Morgunblaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
✝ Ársæll Guð-mundsson
fæddist í Reykja-
vík 20. nóvember
1929. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Eir 11. maí
2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Magnús
Guðmundsson sjó-
maður, fæddur á
Nýlendu, Miðneshreppi, 16.
mars 1901, d. 29. mars 1989,
og Ingibjörg Kristín Guð-
mundsdóttir húsfreyja, fædd á
Brekkubæ, Snæfellsnesi, 18.
maí 1890, d. 15. apríl 1974. Ár-
sæll ólst upp á Bjargi í Sand-
gerði ásamt foreldrum sínum
og bróður, Aðalsteini Guð-
mundssyni, f. 24. júní 1928.
Ársæll, alltaf kallaður Sæli,
flutti til Reykja-
víkur sem ungur
maður og settist
að í Háaleitis-
hverfi. Hann
kynntist konu
sinni, Ísabellu
Jónsdóttur f. 1.
apríl 1940, d. 18.
september 2001,
árið 1976. Sonur
hennar er Tomasz
R. Tomczyk f. 22.
janúar 1966. Ársæll og Ísa-
bella gengu í hjónaband 1978
og eignuðust eina dóttur, Kar-
en Olgu, f. 13. desember 1980.
Maður Karenar er Einar Þór
Egilsson og eiga þau tvö börn,
Daníel Mána og Ellen Maríu.
Útför Ársæls fer fram frá
Hvalsneskirkju í Sandgerði í
dag, 17. maí 2013, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Elsku pabbi minn. Nú hefurðu
loksins hlotið langþráðan frið sem
ég veit að þig var farið að lengja
eftir. Ég get ekki annað en verið
þakklát fyrir það, þótt að það sé
sárt að þurfa að kveðja þig. En
svona er gangur lífsins „því eitt
sinn verða allir menn að deyja“
eins og þú sagðir alltaf sjálfur.
Það er svo margt sem þú kenndir
mér, þótt ég sé að skilja sumt af
því fyrst núna á fullorðinsárum.
En sem betur fer hlustaði ég á þig
og þessu bý ég að í dag. Ég hafði
svo gaman af því þegar þú sagðir
mér frá bernsku þinni í Sandgerði
og frá afa og ömmu á Bjargi og
ekki síst ævintýrum þínum þegar
þú varst á flakki um Evrópu. Þú
fórst ekki leynt með tilfinningar
þínar og kaust oft að tjá þig með
því að yrkja vísur og ég á auðvitað
öll afmæliskvæðin sem þú ortir til
mín.
Þú varst gull af manni – ósér-
hlífinn og ávallt tilbúinn að rétta
hjálparhönd ef á þurfti að halda.
Þannig minnist ég þín og finnst
sárt til þess að hugsa að Ellen og
Daníel fá ekki að kynnast því. En
ég mun segja þeim frá þér og
halda minningu þinni á lofti – því
ég hlustaði, manstu.
En nú kveð ég þig, pabbi minn,
og vona að ferðin verði góð þangað
sem mamma tekur á móti þér.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
(Steinn Steinarr.)
Guð geymi þig.
Karen.
Mig langar í fáum orðum að
minnast bróður míns Ársæls.
Hann fæddist í Reykjavík en flutt-
ist ungur til Sandgerðis og ólst
þar upp. Við níu ára aldur greind-
ist hann með berkla og dvaldist á
Vífilsstöðum og Kópavogshæli, en
fékk að lokum fullan bata. Átján
ára tekur hann bílpróf og seinna
meiraprófið og stundar næstu ár
vörubílaakstur ásamt ökukennslu.
Honum var margt til lista lagt, þar
á meðal var hann vel hagmæltur
eins og eftirfarandi erindi sýna
sem hann orti til móður sinnar.
Ég minnist þín móðir, svo mild og svo hlý,
þinn góðvilja kýs ég að erfa.
Nú minningar birtast, sem líðandi ský,
úr fjarlægð þær koma og hverfa.
Þú heilræði gafst mér, þann dýrindis auð,
og vildir ei sannleikann villa.
