Morgunblaðið - 17.05.2013, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
✝ Bragi Guðjóns-son fæddist í
Reykjavík 10. mars
1928. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 11. maí
2013.
Foreldrar hans
voru Guðjón Guð-
jónsson pípulagn-
ingameistari í
Reykjavík, f. 11.
maí 1884, d. 27. júlí
1971, og Sveinbjörg Jónsdóttir,
f. 31. ágúst 1888, d. 30. júní
1972. Systkini: Jón, f. 1910, d.
1992, Sveinn Ingólfur, f. 1913, d.
1938, Unnur, f. 1917, d. 2006 og
Haukur, f. 1921, d. 2010.
Kona Braga var Auður
Bjarnadóttir, f. 14.
október 1912, d.
25. maí 1998.
Seinni kona Braga
er Guðrún Frið-
geirsdóttir, f. 14.
janúar 1940.
Bragi ólst upp á
Grettisgötu 47 í
Reykjavík, bjó síð-
an í Hvassaleiti 10
til ársins 1984 er
hann flutti að
Skriðuseli 5. Bragi flutti að
Hólabergi 84 í desember síðast-
liðnum.
Útför Braga verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
17. maí 2013, og hefst athöfnin
kl. 15.
Bragi Guðjónsson var myndar-
legur maður, glaðvær og bar sig
vel. Hann ólst upp á góðu og kær-
leiksríku heimili á Grettisgötu 47
hjá foreldrunum, Sveinbjörgu og
Guðjóni og með eldri systkinum
sínum, Jóni, Sveini Ingólfi, Unni
og Hauki, sem nú eru öll látin.
Æskuárin voru Braga erfið vegna
veikinda, þar sem hann lenti mjög
illa í berklafaraldrinum sem þá
hafði hrjáð Íslendinga um langt
skeið. Hann dvaldi meira og
minna á Vífilsstöðum öll sín ung-
lingsár og þar var annað lungað í
honum fjarlægt vegna veikind-
anna. Bragi náði sér ágætlega eft-
ir þau veikindi og átti hann gott og
viðburðaríkt líf þar til hann
greindist með MND-sjúkdóminn
fyrir rösku ári. Á Vífilsstöðum
kynntist Bragi konu sinni Auði
Bjarnadóttur og hófu þau búskap
á Vitastíg 16 í Reykjavík.
Eftir dvölina á Vífilsstöðum
starfaði Bragi um 6 ára skeið við
pípulagnir með Guðjóni föður sín-
um. Samhliða því starfi vann
Bragi hjá Sigurþóri Jónssyni úr-
smið á Vitastígnum. Í bréfi sem
Sigurþór skrifaði því til staðfest-
ingar segir að Bragi hafi starfað
þar „við verslunarstörf og skriftir
og bókhald þar viðkomandi.
Reyndist hann mér í alla staði
ábyggilegur og sérstaklega ná-
kvæmur við öll störf, og vildi ég
engan mann frekar hafa í minni
þjónustu“. Bragi var einstaklega
handlaginn og m.a. sérlega vel að
sér bæði í trésmíði og pípulögn-
um. Bragi var mjög greindur
maður og vildi hafa skipulag og
reglu á hlutunum. Hann sinnti
rekstri ýmissa fyrirtækja og var
alltaf sérlega áhugasamur um að
lesa sér til og afla sér fróðleiks á
hinum ólíklegustu sviðum. Bragi
bjó yfir þeim kosti að leggja sig
fram um að hlusta á viðmælendur
sína.
Bragi hóf störf hjá Ríkisútgáfu
námsbóka í janúar 1957 og hafði
forgöngu um stofnun Skólavöru-
búðarinnar. Hann var m.a. skip-
aður framkvæmdastjóri Skóla-
vörubúðarinnar 1969 og fram-
kvæmdastjóri Ríkisútgáfu náms-
bóka var Bragi frá 1978 til 1980.
Bragi vann svo við ýmis verkefni
fyrir Námsgagnastofnun þar til
hann lauk starfsævinni. Bragi sat
í stjórn SÍBS frá 2006-2010.
Bragi og Auður höfðu yndi af
ferðalögum um hálendið og þau
ferðuðust mikið um landið. Bragi
og Auður bjuggu lengi í Hvassa-
leiti 10 eða til ársins 1984, en
fluttu þá í það hús sem þau höfðu
sjálf byggt sér í Skriðuseli 5 í
Breiðholti. Auður lést 25. maí árið
1998.
Braga og Auði varð ekki barna
auðið, en þau komu fram við syni
okkar Brynju, þá Brynjar Örn,
Guðmund Braga og Árna Bene-
dikt sem sín barnabörn. Bragi
rökræddi við þá um flest sem á
góma bar og fékk þá til að líta
málin frá ýmsum hliðum.
