Morgunblaðið - 17.05.2013, Síða 48
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 137. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Hafður að fífli
2. Beittu syni sína hrottalegu ofbeldi
3. Notfæra sér konur í meðferð
4. Ástfangin af Eyþóri við fyrstu sýn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
No Homo eftir Guðna Líndal Bene-
diktsson var valin besta íslenska
stuttmyndin á stutt- og heimildar-
myndahátíðinni Reykjavík Shorts &
Docs sem lauk í fyrradag. A World
Not Ours í leikstjórn Mahdi Fleifel var
valin besta heimildarmynd nýliða á
hátíðinni. Átta íslenskar stuttmyndir
kepptu um verðlaunin fyrir bestu ís-
lensku stuttmyndina en sex um verð-
launin fyrir bestu heimildarmyndina.
Sérstök dómnefndarverðlaun hlaut
Valdimar Jóhannesson fyrir stutt-
mynd sína Dögun.
No Homo besta
íslenska stuttmyndin
Bókmenntahátíð í Reykjavík verð-
ur haldin 11.-15. september nk. og
hafa 16 erlendir rithöfundar stað-
fest komu sína á hana og 10 ís-
lenskir taka þátt í dagskránni.
Heimskunnir og virtir höfundar eru
meðal þeirra erlendu og má þar
nefna kanadíska rithöfundinn Dou-
glas Coupland, Hollendinginn Her-
man Koch og Antonio Skármeta frá
Síle. Íslensku höfundarnir eru Auður
Jónsdóttir, Eyrún Ingadóttir, Gerður
Kristný, Guðmundur Andri Thorsson,
Hermann Stefánsson, Hugleikur
Dagsson, Rúnar Helgi Vignisson,
Stefán Máni, Sölvi Björn Sigurðsson
og Þorsteinn frá
Hamri. Frekari
upplýsingar
um hátíðina
má finna á
vef hennar,
bok-
mennta-
hatid.is.
Heimskunnir höf-
undar koma í haust
Á laugardag Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast við vestur-
ströndina. Víða léttskýjað á N- og A-landi, annars skýjað.
Á sunnudag (hvítasunnudagur) Suðlæg átt 5-13 m/s. Rigning V-
til, bjartviðri á NA-verðu landinu. Hiti 5 til 16 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg breytileg átt og bjart með köfl-
um, sunnangola og skýjað S- og V-lands síðdegis. Hlýnar heldur.
VEÐUR
KR-ingar eru einir á toppi
Pepsi-deildar karla í
knattspyrnu en þriðju
umferðinni lauk í gær. KR
tók á móti nýliðum Þórs í
Frostaskjólinu og upp-
skar öruggan sigur, 3:0.
KR hefur níu stig í efsta
sæti en FH og ÍBV koma
næst með sjö stig. Þórs-
arar hafa byrjað Íslands-
mótið afar illa en þeir eru
án stiga og með marka-
töluna 1:7. »2
KR-ingar einir í
toppsætinu
Beckham hættur sem
meistari í fjórum löndum
Blikarnir áttu svo sannarlega glæsi-
legan endasprett þegar þeir tóku á
móti Skagamönnum í Pepsi-deildinni
í gær. ÍA var 1:0 yfir þegar 83 mínútur
voru liðnar af leiknum en þeir græn-
klæddu settu þá í fluggírinn og skor-
uðu fjögur mörk á lokakafla leiksins.
Breiðablik hefur þar með unnið báða
heimaleiki sína 4:1 en tapað úti-
leiknum með sama mun. »6
Frábær endasprettur
hjá Blikunum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Lára Halla Sigurðardóttir
larahalla@mbl.is
„Það er lítið um að sundfólk á Íslandi
geti stundað bæði íþróttina og há-
skólanám af fullum krafti,“ segir
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson,
sundmaður og nemi við Arizona
State University í Bandaríkjunum.
Hann lauk nýlega grunnnámi og
hlaut heiðursverðlaun sem fyr-
irmyndarnemandi í lokahófi sund-
félags skólans.
