Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Blaðsíða 19
23.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Ljósmynd/WienTourismus og Peter Rigaud Þeir sem hafa fengið nóg af borginni, listinni, kaffihúsunum og börunum geta skellt sér aðeins út fyrir borgarmörkin. Það er einfalt og aðeins 20 mínútna ferðalag út í sveit með almenningssamgöngum. Fjallahjólatúr um Vínarskóg við Kahlenberg, bæjarfjall Vínar, svíkur engan. Til að komast þangað er best að koma sér að jarðlest- arstöðinni Heiligenstadt (U4) og taka þaðan sporvagninn D að Nuss- dorf. Ferð í lestinni kostar 2 evrur og dugar einnig fyrir sporvagninn. Af sporvagnsstöðinni skal gengið beint yfir götuna, til vinstri meðfram húsalengju og síðan til hægri í gegnum undirgöng og þá til vinstri upp með Dóná. Eftir 5-10 mínútna göngu er komið að hjólaleigunni Donau-Fritzi sem leigir út mjög góð fjallahjól á sanngjörnu verði. Hjól af gerðinni KTM Sedona, 26 tommur að stærð, 27 gíra með Deore XT skiptingum og með dempara sem hægt er að læsa og losa í stýringu, kostar 8 evrur klukku- stundin en 36 evrur fyrir dag- inn. Hægt er að leigja ódýr- ari hjól en einnig dýrari rafmagnshjól. KTM Sedona-hjólið sem blaðamaður leigði var í mjög góðu ástandi, gírarnir hárrétt stilltir og bremsurnar í góðu lagi – og ekki veitti af í bröttum hlíðum Vínarskógar. Ekki er hægt að leigja hjálm á staðnum og því þarf annaðhvort að taka með sér hjálm að heiman eða kaupa sér nýjan og flottan í Vín. Einnig er hægt að kaupa hjálm á staðnum. Starfsfólk Donau-Fritzi talar litla ensku en er mjög hjálplegt og það er ekkert mál að leigja hjól þó þú kunnir enga þýsku. Það má alveg segja: Gu- ten tag, Ich möchte Fa- hrrad verleihen, bitte. En það er ekki nauðsynlegt. Hjólreiðar eru einfaldar. Þegar beðið var um kort af skemmtilegustu stígunum var komið að tómum kofunum. Ekkert slíkt var til en það reyndist sem betur fer einfalt að finna stígana; það eina sem þurfti að gera var að hjóla til baka í gegnum undirgöngin og svo upp í mót. Hjólað er í gegnum snoturt þorp og síðan taka all- brattar brekkur við. Fylgið skiltum sem vísa á Kahlenberg. Efst uppi og víða á leiðinni er ægifagurt útsýni yfir Vín, Dóná og vínakra. Aðeins þarf að hafa augun hjá sér til að finna skógarstígana en inni í skóginum eru stígarnir ágætlega merktir. Stígarnir eru af öllum gerðum og stærðum, misbrattir og sumir þannig að varla er hægt að hjóla niður þá nema með því að liggja á bremsunni. Frábært fjör! Eftir nokkra spretti upp og niður er nánast skylda að setjast niður á einhverjum af mörgum veitinga- stöðum í skóginum og fá sér hressingu. Hægt er að gera mikið á hálf- um degi – Donau-Fritzi er opnað klukkan 8 og þriggja tíma hjólatúr ætti að duga flestum nema hörðustu nöglunum. Meira um leiguna á www.donau-fritzi.at. Frábærir stígar um Vínarskóg í seilingarfjarlægð frá miðborginni Ljósmynd/ WienTourismus og Popelka & Popelka Morgunblaðið/Rúnar Pálmason Ljósmynd/WienTourismus og Popp & Hackner Sjálfsagt er að fara í spássitúr um miðborgina, með eða án leiðsagn- ar. Þeir sem hafa gaman af dóm- kirkjum geta kíkt inn í Steph- ensdom en það tekur því hins vegar varla að fara upp í turninn. Útsýnið þar er takmarkað, miðinn í lyftuna kostar 5 evrur og starfs- fólkið er skapstyggt. TAKMARKAÐ ÚTSÝNI ÚR DÓMKIRKJUTURNINUM Ljósmynd/WienTourismus og Karl Thomas Í stað þess að fara í dómkirkjuturninn skal mælt með veitingastaðnum á efstu hæð Sofitel, lúxushótels skammt frá (www.sofitel.com). Allra best er að fara þangað rétt fyrir sólsetur og fylgjast með myrkr- inu færast yfir borgina og sjá helstu byggingar hennar upplýstar. Stað- urinn er ekki ódýr en hægt er að fá lítinn bjór á 3,7 evrur og fremur slappa klúbbsamloku með frönskum á 14 evrur en ágætt sesarsalat fyrir sama pening. Útsýnið er á hinn bóginn frábært, stemningin á staðnum góð og einstök hönnun staðarins er vel þess virði. Loftið á staðnum hannaði hinn heimsfrægi franski arkitekt Jean Nouvel. Marg- ir muna eftir tillögu hans að tónlistarhúsi í Reykjavík en samkvæmt hans tillögu hefði byggingin verið falin inni í holtum og hæðum. Þegar loftið á Sofitel-veitingastaðnum speglast í gluggunum er engu líkara en að orkusvið hafi opnast yfir Vín – hrein snilld. ORKUSVIÐ OPNAST YFIR VÍNARBORG Ef svo ólíklega vill til að einhver hafi meiri áhuga á að leika sér en að hjóla upp og niður brekkur má mæla með Waldseilpark, einum stærsta klifurgarði Austurríkis, sem er í hlíðum Kahlenberg. Þar er hægt að klifra í trjám frá einum upp í 18 metra, renna sér eftir línu á milli trjátoppa, síga og fíflast. Boðið er upp á mismunandi brautir eftir stærð klifurkattanna, frá 110 cm og upp úr. Meiri upplýsingar á: www.waldseilpark-kahlenberg.at STÆRSTI KLIFURGARÐ- UR AUSTURRÍKIS VIÐ BORGARMÖRKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.