Eftirlifandi sambýliskonu
sinni, Guðrúnu Friðgeirsdóttur,
kynntist Bragi 2006 og ferðuðust
þau talsvert saman til annarra
landa. Bragi var greindur með
MND-sjúkdóminn fyrir um ári og
hugsaði Guðrún um hann í erfið-
um veikindum hans. Nú undir lok
síðasta árs fluttu Bragi og Guðrún
í íbúðir aldraðra í Hólabergi 84.
Okkur er efst í huga þakklæti
fyrir að hafa fengið að eiga svona
lengi samleið með Braga, fyrir all-
ar góðu minningarnar og fyrir
umhyggju hans fyrir okkur og
strákunum okkar.
Árni og Brynja.
Við bræðurnir kveðjum Braga
frænda og minnumst allra góðu
stundanna með honum. Þegar við
vorum pollar fórum við reglulega í
mat í Skriðusel til hans og Auðar.
Þar fengum við konfekt um leið og
við komum inn úr dyrunum, svo
var boðið upp á kótelettur í raspi,
ís með rjóma, súkkulaðisósu og ís-
kexi í eftirrétt og þegar allir voru
orðnir pakksaddir kom Auður
fram með kökur, kaffi og meira
konfekt. Eftir mat fórum við svo í
forstofuna þar sem við skemmt-
um okkur við að spila handbolta
þangað til við vorum orðnir kóf-
sveittir. Þrátt fyrir að hafa gaman
af leikjunum í forstofunni hafði
hann áhyggjur af handboltaiðk-
uninni þegar við urðum eldri, þá
fannst honum þetta bara vera
slagsmál. Við hlógum svo að því
þegar hann sagði okkur að hann
hefði alltaf verið settur í mark
þegar hann var í fótbolta á sínum
yngri árum af því að hann var
miklu stærri og sterkari en hinir
strákarnir og að þeir hafi sagt að
hann væri of mikill tuddi til að
vera útispilari.
Bragi hafði alltaf nóg fyrir
stafni hvort sem verkefnin voru í
vinnunni, fyrirtækinu hans eða
heima fyrir. Okkur fannst alltaf
ótrúlegt að hann skyldi hafa
byggt húsið sitt sjálfur, en þegar
veikindin dundu yfir hafði hann
nýhafið vinnu við endurnýjun efri
hæðarinnar og hafði stór plön
varðandi húsið. Þegar hann þurfti
að takast á við erfiðleika eða
vandamál sýndi hann mikinn kar-
akter og hugrekki og gafst ekki
upp heldur reyndi að finna lausnir
á þeim. Bragi var sérvitur og hafði
sterkar skoðanir sem hann var
óhræddur við að koma á framfæri.
Hann kom fram við okkur eins og
fullorðna menn frá því við vorum
litlir og rökræddi við okkur ýmis
mál sem voru okkur hugleikin.
Hann var góð fyrirmynd og hefur
haft mikil áhrif á líf okkar allra.
Bless elsku Bragi, skilaðu
kveðju frá okkur til Auju.
Brynjar, Bragi og Árni.
Bragi Guðjónsson starfaði hjá
Ríkisútgáfu námsbóka frá árinu
1957 og fluttist yfir til Náms-
gagnastofnunar þegar hún var
sett á laggirnar árið 1980. Hann
lauk formlega störfum hjá Náms-
gagnastofnun árið 1998 en hélt
áfram að vinna í hlutastarfi til árs-
ins 2009. Þetta er því óvenju lang-
ur starfstími hjá sama vinnuveit-
anda.
Bragi gegndi mörgum ólíkum
störfum fyrir stofnunina á þessum
langa ferli. Hann byrjaði í Skóla-
vörubúðinni og starfaði lengst af
sem framkvæmdastjóri hennar en
var um tíma forstjóri Ríkisútgáf-
unnar.
Bragi var einstaklega sam-
viskusamur starfsmaður og lagði
alúð í öll sín störf. Hann var fús til
allra verka og hafði gaman af að
takast á við snúin verkefni og
finna lausn á erfiðum málum.
Hann var lipur og hjálpfús við
vinnufélaga sína og létti undir
með þeim á ýmsa lund. Bragi
hafði mikið jafnaðargeð og skipti
seint skapi. Hann lá þó ekki á
skoðunum sínum í umræðum um
menn og málefni þegar málin voru
rædd á kaffistofunni. Það er gott á
hverjum vinnustað að hafa starfs-
mann eins og Braga sem tók að
sér að vinna ólík störf og leysa
fjölbreytt verkefni með jákvæðni
og vinnugleði.
