Morgunblaðið - 17.05.2013, Side 40

Morgunblaðið - 17.05.2013, Side 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú nýtur þess að ræða við vini þína í dag, ekki síst vinkonur. Ekki gleyma að gefa þér tíma til einveru þótt einhver innan fjölskyldunnar þurfi á þér að halda. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér finnast sumar persónulegar skoðanir starfsfélaga þinna út í hött. Yf- irmennirnir gefa vinnu þinni ekki jafn mik- inn gaum og þeir ættu að gera. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Heiðarleikinn er það sem dugar best bæði gagnvart sjálfum þér og öðrum. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hundshaus og hendur í skauti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Aðkallandi verkefni skaltu reyna að leysa sem fyrst en láta önnur veigaminni sitja á hakanum á meðan. Mundu að sjald- an veldur einn þá tveir deila. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagurinn hentar sérstaklega vel til skemmtana og sumir grípa hvert tækifæri til að gera prakkarastrik. Neistaflugið er það sem færir þér það sem þú leita að. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ánægja þín með eigin frammistöðu veltur á því hvernig þú stjórnar öðrum. Hann/hún kemur auga á það sem má bet- ur fara. 23. sept. - 22. okt.  Vog Notaðu daginn til þess að leiðrétta misskilning. Nú verður þú að sinna eigin málum, því þú getur ekki stólað á það að aðrir sjái um þau. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Viðgerðir og breytingar gætu átt sér stað þar sem þú átt þér samastað. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef ágreiningur rís upp meðal fjölskyldumeðlima þarf að komast að málamiðlun. Vilji fólk að þú vitir eitthvað mun það sjá um það sjálft. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert kraftmikill þessa dagana og kemur miklu í verk. Notaðu tækifærið til að segja sögur sem endurspegla lífsgildi sem þér finnst skipta máli. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Kímnigáfa þín og rausnarskapur gera að verkum að flestum líkar vel við þig. Haltu samt ró þinni og láttu velgengn- ina ekki stíga þér til höfuðs. 19. feb. - 20. mars Fiskar Dagurinn í dag er ákjósanlegur fyrir miklar endurbætur á heimilinu. Þú ert bæði skrýtnari og skemmtilegri en flestir álíta þig vera við fyrstu kynni. Í klípu „ÞAÐ ER RÉTT, ÉG HEF KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN OFTAR EN EINU SINNI. EN ÞAÐ ER EKKI MÉR AÐ KENNA. SJÁÐU TIL, ÞEGAR ÉG VAR BARN VAR ÉG EINU SINNI ... SKILINN EINN EFTIR HEIMA!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIÐ ÆTTUM AÐ GETA LIFAÐ Á LÍFEYRINUM. OKKUR VANTAR BARA FARGJALDIÐ TIL GRÆNLANDS.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að reyna að vekja hana ekki þegar þú þarft að fara snemma á fætur. AAATSJÚÚÚ! BLESSI ÞIG. TAKK. EN FRÁBÆR MORG- UNN, GRETTIR! MÉR LÍÐUR EINS OG ÉG GETI SIGRAÐ HEIMINN! ÉG RÆÐ! SAGÐI MAÐURINN Í HESTANÁTT- FÖTUNUM. Snillingar leynast víða og sumirþeirra mega svo sem fara huldu höfði án þess að Víkverji missi svefn, en sá sem fékk þá frábæru hugmynd að færa gönguljósin við Hringbraut á móts við Þjóðminjasafnið og fékk því framgengt á skilið að fá mynd af sér við ljósin. Líka pólitíkusarnir sem samþykktu hugmyndina. Ekki passa- myndir heldur stórar eins og birtust af stjórnmálaleiðtogum fyrir nýaf- staðnar kosningar. Víkverji sér fyrir sér stór spjöld beggja vegna göt- unnar með myndum af þessu fólki smæla framan í heiminn að hætti