Monitor - 16.05.2013, Síða 20
Þó ég sé mikill Sci-Fi-rúnkari þá hef ég aldrei
verið mikill Star Trek-aðdáandi, var alltaf
meira fyrir Star Wars. Ég fór nú samt að sjá
Star Trek árið 2009 sem J.J. Abrams leikstýrði
og fannst hún frábær. Núna hefur Abrams
snúið aftur með framhald af þeirri mynd og
er hún alls ekki síðri.
Myndin byrjar á því að Kirk Kapteinn hefur
komið sér í vandræði eins og svo oft áður, en hann
fer sínar eigin leiðir til að bjarga sér og áhöfn sinni.
Hann brýtur allar mögulegar reglur til
þess og þarf að takast á við afleið-
ingarnar af því. Þegar dularfullur
karakter ræðst á höfuðstöðvar
Stjörnuflotans er kallað á vini
okkar, Kirk og Spock, til að elta
manninn uppi á óeirðasvæði, en
það verkefni reynist hægara
sagt en gert.
Það sem J.J Abrams hefur
gert við Star Trek-sögurnar er að gera þær
„neytendavænar“ ef svo má að orði komast.
Það þarf ekkert endilega að fíla Sci-Fi-myndir
til að hafa gaman af þeim. Honum tekst vel
að halda spennunni gangandi og hefur gert
tilfinningaleysi Spock kómískt.
Leikararnir standa sig allir með prýði og er
Chris Pine flottur í hlutverki hetjunnar Jim
Kirk sem allir elska. Zachary Quinto endurtek-
ur síðan snilldarframmistöðu sína sem hinn tilfinn-
ingalausi Vúlkani Spock. Simon Pegg sér síðan um
húmorinn sem Scotty, Zoe Zaldana og Alice Eve um
kynþokann en það er án efa Benedict Cumberbatch
sem stelur senunni sem skúrkurinn. Cumberbatch
er nú ekki mjög þekktur í kvikmyndaheiminum en
hefur verið að geta sér gott orð sem Sherlock Holmes
í þáttunum Sherlock. Hann er svo skuggalega góður
og grjótharður í þessu hlutverki að það er ekki annað
hægt en að vera hræddur við hann.
Þessi mynd er frábær skemmtun. Hún er spenn-
andi, heldur manni við efnið í þessa rúmu 2 tíma
sem hún tekur og söguþráðurinn er góður og skýr, þó
hann fari ansi hratt af stað og það er ákveðið twist í
honum. Húmorinn og tengingin við persónurnar er
samt það sem gerir þessa mynd, og fyrri myndina frá
2009, betri en gömlu myndirnar að mínum dómi.
Sci-Fi fyrir alla, konur og karla
K V I K M Y N D
STAR TREK - INTO DARKNESS
ÍVAR
ORRI
The Great Gatsby gerist sumarið 1922 á Long Island og segir frá fyrrver-
andi hermanninum og núverandi sölumanni Nick Carraway og kynnum
hans af hinum dularfulla og forríka Jay Gatsby, sem heldur miklar
veislur á setri sínu en lætur sjálfur lítið fyrir sér fara, enda hafa fæstir
þeirra sem sótt hafa veislurnar hitt hann í eigin persónu. Þeir Nick og
Gatsby verða fljótlega ágætir vinir en um leið fer í gang atburðarás sem
á eftir að verða örlagarík fyrir allar þær aðalpersónur sem við sögu
koma. Skáldsagan The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald kom út árið
1925 og er talin á meðal bestu og merkustu skáldsagna sem skrifaðar
hafa verið á enskri tungu. Leikstjóri myndarinnar, Baz Luhrman, er ekki
að stíga sín fyrstu skref enda hefur hann áður gert myndir á borð við
Moulin Rouge, Rome + Juliet og Australia.
skjámenning
“The D is silent, hillbilly.”
(Django, 2012)
FRUMSÝNING HELGARINNAR
The Great Gatsby
Leikstjóri: Baz Luhrman.
Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio,
Carey Mulligan, Tobey Maguire, Isla
Fisher, Jason Clarke og Joel Edgerton.
Lengd: 142 mínútur.
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára.
Kvikmyndahús: Sambíóin Kringlunni,
Egilshöll, Keflavík og Akureyri,
Háskólabíó‚ Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin
Akranesi.
20 MONITOR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013
VILTU
VINNA
MIÐA?facebook.com/monitorbladid