Morgunblaðið - 17.05.2013, Síða 34

Morgunblaðið - 17.05.2013, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013 ✝ Sigurjón Sig-urðsson fæddist í Fögruhlíð, Jökuls- árhlíð, 26. apríl 1927. Hann lést 8. maí 2013. Sigurjón var son- ur hjónanna Sigurð- ar Guðjónssonar frá Fögruhlíð og Soffíu Þórðardóttur frá Finnstaðaseli í Eiðaþinghá. Hann var elstur af systkinum sínum, Guðþór, d. 2012, Sigbjörn og Ingibjörg. Eftirlifandi eiginkona Sigur- jóns er Aðalbjörg Björnsdóttir sem ólst upp í Hleinargarði í Eiðaþinghá. Börn þeirra eru: 1) Guttormur Einar, kvæntur Baldvinu S. Stefánsdóttur, þau eiga fjögur börn og tvö barna- börn. Baldvina átti einn son fyrir. 2) Dóttir sem dó ung. 3) Sigurður, kvænt- ur Öldu Þ. Jóns- dóttur, þau eiga þrjú börn. 4) Soffía Sigurborg, maki er Ingólfur Bragason, þau eiga þrjú börn. 5) Margrét Björk, maki er Aðalsteinn Aðalsteinsson, þau eiga tvær dætur. Útför Sigurjóns fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 17. maí 2013, kl. 14. Elsku afinn minn. Komdu sæll og blessaður, mér finnst viðeigandi að byrja þetta á þeim orðum sem við notuðum allt- af þegar við heilsuðumst í síma. Við kepptum um það hvort væri á undan að segja þetta. Það var alltaf svo gott að kíkja í heimsókn til ykkar ömmu bæði í Hlíðargarðinum og á Selásnum. Við gátum rætt um svo margt. Við vissum bæði nákvæmlega hvernig og hvað ætti að gera til að ná hvort öðru upp svo við gerðum það alveg hægri vinstri. Það var oft skotið fast í eldhúsinu en þó allt í góðu gríni gert. Við deildum mörgum áhugamálum, hestamennsku, íþróttum og búskap. Ég ætlaði oft bara að kíkja snögglega inn til ykkar ömmu en það gekk þó aldr- ei upp því að við höfðum svo mikið að ræða um. Það að fá að gista hjá ykkur ömmu var dásamlegt. Það var dekrað við mann, sagðar sög- ur, borðaður ís og flest var leyfi- legt. Þú kenndir okkur systkinunum margt varðandi búskap og náttúr- una. Þú varst mikill leiðbeinandi og reyndir að kenna okkur margt. Þú varst mikill dýravinur, dýra- læknir og þér var umhugað um velferð þeirra. Þú lagðir þig allan fram í því að láta þeim líða sem best. Þú varst einnig hugulsamur og spurðir mann spjörunum úr alltaf þegar maður kom. Alltaf þegar það var handbolta- leikur eða fótboltaleikur reyndi ég að horfa á hann með þér því að það var svo gaman að horfa með þér. Þú hafðir sterkar skoðanir á öllu sem var í gangi og þú vissir upp á hár hvernig var hægt að laga það. Þú gerðir leikina mun skemmti- legri. Það varst þú, afi, sem lést mig fá áhuga á hestum. Þú kenndir mér að fara á hestbak og fljótlega fórstu að leyfa mér að vera á uppáhaldshestinum þínum, mér fannst það ekki merkilegt á sínum tíma en núna þegar ég hugsa til baka sýnir það hvað þú varst góð- ur við mig og lést allt eftir mér. Þessum hesti leyfðir þú mér að fara á í smalamennskur. Þetta var hestur sem þú hafðir tamið alveg upp á þínar eigin spýtur. Þetta er besti smalahestur sem hægt er að hugsa sér, það má segja að hann smali bara sjálfur og ég sé þarna bara til að sýnast. Þú kenndir honum vel og fer hann yfir allt. Þú varst góður tamningamaður. Ég man einstaklega vel eftir því þegar þið amma komuð með okkur í sumarfrí til Hóla og ég var að stríða Hjálmari og Sigurjóni og það var engin leið að fá mig til að hætta. Þá tókst þú þig til og sagðir við mig að þú ætlaðir að senda mig heim í kassa ef ég myndi ekki vera stillt. Ég hugsaði mig um í smá stund og svo svaraði ég með