Megasar. x x x Gönguljós eru yfirleitt hugsuð tilþess að auðvelda gangandi fólki að komast yfir götur án þess að leggja líf og limi í hættu. Fólk hefur misjafnlega langan tíma til þess að komast frá einni gangstétt að ann- arri. Í Reykjavík er til dæmis greini- lega gengið út frá því að göngufólk á Bræðraborgarstíg sé fljótara í förum en gestir og gangandi við Miklubraut á móts við Klambratún annars vegar og við gamla Lídó hinsvegar. Þeir sem ætla yfir á gönguljósunum við Þjóðminjasafnið þurfa ekki að hafa hraðan á og geta þess vegna kíkt í bók á leiðinni án þess að eiga á hættu að missa af græna karlinum. Þegar myndaspjöldin verða að veruleika geta þessir göngugarpar virt fyrir sér snillingana sem gerðu þeim það mögulegt, samglaðst þeim og tekið af þeim myndir ef vill á grænu ljósi. x x x En það eru ekki aðeins þeir semfara um á tveimur jafnfljótum sem geta virt fyrir sér dýrðina og dá- semdina frá Melatorgi langleiðina austur að göngubrúnni skammt frá BSÍ. Á annatímum hreyfist bílaum- ferðin ekki á svæðinu vegna um- ræddra gönguljósa. Ökumenn og þess vegna farþegar geta auðveldlega nýtt biðtímann, yfirgefið bílana og farið í gönguför um svæðið. Þegar nýju gönguljósin verða komin á móts við Sæmundargötu verður til skemmtileg gönguleið í áttu með myndaspjöldum hvert sem litið verð- ur. Þetta hefði Víkverja aldrei dottið í hug. víkverji@mbl.is Víkverji Því að þótt fjöllin bifist og hæðirnar haggist mun kærleikur minn til þín ekki bifast og friðarsáttmáli minn ekki haggast, segir Drottinn sem mis- kunnar þér. (Jesaja 54:10) Það rifjaðist upp vísa fyrir Sig-hvati Björgvinssyni, fyrrver- andi ráðherra, sem hann gaukaði að umsjónarmanni: „Þegar Guðni Ágústsson var landbúnaðarráðherra fór hann í op- inbera heimsókn til Kína ásamt Margréti eiginkonu sinni. Þegar hann kom aftur heim kom í ljós að hann hafði smitast af kamfílóbak- ter eftir að hafa klappað strútum og lagðist á spítala. Ég stóðst ekki mátið: Hann Guðni er sjúkur að sagt er sóttvarnarlæknir á vakt er; hann kom heim frá Kína með kerlingu sína og kamfílóbakter. Þegar Guðna barst vísan til eyrna kom hann til mín og spurði: „Varst þú að yrkja um mig?“ „Já,“ svaraði ég. „Þú kallaðir Margréti mína kerlingu. Það var ekki fallegt af þér,“ sagði þá Guðni. „Það er enginn vandi að breyta því,“ sagði ég.“ „Hvernig þá?“ spurði Guðni. „Og ég svaraði: Hann Guðni er sjúkur að sagt er sóttvarnarlæknir á vakt er hann kom heim frá Kína með konuna sína og kamfílóbakter.“ Þá sagði Guðni: „Þetta er góð vísa.“ Ármann Þorgrímsson kastar fram hringhendu: Bölvað stand á bænum hér burtu andinn flúinn einhver fjandinn er að mér enda landinn búinn. Jóhann Hannesson orti sem rétt er að rifja upp þar sem makríldeil- an er rétt að hefjast: Það má segja það sérkenni Breta ef samningaleið á að feta að finna þá lausn af framsýni og rausn en fresta henni eins lengi og þeir geta. Reynslan af nýafstöðnum kosn- ingum er sú sama og á dögum Jóhanns: Þessi flokksblaðaskriffífl, sem skvetta á mann skítnum í dulbúning frétta ef allt fer að vanda hafa oftast að standa á einhverju, en sjaldnast því rétta. Káinn orti þegar hann sá Fjalla- Eyvind leikinn: Órór sveimar andi minn upp til reginfjalla; takið þið mig í útlegð inn Eyvindur og Halla. Káinn sýndi þreytumerki: Þreytir K.N. strit og stjá, stynur öndin þjáða; maður sá sem ekkert á á úr vöndu að ráða. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Guðna, Kína og utanreisu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.