Stofnunin þakkar Braga fyrir
vel unnin störf, trúnað og sam-
viskusemi á þeim langa tíma sem
hann gegndi starfi sínu í hennar
þágu. Starfsfélagar þakka fyrir
gott samstarf og samverustundir
og senda aðstandendum samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd vinnufélaga,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir.
Bragi
Guðjónsson
Ég kynntist Ingó
fyrst 2002. Það var á
Ólafsvökunni í Færeyjum. Ingó
var að skjóta myndbönd fyrir fær-
eysku hljómsveitina Tý. Ég hafði
oft rekist á Ingó áður. Hann var
svo mikið á ferðinni. Var ætíð með
mörg járn í eldinum: Ljósmyndaði
fyrir dagblöð, tímarit og netmiðla;
braut um bækur og blöð; vann
fréttaskot fyrir sjónvarp; spilaði á
gítar með Q4U og fleiri hljóm-
sveitum; hannaði auglýsingar af
öllu tagi; stundaði víkingaleiki og
kom fram á víkingasýningum.
Bara svo fátt eitt sé nefnt.
Með okkur Ingó tókst góð vin-
átta. Við brölluðum ýmislegt sam-
an. Fórum m.a. margoft til Fær-
eyja og á færeyska fjölskyldudaga
á Stokkseyri. Þetta voru vinnu-
ferðir. En jafnframt miklar
skemmtiferðir. Ingó var frábær
ferðafélagi. Hann horfði aðeins á
jákvæðar hliðar allra hluta og sá
iðulega eitthvað broslegt í stöð-
unni. Þessi eiginleiki fylgdi Ingó í
Ingólfur
Júlíusson
✝ Ingólfur Júlíus-son fæddist á
Akureyri 4. maí
1970. Hann lést í
Reykjavík 22. apríl
2013.
Útför Ingólfs var
í Silfurbergi í tón-
listarhúsinu Hörpu
4. maí 2013.
veikindum hans. Þau
urðu honum upp-
spretta ótal brand-
ara.
Ingó var einstak-
lega bóngóður.
Hann var stöðugt á
fullu við að hjálpa
öðrum. Var sífellt að
redda hlutum fyrir
aðra; redda þeim
fyrir horn. Það skipti
engu máli þó að
hann væri þegar á kafi í verkefni.
Vinnudagurinn var bara lengdur.
Æði oft teygðist á vinnudeginum
og vinnuvikunni.
Eins sorglegt og það er að
kveðja Ingó þá ylja minningarnar.
Þær kalla fram þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast þessum
yndislega manni.
Ég votta Monicu, Hrafnhildi og
Söru dýpstu samúð.
Jens Kristján Guðmundsson.
Hér kveðjum við höfðingja
manngæsku, æðruleysis og ævin-
týra. Ingó var sannur. Hann kom
ávallt til dyranna eins og hann var
klæddur. Hann lifði í núinu, naut
lífsins ævintýra. Hann gaf af sér
gleði hvert sem hann fór. Allir
vildu þekkja Ingó.
Við hjónin tengdumst Ingó á
marga vegu. Bæði í gegnum vinnu
og áhugamál, samstarf á fjölmiðl-
um eða í Handverkshúsinu. Alls
staðar var Ingó gleðigjafi og sá
eldmóður sem hvatti til góðra
verka. Hann var höfðinginn sem
heimsótti frændfólk okkar fyrir
austan í öskufalli Grímsvatna-
gossins og stappaði stálinu í
heimafólk með myndavélina á öxl-
inni. Hann var alltaf reiðubúinn að
hjálpa Rauða krossinum í sjálf-
boðavinnu. Hann brunaði á litlu
bjöllunni sinni út í fjöru við Mýr-
arnar í Borgarfirði til að festa
gleði okkar brúðhjóna á mynd og
skeytti engu um bílinn sem sat
fastur í sandinum. Hann gaf meira
af sér en hann þáði.
Við tökum æðruleysi hans og
jákvæðni okkur til fyrirmyndar.
Þegar stressið verður skynsem-
inni yfirsterkara eigum við hjónin
til að segja „heyrðu, stöldrum að-
eins við og tökum Ingó á þetta“.
Kæri vinur, við kveðjum þig
með sorg og söknuð í hjarta. Ást-
arþakkir fyrir vináttuna og þann
lærdóm sem þú færðir okkur hin-
um. Andi þinn mun lifa alla tíð.
Við færum fjölskyldu þinni og
vinum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þorsteinn Eyfjörð
Jónsson og Sólveig
Hildur Björnsdóttir.
