Morgunblaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
✝ Ólafur GunnarGíslason Lóu-
landi 12, Garði,
fæddist í Hafnar-
firði 10. mars 1946.
Hann lést á heimili
sínu 2. maí 2013.
Foreldrar Ólafs
voru Gísli Guðjón
Ólafsson, skipstjóri
í Hafnarfirði, f.
1919, d. 1966, og
Lilja Eygló Karls-
dóttir, húsmóðir og versl-
unarkona í Hafnarfirði, f. 1921,
d. 2010. Seinni eiginmaður Lilju
var Ingi G. Sveinsson, f. 1919, d.
2000. Systkini Ólafs eru; Ragna,
f. 1942, Karl Gunnar, f. 1944,
Jón Gunnar, f. 1956, og Gísli, f.
1957.
Hinn 14. 9. 1968 giftist Ólafur
Sigurbjörgu Þorleifsdóttur hús-
móður frá Dagsbrún í Neskaup-
stað, f. 8.9. 1945. Foreldrar
hennar voru Þorleifur Jónasson
skipstjóri frá Neskaupstað, f.
1914, d. 1994, og Sigurfinna Ei-
ríksdóttir húsmóðir frá Vest-
mannaeyjum, f. 1915, d. 1997.
Ólafur eignaðist soninn Arnar
Berg, f. 15.2. 1966, móðir hans
er Guðrún Frederiksen. Arnar
er kerfisfræðingur og deildar-
stjóri. Maki: Marie Andersson,
póststarfsmaður. Þau eiga tvö
börn; Alexandra, f. 9.2. 1999, og
Björn, f. 4.2. 2001. Arnar á eitt
barn úr fyrra hjónabandi; Vikt-
Svava Steinunn Sævarsdóttir, f.
5.7. 1997, og Ólafur Ægir Sæv-
arsson, f. 20.12. 1999. 5) Sigur-
leif, f. 7.2. 1984, húsmóðir. Maki
Luke A. Bird, f. 17.10. 1974,
CPT US Army, þau eiga eitt
barn; Sigurrós Alexa, f. 19.8.
2011. Sigurleif á eitt barn úr
fyrra sambandi; Ísak Smári Ein-
arsson, f. 14.10. 2003. Sigurleif
og fjölskylda eru búsett í Banda-
ríkjunum.
Ólafur ólst upp í Hafnarfirði,
fyrst á Kikjuvegi 3 en árið 1958
flutti fjölskyldan að Keldu-
hvammi 32. Ólafur lauk barna-
og gagnfræðaskóla í Hafnar-
firði. Hann fór ungur á sjó og
lauk námi frá Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík 4. maí 1966
sem stýrimaður og skipstjóri.
Árið 1982 tók Ólafur meira-
prófsréttindi. Ólafur starfaði
lengst af sem stýrimaður og
skipstjóri hjá Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar, Samherja í
Grindavík og fleiri útgerðum
þar til hann hóf eigin rekstur
við verslun í Reykjavík árin
1983-1988. Ólafur rak smábáta-
útgerð til ársins 2001 ásamt eig-
inkonu sinni. Árið 2001 endur-
nýjaði Ólafur meira-
prófsréttindin og hóf akstur
vörubifreiða til ársins 2009
ásamt því að stunda sjó-
mennsku. Ólafur og Sigurbjörg
bjuggu lengst af í Hafnarfirði.
Árið 1988 fluttu þau til Sand-
gerðis þar sem þau stunduðu
smábátaútgerð. Árið 2002 fluttu
þau í Garðinn og hafa verið bú-
sett þar síðan.
Útför Ólafs fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 17.
maí 2013, kl. 13.
or Berg, f. 19.8.
1987. Fyrir á Marie
á þrjú börn. Arnar
Berg og fjölskylda
eru búsett í Sví-
þjóð.
Ólafur og Sigur-
björg eignuðust
fimm börn: 1) Linda
Björk, f. 18.6. 1968,
lögreglumaður.
Maki Davíð Ey-
steinn Sölvason raf-
magnstæknifræðingur. Linda á
tvö börn; Pétur Berg Marons-
son, f. 27.5. 1990, og Guð-
mundur Berg Markússon, f.