því að segja að þú ættir engan kassa. Þetta sat samt lengi í mér og ég þorði ekki annað en að vera stillt það sem eftir var af ferðinni. Við töluðum um þennan kassa í mörg ár á eftir og er mjög stutt síðan við ræddum hann. Þetta var ótrúlega sniðugt hjá þér. Elsku afi, ég mun sakna. Ég veit að þú munt fylgjast með mér, átt eftir að passa mig eins og þú gerðir og ég mun aldrei gleyma þér. Ég mun sakna þess að tala við þig og grínast með þér. Ég er þakklát fyrir það að eiga svona margar minningar um þig og mun ég geyma þær vel. Við sjáumst síðar, afi, stórt knús og koss á kinn. Þín Signý. Eftir að þú féllst frá hefur hug- urinn farið á flug, minningarnar eru margar og þær hafa hjálpað í sorginni. Ég mun rifja þær upp um ókomna tíð og hafa gaman af. Þegar ég var lítil kom ég oft í Hlíðina til ykkar ömmu, þar átti ég bæði kind og hryssu. Kindin var kölluð Afaskvísa, var gráflekkótt og mér fannst hún alltaf eignast heimsins fallegustu lömb. Þú gafst mér helminginn af Flugu þegar hún var folald, við ræddum það ósjaldan hvort við ættum að skipta henni í fram og aftur helming eða eftir endilöngu. Ég held að við höf- um aldrei komist að niðurstöðu. Sambandið okkar var alltaf gott og núna seinustu ár heimsótti ég ykkur ömmu mikið. Ég man einn veturinn þegar þú spurðir mig hvernig ástandið væri á nagla- dekkjunum undir bílnum mínum. Ég sagði ástandið gott og ætlaði ekki að ræða það neitt frekar, enda tímdi ég ekki að kaupa mér ný dekk. Þú glottir og sagðist hafa skoðað bílinn í gær fyrir utan vinnu hjá mér og vissir alveg hvað væru fáir naglar eftir. Þetta gerðir þú af umhyggju, þú passaðir alltaf svo vel upp á barnabörnin þín. Þú sýndir öllu sem við barnabörnin gerðum mikinn áhuga, sama hvort það var tengt skóla, vinnu eða bara einhverju allt öðru. Þú hvattir okk- ur alltaf til að gera okkar besta og hafðir tröllatrú á okkur. Ég er heppin að hafa fengið að kynnast þér og læra af þér, ég lærði meira en þig grunar. Þú varst ákveðinn, sumir myndu segja þrjóskur, og það fékk ég sennilega í vöggugjöf frá þér. Mér fannst þú alltaf sáttur með þig, máttir líka við því, enda einn flott- asti karl sem ég hef kynnst, sér- staklega þegar þú settir upp hatt- inn, gekkst við staf og púaðir pípuna. Þetta ætla ég að hafa sér- staklega að leiðarljósi frá þér. Ákveðni og sjálfstraust kemur manni langt. Það er margt sem ég mun sakna, þar má nefna indælu pípu- lyktina sem tók á móti manni þeg- ar maður kom í heimsókn, sjá þig liggjandi í sófanum ýmist með Krummann, Alþingi eða bolta á skjánum. Ég mun sakna hnyttnu tilsvaranna þinna og hvað þú gast spilað með mig. Ég mun líka sakna stóru, góðlegu, traustu handanna þinna og skeggbroddanna sem stungu þegar ég kyssti þig á kinn- ina. Elsku afi, ég lofa að fara var- lega. Þín Guðbjörg Aðalsteinsdóttir. Sigurjón Sigurðsson Á sólríkasta degi vorsins hér á Suður-Spáni, þeg- ar hitamælirinn nálgast 30 stig- in, berast mér þau tíðindi að vin- ur minn til meira en 30 ára, samstarfs- og yfirmaður, Krist- ján Bersi Ólafsson, hafi kvatt þetta jarðlíf. Vitað var að Bersi hefði strítt við vanheilsu und- anfarin ár en engu að síður koma slík tíðindi manni alltaf jafnmikið á óvart, minna mann óþyrmilega á að lífsklukkan tifar á okkur öll. Leiðir okkar Bersa lágu fyrst saman er ég hóf störf við Flens- borgarskólann haustið 1965, fyrstu tvö árin sem stundakenn- ari en síðan fastráðinn. Þá var Bersi þar fyrir í kennaraliði, kenndi