Þú gerðir það eitt, sem þín samviska
bauð.
Þín verk verða öðrum til heilla.
Eftir þetta fór hann í nám í raf-
vélavirkjun. Að námi loknu hóf
hann störf hjá varnarliðinu og
starfaði þar næstu þrjátíu ár. Eitt
af því sem einkenndi Ársæl var
hjálpsemi og kom það sérstaklega
vel í ljós þegar breyta þurfti ýmiss
konar raftækjum sem gerð voru
fyrir bandarískar aðstæður svo
hægt væri að nota þau við íslensk-
ar. Við lok starfsævinnar gerði
heilsuleysi vart við sig og dvaldi
hann síðustu árin á dvalarheim-
ilinu Eir. Að lokum vil ég þakka
fyrir góðar samverustundir og
votta aðstandendum samúð mína.
Þinn bróðir,
Aðalsteinn.
Ársæll
Guðmundsson
Kveðja.
Þegar sorgin knýr að dyrum
skiptir lífið um lit. Það er ekk-
ert sjálfsagt í lífinu nema sól-
arupprás og sólsetur og þó
varla það.
Allt hefur sinn tilgang og
hvert skref er leið til ákveðins
þroska.
Það eru forréttindi að vera
heilbrigður og hvert andartak í
lífinu er dýrmætara en maður
heldur.
Við sjálf ráðum mestu um
Heiða Rósa
Sigurðardóttir
✝ Heiða RósaSigurðardóttir
fæddist á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
10. febrúar 1959.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
29. apríl 2013.
Útför Heiðu
Rósu var gerð frá
Glerárkirkju 10.
maí 2013.
framtíð okkar og
forlög en skaparinn
ætlar okkur ákveð-
ið hlutverk.
Svo var með
elsku Heiðu Rósu
okkar, fötlun henn-
ar var þeim sem
kynntust henni
mikill þroski. Hún
var rós sem kom
inn í líf okkar og
sprakk út á svo fal-
legan hátt að margur mætti
taka það sér til fyrirmyndar.
Rósin okkar sem við kveðjum
nú kenndi þeim sem umgengust
hana bara það fallega, þess
vegna var öllum dýrmætt að
þekkja þessa rós.
Við Stöllur, Anna Jóna og
Lára þökkum henni þann skóla.
Það eru bara fallegar minning-
ar frá mörgum árum.
Farðu sæl fagra rós.
Anna Jóna Jónasdóttir og
Lára Tryggvadóttir.
✝ Birna MaríaSigvaldadóttir
fæddist í Stafni í
Svartárdal, A-Hún.
28. febrúar 1935.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Blönduósi 23. apríl
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Steinunn
Elísabet Björns-
dóttir, húsfreyja í
Stafni, f. 4.1. 1899, d. 7.2. 1994,
og Sigvaldi Halldórsson, bóndi í
Stafni, f. 30.9. 1897, d. 16.5. 1979.
Systkini: Sigurður Fanndal, f.
1923, d. 1981, Þórir Hólm, f.
1925, d. 1992, Guðrún Halldóra,
f. 1927, Erna Sólveig, f. 1938, d.
1985, Jón Björgvin, f. 1942.
Synir Birnu Maríu eru: 1) Sig-
ursteinn Bjarnason, bóndi í
Stafni, f. 5.2. 1960. 2) Ari Grétar
Björnsson, leigubílstjóri í
Reykjavík, f. 23.11. 1963, kvænt-
ur Jóhönnu Líndal Jónsdóttur
iðjuþjálfa, f. 2.7. 1968. Dóttir
þeirra er Lilja Petrea Líndal, f.
24.12. 2007. Dóttir Ara Grétars
er Svanhvít Mjöll, f. 11.10. 1998.
Birna María giftist hinn 20.
des. 1969 Þorkeli Sigurðssyni á
Barkarstöðum. For-
eldrar hans voru
Halldóra Bjarna-
dóttir frá Hallfreð-
arstöðum, N-Múl.,
húsfreyja á Bark-
arstöðum, f. 26.8.