24.4. 2004. Fyrir á Davíð þrjú
börn. 2) Bryndís, f. 11.1. 1971,
ÍTR. Maki Jacky Pelleri, f. 5.4.
1963, landsliðsþjálfari í sundi.
Bryndís á tvö börn; Björn Berg
Pálsson, f. 22.3. 1990, og Aron
Berg Pálsson, f. 26.2. 1994. Fyr-
ir á Jacky þrjú börn. 3) Gísli
Guðjón, f. 29.6. 1976, skipstjóri.
Maki Verna Kr. Friðfinnsdóttir,
f. 12.9. 1980, lyfjatæknir/
umsjónarmaður. Þau eiga tvö
börn; Gabríela Þórunn, f. 15.9.
2005, og Sylvía Rós, f. 5.7. 2011.
Gísli á eitt barn úr fyrra sam-
bandi; Elvar Örn, f. 19.2. 2002.
4) Sigurbjörg, f. 28.9. 1977, nemi
og bílstýra. Maki Óskar G.
Bragason bifvélavirkjameistari.
Þau eiga einn son; Bragi Sig-
urður, f. 21.9. 2010. Sigurbjörg
á tvö börn úr fyrra sambandi;
Þú hvarfst mér
á hádegi lífsins
og komst ekki aftur,
ég sá þig ekki meir.
Samt bíð ég þín
og vona
að ég fái þig að leiða
ströndum himinsins á
eins og forðum
þegar við leiddumst
hönd í hönd,
föðmuðumst,
án orða,
þögðum saman,
grétum saman
eða töluðum saman,
lékum okkur, hlógum
og skríktum,
nutum lífsins í fjörunni
eða úti í skógi.
Ylur lífsins við okkur lék,
tíminn eins og stóð í stað,
var sem eilíft sumar.
Fegurð lífsins
speglast í lind minninganna
um þig.
Um síðir,
þegar ævin dvín
við mætast munum
svo aftur
elsku ástin mín
við ströndina
á englalandi,
þar sem fegurðin býr
og eilíf sólin
við okkur skín.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín elskandi eiginkona,
Sigurbjörg.
Í dag kveðjum við elskulegan
pabba okkar sem var of fljótt frá
okkur tekinn. Margar minningar
streyma fram í huga okkar og
minnumst við hans með söknuði
og þakklæti.
Pabbi var góður maður og
skemmtilegur, fróður, uppátækja-
samur og mikill vinur okkar. Við
gátum alltaf leitað til pabba og var
hann yfirleitt með góð ráð handa
okkur, afabörnin og meira að
segja gátu vinir okkar leitað til
hans. Pabbi var sjómaður meira
og minna öll okkar uppvaxtarár. Á
yngri árum voru tvær elstu syst-
urnar stundum teknar með í sigl-
ingar erlendis og naut pabbi þess
að sýna þeim systrum hafnar-
borgirnar þar sem landað var.
Hann kom alltaf með fallegar gjaf-
ir handa okkur að utan þegar
hann var á togurunum, margt sem
ekki fékkst á Íslandi í þá daga, t.d.
vasadiskó, hjólaskauta, fjarstýrða
flugvél og margt fleira. Svo voru
þau yngri tekin með í róðra á trill-
unni þegar mamma og pabbi ráku
sína eigin útgerð. Við höfðum öll
sérstaklega gaman af þessum sigl-
ingum og sjóferðum. Þegar þau
voru með útgerðina var vand-
virknin og snyrtimennskan í fyr-
irrúmi en fiskurinn hjá pabba var
alltaf bestur og geta margir vitnað
um það.
Farið var í margar útilegur
með okkur krakkana og þar gerð-
ust mörg ævintýrin. Við systkinin
og seinna afabörnin höfðum mjög
gaman af því að hlusta á pabba
segja ævintýri um tröllin, álfana,
sjóræningjana eða bardaga við
hákarlana þar sem hann var að
sjálfsögðu aðalpersónan. Hann
var aðal. Pabbi sagði sögur af svo
mikilli innlifun að atburðarásin
varð ljóslifandi í huga okkar og
afabarnanna. Pabbi hafði einstak-
an og sérstakan húmor, og þá sér-
staklega fyrir sjálfum sér, og
sagði hann okkur margar sögur af
strákapörum sínum frá yngri ár-
um. Pabbi var mikill tónlistarunn-
andi. Á seinni árum voru karlakór-
ar í miklu uppáhaldi hjá pabba og
heyrðist langar leiðir þegar pabbi
var að koma heim því allt var í
botni í bílnum.
