Morgunblaðið - 17.05.2013, Síða 38
38 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
Ó
lafur Gíslason, listfræð-
ingur og fararstjóri,
fæddist í Reykjavík 17.
maí 1943 og ólst þar
upp, á Leifsgötunni.
Hann var auk þess í sveit á sumrin,
frá fimm og til tólf ára aldurs, í
gamla torfbænum á Hofsstöðum í
Skagafirði sem Björn Pétursson,
langafi hans, byggði á sínum tíma.
Ólafur var í Austurbæjarskóla,
lauk stúdentsprófi frá MR 1963,
stundaði nám við háskólann í Lundi í
Svíþjóð 1963-64 og við Listaakadem-
íuna í Kaupmannahöfn 1964-66. Þá
dvaldi hann við nám á Ítalíu 1966-67,
1968-69 og 1985-86.
Ólafur var kennari við gagnfræða-
og barnaskóla í Norsjö í Västerbot-
ten í Svíþjóð, á Hallormsstað 1967-
68 og í Kópavogi og Reykjavík 1972-
74. Hann var starfsmaður við gróð-
urrannsóknir á hálendi Íslands,
einkum á sumrin, hjá Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins 1964-
79, var blaðamaður við Þjóðviljann
1981-92 og fréttaritari RÚV á Ítalíu
1985-86.
Ólafur hefur verið fararstjóri er-
lendis frá 1979, einkum á vegum
Samvinnuferða og Heimsferða, oft-
ast á Ítalíu, en einnig á Grikklandi,
Tyrklandi, Kúbu og víðar.
Ólafur var einn af stofnendum
SÚM 1967, tók virkan þátt í starf-
semi þess félagsskapar og skrifaði
sögu hans í SÚM-bókinni sem Lista-
safn Reykjavíkur gaf út 1989.
Ólafur hefur kennt listheimspeki
Ólafur Gíslason, listfræðingur og fararstjóri – 70 ára
Ítölsk menning Leiðsögumaðurinn Ólafur með fjölmennum hópi ferðamanna í Flórens á sínum yngri árum.
Allur í list og heimspeki
Fjölskyldan Ólafur og Una með Helgu og Gísla, á Amalfíströnd um 1990.
Ég ætla nú að byrja á að nýta mér lyklavöldin að skrifstofuStúdentaráðs í fyrsta skipti,“ segir María Rut Kristinsdótt-irs nýkjörinn formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og af-
mælisbarn dagsins. Hún segir að fyrri hluti dags muni fara í grein-
arskrif og að koma sér inn í nýja starfið en hún stefnir þó að því að
fagna um kvöldið.„Eftir vinnu sæki ég strákinn minn í leikskólann
og við ætlum að fá okkur köku saman en svo bauðst frænka mín til
að leyfa honum að gista svo ég geri ráð fyrir að fara út með vinkon-
um mínum og fá mér einn kokteil eða svo í tilefni dagsins.“
María Rut er að eigin sögn mjög hógvært afmælisbarn. „Ég held
eiginlega aldrei upp á afmælið mitt og ég verð alltaf svona pínu
vandræðaleg í kringum afmælið,“ segir hún en bætir við að það sé
þó eins gott að hún fái afmælissöng frá nýjum samstarfsmönnum
sínum á skrifstofu Stúdentaráðs. María segir það heppilegt að Euro-
vision steli ekki senunni á afmælisdeginum hennar en hún hugðist
þó taka forskot á sæluna yfir forkeppninni í gærkvöldi. Hvað gjafir
varðar er María Rut ekki lengi að hugsa sig um þegar hún er spurð
út í drauma-afmælisgjöfina. „Kvöldstund með Rob Schneider,“ svar-
ar nýkjörinn formaður Stúdentaráðs grafalvarleg í bragði en gefur
engar frekari útskýringar á áhuga sínum á gamanleikaranum geð-
þekka. annamarsy@monitor.is
María Rut Kristinsdóttir er 25 ára í dag
Vinir Albert Guðmundsson, María Rut, Eva Laufey Kjaran og Árni
Grétar Finnsson stilla sér upp á árshátíð Vöku fyrr í vor.
„Kvöldstund með
Rob Schneider“
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Hveragerði Berglind María Hofland
fæddist 14. september kl. 20.49. Hún
vó 3.175 g og var 49 cm löng. Foreldrar
hennar eru Eva Dögg Þorkelsdóttir og
Guðmundur Árni Kjartansson.
Nýir borgarar
Selfoss Lára Lind fæddist 11. sept-
ember kl. 11.21. Hún vó 16,5 merkur og
var 52,5 cm löng. Foreldrar hennar eru
Margrét Hrönn Lindudóttir og
Ámundi Rögnvaldsson.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isGLER OG SPEGLAR 54 54 300 • smiðjuvegi7 • kópavogi
sólvarnargler • sjálfhreinsandi
gler • einangrunargler • þakgler
• og margT fleira
skjólveggir & handrið
SÍðAn 196
9
allT
í gleri
sendum
um
allT land
sTílhreinT
goTT úTsýnivoTTu
ðf
ra
ml
eið
sl
a