1903, d. 6.8. 1960, og
Sigurður Þorkels-
son, bóndi á Bark-
arstöðum, f. 27.3.
1888, d. 12.12. 1976.
Synir Birnu Maríu
og Þorkels eru: 1) Sigurður,
skrifstofumaður á Blönduósi, f.
5.8. 1970. Sambýliskona hans er
Anna Margret Sigurðardóttir
kennari, f. 22.6. 1984. Sonur
þeirra er Þorkell, f. 24.11. 2010.
2) Halldór, rafvirkjameistari í
Reykjavík, f. 8.2. 1972, kvæntur
Margréti Sigurðardóttur sjúkra-
þjálfara, f. 11.12. 1968. Dætur
þeirra eru þrjár: Sigríður Þóra, f.
14.7. 1997, Þórkatla María, f. 7.1.
1999, og Freyja Hrönn, f. 23.9.
2006.
Á sínum yngri árum vann
Birna María ýmis störf í Reykja-
vík en hún var lengst af húsfreyja
á Barkarstöðum í Svartárdal.
Útför Birnu Maríu fór fram frá
Bergsstaðakirkju 4. maí 2013.
Fennir í fótspor
ferðamanna,
svo í heimhaga
sem í hágöngum,
fljótt í sum,
seinna í önnur,
loks í allra eins.
Samt er í samfylgd
sumra manna
andblær friðar
án yfirlætis,
áhrif góðvildar,
inntak hamingju
þeim er njóta nær.
(Guðmundur Böðvarsson)
„andblær friðar án yfirlætis“.
María, mágkona mín, fór ekki með
fyrirgangi né yfirlæti. En hún stóð
fyrir sínu. Hún var lífslán Þorkels
bróður míns. Þau voru komin til
„vits og ára“ er þau gengu í hjóna-
band árið 1969 og vissu hvað
skiptir máli í lífinu. Saman sköp-
uðu þau traust og hlýlegt heimili
þar sem öllum þótti gott að koma
og gott að dvelja. Það þekkja hin
mörgu sumardvalarbörn. Þau
hjónin hlynntu líka vel að föður
mínum, sem var í heimilinu hjá
þeim síðustu árin, áður en hann
fór á Héraðshælið á Blönduósi.
Snyrtimennska og smekkvísi
voru Maríu í blóð borin, svo sem
glöggt kom fram í húshaldi og
klæðaburði. Þótt gesti bæri óvænt
að garði voru veitingar á borðum á
svipstundu, án þess að á því bæri
að hún hefðist eitthvað að. Þau
hjónin voru sérlega gestrisin og
skemmtileg heim að sækja. Ég
veit að margir eiga minningar úr
eldhúsinu á Barkarstöðum þar
sem húsfreyja sat til hliðar að
gömlum sið, við eldhúsbekkinn,
maldaði stundum í móinn þegar
henni þótti bóndi sinn fara frítt
með – örlaði jafnvel á ergelsistóni
en þó var glettni í augunum, því
hún hafði gott skopskyn.
María var í Kvennaskólanum á
Blönduósi veturinn 1954-55 og jók
þar við það góða veganesti sem
hún fékk í foreldrahúsum í Stafni.
Hún tók líka bílpróf snemma, sem
alls ekki var sjálfsagt þá að ungar
stúlkur gerðu. Það var henni, eins
og gefur að skilja, mikil frelsis-
skerðing þegar hún varð að hætta
að aka vegna áfalls, sem hún fékk
á góðum aldri. Hún var líka fljót
að tileinka sér tölvutæknina, hafði
framgöngu um heimilistölvukaup
og lagði sig eftir þeirri töfratækni,
sem þar bauðst. Og síðast, eftir að
súrefniskúturinn varð hennar
fasti förunautur og hamlaði för,
stytti tölvan stundirnar, hún gat
haft samband og fylgst með í
gegnum „Fésbókina“. María gekk
í Kvenfélag Bólstaðarhlíðar-
hrepps árið 1987 og var virk í
starfinu meðan heilsan leyfði. Sat
t.d. í ritnefnd er „Ljós og skugg-
ar“ – saga kvenfélagsins í 70 ár –
kom út 1997.