Með örfáum orðum langar mig
að minnast Ingólfs Júlíussonar.
Leiðir okkar lágu fyrst saman árið
2003 þegar kom að því að gera
stuttmynd við byggingu Drauga-
setursins. Í gegnum sameiginleg-
an vin var mér bent á að hann væri
rétti maðurinn og það reyndust
sannarlega orð að sönnu. Ingó
leysti málin með mikilli snilld svo
eftir var tekið og þetta varð fyrsta
verkefnið af mjög mörgum sem
við unnum saman í framhaldi.
Oft höfðum við ekki mikla fjár-
muni til að spila úr en aldrei sást
það við verkefnaskilin. Sköpunar-
og leikgleði réðu ríkjum þannig að
engin leið var að greina skemmt-
un frá vinnu og öfugt. Allt rann
þetta saman í eitt, traust og sterk
vinátta myndaðist og ávallt var
stutt í gleðina hjá Ingó. Ísland,
Kína eða Færeyjar, útkoman var
ávallt sú sama, ávallt heillaði Ingó
viðstadda. Hvellur hlátur, góður
húmor og frelsi listamannsins ein-
kenndi hann og hvar sem við vor-
um var hann hrókur alls fagnaðar.
Þótt Ingó hafi verið afkasta-
mikill listamaður voru ótalmargir
hlutir sem enn voru ógerðir og
margar hugmyndir sem biðu eftir
að verða framkvæmdar. Á þeim
var aldrei skortur og verkefna-
leysi var nokkuð sem þekktist
ekki í hans orðabók. Hins vegar
var sama hversu mikið var á hans
borðum; alltaf vildi hann allt fyrir
alla gera og hjálpa til við að leysa
málin.
Minn kæri vinur, það er mjög
skrýtin tilhugsun að fá ekki að
hitta þig aftur hér á þessari jörð.
Það er mikill söknuður og missir
að einlægni þinni, heiðarleika og
hlýju. Það er söknuður að húm-
ornum þínum góða og sýn þinni á
menn og málefni en minning um
góðan vin lifir alla tíð.
Monicu, Hrafnhildi, Söru, fjöl-
skyldu og aðstandendum öllum
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Benedikt G. Guðmundsson.
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
✝
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
fyrrverandi eiginkona, systir og mágkona,
EIRÍKSÍNA KRISTBJÖRG
ÁSGRÍMSDÓTTIR,
Eia,
frá Siglufirði,
andaðist á sjúkrahúsi í Frakklandi mánu-
daginn 13. maí.
Útför fer fram í heimabæ hennar St.-Michel-en-l’Herm
laugardaginn 18. maí.
Minningarathöfn á Íslandi verður auglýst síðar.
Eric Ásgrímur Mancini, Carla Silveira Mancini,
Bastien Héðinn Mancini, Laura-Kate Wilson Mancini,
Shelma, Kayba, Eleanor Eia, Ange Mancini,
María Ásgrímsdóttir, Kristinn Finnsson,
Halldóra Ásgrímsdóttir, Karl-Erik Rocksén.
✝
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN HALLFRÍÐUR MAACK,
Hraunbæ 61,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi
miðvikudaginn 15. maí.
Sverrir Sveinsson,
Ingibjörg Sverrisdóttir, Sölvi Ólafsson,
Anna Svava Sverrisdóttir, Úlfar Örn Valdimarsson,
María Vigdís Sverrisdóttir, Ragnar Auðunn Birgisson,
Skúli Sverrisson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
ÞÓR VIGFÚSSON
fyrrverandi skólameistari,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar-
daginn 18. maí kl. 13.30.
Útvarpað verður á rás FM 89,9. Hljóð, mynd-
varp og næg sæti verða í Fjölbrautaskóla
Suðurlands.
Hildur Hákonardóttir.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi,
langafi og besti vinur okkar,
ELÍAS EGILL GUÐMUNDSSON
fyrrv. flugvélstjóri
og forstjóri Steinprýði,
lést á Landspítalanum mánudaginn 13. maí.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 23. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er
bent á líknarstofnanir.
Guðný Sigurðardóttir,
Guðlaugur Ágúst Elíasson, Guðrún Júlíusdóttir,
Kristján Elíasson, Sesselja Jónsdóttir,
Erla Elíasdóttir, Gunnar Hjálmarsson,
Elías Egill Elíasson, Cynthia Nkeiru Elíasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra
SIGRÍÐUR ÞÓRA GÍSLADÓTTIR,
Grandavegi 11,
Reykjavík,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
þriðjudaginn 14. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Joseph G. Adessa
og aðrir vandamenn.