Pabbi kenndi okkur góð gildi
sem við erum svo þakklát fyrir.
Hann talaði aldrei illa um aðra,
var réttsýnn og vildi alltaf skoða
málin frá öllum hliðum. Pabbi var
alltaf til staðar fyrir okkur. Alltaf
var hægt að ræða vandamálin við
pabba okkar. Hann gat verið fljót-
ur upp en mun fljótari niður aftur.
Hann vildi að allir væru sáttir og
að allir væru vinir. Það var ekkert
sem ekki var hægt að laga eða
finna lausn á. Hann leysti öll mál á
sinn einstaka máta. Pabbi var
stoltur maður, stoltur af starfi
sínu og fjölskyldu og erum við öll
mjög stolt af að hafa átt hann sem
pabba okkar.
Minningarnar eru margar um
þennan ljúfa mann sem vildi að all-
ir væru jafnir og að allir hefðu
sama tilverurétt. Pabbi var alltaf
með útréttan faðminn. Elsku
pabbi okkar, við þökkum þér fyrir
allt sem þú hefur kennt okkur,
gert fyrir okkur og stundirnar
sem við áttum saman með þér. Við
vildum að árin hefðu verið fleiri og
að yngstu afabörnin fengið tæki-
færi til að kynnast þér enn betur
og getað dundað sér í bílskúrnum
með afa sínum. Hvíldu í friði,
elsku pabbi, þín verður sárt sakn-
að. Minning um þig er ljós í lífi
okkar.
Þín börn
Linda, Bryndís, Gísli,
Sigurbjörg og Sigurleif.
Það margt sem kemur í huga
okkar þegar við hugsum um afa
okkar. Ferðir í bátnum þegar ver-
ið var að færa bátinn til við
bryggjuna. Okkur var leyft að
stýra bílnum stutta kafla. Allar
sögurnar sem hann sagði okkur og
svo líka leynihandabandið sem
hann kenndi okkur. Afi kenndi
okkur líka margar fallegar bænir
og hér er ein af mörgum sem hann
kenndi okkur.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Við kveðjum þig með miklum
söknuði, elsku afi okkar.
Svava Steinunn, Ólafur Ægir
og Bragi Sigurður.
Elsku afi. Við kveðjum þig með
sorg í hjarta og minnumst allra
ævintýranna sem þú skapaðir með
okkur og allra sagnanna. Sjóræn-
ingjakort, falinn fjársjóður sem
kom úr skartgripaskríninu henn-
ar ömmu og sundurgrafin blóma-
beðin hennar í leit að meira gulli.
Sögur af álfum og tröllum í bílnum
á leið í sumarbústað sem lifnuðu
við í svo skemmtilegri lýsingu.
Tröll og álfar komu úr öllum stein-
um og hólum og jafnvel skýin léku
stórt hlutverk sem drekar og risa-
stór farartæki tröllkallanna. Já,
afi kunni að segja ævintýri og búa
þau til með litlum afastrákum sem
gleyma þeim aldrei.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Hvíl í friði. Elsku amma, megi
góður Guð gefa þér styrk í sorg
þinni.
Þínir afastrákar,
Björn Berg og Aron Berg.
Okkur langar að minnast elsku
afa okkar sem lést 2. maí 2013. Óli
afi var yndislegur og kærleiksrík-
ur og tók alltaf vel á móti okkur.
