Monitor - 16.05.2013, Blaðsíða 16
16 MONITOR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013
Lísa Hafliðadóttir
lisa@monitor.is
stíllinn
Hver er Rakel?
Ég er Rakel Unnur Thorlacius og ég elska
McDonalds, naggrísa, slaufur og Clueless.
Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?
Stíllinn minn er ekki eitthvað sem ég get
lýst með einu orði. Ég klæði mig bara í það
sem mér dettur í hug þann dag.
Hefur þú mikinn áhuga á tísku?
Ég hef mjög mikinn áhuga á tísku. Er að
vinna í fatabúð og ætla að fara að læra í
tískuiðnaðinum erlendis.
Hvar kaupir þú helst fötin þín?
Ég versla aldrei á Íslandi nema í Spúútnik
og Nostalgíu. Annars versla ég helst í
Topshop eða vintage-búðum erlendis.
Hvaða árstími finnst þér skemmtilegastur
hvað varðar tísku?
Mér finnst sumarið alltaf best. Þá þarf
maður ekki að vera í þykkum þungum yfir-
höfnum sem fela fötin manns. Þá eru allir
svo sætir og glaðir og í fallegum fötum.
Hvað er ómissandi að eiga í fataskápnum
fyrir vorið?
Einhverja flotta húfu eða derhúfu,
magabol og gallasmekkbuxur.
Hver hafa verið þín verstu tískumistök?
Gólfsíða gallapilsið mun ásækja mig að
eilífu.
Hver er best klædda kona í heimi?
Mér finnst Agyness Deyn mega kúl. En
hún er ekkert best klædda kona í heimi,
það er það engin.
Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá
þér?
Er að fara út í 3 vikur eftir einn og hálfan
mánuð að hitta kærastann og ferðast um
Evrópu í rútu.
Ef þú yrðir að fá þér húðflúr, hvernig
húðflúr myndir þú fá þér og hvar?
Er einmitt að fara að splæsa í eitt svoleið-
is í sumar, það er leyndó hvað ég ætla að
fá mér en það mun vera á hendinni og
vera fáránlega flott.
Rakel Unnur Thorlacius er 24 ára verslunarstjóri í Spúútnik í
Kringlunni. Rakel hefur mikinn áhuga á tísku og stefnir hún á að
flytja erlendis til að læra eitthvað tengt tískuiðnaðinum. Hér sýnir
Rakel lesendum fjögur vel valin dress úr fataskápnum hennar.
Fatastílnum ekki
lýst í einu orði
ÚT Á LÍFIÐ
SKÓR - JEFFREY CAMPELL.
SAMFESTINGUR - SPÚÚTNIK.
BOLUR - SPÚÚTNIK.
HÁLSMEN - TOPSHOP. SPARI
SKÓR - JEFFREY CAMPELL.
BUXUR - TOPSHOP.
BOLUR - NOSTALGÍA.
BLÓM - H&M.
UPPÁHALDS
SKÓR - TOPSHOP.
SOKKAR - PRIMARK.
PILS - SPÚÚTNIK.
BOLUR - TOPSHOP.
HÁLSMEN - VINTAGE BÚÐ Í LOS ANGELES.
HÚFA - TOPSHOP.
HVERSDAGS
SKÓR - NASTY GAL.
SOKKAR - PRIMARK.
GALLASMEKKBUXUR - SPÚÚTNIK.
BOLUR - SPÚÚTNIK.
HÁLSMEN - VINTAGE BÚÐ Í LOS ANGELES.
TEYJA - URBAN OUTFITTERS.
M
yn
di
r/
Eg
ge
rt