Allt gengur út á íþróttir
Davíð fékk íþróttastyrk til fjög-
urra ára og gerði það honum kleift að
stunda nám við skólann. Hann
hyggst ekki láta staðar numið eftir
grunnnámið og hefur meistaranám í
arkitektúr við sama skóla í sumar.
Aðspurður segir hann að sér hafi
gengið vel að stunda sundið samhliða
háskólanáminu. „Í Bandaríkjunum
gengur allt út á íþróttir og því er
reynt að sníða námið að þeim,“ segir
Davíð. Hann æfir yfirleitt um 24
klukkustundir á viku þar sem hann
syndir, teygir og leggur stund á ýms-
ar þol- og þrekæfingar.
Davíð segir að íslenskir nemendur
komi mun betur undirbúnir inn í há-
skólann en þeir bandarísku. „Oftast
eru útlendingarnir í liðinu með hæstu
einkunnirnar.“
Fyrsta árið bjó hann á dæmigerðri
bandarískri heimavist þar sem hann
svaf í koju, þvotturinn var þveginn
fyrir hann og tilbúnar máltíðir biðu
hans á veitingastöðum á háskóla-
svæðinu. Síðustu tvö árin bjó hann
hins vegar í íbúð og þurfti þá að tak-
ast á við lífið upp á eigin spýtur.
„Fyrsta árið var eiginlega eins og að
vera enn heima hjá mömmu og
pabba,“ segir Davíð og segist hafa
þroskast heilmikið á þessum árum.
Hann segir sundíþróttina meiri
hópíþrótt í Bandaríkjunum en hér á
landi. „Það er meiri stemning þegar
allir eru saman í liði,“ segir Davíð.
„Liðsheildin er rosalega sterk
þarna.“
Leiðtogahæfileikar í lauginni
Verðlaunin sem Davíð hlaut eru
kennd við Ron Johnson, fyrrverandi
sundþjálfara við skólann. Verðlaunin
fara til þess sundmanns sem sýnir
leiðtogahæfileika bæði í sundlauginni
og í skólastofunni. „Þetta eru flott
verðlaun,“ segir Davíð, en hann var
einnig valinn fyrirliði liðsins í upphafi
skólaársins.
Davíð tekur einnig þátt í íþróttalíf-
inu hér á landi. Þessa dagana æfir
hann af kappi fyrir Smáþjóðaleikana
sem eru framundan í maí. Þar mun
hann keppa í 100 metra baksundi,
50 og 100 metra skriðsundi og lík-
lega einnig í boðsundi. Hann hóf
sundferil sinn sjö ára gamall og
fann fljótlega að þar lágu styrk-
leikar hans. „Það var aldrei neitt
annað sem kom til greina,“ segir
Davíð. „Mér fannst þetta alltaf
mjög skemmtilegt.“
Leiðtogi í sundlaug og skólastofu
Íslendingur var valinn fyrirmyndar-
nemandi í Arizona State University
Stinga sér til sunds Davíð Hildiberg Aðalsteinsson átti góðar stundir í bandarískum háskóla þar sem hann stundaði sund samhliða náminu. Hér bregður
hann á leik með félögum sínum í sundliðinu, en hann var valinn fyrirmyndarnemandi vegna leiðtogahæfileika sinna í sundlauginni og í skólastofunni.
Davíð segir fjölskyldu sína og
aðra íslenska sundmenn fylgjast
vel með árangri hans. „Það er
orðið markmið hjá mörgum í
sundi að komast á svona
styrk,“ segir hann.
Hann hvetur aðra
íþróttamenn til að kanna
möguleikann á dvöl í
háskólum erlendis
og segir reynsl-
una gefandi og
dvölina hafa ver-
ið afar skemmti-
lega. „Ég þurfti
skyndilega að
standa á eigin
fótum,“ segir
Davíð.
Margir vilja
út að synda
REYNSLAN AFAR GEFANDI
Enski knattspyrnumaðurinn David
Beckham tilkynnti í gær að hann
hefði ákveðið að leggja skóna á hill-
una að þessu keppnistímabili loknu.
Hann varð á dögunum
franskur meistari með
París SG og hafði áður
unnið meistaratitlana í
Englandi, á Spáni og í
Bandaríkjunum á
löngum og glæsi-
legum ferli. »3