fáa tíma á viku því að- alstarf hans á þeim árum var blaðamennska. Árið 1970 verður hann fastráðinn kennari við skól- ann og skólastjóri tveim árum síðar. Árið 1975 varð hann skóla- meistari þegar skólinn var gerð- ur að framhaldsskóla og gegndi því starfi allt til ársins 1999. Áttundi áratugurinn var mik- ill umbrotatími á sviði skóla- starfs. Nýir framhaldsskólar voru stofnaðir en aðrir fengu breytt hlutverk, þ. á m. Flens- borgarskóli. Bersi var í fremstu víglínu þeirra átaka enda gegn- heill hugsjónamaður, kappsamur og einarður með afbrigðum. Mál þróuðust þannig að Bersi falaðist eftir því að ég tæki að mér, ásamt Hallgrími Hróð- marssyni, umfangsmikla skipu- lagsvinnu fyrir hönd skólans og þannig stofnaðist til mikils sam- starfs okkar Bersa. Hallgrímur hvarf fljótlega frá skólanum en ég gerðist nánasti samverka- maður Bersa og aðstoðarmaður næstu árin. Þetta voru um margt erfiðir tímar enda hafa Hafnfirðingar löngum verið taldir nokkuð sér- stakir. Þegar nálæg bæjarfélög studdu með ráðum og dáð stofn- un framhaldsskóla í sinni heima- byggð, voru hafnfirsk yfirvöld og þá alveg sérstaklega yfirvöld fræðslumála hinum nýstofnaða framhaldsskóla andsnúin og vildu sem minnst af honum vita. Svipuðu máli gegndi líka með stóran hluta bæjarbúa á þessum árum því frá þeim andaði oft köldu í garð skólans sem lýsti sér m.a. í því að alltof margir bæjarbúar kusu að senda börn sín í einhvern annan framhalds- skóla, bara alls ekki í Flensborg. Á þessu hefur sem betur fer orð- ið gleðileg breyting og í dag eru flestir Hafnfirðingar stoltir af Flensborgarskólanum. Þessi barátta fékk þungt á hinn hugsjónaríka skólamann enda fór svo að með árunum dvínaði sá eldmóður sem ein- kennt hafði störf hans framan af. Hin síðari árin var hann mædd- ur í starfi, stundi iðulega undan endalausri skriffinnsku og til- gangslítilli áætlanagerð að hon- um fannst. Bersi var þannig, að ég tel, sáttur við að láta af störf- um þegar eftirlaunaaldri var náð og snúa sér að fræðistörfum sem næstu árin áttu hug hans allan. Ég tel því að hann hafi verið al- veg bærilega sáttur með það sem hann hafði áorkað í starfi sínu sem skólameistari enda stýrt skólanum af röggsemi gegnum erfitt tímaskeið mikilla breytinga. Kristján Bersi Ólafsson ✝ Kristján BersiÓlafsson fædd- ist í Reykjavík 2. janúar 1938. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. maí 2013. Útför Kristjáns Bersa fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 15. maí 2013. Vegna dvalar er- lendis hef ég því miður ekki tök á að vera viðstaddur út- för Kristjáns Bersa en sendi eftirlif- andi eiginkonu hans, Sigríði Bjarnadóttur, börnum þeirra og fjölskyldum inni- legar samúðar- kveðjur. Arnaldur Árnason. Nú þegar ég kveð Kristján Bersa langar mig að minnast hans í nokkrum orðum. Hann var einn nánasti samstarfsmaður minn í nær 25 ár. Við hófum okkar samstarf þegar hann réð mig sem líffræðikennara að Flensborgarskólanum haustið 1974. Ég var þá blautur á bak við eyrum um hvað kennsla og skólastarf væri. Hann tók á móti mér á skrifstofu sinni í nú gamla skólahúsinu eftir að ég hafði gengið í gegnum hálfan Hafn- arfjörð í leit að skólanum enda í fyrstu heimsókn minni í Fjörð- inn. Hann sagði að ég ætti að skipuleggja námið á náttúru- fræðibraut skólans, þar sem fyrstu stúdentarnir yrðu útskrif- aðir vorinu eftir. Hugsjón Kristjáns Bersa var að búa til framhaldsskóla sem rúmaði öll svið framhaldsskóla- náms