Samband Maríu við systkini sín
og fjölskyldur þeirra var náið.
Stafnsfólkið hefur alltaf verið
samheldið og traust.
„áhrif góðvildar, inntak ham-
ingju þeim er njóta nær“. Um-
hyggja hennar fyrir sonunum og
fjölskyldum þeirra var takmarka-
laus, hún var stolt af hópnum sín-
um enda naut hún ómælds ástríkis
þeirra. Hún hélt lengi í vonina um
að geta farið suður að fermingu
nöfnu sinnar, Þórkötlu Maríu, á
sumardaginn fyrsta en lést 2 dög-
um áður. – Kannski var hún við-
stödd, hvað vitum við.
Þessum fáu orðum er ekki ætl-
að að vera æviágrip, aðeins lítil
þakkarkveðja að leiðarlokum.
Gestrisni og góðvild Maríu í okkar
garð verður þó aldrei fullþökkuð
og því síður launuð úr þessu.
Engilráð M. Sigurðardóttir
frá Barkarstöðum
og fjölskylda.
Birna María
Sigvaldadóttir
Elsku amma mín.
Þrátt fyrir að fréttirnar af för
þinni á betri stað hafi ekki kom-
ið á óvart þá er samt sárt að sjá
á eftir einhverjum sem er manni
svo kær sem þú varst öllum sem
nutu þeirra forréttinda að
þekkja þig. Eftir sitja ógrynni af
minningum liðinna ára sem ég
er ótrúlega þakklát fyrir. Hlutir
sem kannski voru smávægilegir
þá en eru mikilsmetnir minja-
gripir um einstaka manneskju
nú þegar þú ert farin.
Ég man eftir sundferðunum
okkar og hvernig ég nöldraði
alla leiðina heim yfir hvað ég
væri svöng og aldrei brást að
eftir þessar ferðir var boðið upp
á pasta og þúsundeyjasósu. Ég
man eftir að sitja inni á skrif-
stofu, hlustandi á vinylplötur og
í bílaleik og örygginu sem fylgdi
því að dunda sér og njóta lífsins
í ömmuhúsi. Suðusúkkulaðið
sem þú gafst mér alltaf ískalda
mjólk með vegna ólæknandi sér-
visku minnar. Ég man eftir hvað
ég var upp með mér þegar ég
fékk að hjálpa þér að hafa þig
til, rúlla hárið og gera augabrún-
irnar fínar.
Þú varst óþreytandi þegar
kom að því að kenna mér vand-
aða stafsetningu og málfar.
Sama gilti um kurteisi og snyrti-
mennsku. Þolinmæðin var enda-
laus. En það sem skiptir mestu
þegar upp er staðið er að þú
varst besta fyrirmynd sem
nokkur gat átt, svo ólýsanlega
góðhjörtuð, dugleg og sterk og
máttir aldrei neitt aumt sjá.
Æðruleysið og velviljinn sem
einkenndi þig er nokkuð sem ég
mun einsetja mér að fara eftir.
Það eru engin orð yfir hversu
mikils virði minningarnar um
þig og tíminn sem við áttum
saman eru mér.
Ég læt fylgja með fyrstu
bænina sem þú kenndir mér og
Guðrún
Pálmadóttir
✝ GuðrúnPálmadóttir
fæddist í Bolung-
arvík 31. júlí 1925.
Hún lést í Sjúkra-
skýli Bolung-
arvíkur 3. maí
2013.
Útför Guðrúnar
fór fram frá Hóls-
kirkju í Bolungar-
vík 11. maí 2013.
var í miklu uppá-
haldi hjá okkur:
Vertu yfir og allt um
kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman
í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson
frá Presthólum)
Góða ferð, amma
mín, og takk fyrir
allt. Ég elska þig.
Þín
Sandra.
Elsku amma.
Mig langar að þakka þér fyrir
mörg góð ár.