Það var alltaf gaman að koma til
afa og ömmu í Garðinn og að fá að
fara í bílskúrinn til afa. Afi var allt-
af eitthvað að gera í bílskúrnum
og fengum við stundum verkefni
við hæfi. Þegar afi var á trillunum
fengum við stundum að fara með
og stýra bátnum og ekki þótti okk-
ur það leiðinlegt. Afi var líka best-
ur, hann gat allt. Hann gat gert
við leikföngin okkar, ef eitthvað
bilaði var það afi sem gerði við. Við
minnumst með söknuði sagna sem
hann sagði okkur og ævintýranna,
skógarferðanna með nesti. Afi
hafði skoðanir á öllum hlutum og
var gaman að spjalla við hann um
lífið og tilveruna og hann sá alltaf
björtu hliðarnar í öllum málum.
Samverustundirnar með afa voru
yndislegar og eigum við afa mikið
að þakka og mun hann lifa áfram í
hjörtum okkar. Viljum við kveðja
hann með þessu ljóði:
Afi minn.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst.
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá.
Rita vil ég niður hvað hann var mér kær
afi minn góði sem guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt.
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman.
Hann var svo góður, hann var svo klár
æ, hvað þessi söknuður er svo sár.
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið,
ég sakna hans svo sárt
hann var mér góður afi, það er klárt.
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður, það er mín trú.
Því þar getur hann vakið yfir okkur dag
og nótt
svo við getum sofið vært og rótt
hann mun ávallt okkur vernda
vináttu og hlýju mun hann okkur senda.
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Höf. Katrín Ruth.)
Guð geymi þig elsku afi. Elsku
amma, Guð gefi þér styrk í sorg-
inni.
Afastrákarnir,
Pétur Berg og
Guðmundur Berg.
Ólafur Gunnar
Gíslason
HINSTA KVEÐJA
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þín, Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína eg glaður kyssi.
(Hallgrímur Pétursson)
Við viljum þakka afa
okkar fyrir þær yndislegu
stundir sem við áttum með
honum. Hvíl í friði, elsku
Óli afi.
Ísak Smári og
Sigurrós Alexa.
Æ, afi, hvar ertu?
Æ, ansaðu mér.
Því ég er að gráta og kalla eftir þér.
Fórstu út úr bænum eða fórstu út á
haf?
Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað?
(Höf. ók.)
Elvar Örn, Gabríela
Þórunn og Sylvía Rós.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Ástkær móðir okkar,
ANNA STEFANÍA SIGFÚSDÓTTIR,
Litlahvammi 6,
Húsavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
þriðjudaginn 14. maí.
Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju
föstudaginn 24. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Karl Hálfdánarson og Hjalti Hálfdánarson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
PÁLÍNA JÓHANNESDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
mánudaginn 13. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 22. maí kl. 13.00.
Jón Haukur Sigurðsson,
Benedikt T. Sigurðsson, Ásta Níelsdóttir,
Elín Stella Sigurðardóttir, Helgi Hauksson,
Jóhannes Ómar Sigurðsson, Soffía Kristjánsdóttir,
Sölvi Ellert Sigurðsson, Sigurveig Guðmundsdóttir,
Þorgrímur Óli Sigurðsson,
Helgi G. Sigurðsson,
Einar Már Sigurðsson, Ellen Baer,
Guðrún Fanney Sigurðardóttir, Laurent N. Bonthonneau,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Eiðismýri 30,
Seltjarnarnesi,
lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn
12. maí.
Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn
22. maí kl. 11.00.
Ólafur Örn Klemenzson, Inga Valdimarsdóttir,
Sæunn Klemenzdóttir, Hallur Helgason,
Guðmundur Kristinn Klemenzson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkæri faðir minn, bróðir okkar, frændi og
vinur,
GUÐMUNDUR V. H. BRYNJÓLFSSON,
Gerði,
Innri-Akraneshreppi,
lést á sjúkrahúsinu á Akranesi laugardaginn
4. maí.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðjón Helgi Guðmundsson,
María M. Brynjólfsdóttir,
Jón Brynjólfsson,
Ingibjörg B. Halldórsdóttir,
Fanný Bjarnadóttir,
Áslaug Jóna Skúladóttir,
Ingibjörg E. Jónsdóttir,
Róbert A. Skúlason,
Brynjólfur Jónsson,
Bryndís Odda Skúladóttir,
ættingjar og vinir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn,
JÓHANNES G. JÓHANNESSON,
Nönnugötu 6,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 14. maí.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Petrína Kristín Steindórsdóttir.