innan eins skóla. Hver grein skyldi skilgreind í áfanga með lokaprófi, hvort sem það væri bóknám, iðnám, verslunar- nám, hjúkrunarnám, fóstrunám eða þroskaþjálfun. Þarna lenti hann í mikilli andstöðu við marga, svo sem hjúkrunarfræð- inga og fóstrur sem sögðu að þeirra nám ætti að vera á há- skólastigi, fagráð iðngreina sem sögðu að iðnmenntun mætti ekki vera lægra sett en bóknám í fjöl- brautaskólum. Og líka aðra skólamenn sem sögðu að þeir ættu þessa hugmynd og það væri ekki hans að skipuleggja framhaldsskólann. Hann bjó samt til fjölbrautaskólann í Flensborg. Hann byggði upp samstarf nýrra fjölbrautaskóla á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi þó stundum væri samstarfsfólk hans ekki því fylgjandi. Þetta var flókið stjórn- unarstarf og að honum tókst aldrei að ná nokkru samstarfi við Iðnskólann í Hafnarfirði sem var erfitt að kyngja. Hann var þrjóskur, þrákelkinn og var allt- af viss um að hann vissi hvað best var. Ég vann í þessu með honum í rúman áratug en gafst þá upp og sneri mér að líffræði- og umhverfisfræðslu innan skólakerfisins. Kristján Bersi var ágætur skólameistari. Hann las auðveld- lega hvar hæfileikar undirmanna og nemenda lágu og breytti eftir því og var því góður stjórnandi. Hann studdi mig einstaklega vel þegar ég veiktist af krabbameini um miðjan tíunda áratuginn og ég þakka honum vel fyrir það. Ég kynntist Kristjáni Bersa persónulega furðulega lítið þó við værum að vinna saman nán- ast alla daga í tuttugu ár. Ég heimsótti hann og Sigríði á Austurgötuna nokkrum sinnum og ég kenndi börnunum þeirra, en við vorum aldrei sérstakir trúnaðarvinir. Hans ættir og áhugi voru á Vestfjörðum en minn á Norðurlandi. Við rædd- um stjórnmál og vorum yfirleitt á svipuðum nótum. Í skólamál- um vorum við líka oftast sam- mála. Hann hafði mikinn áhuga á ættfræði, sagnfræði, og trúar- brögðum, en á þeim sviðum var minn áhugi takmarkaður. En við höfðum sameiginlegan áhuga á skógrækt, hann fékk úthlutaðan reit í upplandi Hafnarfjarðar þar sem fjölskyldan ræktaði fallega hlíð, ég veit ekki hvað hann var búinn að bera marga steina til að búa til laut sem hægt væri að setjast niður í og syngja Bell- manssöngva. Líka gengum við saman um Reykjanesskagann og nutum náttúru hans sem á ní- unda áratugnum þótti ekki at- hyglisverð. Ég kveð Kristján Bersa Ólafs- son með söknuði. Við unnum saman í rúmlega tuttugu ár og svona langur tími hlýtur að byggja upp væntumþykju beggja aðila og ég held að það hafi orðið milli okkar. Jóhann Guðjónsson kennari við Flensborgarskólann. Nú er fallinn frá mikilhæfur heiðursmaður eftir erfið veik- indi. Ég kynntist Kristjáni Bersa fyrst sem kennara við Flensborgarskólann á 7. ára- tugnum, þegar hann kenndi okk- ur sögu í landsprófsbekk. Hann varð strax eftirminnilegur og dáður kennari, enda sögumaður góður, fróður og víðlesinn. Ógleymanleg er t.d. frásögn hans af kapphlaupi þeirra Scotts og Amundsen á Suðurpólinn. Hann tók síðar að sér skóla- meistarastöðu við skólann eftir að faðir hans, Ólafur Þ. Krist- jánsson, lét af störfum. Þá hafði hann starfað sem blaðamaður og ritstjóri um nokkurt skeið. Á námsárum mínum við HÍ kallaði hann alloft á mig til for- fallakennslu við skólann og árið 1977 var ég ráðinn þar kennari og síðar deildarstjóri við við- skiptabraut skólans. Á þessum árum var skólinn að þróast úr gagnfræðaskóla í framhalds- skóla með áfangasniði. Mikið og merkt brautryðjendastarf