Ég mun aldrei gleyma því
þegar ég var í 4. bekk. Ég var
lagður í einelti og átti enga vini.
Þú spurðir einskis en skildir allt.
Í hvert sinn sem þú komst til
Reykjavíkur eftir að þú fluttir
vestur kom ég heim eftir skóla
til manneskju sem stóð með
mér. Þeir voru ófáir handbolta-
leikirnir sem við tókum í eldhús-
inu áður en mamma kom heim.
Þú gafst mér ómetanlegan
stuðning og varst alltaf til staðar
ef þín var þörf og það er þér að
þakka að ég fór ekki verr út úr
þessu.
Ég man þegar þú bjóst hér
fyrir sunnan og þið Sandra sótt-
uð mig alltaf í leikskólann og við
fórum heim í gulu blokkina og
fengum heitt brauð með osti og
kalt kókómalt og fengum að
horfa aðeins á Cartoon Network.
Þú ert manneskjan sem vand-
ir mig á að drekka maltextrakt
með pulsum.
Ég man þegar ég heimsótti
þig til Bolungarvíkur um 12 ára
aldurinn og þú dreifst mig strax
út í búð að kaupa saltkjöt og kók
því þú vildir taka vel á móti mér,
enda fengu allir konunglegar
móttökur hjá þér.
Líka þegar þú gafst mér
veiðistöng og fórst með mér nið-
ur á bryggju að veiða marhnúta.
Allar þessar minningar og
ótalmargar í viðbót eru ómet-
anlegar nú þegar þú hefur kvatt
í síðasta sinn.
Takk fyrir allt, þú varst mér
allt.
Þinn
Benedikt (Benni).
Nú er amma Hjördís farin en
minningin um einstaka konu
mun ætíð dvelja í hjörtum okk-
ar. Þær eru margar minning-
arnar sem koma upp í hugann
þegar við lítum til baka. Bú-
staðurinn við Elliðavatn sem
var annað heimili ömmu Hjör-
dísar var ævintýraland fyrir
okkur barnabörnin, þar voru
bakaðar drullukökur sem amma
og afi gæddu sér svo á, að sjálf-
sögðu með bestu lyst. Þær voru
þó betri kökurnar sem amma
bauð upp á bæði í bústaðnum
og við Laugalækinn, maður fór
aldrei svangur úr ömmu húsi og
Hjördís
Georgsdóttir
✝ HjördísGeorgsdóttir
fæddist á Lauga-
vegi 53, Reykjavík
26. desember 1928.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Ísa-
fold í Garðabæ 30.
apríl 2013.
Útför Hjördísar
fór fram frá Laug-
arneskirkju 10. maí
2013.
ristað brauð
bragðaðist hvergi
betur en þar.
Amma var stór-
glæsileg kona og
ein af þessu fólki
sem hlýjar manni
um hjartarætur
með brosi sínu
einu saman. En
hún var líka
hörkudugleg,
ákveðin og tók öll
verkefni föstum tökum, hún var
amma sem fór létt með að
kenna manni að veiða og slægja
fisk, spila fótbolta, klifra í
trjám og allt annað sem krakk-
ar þurftu að kunna að mati
ömmu. Hún er og verður ein
besta fyrirmyndin sem ég hef
átt.
Það er minningin sem amma
Hjördís skilur eftir hjá okkur,
við minnumst hennar með kær-
leika og þakklæti fyrir að hafa
fengið að hafa hana í okkar lífi.
Takk fyrir samfylgdina,
elsku amma.
Daníel Fannar,
Íris og börn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KRISTJÖNU SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR,
Breiðumörk 15,
Hveragerði.
Arnheiður I. Svavarsdóttir, Einar Sigurðsson,
Anna María Svavarsdóttir, Wolfgang Roling,
Hannes Arnar Svavarsson, Guðbjörg Þóra Davíðsdóttir,
Árni Svavarsson, Svandís Birkisdóttir,
Guðrún Hrönn Svavarsdóttir,
Svava Sigríður Svavarsdóttir, Erlendur Arnar Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.