Monitor - 16.05.2013, Síða 14
14 MONITOR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013
H Myndbandinu er leikstýrt af Einari Braga Rögnvalds-
syni og Frey Árnasyni. Það kom rosalega stór og góður
hópur að myndbandinu sem fórnaði heilli helgi í það og
við kunnum þeim bestu þakkir fyrir það.
Óttist þið ekkert pressuna sem fylgir því að gefa út
plötu númer tvö á eftir vel heppnaðri frumraun?
H Nei, ég get ekki sagt það. Fyrst og fremst af því við
ætlum ekki að gefa út alveg eins plötu. Þessi plata
verður töluvert persónulegri. Við vorum að tala um að
hún yrði dimm á bjartan hátt, er það ekki?
A Jú, eða björt á dimman hátt?
H Já, hún verður allavega með dekkra yfirbragði.
A Hún er tilraunakenndari en ég held að hún muni
samt falla í kramið því hún verður án efa betur gerð.
Ég held að ég geti fullyrt það að sem heildstæð plata
verður þessi betri en sú fyrri.
H Ég held að þetta verði meiri „headphone-plata“ en
sú fyrri. Sem sagt ekki alveg jafnmikil partíplata, nema
náttúrlega ef fólk dansar bara aðeins hægar við þessi
lög.
Upp úr hverju leggið þið helst í textagerðinni?
H Ég hugsa að í grunninn séum við aðallega að segja
sögur en við tölum mjög mikið undir rós í textunum
okkar.
A Já, við reynum að segja sögur ásamt því að skapa
eitthvað ákveðið andrúmsloft. Sumir textar segja
kannski ekki beint neina sögu en ganga bara út á það
að við erum að velta einhverju atriði ítarlega fyrir okk-
ur. Mörg laganna fjalla til dæmis um eitthvað ákveðið
atriði sem tengist djamminu, ástæðuna fyrir djamminu
eða af hverju það er gott að drekka svona rosalega
mikið. Annars deilum við mjög lítið á hluti, erum oftast
bara að lýsa aðstæðum eða „mála myndir“.
Vantar ekki meiri „gangsteralæti“ í ykkur? Þurfið þið
ekki að rappa meira um bílana ykkar eða hvað húsin
ykkar eru stór og glæsileg?
A Við eigum báðir mjög ljóta bíla. Það gæti samt alveg
gengið upp að rappa um bílinn minn. Þó svo að hann
sé ljótur þá hefur hann stórkostlegan persónuleika og
við erum góðir vinir. Við höfum gengið í gegnum súrt
og sætt, ég hef hatað hann og ég hef elskað hann. Þetta
yrði kannski bara eins og lag um ástarsamband við
konu.
H Ég gæti kannski rappað um „crib-ið“ mitt af því að ég
bý í einbýlishúsi á Hellu þessa dagana.
A Já, nákvæmlega. Ætli nokkur íslenskur rappari búi í
jafnstóru húsi og þú?
H Ég veit það ekki. Ég er ekki viss um það.
A Á sama tíma held ég að það sé enginn íslenskur
rappari sem býr í minni íbúð en ég (hlær).
Hvað gerið þið þegar þið eruð ekki að fást við tónlist?
H Ég er búinn að vera að vinna hjá Kjötsmiðjunni en er
nýhættur þar til þess að einbeita mér að plötunni okkar
sem við ætlum að klára í sumar. Ég ætlaði nú að vera
duglegur við að leggja fyrir en það gekk ekki alveg sem
skyldi.
A Ég er í viðskiptafræðinámi og í hljómsveitinni og
svo geri ég náttúrlega bara þetta „beisikk“ dót eins og
að hanga með vinum mínum, fara í ræktina og svo
framvegis.
Bróðir Svartúlfs og svo Úlfur Úlfur. Eruð þið með
einhvers konar úlfablæti?
H Úlfar eru rosalega sexí. Í textunum okkar erum við
einmitt líka svolítið oft að velta fyrir okkur dýrslega eðl-
inu sem finnst líka í mannfólki. Það eðli brýst einmitt
mjög mikið út á djamminu og þess vegna er djammið
mjög góður vettvangur fyrir slíkar pælingar.
A Úlfar eru náttúrlega alltaf svo mikil rándýr en
manneskjan er alltaf meira rándýr.
Að lokum, hvernig verður sumarið?
H Ég verð mikið að vinna í garðinum við húsið mitt.
Hann er stór og ég þarf að slá hann og snyrta trén og
svona.
A Hvað hljómsveitina varðar er forgangsatriðið að
klára plötuna og svo verðum við að spila eitthvað. Við
erum til dæmis bókaðir á Keflavík Music Festival, LungA
og Gærunni í sumar.
H Já, ég er í raun til í að spila sem mest í sumar. Við
skulum segja að sumrinu verði helst varið í stúdíóinu
og á þjóðveginum.
ARNAR
Á 30 SEKÚNDUM
Fyrstu sex: 290288.
Uppáhaldsmatur: Hamborg-
arar í öllum stærðum og
gerðum.
Lag í uppáhaldi þessa stund-
ina: Numbers on the board
með Pusha T.
Það fyndnasta sem ég hef
séð á netinu: Hestagrímur
eru í 80% tilfella ástæðan
fyrir því að ég hlæ upphátt
af netinu.
Uppáhaldsíþróttamaður: Ég
fylgist ekkert með íþróttum
í dag og á þar af leiðandi eng-
an uppáhaldsíþróttamann.
Æskuátrúnaðargoð: Stan
Collymore.
HELGI Á 30 SEKÚNDUM
Fyrstu sex: 280287.
Uppáhaldsmatur: Nautasteik.
Lag í uppáhaldi þessa stundina: Figure
Eight með Ellie Goulding.
Uppáhaldsíþróttamaður: Peter Schmeichel.
Æskuátrúnaðargoð: Peter Schmeichel líka.
Ég held að þetta verði meiri
„headphone-plata“ en sú fyrri.
Sem sagt ekki alveg jafnmikil partí-
plata, nema náttúrlega ef fólk dansar
bara aðeins hægar við þessi lög.