Morgunblaðið - 17.05.2013, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 17.05.2013, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013 „Við munum taka slatta af stuð Eurovision-lögum auk þess sem nokkrar rólegar perlur fá að fljóta með,“ segir Friðrik Ómar sem ásamt Regínu Ósk, Selmu Björnsdóttur og Eurobandinu leikur fyrir dansi í Hlégarði í Mosfellsbæ annað kvöld, en húsið verður opnað kl. 23. Þegar blaðamaður náði tali af Friðriki Ómari í gær var hann staddur í Malmö og beið spenntur eftir að heyra flutning Eyþórs Inga á „Ég á líf“ í seinni undankeppninni. „Þetta er í þriðja sinn sem ég fylgist með keppninni á staðnum án þess að vera að keppa. Það er alltaf rosalega gaman að vera í salnum og skynja viðbrögð salarins. Eyþór Ingi hefur verið að fá rosalega sterk og góð við- brögð við flutningi sínum hér á æf- ingum og á ákveðnum stað í laginu þegar hann tekur flotta strófu hefur allt hreinlega ætlað um koll að keyra. Það verður því spennandi að fylgjast með honum í kvöld [fimmtu- dag],“ sagði Friðrik Ómar og tók fram að hann myndi sitja með fjöl- skyldu Eyþórs Inga og vinum í saln- um og veifa íslenska fánanum. Að sögn Friðriks Ómars flýgur hann heim í dag til þess að geta sungið á dansiballi með Euroband- inu á morgun. Aðspurður hvort ein- hver lög úr keppninni í ár muni heyrast annað kvöld segir Friðrik Ómar að Eurobandið vilji ekki gera upp á milli keppenda. „Hins vegar sjáum við okkur ekki fært annað en að flytja sigurlagið,“ segir Friðrik Ómar og viðurkennir að stuttur tími gefist til æfinga á sigurlaginu. „En maður er nánast farinn að kunna flest þeirra eftir að hafa kynnt sér lögin og hlustað á þau síðustu vik- urnar og verið hér í Malmö sl. þrjá daga.“ Þess má að lokum geta að miðar verða aðeins seldir við innganginn. Eurobandið Regína Ósk, Friðrik Ómar og Selma Björnsdóttir. Stuðlög í bland við perlur Næsta víst er að stór hluti íslensku þjóðarinnar fylgdist með seinni undanúrslitunum í Eurovision í gær þegar Eyþór Ingi flutti íslenska lagið og komst áfram. Á leik- sýningu Þjóðleikhússins, Englum alheimsins, var gert stutt hlé og kom ein aðalpersónan inn á sviðið með far- tölvu þar sem Eyþór Ingi var í beinni útsendingu frá Malmö og söng eins og engill. Sungu leikararnir með sem og áhorfendur og vakti uppátækið að vonum mikla lukku. AFP Góður Eyþór Ingi hér á sviðinu í gær í lok lagsins Ég á líf, sem kom okkur áfram í lokakeppnina. AFP Gifstu mér Söngkonan finnska, Krista Siegfrids, kyssti aðra konu á sviðinu. AFP Glæsileg Hin norska Margaret Berger stóð sig með prýði.Íslenskar Þessar búa í Svíþjóð og mættu í stuðningslið. Sungið með Englum alheimsins Eurovision 2013 Englar syngja Frá sýningu á Englum alheimsins í gærkvöldi, þar sem leik- arar og áhorfendur sungu með Eyþóri Inga í beinni útsendingu. Verslunarrými Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Verslunarhillur Verðmerkilistar Gínur Útiskilti Fataslár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.