkra- flutninga og hvað rekstraraðilar þurfa að uppfylla til að reka sjúkraflutninga- þjónustu. Menntun Á tímamótum sem þessum ber að huga að menntunarmálum stéttanna til framtíðar. Koma þarf þessum stéttum inn í það formlega skólaumhverfi sem rekið er á landinu. Það verður að stefna að því að menntun stéttanna sé ein- ingabær og falli þannig inn í menntakerfi okkar. Má þar hugsa sér að slökkviliðsmenntunin verði einingabær til háskólaeininga enda þarf sveinspróf eða lokapróf frá framhaldsskóla til að verða slökkvi- liðsmaður. Sjúkraflutningarnir verða einnig að fá það formlega metið hvar og hvernig meta á það inn í menntakerfið. Það hefur verið ályktað um það á þingum LSS að hefja bráðatæknanám á Íslandi. Til að framþróun geti átt sér stað þurfa menn að eiga sér drauma. Alþjóðasamstarf Á árinu 2007 hóf LSS samstarf við systursamtök sín á Norðurlönd- unum. Upp úr þessu samstarfi voru stofnuð Evrópusamtök slökkviliðs- manna, EFFUA. Hafa þessi samtök verið að vinna að ýmsum málum og ber þar kannski hæst að kynna rannsóknir um krabbamein og slökkviliðsmenn. Samtökin hafa einnig átt fundi með ESB um að- búnað og hollustuhætti í bráðaþjón- ustu. Það hafa átt sér hugarfars- breytingar hér heima sem beint er hægt að rekja til þessa samstarfs. Að svo mæltu vil ég óska félags- mönnum LSS til hamingju með af- mælið og árna þeim alls velfarnaðar til framtíðar. 40 ára barátta fyrir bættum kjörum Eftir Sverri Björn Björnsson » Félagsmenn LSS hafa alla tíð verið baráttuglaðir þegar kemur að brýnum hags- munum þeirra. Ber þar hæst baráttan um samningsréttinn. Sverrir Björn Björnsson Höfundur er formaður Lands- sambands Slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna. Ör hækkun meðalaldurs þjóðar- innar kallar á róttækar aðgerðir í vistunarmálum gamla fólksins, eigi ekki allt að fara í óefni innan fárra ára. Það gengur heldur ekki lengur, að aldraðir séu amakefli stjórn- valda. Nú þarf nýja nálgun, nýja yf- irsýn. Hægt er að byrja á að senda öllum sem orðnir eru 60 ára þrjár spurn- ingar: 1. Hvar vilt þú vera í vistun í ellinni? 2. Getur þú hugsað þér að dvelja í öðru sveitarfélagi og þá hvar? 3. Hyggst þú reyna að vera al- veg á eigin vegum til loka? Út frá þessu má svo vinna. Tak- ist vel til í vistunarmálunum, má fyrirgefa margt annað. Það sjáum við, sem dveljum við bestu hugs- anleg skilyrði. Afar nauðsynlegt er svo að gera umönnunarstörfin eftirsóknarverð. Þau eru unnin af mikilli fórnfýsi, hjartahlýju og þolinmæði. Því er reynt að lýsa í ljóðinu, sem hér fylgir: Ég á þig nú samt. Þeir segja karlaskarfarnir hér að ég sé farinn að rugla ég eigi þig ekki heldur sértu gift öðrum manni úti í bæ ég eigi ekki þig sem kemur brosandi og segir falleg orð siðar mig til og lagar á mér axlaböndin það verður annað upplitið á þeim þegar við förum saman í sólina ætli ekki það. HELGI KRISTJÁNSSON, Ólafsvík. Verkefni nýrra stjórnvalda Frá Helga Kristjánssyni Helgi Kristjánsson Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.