Morgunblaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
Tvær sýningar verða opnaðar í dag
kl. 18 í Listasafni Íslands, annars
vegar sýningin Huglæg Landakort/
Mannshvörf og hins vegar safnsýn-
ingin Gersemar. Fyrri sýningin er
hluti af Listahátíð í Reykjavík sem
hefst í dag og eiga 40 listamenn frá
15 smáríkjum og svæðum í Evrópu
verk á henni. Á henni er dregin upp
mynd af þeirri „miklu fjölbreytni,
sem finna má í tjáningu listamanna
frá smáríkjum Evrópu, þjóðum með
innan við milljón íbúa, óháð land-
fræðilegri legu og stærð landa
þeirra“, eins og segir í tilkynningu.
„Með blað- og bóklist að vopni tak-
ast þessir listamenn á við langa hefð
einstæðrar útgáfustarfsemi, sem
miðlun skapandi samskipta,“ segir
þar einnig. Nokkrir Íslendingar eru
meðal sýnenda. Hluti sýningarinnar
felst í útgáfu á bókverki sem inni-
heldur öll þau verk sem gerð voru í
tilefni af sýningunni og verða þau
sýnd í formi innsetningar svissneska
listamannsins Oppy De Bernardo.
Sýningarstjórar eru Halldór Björn
Runólfsson, safnstjóri Listasafns Ís-
lands, Alessandro Castiglioni, Rita
Canarezza og Pier Paolo Coro.
Gersemar er þrískipt sýning,
skipt niður á þrjá sali safnsins. Á
henni verða í sumar sýndar gersem-
ar úr safneign Listasafns Íslands,
eins og titillinn gefur til kynna. Sýnd
verða íslensk málverk og teikningar
frá 19. öld og fyrri hluta 20. aldar,
málverk frá ýmsum landshornum og
gersemar úr samtímanum. Sýning-
arstjórar Gersema eru Halldór B.
Runólfsson og Sigríður M. Ólafs-
dóttir.
Fjöldi 40 listamenn eiga verk á
Huglæg landakort/Mannshvörf.
Huglæg landakort
og gersemar
Tvær opnanir í Listasafni Íslands
Literary Death Match (LDM) nefnist
alþjóðleg lestrarröð sem hóf göngu
sína í Bandaríkjunum og í kvöld
verður boðið upp á LDM-kvöld kl. 19
á skemmtistaðnum Dollý í Reykja-
vík. Verður það í fyrsta sinn sem
LDM fer fram hér í borg en slík
kvöld hafa verið haldin í 47 borgum
víða um heim. Hugmyndin með LDM
er að brjóta upp hefðbundið upp-
lestrarform og gera það skemmti-
legt, m.a. með því að sækja í um-
gjörð sjónvarpsþátta á borð við Idol
án þess að fórna listrænu gildi, eins
og segir í tölvupósti. Í kvöld fá fjórir
rithöfundar sjö mínútur hver til þess
ða flytja spennandi texta fyrir gesti
og þrjá dómara. Höfundarnir eru
Andri Snær Magnason, Auður Jóns-
dóttir
Kári Túliníus og Kristín Eiríks-
dóttir. Einn dómaranna tekur fyrir
bókmenntalegt gildi, annar flutning-
inn og sá þriðji heildarupplifunina.
Dómarar verða þau Bergur Ebbi
Benediktsson, Hugleikur Dagsson
og Kristín Ómarsdóttir. Dómara er
svo að velja tvo lesara og komast
þeir áfram í lokaumferðina „þar sem
furðan ræður ein ríkjum“, eins og
því er lýst. Að lokum stendur einn
lesari uppi sem sigurvegari. Kynnir
kvöldsins verður Adrian Todd
Zuniga, stofnandi LDM.
Barist Auður Jónsdóttir etur kappi
við þrjá kollega sína í kvöld á Dollý.
Fjórir rithöfundar
berjast á Dollý
Árin segja sitt1979-2013
BISTRO
Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is
Lauga-ás special
Lambalæri bearnaise
Gratíneraður fiskur
Lauga-ás special
Lambalæri bearnaise
Gratíneraður fiskur
Komdu
í bíó!
Þú finnur upplýsingar um
sýningartíma okkar og miðasölu á
www.emiði.is og www.miði.is
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
:40
- T.K.
kvikmyndir.is
H.V.A
-Fréttablaðið
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
L
12
12
16
STAR TREK 3D Sýnd kl. 4 -5:20 - 8 - 10:40(P)
MAMA Sýnd kl. 8 - 10:10
LATIBÆR - BÍÓUPPLIFUN Sýnd kl. 4
OBLIVION Sýnd kl. 5:30
Stórmyndin
sem tekin
var upp
á Íslandi