fór þá fram innan skólans og sýndi Kristján Bersi verulegt frum- kvæði á þeirri þróunarbraut. Hann var sannfærður um að fjölbrautaskóli gæfi nemendum meira svigrúm og frelsi til at- hafna en hefðbundið bekkjar- kerfi og umbunaði úrvalsnem- endum, jafnframt því sem nemendur með minni námsgetu geta betur stjórnað námshraða og framvindu sinni í námi en bekkjarkerfi er fært um. Árð 1981 hætti ég kennslu við Flensborg og fór til framhalds- náms í Stokkhólmi, ekki síst fyr- ir áeggjan Kristjáns Bersa, sem hafði lokið fil. kand. prófi frá Stokkhólmsháskóla. Eftir náms- dvöl ytra var ég skipaður í skólanefnd Flensborgarskóla og starfaði þar í 10 ár með Krist- jáni Bersa. Þar sýndi hann enn og aftur þann lifandi áhuga sem hann hafði á þróun áfangakerfis, en ekki hvað síst hvaða hug hann bar til velferðar nemenda og skólans, sem hann var nánast uppalinn í, enda voru foreldrar hans búsettir í skólanum um langan aldur. Mér er ævinlega minnistæð ræða sem hann flutti mér til heiðurs á 40 ára afmæli mínu. Þar fór hann vítt og breitt um svið og lýsti yfir vonbrigðum sín- um að ég hafði skömmu áður skipt um starfsvettvang og hafið störf í raforkufyrirtæki. Hann var ekki sáttur við þann ráða- hag. Á seinni árum hafa samskipt- in orðið strjálli, en viss passi var að hitta hann á útisamkomum á sjómannadaginn og 17. júní og ræða saman um lífið og til- veruna, skáldskap og yrkingar, enda var hann hagyrðingur góð- ur. Þá var einnig mikið rætt um vinnu hans að sögu um Jón Þór- arinsson, fyrsta fræðslustjóra landsins, en því miður entist honum ekki örendið að ljúka því verki. Kristján Bersi verður öllum þeim sem honum kynntust minn- isstæður maður og mun minning hans lifa. Blessuð sé minning hans. Ársæll Guðmundsson. Þó nokkuð sé lið- ið frá útför Helga Jónssonar langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Við Helgi vor- um systkinabörn. Elsku Helgi minn, ég kveð þig með miklum söknuði. Ég er þakklát fyrir það að ég gat heim- sótt þig á sjúkrahúsið í Keflavík. Helgi var virkur í starfi Átt- hagafélags Strandamanna. Hann tók einnig þátt í starfi Ferða- félags Íslands, þar sem hann sá m.a. um viðhaldsmál skálanna. Helgi ferðaðist með félögum víða um landið og tók mikið af mynd- um. Helgi var vel lesinn og var góður sögumaður. Helgi átti gott bókasafn en flestar bækurnar Helgi Jónsson ✝ Helgi Jónssonfæddist 12.3. 1930 á Reykjanesi á Ströndum. Hann lést á líknardeild Landspítalans 25. febrúar 2013. Útför Helga fór fram frá Digra- neskirkju 8. mars 2013. hafði hann bundið inn sjálfur. Þeir voru ófáir göngu- túrarnir sem við fór- um með Helga um hans heimahaga og var gaman að hlusta á hann fræða okkur um staðhætti. Ég minnist þess þegar ég var send í skólann í Árnes- hreppi en það var enginn skóli í Kaldaðarneshreppi þar sem ég átti heima. Það bjarg- aði mér alveg að fá að fara með krökkunum á Reykjanesi því það var eins og ég væri að koma heim. Það var tekið svo vel á móti mér. Það er ánægjulegt að láta hug- ann reika og minnast margra góðra samverustunda og gest- risni. Helgi naut mikillar virðing- ar hjá þeim félögum sem hann starfaði í. Þau eru falleg orðin sem voru látin falla um Helga. Ég vil með þessum fáu orðum þakka þér, Helgi, fyrir góð kynni. Það var svo gott að hafa átt þig að í gegnum tíðina. Sigrún K. Pálsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skila- frest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.